19.6.2010 | 22:54
Hvernig förum við að því, að skipta út innfluttu eldsneyti og það raunverulega með hagkvæmum hætti?
Sko, til að koma í veg fyrir allan misskilning, er ég ekki að tala um rafbílavæðingu - heldur eitthvað ennþá hagkvæmara.
Ég ætla að taka dæmi um sennilega besta rafbílinn á markaðinum í augnablikinu, hinn glænýi Nissan Leaf.
Greinilegt af akstursprófunum, að þarna fer fyrsta flokks ökutæki. Sjá t.d.:
Nissan Leaf, Test date 17 June 2010
Hvað hef ég á móti þessum bíl - tja, þ.e. eftirfarandi:
A)Drægni 160 kílómetrar.
B)Tekur 8 klt. að fullhlaða.
C)Verð £28.350 eða $32.780.
Umreiknað í krónur eru það:
£28.350 * 188 = 5.329.800
$32.780 * 126,93 = 4.160.764
Þetta hljómar ef til vill ekki svo rosalegt, en hérna myndi hann kosta enn meira en í Bretlandi, en í Bretlandi kostar t.d. Volkswagen Golf gjarnan í kringum 18.000 pund. Þannig, að þetta verð er um 10 þúsund yfir meðalvirði fyrir Golf stærð af bíl í Bretlandi.
Svo við erum að tala um verð hér á landi á bilinu 6 - 7 milljónir. Þetta sér maður út, með því að hér á landi kostar nú Golf nú á verðbilinu 4 - 5 milljónir.
Þarna munar hærri gjöldum á bílum hérlendis en í Bretlandi.
Sem sagt, bíll sem er verulega dýrari - minna praktískur og þú þarft að bíða klukkustundum saman eftir því að hann hlaði sig, t.d. í Staðaskála á leiðinni norður.
------------------------------Aðrir valkostir?
Þeir snúast um að nota áfram venjulega bíla með sprengihreyfli eða "internal combustion engine". En, nota eldsneyti framleitt hérlendis.
Metan - er þegar í notkun. Skv. eiganda verkstæðis sem sér um breytingar kosta á bilinu 300þ. - 700þ. að breyta bensínbíl til að brenna metani. Hann getur áfram brennt bensíni, líka.
Kostur við metan, er að það er tiltölulega umhverfisvænt að brenna það, þ.s. metan er mjög virk gróðurhúsa lofttegund, og brennsluafurðir eru minna alvarleg efni. Að auki, ber að hafa í huga, að metanið sem notað er hér með þessum hætti, annars sleppur ónotað út í andrúmsloftið, svo að í heild dregur brennslan í þessu tilviki úr gróðurhúsaáhrifum.
Á hinn bóginn, er magn metans takmarkað - ekki er nándar nærri því nægilegt magn af því tilfallandi hérlendis, til að knýja nema lítið brot af bílaflotanum.
Síðan er þessi kostnaður við breytinguna töluverð upphæð einnig, ef margfölduð með mörgum bílum.
Metanól - er sérlega hagkvæmur kostur í okkar tilviki þ.s. við getum búið til metanól í miklu magni, án þess að nota til þess nokkurn skika af gróðurlendi. Það kemur til þannig, að þetta metanól verður ekki búið til úr gróðurleyfum.
Þess í stað, verður það til með þeim hætti, að fyrst er búið til vetni með rafgreiningu með ísl. rafmagni. Síðan er notaður brennisteinn, tekinn úr útblæstri ísl. háhitasvæða, og afurðin er metanól.
Sjá: Carbon Recycling International
Þetta er hægt, fræðilega séð, að gera fyrir allan bílaflotann.
Breytingar sem þarf að gera á bílum, í mörgum tilvikum eru engar.
Í dag þ.s. metanól er notað - annaðhvort til íblöndunar í bensín eða eingöngu eins og víða í Brasilíu, þá eru framleiddir bensínvélar sem alveg eins geta brennt metanóli.
Slíkir bílar eru til í dag. Flestir bensínbílar geta brennt metanóli í hlutfallsblöndu með bensíni.
Þannig, að þennan sparnað er hægt að innleiða tiltölulega hratt, ef vilji er fyrir hendi.
Það besta, er að þú þarft ekki að skipta um tækni - og þú tapar í engu því notagildi sem þú ert vanur/vön.
PS: þ.s. best er af öllu, ekki þarf að skipta um dreyfikerfi ef skipt er yfir í metanól, þ.s. þ.e. vökvi með svipaða eiginleika og bensín. Ný dreyfikerfi, er aðalkostnaðurinn við aðrar hugmyndir.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.6.2010 kl. 22:35 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bensínbíllinn er langhagkvæmastur, metanið er dýrara en bensín það er bara skattlaust. Enn eru ekki horfur á að nothæf rafhlaða verði búin til.
Um fyrirsjáanlega framtíð er það því dísel og bensínbíllinn sem verður hagkvæmastur.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 20.6.2010 kl. 00:34
En, hægt er að keyra hann á ísl. metanóli. Umskipti hægt að framkvæma smám saman, t.d. með íblöndun að hlutfalli.
Þannig, er hægt að hefja prógrammið í rólegheitum, síðan stækka það smám saman.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 20.6.2010 kl. 01:04
Metan er mjög góður kostur og það fellur mikið til af því t.d. í landbúnaði. En eins og venjulega vantar framtíðarsýn og að lagt sé fram eitthvert plan um öflun og dreifingu.
Að vísu er komin fram hugmynd um hvernig hægt verði að skattleggja bíla sem ganga á þessu eldsneyti (og vísað til sanngirnissjónarmiða ) - dæmigerður endi til að byrja á þegar um er að ræða framtíðarsýn trúðanna í hringleikahúsinu við Austurvöll!
Haraldur Rafn Ingvason, 20.6.2010 kl. 11:25
Hvað með að búa til eldsneyti úr koltvísýringi frá álverunum okkar og gróðurleyfum svo sem þara? Þetta gæti fullnægt öllum bátaflotanum á örfáum árum og fljótlega bílaflotanum ef við bærum þetta upp með raforkunni og metanóli. Besta við þetta eldsneyti er að útblásturinn er hreint vatn. Með þessu gæti skapast víðtæk sátt um stóriðjuna þegar hún er beinlínis farin að draga úr uppsöfnun koltvísýrings í andrúmsloftinu.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 20.6.2010 kl. 12:50
Haraldur - ég hef fyrst og fremst hugsað Metan noktun með þeim hætti, að landbúnaðartæki myndu ganga fyrir metan, og hugsanlega einnig hlutfall stærri bíla, hugsanlega rútubílar í reglulegum ferðum yfir landið og einnig hugsanlega flutninga bílar í reglulegum ferðum yfir landið.
Ekki viss um að líklegt magn metans sé fyrir miklu meira en þessu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 20.6.2010 kl. 14:25
Rétt Adda - að stóryðjan getur einnig tekið þátt í þessu. Mér sýnist að vel verði mögulegt, að búa hérlendis til yfrið nóg Metanól.
Ekki má þá taka allt rafmagnið sem hægt tök eru til að framleiða, því nokkuð magn rafmagns þarf til að rafgreina nægilegt magn vetnist svo hægt sé að framleiða nægilegt magn metanóls.
Þ.e. einmitt rétt hjá Haraldi, að vinir okkar á Alþingi og í stjórnarráðinu, hafa sterka tilhneygingu að tínast í skóginum, koma ekki auga á aðalatriðin og tínast þess í stað í smáatriðum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 20.6.2010 kl. 14:31
Einar Björn, þakka þér fyrir að opna umræðuna um þetta á bloggi þínu.
Varðandi hvað komi í staðinn fyrir bensínbílinn eru líkur á að blanda af þessum kostum verði niðurstaðan.
Enn hefur ekki tekist að framleiða fullnægjandi rafgeima til að rafbílar geti verið kostur í dreifbýli, í þéttbýli geta þeir hinsvegar verið góður kostur. Gallinn er einkum verð þeirra og svo má ekki gleyma mengun sem þeir valda af eyðingu þeirra rafgeima sem nú eru í notkun. Sumir halda jafnvel fram að mengun þeirra bíla fyrir umhverfið sé meiri en bensín bíla á líftíma bílsins. Tæknibúnaður rafbíla er hinsvegar einfaldur.
Metangas er góður kostur, nú er ekki unnið nóg vetni hérlendis fyrir bílaflotann, framleiðslugeta okkar er þó mun meiri, jafnvel svo mikil að dugað gæti fyrir okkur. Má þar til dæmis nefna að einungis er nú framleitt metan á öskuhaugunum í Álfsnesi, sorp fellur til um allt land. Þar að auki er mjög mikil framleiðslugeta á metani í landbúnaðinum. Nú er ég aðeins að tala um auðvelda og hagkvæma framleiðslu sem byggist á söfnun á gasinu áður en það fer út í andrúmsloftið. Ekki þarf að endurnýja bílaflotann til að skipta yfir í þennann orkugjafa. Hellsti stofnkostnaðurinn er dreifikerfið, en það verður að vera til staðar.
Metanólið hefur svipaða kosti og metanið. Framleiðslan er flóknari en að öðru leiti eru kostir þess svipaðir metani. Metanól væri hinsvegar hægt að flytja til landsins meðan framleiðsla á því kæmist í gang hér og því hugsanlega fyrr hægt að koma því á.
"Í upphafi skal endinn skoða", þetta sjónarmið á fullann rétt á sér. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að skattlagnings innlendra orkugjafa verði með þeim hætti að ódýrara verði að aka á innfluttum orkugjöfum. Ríkið og sveitafélögin mun fá skatta af framleiðslunni í formi aðstöðu, fasteigna og tekjuskatta. Auk þess mun verða mikill sparnaður í gjaldeyris eyðslu. þessi atriði hljóta að koma til athugunar þegar skattar verða ákveðnir á innlendan orkugjafa fyrir bifreiðar. Hvatinn til neytanda verður að koma í gegn um skattlagninguna!
Að lokum vil ég benda þeim sem áhuga hafa á þessum málum að fara inn á blogg Einars Vilhjálmsonar. Hann hefur ritað margar athyglisverðar greinar um þetta mál.
Gunnar Heiðarsson, 20.6.2010 kl. 19:58
Mér lýst rosalega vel á metanólið - einnig vegna þess, að lausnin við metanið krefst þess að farangursrýmir sé minnkað all hastarlega, þ.e. bensíntankurinn hedur sér svo þ.e. vara-aflgjafi.
Þ.s. þetta er gastegund, þarf annars konar dælukerfi.
Á hinn bóginn, þ.s. metanól er vökvi, þar ekki að breyta um dælur þ.e. samskonar búnaður og nú er til staðar, nýtist einfaldlega áfram.
------------------------
Ég sé enga augljósa neikvæða hlið.
Að auki, er hægt að innleiða þetta smám saman þ.e. þeim hraða sem hagkerfið ræður við - eða þá hratt ef mönnum sýnist svo.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 20.6.2010 kl. 21:10
Það er gott að þú skulir ýta við þessu mikilvæga máli Einar. Hef um nokkurt skeið verið hálf hissa á hversu gríðarstórt hagsmunamál sem þetta hefur horfið í umræðunni. Tilraunaframleiðslan í Svartsengi hefur litla athygli fengið hjá fjölmiðlum miðað við hversu merkileg hún er. Að við getum orðið sjálfum okkur nóg um umhverfisvænt eldsneyti innan fárra ára er möguleiki sem vart nokkur önnur þjóð í heiminum getur látið sig dreyma um. Og ekki bara möguleiki, heldur bláköld staðreynd!
Mikið er talað um nauðsyn stóriðju til gjaldeyrisöflunar, en hvaða stóriðja er betri en sú sem sparar okkur miljarða tugi í gjaldeyri ár hvert og arðinum í ríkiskassann.
Beri stjórnvöld gæfu til að setja verkefni sem þetta á fulla ferð ekki seinna en strax, verður verkefnið komið vel á veg eftir 5ár og að 10árum liðnum yrðum við eina þjóð heims sem væri nánast óháð brennslu kolefna.
Dingli, 21.6.2010 kl. 03:55
Trikkið er að framleiða eldsneytið sem viðbótarafurð úr ónýttum úrgangi/sorpi eða útblæstri. Þetta getur verið metan, methanol eða biodísill - auk rafbíla. Þekkingin er fyrir hendi en þar við situr og þannig verður það meðan pólitískir steingerfingar og hagsmunagæslumenn ráða för. Í þeirra þrönga huga þýðir innlent eldsneyti einfaldlega minni skattekjur!
Haraldur Rafn Ingvason, 21.6.2010 kl. 21:20
Það getur reyndar verið satt, að horft sé um of á skatttekjurnar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.6.2010 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning