Verður stríð milli ríkisstjórnarinnar og hins skulduga almennings? Er búið að klúðra bankakerfinu í annað sinn?

Aðalfréttin í dag, 30/6 2010, hefur verið tilmæli Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans til íslenskra banka- og fjármálastofnana, að lán þau sem dæmd voru skv. nýlega föllnum Hæstaréttardómum, að hefðu haft ólöglega tengingu við verðgildi erlendra gjaldmiðla, skildi endurreikna frá lántökudegi skv. svokölluðu bestu óverðtryggðu vöxtum Seðlabanka Íslands.

Í þessu samhengi vekja orð Gylfa Magnússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra ekki síður athygli, sjá rauðletrað.

Viðskiptaráðherra um tilmæli FME  

Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra - segist eiga von á að áfram verði deilt um málið. Hann segir engan vafa leika á því að tilmælin séu lögleg. Þetta hafi verið eina leiðin að sínu mati til þess að fjármálafyrirtækin gætu haldið áfram starfsemi sinni.

En síðustu dagana, hefur mátt skilja af ítrekuðum ummælum Gylfa, að stórkostleg vá væri frammi, ef svokallaðir samningsvextir cirka 3% fá fram að ganga - gengið svo langt að halda því fram að tjón ríkisins geti numið í kringum 200 milljarða króna, þ.e. að eiginfjárinnspýting þess í ísl. bankastofnanir geti glatast.

  • Þetta eru að sjálfsögðu mjög stórar yfirlísingar.

Að neðan má sjá töflu tekna af vef Seðlabanka Íslands, þ.s. fram kemur eiginfjárhlutfall helstu viðskiptabankanna á Íslandi.

Eiginfjárhlutfall viðskiptabankanna skv. Seðlabanka Íslands. 

Arion Banki - 13,7%

Íslandsbanki - 19,7%

NBI - 15%

MP banki 15,1%

Samtals 15,9%

 

  • Við grófa skoðun á tölum á vef Seðló, virðist um 20% heildarútlána, vera gengisbundin.
  • Við erum að tala um mjög verulega rýrnun bókfærðs verðmætis þeirra, ef samningsvextir standa.
  • Hugsanlega, dugar það til að eiginfjárhlutfall einhvers bankans, fari niður fyrir löggilt lágmark.

 

En - ef Gylfi er ekki með hræðsluáróður, þá virðist hann vera beinlínis að segja, að eiginfjárhlutfall allra bankanna geti farið niður fyrir löggilt lágmark - en, vart annars verður þörf á annarri enfurfjármögnun.

Mér virðist því, að þegar sé búið að mestu að sóa þeim ávinningi sem fékkst, þegar lánapakkarnir voru keyptir af ríkinu á tuga prósenta afslætti, og færðir yfir í nýju bankana.

En, þegar málin eru skoðuð, verður vart séð að nokkuð borð sé lengur fyrir hendi, fyrir fyrirsjánlegri mjög stórri afskriftarþörf - sjá að neðan skv. grófu yfirliti yfir lánasafn bankanna.

 

 

Lán í skilum án endurskipulagningar   39%

Lán í skilum eftir endurskipulagningu 18%

Lán í vanskilum, uppgreiðla. ólíkl.        43%

 

  • Höfum í huga, að þessi 18% eru í skilum skv. endurskipulagningu er dreifir skuld yfir lengra tímabil, og óvíst í reynd hvort þau verði í skilum.
  • 43% heildarlána í vandræðum, fyrirséð - æpir á mikla þörf fyrir afskriftir.

 

Manni virðist ljóst, að gríðarleg sóun hlítur að hafa átt sér stað, þ.s. ljóst virðist skv. orðum Gylfa, að viðskiptabankarnir þola nær engin áfföll - þrátt fyrir að hafa fengið svo stórann happdrættisvinning sem, megnið af útlánum inn á tuga prósenta afslætti.

 

Spurningin er þá, hver er ástæða þess að þeim happdrættisvinningi hefur bersýnilega verið sóað?

Eins og kemur fram á bls. 34 í annarri endurskoðunar-skýrslu AGS, sjá hlekk að neðaner stærð endurreists bankakerfis á Íslandi, 159% af áætlaðri stærð hagkerfisins.

Iceland IMF Staff Report Second Review

Snemma á síðasta ári, þegar sömu stjórnarflokkar sátu í stjórn undir hlutleysi Framsóknarflokksins, var nokkur umræða um bankamál á Alþingi - og ég man, að fulltrúar Framsóknarflokksins vöruðu við þeirri stefnu, að endurreisa of stórt bankakerfi.

  • Bankakerfi af stærðinni 1,59 þjóðarframleiðslur - er of stórt við núverandi skilyrði.
  • Mér sýnist ljóst, að ákvörðun var tekin innan stjórnarflokkanna, um að halda sem flestum bankastarfsmönnum í vinnu.
  • Þess vegna, hafi verið ákveðið þrátt fyrir ábendingar um að það væri of dýrt, að endurreisa alla 3 gömlu bankana, nokkurnveginn með sama innlenda starfsmannafjölda og áður.
  • Uppi hafi verið þau sjónarmið, að hagstæðara væri að halda fólki í vinnu, fremur en að setja það á atvinnuleysisbætur - að þekking þess myndi glatast, o.s.frv.

Þ.s. mér sýnist að hafi gleymst, er hugtakið "opportunity cost" þ.e. á mannamáli, að ef þú gerir eitt við peninginn er þú átt, þá um leið ertu búinn að svipta þig þeim möguleika að gera eitthvað annað við þann pening.

Með öðrum orðum, sami peningurinn verður ekki notaður tvisvar.

Hvað annað hefði verið hægt að gera fyrir þann pening?

  1. Meiri rekstrarkostnaður en þörf var á.
  2. Fleiri bankamenn í vinnu en þörf var fyrir, og á launum langt ofar grunnlaunum, við störf er afla engra gjaldeyristekna.
  • Er þetta peningurinn, sem hefði annars getað borgað fyrir þær afskriftir sem Framsóknarmenn lögðu til?

-----------------------------

Sjá að neðan fyrirmæli til innlendra banka- og fjármálastofnana, af vef FME.

Viðmiðun um vexti samkvæmt tilmælum Fjármálaeftirlits og Seðlabanka Íslands

Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands senda fjármálafyrirtækjum tilmæli  

Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands beina því eftirfarandi tilmælum til fjármálafyrirtækja:

1. Lánasamningar sem að mati viðkomandi fjármálafyrirtækis innihalda óskuldbindandi gengistryggingarákvæði sbr. framangreinda dóma Hæstaréttar verði endurreiknaðir. Í stað gengistryggingar og erlends vaxtaviðmiðs skal miða við vexti sem Seðlabanki Íslands ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum á nýjum almennum óverðtryggðum útlánum eða ef verðtrygging er valin lægstu vöxtum á nýjum almennum verðtryggðum útlánum og beitt er þegar óvissa ríkir um lánakjör sbr. 18. og 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, nema aðilar semji um annað.

2. Meðferð lána gagnvart viðskiptamönnum fjármálafyrirtækja miði við framangreindar forsendur svo fljótt sem auðið er. Geti fjármálafyrirtæki ekki nú þegar fylgt tilmælunum af tæknilegum ástæðum skal það gæta þess að greiðslur verði sem næst framansögðu en þó fyllilega í samræmi við tilmælin eigi síðar en 1. september 2010.

3. Fjármálafyrirtæki endurmeti eiginfjárþörf sína í ljósi aðstæðna og tryggi að eigið fé verði einnig nægilegt til þess að mæta hugsanlegri rýrnun eigna umfram það sem 1. tölul. leiðir af sér.

4. Skýrslugjöf um gjaldeyrisjöfnuð, lausafjárstöðu og eiginfjárstöðu til Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands verði miðuð við framangreindar forsendur.  

---------------------------------------

Yfirlýsing ríkisstjórnar vegna tilmæla Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins

30.6.2010

Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið hafa sent frá sér tilmæli til fjármálafyrirtækja um hvernig þeim beri að fara með gengisbundin lán.

Þótt tímabundin óvissa ríki um endanlega niðurstöðu dómstóla er mikilvægt að stöðuleiki á fjármálamarkaði verði áfram tryggður. Ríkisstjórnin virðir sjálfstæði Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins og ber fullt traust til þessara stofnana við að sinna lögbundnu hlutverki sínu. Dómstólar eiga að sjálfsögðu síðasta orðið varðandi réttarágreining sem enn er uppi vegna gengisbundinna lána og verður réttur aðila til að bera mál undir dómstóla auðvitað ekki frá þeim tekinn og er mikilvægt að niðurstaða fáist sem fyrst.

-------------------------------

Talsmaður neytenda: Tilmælin ólögleg – ekki borga háu vextina

"Talsmaður neytenda hvetur lánþega gengistryggðra lána að sniðganga tilmæli Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins um að greiða afborganir af lánum sínum samkvæmt vöxtum Seðlabankans. Hann telur að tilmælin stangist á við lög og ætlar að senda frá sér önnur tilmæli til lánþega á morgun.

 

Niðurstaða: 

Manni virðist ljóst skv. fordæmingum; Talsmanns Neytenda, Neytendafélagsins, Samtaka Húseigenda og fleiri aðila - að þessari nýju stefnumótun ríkisstjórnarinnar verður mætt af fyllstu hörku.

Reikna verður með, nýrri syrpu af dómsmálum. Þ.e. klárt.

Hvað annað ríkisstjórnin uppsker, verður að koma í ljós.

En, stærstu vonbrigðin eru þ.s. virðist í ljósi ummæla Gylfa Magnússonar, vera misheppnuð endurreisn bankakerfisins.

En, ef það ræður ekki við þetta tiltölulega litla áffall - þá er klárt að ekki ræður það við að afskrifa þann stóra bunka af slæmum lánum, sem fram kemur að til staðar eru í bankakerfinu skv. upplýsingum Seðlabanka Íslands.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Manni virðist ljóst, að gríðarleg sóun hlítur að hafa átt sér stað, þ.s. ljóst virðist skv. orðum Gylfa, að viðskiptabankarnir þola nær engin áfföll - þrátt fyrir að hafa fengið svo stórann happdrættisvinning sem, megnið af innlánum inn á tuga prósenta afslætti.

-------------------------------------

Afsakð kæru lesendur, að þarna átti að standa útlán.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 30.6.2010 kl. 23:09

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Einar

 En  eitt skulum við allir muna að með þjóðarsáttinni 1991 þá var verðtrygging tekin af launum þar skrifuðu undir verkalýðsfélögin samtök atvinnulífsins ásamt ríkisstjórninni   alþingi.

Allir þessir hópar  lofuðu að standa vörð um lánakerfið vexti og afborganir hlúa að fjármálakerfinu ef verkalýðshreyfingin tæki á sig umsamda og mikla kjaraskerðingu  sem launþegar skyldu borgaá næstu 5 til 6 árum  en í raun tók þetta  um 9 til 10 ár og launahækkunum yrði still í hóf.

Nú í dag erum við komin á verri tímapunt og nú þarf launþegin aftur að borga.
Fyrir gjörninga sem aðrir stóðu að.

Íslenskur launamaður stóð við sitt samkomulag hinir ekki.
Nú í dag á launþeginn aftur að greiða  fyrir þessa hópa sem varpa ætið ábyrgðinni á launþega með gjörðum sínum og gerði svo oft á síðustu öld.
Og engin ráðamaður hvorki já ríkisstjórn né verkalýðshreyfingunni  né í fjármálakerfinu vil minnast þess að eitt sin fylgdi verðhækkanir á laun vísitölunni það er orðið tapó .
kv. Sigurjón

Rauða Ljónið, 1.7.2010 kl. 14:17

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.e. út af fyrir sig allt rétt, sem þú segir. En, ég get ekki séð hvernig hægt er að leysa málið án tjóns fyrir hinn ísl. launamann.

*Á hinn bóginn, er algerlega ranglátt að hann beri allan kostnaðinn.

*Afksriftir - þ.e. almennar afskriftir, myndu dreifa kostnaðinum jafnar.

---------------------------

Það verðu þó sennilega í ljósi erfiðrar fjármagnsstöðu bankakerfisins, að frysta inneignir yfir t.d. 3-5 milljónum, setja þær á einhvers konar biðreikninga eða afskrifa - annað hvort; síðan sameina bankastofnanir t.d. báða viðskiptabankana við NBI án fj. starfsfólks NBI, þá má vera að hægt verði að framkvæma eina stóra almenna afskrift.

Að sjálfsögðu, þarf einnig af afnema verðtryggingu, svo nokkur möguleiki sé til að endurreisa heilbrigt fjármálakerfi hér.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.7.2010 kl. 14:51

4 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Einar held að það sé ljóst eins og við vitum báðir að Íslenski launamaðurinn hann mun bera kostnaðinn, bankastofnanir verður að sameina, herrarnir eru og margir í of litlu fjármálakerfi.

Kv. Sigurjón

Rauða Ljónið, 1.7.2010 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband