Skoðum stöðu Írlands skv. Júlí skýrslu AGS - en, kreppan á Írlandi er að mjög mörgu leiti spegilmynd íslensku kreppunnar. En, Írland er aðili að ESB og hefur Evru!

Hver er boðskapur AGS til Írlands. Skoðum það nánar.

Hér er umfjöllun mín til samanburðar um 3. áfangaskýrslu AGS:

Óháð greining á 3. áfanga skýrslu AGS, um Ísland og ásamt gagnrýni minni á spá AGS um líklega framvindu, ísl. efnahagsmála!

Írland virðist vera í nokkuð sérstakri stöðu, en þegar Írland gekk í Evrópusambandið, var Írland með fátækustu löndum Evrópu, og írsk stj.v. höfðuðu til alþjóðlegra fyrirtækja um að nýta sér ódýrt írskt vinnuafl og aðgang að mörkuðum Evrópu. Á sama tíma, fékk Írland tímabundið að setja upp þróunarsvæði þ.s. fyrirtæki fengu hagstæðari kjör m.a. annars tengd skattlagningu.

Afleiðingin er, að á Írlandi eru starfandi umtalsverður fjöldi verksmiðja í eigu erlendra auðhringja.

Þetta er áhugavert einnig fyrir okkar samhengi sbr. hugmyndir um að redda hagvexti, tekjuaukningu ríkisins, með fjölgun álvera í eigu erlendra auðhringja.

En, en gróði írska þjóðarbúsins er ekki eins mikill og ætla mætti af aukningu útflutnings er átti sér stað. En, virðisaukinn af starfseminni hefur ekki reynst vera mjög mikill per útflutt tonn.

Kreppan á Írlandi er að afloknu löngu hagvaxtar tímabili, sem endaði eins og hérlendis í ástandi bóluhagkerfis - þ.s. gríðarleg aukning var eins og hérlendis í umsvifum bankakerfis landsmanna og einnig, varð gríðarleg aukning í byggingaframkvæmdum. Sjá skýringarmyndir bls. 9.

Í dag sytur Írland eftir með sárt ennið, með 17% atvinnuleysi á meðan Ísland er með 8,7% atvinnuleysi um þessar mundir - skuldir ríkisins upp á liðlega 120% sem er svipað og skuldir ísl. ríkisins skv. AGS - 14% halla af ríkinu sem æpir á frekari niðurskurð útgjalda á meðan halli ísl. ríkisins er áætlaður cirka 10% (sá halli mun reynast meiri ef ekki tekst að koma neinum stórframkvæmdum af stað auk þess að þá mun atvinnuleysi einnig fara í aukana á ný) - slæma skuldastöðu heimila og fyrirtækja, sem fer enn versnandi. Sú skuldastaða má vera að sé ívið verri á Íslandi. Á sama tíma eru hagvaxtarhorfur slakar - ívið slakari en á Íslandi skv. mati AGS (mér finnst þó mat AGS á hagvaxtarhorfum hér ívið í bjartsýna kantinum á meðan vaxtastig er svo hátt sem þ.e. og skuldastaða heimilar og fyrirtækja enn hríðversnandi).

Staða Írlands er raunverulega um ótrúlega margt lík stöðu Íslands.

 

Þættir sem minnka getu til hagvaxtar á Írlandi:

"...the unwinding of home-grown imbalances from the boom years—arising from rapid credit growth, inflated property prices, and high wage and price levels—will create deflationary tendencies that act as a drag on growth." - bls. 3.

  • Þ.s. þeir eru að vísa til, er að verð allra þátta hafi þanist um of út, þ.e.: húsnæðisverð, almennt verðlag og laun
  • Núna þegar bóluhagkerfið sé liðið hjá, eigi hagkerfið samt enn inni umtalsverða lækkun þessara þátta, þ.e. húsnæðisverðs, almenns verðlags og launa, áður en jafnvægi sé náð.
"The recent decline in unit labor costs from their high levels will need to be sustained to close the competitiveness gap and make a material difference to growth prospects." Bls. 11.
"The annual pace of price decline was 2½ percent in April," - "Staff projects that Irish prices will continue to fall in the next two years." bls. 13 - 14.
"In the boom years, Irish prices were rising more rapidly than average eurozone prices. This implied that real interest rates were especially low—and supported the boom." bls. 14.-

Málið er, að þrátt fyrir að vera með Evru varð verðbólga hærri á Írlandi en meðaltal Evru landa, þ.s. á Írlandi var meiri þensla en að meðaltali á Evrusvæðinu. Þ.s. vaxtastig er sama allst staðar á Evrusvæðinu, voru raunvextir því á Írlandi lægri en að meðaltali, sem jók þá tilfinningu fólks að þættir verðlagðir í Evrum kostuðu lítið.

Áhrifin voru sem sagt að magna upp neyslu og almennt kaupæði, sem síðan skilaði sér í enn frekari aukningu eftirspurnar, hækkun húsnæðis, almenns verðlags og launa. En, í ástandi þenslu þá magnar lágt vaxtastig þensluna. Í reynd hafi lágir vextir Evrusvæðisins verið meðverkandi þáttur í því að búa til bóluhagkerfi á Írlandi.

Á þessu tímabili var gengi Evrunnar hátt, og hafði farið hækkandi allan síðastliðinn áratug - ég les það úr þessu, að hágengi Evrunnar hafi haft svipuð áhrif á Íslandi og hágengi krónunnar hafði; þ.e. að vera meðverkandi þáttur í að magna upp bóluhagkerfið er síðan sprakk.

Tímabil verðhjöðnunar, mun síðan í staðinn hækka raunvexti á Írlandi þ.s. neikvæður verðspírall plúsast við vaxtastig í stað þess að dragast frá, við reikning raunvaxta. Þetta magnar samdráttaráhrif.

"The debt of households and businesses, fueled by the low real interest rates before
the crisis and with unchanged nominal values, has now to be repaid in an environment of
falling prices, higher real interest rates, and low GDP growth rates." Bls. 15.

Lækkanir - húsnæðisverðs, almenns verðlags og launa; munu vega upp á móti tekjuaukningu frá aukningu útflutnings, og heildarniðurstaða verði mjög hægur bati næstu árin þ.s. að mati AGS hinar nauðsynlegu lækkanir lækki tímabundið getu hagkerfisins til hagvaxtar.

"As banks emerge from the worst phase of the crisis, they remain weak. While capital ratios of the eurozone banks have risen since the crisis, they have declined for the large Irish banks."  - "Liquidity pressures remain serious. The authorities estimate that over €70 billion (44 percent of GDP) of banks’ obligations will mature by September this year." Bls. 16.- "...as authorities recognize, deleveraging to reduce the loan-to-deposit ratio and banks’ risk aversion will likely constrain lending and the pace of economic recovery, at least in 2010–11." bls. 18.

Bankakerfið virðist greinilega enn vera í alvarlegum vandræðum þrátt fyrir mikla aðstoð írska ríkisins við bankana, fram að þessu. Vandræði þess, er eins og á Íslandi sjálfstæð bremsa á getu til hagvaxtar.

"With increasing arrears and reschedulings, the Financial Regulator has cautioned that
homeowner distress may be the “biggest legacy” of the crisis."  - "IMF staff proposed that, with persisting unemployment, additional support measures may be needed for a narrowly-targeted group of vulnerable homeowners to limit the economic and social fallout of the crisis." Bls. 20.

Einnig á Íslandi eru vaxandi vanskil og skuldavandi heimila sennilega alvarlegasti einstaki þjóðfélagsvandinn, sem afleiðing kreppunnar. Á Írlandi eins og á Íslandi, virðist vera umdeilt að hvaða marki á að aðstoða heimili í vandræðum.

Sem sagt, ein helsta afleiðing kreppunnar á Írlandi, virðist vera mjög umtalsverður skuldavandi heimila og fyrirtækja, vegna skulda sem urðu til til á bóluhagkerfis árunum, sem síðan hafa orðið óbærilegar eftir hrun, þegar tekjur lækkuðu og fara enn lækkandi, þá séu margar fjölskyldur og fyrirtæki fyrirsjáanlega í vandræðum.

Þessi skuldastaða er bremsa á eftirspurn og fjárfestingu, dregur þannig úr möguleikum til sjálfsprottins hagvaxtar á Írlandi.

  • Ofan á þetta allt, kemur svo atvinnuleysi sem AGS metur sem cirka 17% (en ríkisstj. Írlands metur það 13,5%). Hér á Íslandi er atvinnuleysi um þessar mundir 8,7%.
  • Að auki "Emigration has eased labor market pressures somewhat."
"The consolidation plan, outlined in the December 2009 Stability Programme Update, aims to reduce the deficit to below 3 percent of GDP by 2014...Starting from a higher projected deficit in 2010 and based on less optimistic macroeconomic projections, staff estimates that the adjustment need over 2011–14 would be 6½% of GDP. - instead of being "4½% of GDP" bls. 24.
  • Eins og á Íslandi, er gríðarlegur halli á ríkisútgjöldum um 14% (sjá bls. 22) á Írlandi, sem skapar þörf fyrir niðurskurð útgjalda, svo skuldir ríkisins sigli ríkinu ekki í greiðsluþrot. AGS varar að auki við, að sennilega verði hagvöxtur ívið lakari næstu árin en írsk stj.v. vilja reikna með, þannig að ríkishalli verði meiri og því niðurskurðarþörf ívið meiri. (sjá bls. 23 - 24)
"By staff’s estimates, the potential growth rate will rise gradually (from current rate of about 1%) to about 2½ percent by 2015 as the internal imbalances—arising from rapid credit growth, overvalued property prices, and high price and wage levels—are corrected." bls. 8.

Hægur hagvöxtur þíðir að stórfellt atvinnuleysi er komið til með að vera í mörg ár. Þannig, að fyrirsjáanlegt, að þróun í átt að brottflutningi fólks muni halda áfram og styrkjast fremur en hitt.

Það sama mun gerast á Íslandi, ef ekki teks að koma af stað hér á landi einhverjum verulegum hagvexti.

"Going forward, staff projects government debt to increase steadily until 2014, but to stabilize below 100 percent." - "On the basis of Eurostat’s preliminary advice, debt issued by NAMA’s privately-owned Special Purpose Vehicle does not affect the general government debt, although it would represent a contingent liability of more than 25 percent of GDP in 2010." Samanlagt tæp 125% með öðrum orðum.

Eins og á Íslandi skuldar írska ríkið mjög mikið vegna kostnaðar sem skapaðist þegar írska ríkið varði gríðarlegum upphæðum til að endurfjármagna banka þannig að þeir færu ekki á hliðina. Ef skuldir sérstakrar stofnunar sem yfirtók mikið af lélegum skuldum til að hjálpa bönkunum, og er hefur ríkisábyrgð - þá eru skuldir írska ríkisins nálægt 125% áætlaðar. Þetta er svipað og á Íslandi en skv. AGS eru skuldir ísl. ríkisins sem hlutfall af landsframleiðslu áætlaðar cirka 120%. En, hvort tveggja í tilviki Írlands og Íslands, geta skuldir aukist mjög hæglega þ.s. staðan er viðkvæm.

Eins og sést af þessu er staða Írlands um margt lík stöðu Íslands - um sumt verri sbr. að geta Írlands til hagvaxtar er metin minni og atvinnuleysi meira.

 

Fleiri þættir sem minnka getu til hagvaxtar á Írlandi: Bls. 10

Eins og ég skil þetta, þá er AGS beinlínis að segja, að sú staðreynd að alþjóðlegir auðhringir ráði yfir miklum hluta írsks atvinnulífs, sé eitt atriðið enn sem lækki getu Írlands til hagvaxtar.

Áhugavert að íhuga þessa afstöðu í ljósi áhuga stjórnvalda hér á landi, að byggja efnahagslega endurreisn á byggingu nýrra risaálvera hérlendis. Þetta virðist reyndar vera eina hagvaxtar stefna núverandi stjórnvalda.

  • "Multinationals, particularly from the United States, substantially raised their presence in
    Ireland in the late 1990s, linking Ireland to global supply networks of electronics and
    chemical products."
  • "This engagement in global supply chains was aided by wage moderation in the 1990s and by an educated labor force."
  • "Ireland’s export-to-GDP ratio rose."
  • "But, given the heavy import content of the exports, so did the import-to-GDP ratio."
  • "U.S. multinationals use Ireland as a base for exports to European markets, and about two-thirds of Irish exports are destined for Europe." Bls. 3.

Hvaða vanda veldur þetta?:

  1. "exports will lead the recovery - er stefnumörkunin.
  2. "But spillovers to the domestic economy will be limited" Bls. 3.
  3. because of exports’ heavy reliance on imports,- ("An increase in Ireland’s exports, being highly correlated with an increase in imports, generates a much smaller increase in domestic value-added. (bls. 12)")
  4. their tendency to employ capital-intensive processes, (sbr. álver + fáir starfsm. per verksmiðju) ("Irish exporting activity has traditionally been relatively capital intensive, becoming more so with the downscaling of lower-skilled electronic assembly." bls. 13. )
  5. and the sizeable repatriation of profits generated by multinational exporters." - "Moreover, foreigners have large claims on the value-added generated in the export activity, as demonstrated by high correlation between the change in net trade and the change in income outflow on account of direct investment" bls. 13.
  • Þetta er áhugavert, hafandi í huga áhuga hérlendis til að hér sé fjölgað álverum. 
  • En, álver hafa sömu galla og efnaverksmiðjurnar á Írlandi þ.e. að virðisaukinn hérlendis er takmarkaður, þ.s. á móti útflutningi kemur innflutningur hráefnis þ.e. súráls í okkar tilviki. Virðisaukinn liggur fyrst og fremst í kostnaðinum við rafgreininguna þ.s. rafmagnsverð spilar mikla rullu. Starfsmenn eru tiltölulega fáir en starfsemin er samt "capital intensive" þ.e. fjárfrek, en eins og á Írlandi er þetta ekki eiginleg "manufacturing" þ.e. ekki verið að búa til e-h hluti úr efnunum, heldur fer verkið sjálf fram í búnaðinum sem er að mestu sjálfvirkur.
  • Síðan á móti að auki, þ.s. álverin eru hlutar alþjóðlegra fyrirtækja, eins og efnaverksmiðjurnar á Írlandi, þá fær móðurfyrirtækið alltaf á hverju ári greiddan arð, sem kemur þá einnig á móti tekjumyndun við starfsemina.
  • Þannig, að nettó arður ef ekki mjög - mjög mikill per framleitt tonn.
  1. Þessi upptalning tekur þó ekki tillit til þjónustustarfsemi innan lands er tengist starfseminni með beinum eða óbeinum hætti. Í slíkum þáttum liggur einhver arður.
  2. Einnig hefur verið bent á, að virkjanir byggðar og greiddar af með sölu raforku, séu síðan í eigu landsmanna. Þannig hefur það verið fram að þessu, en nú virðist komið erlent orkufyrirtæki hingað, sem vill nálgast þann hagnaðarhluta - eða sinn skerf af þeim hluta.
  3. Á móti kemur umhverfisskaði - hið minnsta að einhverjum hluta óafturkræfur.
  4. Þ.e. með öðrum orðum, mjög umdeilt hvort álverin séu raunverulega þess virði að setja þau upp - þó svo að tímabundið geti ríkið fleytt sér áfram með tekjum er til koma, þegar verið er að reisa þau, og þannig a.m.k. frestað því að fara í þrot; í von um að sá frestur dugi til að aðrir þættir hagkerfisins hafi þá haft tíma til að ná sér þannig að á endanum fari það ekki í þrot. Alls óvíst er þó, að þetta geti gengið upp. Þ.e. getur verið, að þessi uppbygging fari fram, en ríkið fari samt í þrot seinna. Eða, að hún fari einungis fram að hluta, og aukning innkomu sé ekki nóg - sem er sú átt er hlutir nú stefna í.

Ireland: 2010 Article IV Consultation—Staff Report

Summary of Balance of Payments - sjá bls. 29.

                                                   2010

Current account balance                 -0.4  (á Íslandi einnig "-")

Balance of goods and services         32.5

Trade balance                                38.7

Exports of goods                            86.3

Imports of goods                          -47.6  (m.a. innflutningur hráefna fyrir efnaverksmiðjur)

Services balance                             -6.1

Credit                                            66.4

Debit                                            -72.5

Income balance                             -32.5 (inni í þessu arðgreiðslur til eigenda erlendra fyrirt. starfandi)

Credit                                             57.7

Debit                                              90.1 

Current transfers (net)                     -0.5

Capital and financial account balance  0.4

 

Niðurstaða

Króna eða Evra: Sumir hafa haldið því fram, að Írland sé betur statt en Ísland, vegna þess að bankakerfið þar hrundi ekki.

Á hinn bóginn, er atvinnuleysi á Írlandi samt 2. falt meira. Almenningur eins og hér, er skuldum vafinn og fjölmargir fyrirsjáanlega í vandræðum. Sama á við um fyrirtæki - einkum innlend sjálfsprottin fyrirtæki.

Þó bankakerfið hafi ekki hrunið, þá er írska ríkið búið að verja gríðarlegum upphæðum til að styrkja stöðu írskra banka, margir bankar hafa verið endurfjármagnaðir fyrir gríðarlegar upphæðir. Enn, er útlit fyrir að bankar þar séu margir veikir, og þurfi frekari endurfjármögnun. Svo, þ.e. alls óvíst að Írland hafi sloppið betur frá sinni bankakreppu.

Eins og hérlendis er hallarekstur írska ríkisins mjög mjög mikill, og til staðar mikil niðurskurðarþörf svo að greiðsluþroti írska ríkisins verði forðað. Þegar hefur mikið verið skorið niður og sparað - en skv. nýlegri skýrslu á Írlandi þarf mun meira til, svo að halli írska ríkisins fari niður í sjálfbærar stærðir.

Sjá frétt:

For a glimpse of what awaits Britain, Europe, and America as budget deficits spiral to war-time levels, look at what is happening to the Irish welfare state.

  • Við skulum ekki fagna neitt hér, því hér þarf einnig mjög mikinn niðurskurð fyrirsjáanlega og fram að þessu, hefur mun minna verið gert, til að lækka útgjöld.
  • Þ.s. einna helst gerir okkar stöðu skárri, er betri staða til hagvaxtar.

Á hinn bóginn, eru væntingar um hagvöxt upp á rúmlega 3% ekki raunhæfar að mínu mati, fyrr en skuldir almennings og fyrirtækja hafa verið endursipulagðar til lækkunar. Og, auk þess verður að lækka vaxtastig mjög mikið, niður í 1% segi ég. 

  • En, lækkun krónunnar bætir hagvaxtagetu samanborið við Írland þ.s. sú lækkun kostnaðar sem atvinnulífið þarf á að halda í formi lækkunar verðlags og launa, er þá þegar búin að ganga fram - en á Írlandi mun hún dreifast yfir e-h árabil, á meðan að verðhjöðnun mun ríkja; sú verðhjöðnun virkar þá á meðan sem bremsa á hagvaxtargetu þar til hún er yfirstaðin. Í staðinn, fór sú verðhjöðnun fram í einum rikk, með stórri gengisfellingu.
  1. Aðalbremsan hér fyrir utan vextina, er þá tregðan við það að láta það verk ganga fram, þ.e. endurskipulagningu skulda almennings og fyrirtækja, með nægilegum krafti svo greiðslubyrði allra þeirra aðila lækki umtalsvert. Þá sé leystur úr læðingi hvort tveggja í senn, eftirspurn og fjárfesting.
  2. Of hátt vaxtastig er síðan hin stóra bremsan, og hún víxlverkar við háar skuldir, magnar upp greiðslubyrði. Vextir verða klárlega að fara niður með hraði.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband