Notum raungengisviðmið ásamt myntkörfu

Það er engin fullkomin lausn til staðar fyrir okkur, þ.s. gengið hér þarf að sveiflast öðru hvoru, en á sama tíma virðist ljóst að við getum ekki haft það fljótandi.

En, tímabil flotgengis eins og allir vita, endaði með skelfingu.

  • Líklega er skársta lausnin, að setja upp myntkörfu og halda því stöðugu um hríð - fylgjast með raungengi og viðhafa viðmið þar um, og ef það hækkar yfir viðmið þá er gengið lækkað um einhver prósent og síðan aftur sett stöðugt um hríð.
  • Ef þ.e. gefið upp hvernig reglurnar virka, þ.e. genginu er stjórnað skv. raungengisviðmiði og miðað við að raungengi haldist innan vissra marka, þá á alveg að vera hægt að halda hér fremur lágri verðbólgu.
  • Hún verður þó sennilega e-h hærri en í samkeppnislöndum, sama um vaxtastig - en, ef aðilar vinnumarkaðar fást til samvinnu um að viðhalda raungengi eins stöðugu og gerlegt er, þá ætti smám saman að vera hægt að fækka þessum gengisfellingum.


Bank of International Settlements
, Quarterly Review - June 2010

Sjá, undirkaflann ""Currency collapses and output dynamics: a long-run perspective"

  • Vandinn er sá, að búa við Evruna krefst aga í hagstjórn, sem er næstum því ómögulegur í framkvæmd, sem sést m.a. á því að öll lönd S-Evrópu lentu í vanræðum, eins og við einnig á umliðnum áratug.



Það er mjög mikilvægt fyrir okkur, að hafa eigin gjaldmiðil þ.e. krónu, svo við getum tryggt rétta gengisskráninug.

  • Það hefur tvisvar gert í Íslandssögunni, að hér hafi verið viðhaldið kolrangri gengisskráningu, þ.e. síðan 1924 er gengið var hækkað eina skiptið í sögunni og fram til 1959 - hitt tímabilið er hágengistímabilið á umliðnum áratug.
  • Þegar gegnið er rangt skráð af svo miklu leiti, sem þau ár - þá gerist hið klassíska, að kaupmáttur er of sterkur, útflutningur skreppur saman, Ísland þ.e. hagkerfið er rekið með halla og gjaldeyrisvarasjóðir skreppa saman.
  • Á fyrra tímabilinu, lentu menn einmitt þar í vandræðum þ.s. það varð gjalderyrisþurrð á vissu tímabili svo sett voru fræg höft, sbr. haftatímabil.
  • það má vel vera, að einhver hagerfi geti búið við þann lúxus að viðhalda stöðugu gengi - en, það krefst gríðarlega agaðrar hagstjórnar - sem dæmi ef Ísland myndi búa við slíkt, þurfa laun að lækka ef Evran hækkar í verðgildi ef við gerum ráð fyrir að búa við Evru, svo atvinnuvegir tapi ekki samkeppnishæfni.
  • Svona lagað er yfirleitt ekki mögulegt í praxís - sem sést af því, að þegar reynt var að viðhalda gengisstöðugleika yfir árabil hérlendis, þá hækkaði raungengi jafnt og þétt árum saman þar til í óefni var komið með útflutningsatvinnuvegi og haftatímabil tók við - við myndum hafa endurtekið vesenið á 6. áratugnum á umliðnum áratug er við bjuggum við fljótandi gengi þ.s. raungengi og gengi hvort tveggja varð alltof hátt, ef ekki hefði verið fyrir það að bankarnir voru með svo mikinn rekstur erlendis að þeir héldu öllu hér uppi á meðan.
  • Ef við skoðum Evrusvæðið, þá gerðist svipað í S-Evrópu, þ.e. kostnaðarhækkanir voru jafnt og þétt yfir tímabilið frá því að Evran var tekin upp, í flestum ríkjum S-Evrópu. Og alveg eins, þá tapði þeirra útflutningur samkeppnishæfni, ár frá ári þannig að útfltuningur skrapp saman. Á sama tíma alveg eins og á Íslandi orsakaði of hátt gengi fyrir viðkomandi hagkerfi þ.e. of hátt raungengi, það að innflutningur ós stig af stigi, - og í dag er komið í óefni. Því, eitthvað þarf að borga fyrir allan þennan innflutning, og það var gert með mikilli skuldasöfnun almennings og fyrirtækja.
  • Þetta er það ójafnvægi sem er að drepa Evruna.


Mér sýnist augljós að þ.s. við upplifðum það akkúrat sama, þegar við sjálf vorum að reyna að halda uppi stöðugu gengi, annars vega og hins vegar þá gekk ekki betur að vera með það fljótandi, að innan Evru á því tímabili hefði það sama gerst hjá okkur og S-Evrópu, og að alvegn eins og S-Evrópa værum víð í alvarlegri efnahagskrísu.

  • Sem betur fer getum við enn fellt gengið. Hérlendis hefur einfaldlega ekki fram að þessu tekist, að viðhalda stöðugu raungengi yfir langt tímabil, ekki tókst það heldur í S-Evrópu, svo þetta er ekki bara léleg ísl. hagstj. þetta er raunverulega erfitt.
  • Þetta sem sagt raunverulega mjög erfitt, þ.s. til þarf allsherjar samvinnu alls þjóðfélagsins um að viðhalda stöðugu raungengi, sem dæmi má þá ekki hækka laun umfram cirka 1% - 11/2% sem var meðal framleiðni aukning síðasta áratugar.


En, þ.e. hægar sagt en gert, að fá alla til að spila með, af svo miklum aga. Hafið einnig í huga, að þetta þíðir einnig að laun þurfa að lækka, ef gengi Evrunnar hækkar.

Ég einfaldlega sé þetta ekki sem gerlegt.

 

Svo ég legg til þetta fyrirkomulag, þ.e. krónan sé lögð í myntkörfu en að viðmiðunarrelgan verði miðuð við tiltekið raungengi, og gengið verði því fellt ef raungengi fer umfram það viðmið.

Það verði svo á ábyrgð aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda, að sjá til að þetta gerist ekki mjög oft.

Smám saman, lærum við að láta þetta gerast með með lengra millibili.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Set hér inn ummæli sem tengjast þessari umræðu, sem ég er einnig með í gangi annrs staðar:

Einar Björn Bjarnason 21.6 2010 13:30

Jóhannes 21.6 2010 13:02

Einar Björn,

Ég renndi lauslega yfir rökin og er einfaldlega ósammála þér. Augljósa leiðin til að taka upp aðra mynt er að taka upp Evru eftir aðild að ESB. Samþykki þjóðin ekki aðild eru aðrir kostir í stöðunni, s.s. norsk króna í samstarfi við Norðmenn eða USD einhliða. Ef Íslendingar hafna aðild að ESB og vilja spila "freelance" með Kína, Rússlandi og fleiri þjóðum utan við EES væri eðlilegt að taka upp USD einhliða í stað ónýtu krónunnar og aðlaga hagkerfið einfaldlega að þeirri mynt.

Versti kosturinn er að halda íslensku krónunni. Þróun krónunnar frá upptöku hennar og Hrunið hefur kennt okkur að krónan er mjög skaðlegur gjaldmiðill. Það hefur enginn hagfræðingur eða aðrir getað sýnt fram á hvernig á að ná langtímastöðugleika, lágri verðbólgu, lágum nafn- og raunvöxtum og auðveldum gjaldeyrisviðskiptum á alþjóðamarkaði með íslenska krónu. Það er einfaldlega varla hægt, ekki síst þegar trúverðugleikinn gagnvart myntinni er enginn. Hæstaréttardómarnir eru viðbótarnaglar í líkkistu íslensku krónunnar, þe trúverðugleika hennar erlendis. Fórnin við krónuna hefur verið almenningi dýr og á eftir að verða dýrari.

----------------------------------------
----------------------------------------

Þú ert að ásaka bakara fyrir smið.

Orsök óstöðugleika er ekki gjaldmiðillinn, heldur sú tegund hagkerfis er við höfum. Að auki má nefna smæð hagkerfisins.

Þú kemst ekki hjá því, þó þú takir upp annan gjaldmiðil, að ísl. hagkerfið sveiflast - vegna smæðar og vegna þess að þeir framleiðsluþættir er við byggjum á eru sveiflugjarnir.

Þ.e. engin lausn í því fólgin, að taka upp annan gjaldmiðil, þ.e. það útrýmir ekki þessum sveiflum.

Þ.s. þarf að gera, er langtímabarátta um að breyta hagkerfinu, þ.e. að setja fleiri fætur undir það og þá af fleiri tegundum.

Okkur vantar, fleiri týpur af útflutningi - en ekki bara það, einnig útflutning sem hefur hærri virðisauka. Þá á ég við, að flytja út dýrari vöru, á hærra tæknistigi en nú er gert.

Ef þú skoðar þau framleiðslu hagkerfi, sem þrífast undir Evru, þá eru þau öll með hátækniframleiðslu af einhverju tagi, sem þíðir að gjaldmiðill þ.e. verð hans er ekki lengur úrslitaatriði um samkeppnishæfni framleiðslunnar því verðið á gjaldmiðlinum er þá orðinn svo smátt hlutfall heildar verðs.

En, meðan við búum við þá framleiðslu sem við höfum í dag, þ.e. lag virðisauka framleiðslu sem að auki er mjög sveiflukennd, þannig að framleiðslan einfaldlega þolir ekki neinar verulegar innlendar kostnaðarhækkanir; þá fullyrði ég að hvað kom fyrir S-Evrópu nokkurn veginn sanni að upptaka Evru sé of erfið.

Því eins og ég útskýrði, þá þarf einfalldkega svo stranga hagstj. að hún er u.þ.b. ómöguleg, sbr. að laun þurfa að lækka eftir því sem gengi Evru hækkar, til að viðhalda samkeppnishæfni.

------------------------------------------

Ég virkilega held, að raunverulega sé skárst að halda krónunni, og stjórna henni eins og ég legg til.

Þangað til að við höfum innleidd grundvallar breytingar á okkar framleiðsluhagkerfi.

Ég minni einnig á að Stiglitz taldi að við ættum að halda krónunni, lagði það til - þ.s. við að hans mati yrðum að taka tillit til þess hve sveiflukennt okkar smáa hagkerfi er, og að hans mati getum við einungis valið hvaða þátt við viljum að sveiflist. Að hans mati, væri mun skárra að það væri gengi, en hvað annað sem til greina kemur.

Um leið og við höfum minnkað mjög mikið þessa sveiflutíðni, með grunnbreytingum á hagkerfinu, þá breytist þetta.
----------------------------------

Að auki tekur þú ekki tillit til tímaramma - þ.e. hvílíkann ógnartíma myndi sennilega taka á hala inn Evrunni, ekki bara vegna núverandi skuldastöðu sem mun taka langan tíma að vinna niður lengri að mínu mati en gert er ráð fyrir, heldur einnig það að ljóst er að verulegar breytingar verða gerðar á gjaldmiðilssamstarfi Evrópu - ef það á að lifa áfram.

Sjá seminar Stiglitz: http://upptokur.hi.is/Player/default.aspx?R=138d2c27-915c-4c5d-a853-6256931f31e1


Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.6.2010 kl. 13:53

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Einar Björn Bjarnason 21.6 2010 13:51

Jóhannes - vegferð S-Evrópu innan gjaldmiðilssamstarfs Evrópu, hefur sannfært mig um, að ekki sé hægt að flytja inn stöðugleika.

Gengisóstöðugleiki, sé einfaldleg sjúkdómseinkenni og raunverulegi sjúkdómurinn sé undirliggjandi óstöðugleiki sem eigi uppruna í sjálfu framleiðsluhagkerfinu.

Rétt greining, sé að lagfæra framleiðsluhagkerfið - sem síðar meir getur aukið stöðugleika, þ.e. minnkað sveiflur,

Ef þú leiðir þetta hjá þér, þ.e. reynir samt að taka upp gjaldmiðil sem hentar ekki hagkerfinu, sem áfram er óstöðugt og viðkvæmt fyrir kostnaðarhækkunum, þá upphefjist vegferð nokkurn veginn í samræmi við vegferð þá sem hagkerfi S-Evrópu hafa fetað, þ.e. ekki reynist unnt að koma í veg fyrir jafna og stöðuga hækkun raungengis - framleiðsluhagkerfið smám saman tapar samkeppnishæfni, útflutningi hnignar og skuldasöfnun hefst - á endanum kemur hrun og kreppa. Þ.e. núverandi ástand.

Mín niðurstaða, eftir miklar pælingar, er að krónan þrátt fyrir marga galla, sé samt skárst.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.6.2010 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband