Hver er staða þjóðarbúsins, að afloknum fyrsta ársfjórðungi, þessa árs?

Á vef Seðlabanka Íslands, má nálgast margvíslegar upplýsingar um stöðu þjóðarbúsins, og hagþróun.

Skoðum aðeins stöðu landsins Íslands, eins og hún er í dag!

 

Staða þjóðarbúsins

Heildarskuldir: - 14.365 ma.kr.

Heildareignir: + 9.092 ma.kr.

Heildar staða: - 5.273 ma.kr.

 

  • Taka ber þó þeim tölum með þeim fyrirvara, að þær innihalda skuldir fjármálastofnana í gjaldþrotameðferð, sem talið er að muni afskrifast.

Ef eignir og skuldir þeirra eru dregnar frá, fæst eftirfarandi staða þjóðarbúsins:

Skuldir: - 3.028 ma.kr.

Eignir: + 2.567 ma.kr.

Hrein staða: - 461 ma.kr.

 

Það er mjög vinsælt hjá Gylfa Magnússyni, að vitna í þessa nettótölu því hún hljómar svo lág. En, slík tilvitnun er mjög villandi, þ.s. þarna eru inni ímsar þær eignir sem kemur ekki til greina að selja þ.s. þær eru í reynd ekki sérlega seljanlegar, og eignir lífeyrissjóða.

  • Sanngjörn tala, er sennilega eitthvað nálægt því, ef deilt er með 2 í eignir, og svíðan dregið frá.

 

Ársfjórðungslegur greiðslujöfnuður við útlönd í milljörðum króna á verðlagi hvers tíma
                          2009 /1   2009 /2   2009 /3   2009 /4   2010 /1
Viðskiptajöfnuður   -22,2      -23,0       -32,3       23,1      -27,1

 

  • Eins og sést, er viðvarandi viðskiptahalli.

Það er einn helsti grunnvandi Íslands um þessar mundir, að gjaldeyristekjur duga ekki fyrir kostnaði af erlendum skuldbindingum + þ.s. er innflutt.

AGS lánin í dag, gegna því hlutverki að koma í veg fyrir, að þessi viðvarandi viðskiptahalli leiði til greiðslufalls landsins.

En, sá halli veldur því að stöðugt gengur á gjaldeyrisforðann, þannig að ef þetta ástand heldur áfram, þá er alveg hægt að framreikna það cirka hvenær landið verður greiðsluþrota, þ.e. þegar gjaldeyrisvarasjóður klárast.

Í dag er haldið fram, að sá sjóður dugi út árið 2013. Ég held að ég treysti mér ekki til að lofa því!

 

Til gamans set ég inn hlekk á nýjustu hagspá Hagstofu Íslands. Sú spá, verð ég að segja, að er með hreint endemum bjartsýn - sem dæmi, að hún er verulega bjartsýnni en síðasta spá AGS fyrir Ísland, skv. 2. áfangaskýrslu AGS.

Hagstofa Íslands, spá byrt 15. júní 2010.

Til samanburðar, 2. áfangaskýrsla AGS.

Iceland Staff Report For Second Review

Einnig til samanburðar, glæný hagspá ASÍ. Sú er til muna svartsýnni en spá Hagstofu.

Hagspá Alþýðusambands Íslands

En annar samanburður, rit Samtaka Iðnaðarins þ.s. ríkisstjórninni er ráðlagt í ríkisfjármálum, og einnig hverni á að endurreisa stöðu hagkerfisins. En, rítið inniheldur einnig hagspá.

NAUÐSYNLEGAR UMBÆTUR Í FJÁRMÁLUM HINS OPINBERA

Áhugavert er að spá Hagstofu Íslands, er til muna bjartsýnni en allar hinar spárnar - sem styrkir mann í því, að draga þá niðurstöðu fremur en hitt í efa. Spá ASÍ er áberandi svartsýnust.

  • Þann fyrirvara þarf að gera við allar spárnar, að þær reikna með virkjanaframkvæmdum í fleirtölu ásamt upphafi framkvæmda við álver í fleirtölu á næsta ári.
  • Ef ekki verður af þeim framkvæmdum, eða þá aðeins ein þeirra fer af stað, skv. nýlegum samningi við Kína, þá eru forsendur allra þessara spálíkana brostnar og efnahagsframvinda verður til muna lakari.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband