Mjög áhugaverð nýleg greining frá "Bank of International Settlements" um efnahagslegar afleiðingar stórfellds gengishruns!

Þessi kafli, er undirkafli í nýjustu ársfjórðungsskýrslu "Bank of International Settlements".

"Currency collapses and output dynamics: a long-run perspective1" 

Sjá hlekk: Quarterly Review - June 2010

 

Sá kafli er mjög áhugaverður í ljósi umræðunnar um krónuna og afleiðingar stórfellds gengisfalls. En, þessi kafli fjallar akkúrat um efnahagslegar afleiðingar stórfellds gengisfalls, á grunni samanburðarfræði í alþjóðlegu samhengi, og þá skv. mati á reynslunni af slíku gengisfalli.

  • "This article presents new evidence on the relationship between currency collapses,,,and real GDP."
  • "The analysis is based on nearly 50 years of data covering 108 emerging and developing economies."
  • "...we identify a total of 79 episodes (Table 1). The threshold for a depreciation to qualify as a currency collapse is around 22%..."

Helstu niðurstöður:
  • "We find that output growth slows several years before a currency collapse, resulting in
    sizeable permanent losses in the level of output."
  • "On average, real GDP is around 6% lower three years after the event than it would have been otherwise."
  • "However, these losses tend to materialise before the currency collapse."
  • "This means that the economic costs do not arise from the depreciation per se but rather reflect other factors."
  • "Quite on the contrary, depreciation itself actually has a positive effect on output."
  • Growth tends to pick up in the year of the collapse and accelerate afterwards.
  • Growth rates a year to three years after the episode are on average well above those one or two years prior to the event.

Þ.s. þarf að skýra, er af hverju Ísland er öðruvísi?
  • En, nú kreppan hófst í október 2008, en ennþá bólar ekkert á hagvexti.
  • Líklegar skýringar:
  1. Stjórnvaldsaðgerðir, þ.e. samdráttarmagnandi aðgerðir í formi skattahækkana.
  2. Vaxtastefna Seðlabanka Íslands, en vaxtastigið meðan þ.e. svo rosalega hátt sem þ.e. virkar sem sjálfstæður öflugur hemill á getu hagkerfisins til hagvaxtar.
  3. Skuldastaða almennings - mat Seðlab.Ísl. að 24.000 heimili þurfi frekari aðstoð. En, skv. nýlegri könnun meta 40% heimila sjálf það að þau þarfnist frekari aðstoðar. Þessi staðar er einnig mjög öflugur hemill á getu hagkerfisins til hagvaxtar.
  4. Grafalvarleg skuldastaða mjög stórs hluta atvinnulífsins, en skv. mati bankanna eru um 40% lána til fyrirtækja í vandræðum. Nýfjárfesting verður sú minnsta í ár frá seinna stríði. Þetta ástand er einnig öflugur sjálfstæður hemill á getu hagkerfisins til hagvaxtar.
  • Samanlagt er þetta að ofan sennilega ástæða þess, að ekkert bólar á hagvexti - enda erfitt að sjá nokkurn hinn minnsta möguleika á hagvexti með svo marga myllusteina togandi það niður.


Niðurstaða

Áhugavert er að sjá greinina sem ég vitna til í reynd staðfesta, að gengisfall hjálpar hagvexti. Að vandinn er ekki gengisfallið, heldur þ.s. átti sér stað, áður en gengisfallið varð.

Þ.s. gengisfall hjálpar hagkerfinu að ná sér á ný, er greinilega mjög röng afstaða þeirra sem vilja halda gengi krónunnar sem hæstu - vilja jafnvel hækka það á ný.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

takk fyrir að benda okkur á þessa skýrslu!

Það eru þrír þættir í viðbót sem gætu átt sinn þátt í því að gengishrunið hefur ekki skilað okkur þeim ávinningi sem fjallað er um í greininni:

  1. Það er líka kreppa á vesturlöndum, okkar helstu viðskiptalöndum, og
  2. Þingmenn, ráðherrar og embættismenn eru stöðugt að tala um að gengis muni styrkjast verulega fljótlega, en það veldur því að fjárfestar fara síður í að fjárfesta í gjaldeyrisskapandi útflutningsfyrirtækjum, og
  3. Gjaldeyrishöft gera það að verkum að togstreita sem á að minnka við gengishrun er enn til staðar.

Pólland lenti í jafn alvarlegu gengishruni og Ísland en það ákvað að setja ekki gjaldeyrishöft.  Nú er allt á réttri leið þar.

Ég benti á árangur Póllands í vor en ég skrifaði líka stutt blogg um hvernig gjaldeyrishöft mynda 'slaka' í hagkerfinu í stað þess að örva það.

Ég er ekki mikill stuðningsmaður Keynes.  Hann segir þó í "Almennu kenningunni" að hátt vaxtastig ryðji venjulegum fyrirtækjum í burtu en að í þeirra stað komi spákaupmenn og ævintýramenn.  Á síðustu árum þá styrktist gengið vegna of hárra stýrivaxta og gjaldeyrisskapandi útflutningsfyrirtæki þurftu að draga saman.  Þarna myndaðist augljóslega tímasprengja sem tölfræðingar(hagfræðingar) virðast ekki hafa getað séð að yrði til vandræða.

Þeir hefðu samt átt að átta sig á þessu þar sem sífellt minni gjaldeyristekjur standa undir sömu neyslu, jafnvel meiri, ásamt sífellt hækkandi erlendum skuldum.  Gengið gat ekki annað en fallið.

Það er gott hjá þér að benda á þessa grein hjá BIS.

Lúðvík Júlíusson, 17.6.2010 kl. 07:19

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Takk fyrir góð orð - rétt hjá þér sennilega, að hin ytri kreppa er einnig skýringarbrreita, rétt hjá þér að heimskulegt tal ráðherra er stöðugt að skaða, varðandi gjaldeyrishöftin telur Stiglitz víst höft ekki vera mjög alvarlegt fyrirbæri - en, það mun taka tíma að losna við þau, Jurshevski taldi einnig að við ættum ekki að stressa okku við að losa um þau fljótt.

Ég hugsa einnig, að ekki sé mögulegt, að eiga við þau meðan gjaldeyrisstaða landsins er neikvæð hvað varðar tekjur í gjaldeyri vs. útstreymi. Ég hugsa, að losna við höfin muni taka e-h ár. eftir að hagvöxtur hefur hafist. Endalok hafta, sé því sennilega meira visst sigurmóment, þegar endurreisn er vel á veg komin, fremur en lykilatriði í upphafi viðsnúnings.

Ég sé tvær aðalleiðir að því takmarki:

A)Auka tekjur í gjaldeyri - sjálfsagt eftir því sem mögulegt er.

B)Minnka útstreymi af gjaleyri - ég vil skoða þann vinkil.

En, ein einföld leið væri hreinlega að framkalla gjaldþrota margra aðila er skulda mikið í gjaldeyri. Það má ef til vill orsaka með viðbótar falli krónunnar, t.d. um 2-30%. 

Ég myndi þó vilja taka vísitöluna úr sambandi samhliða, en þá gegnir það gengisfall einnig því hlutverki að lækka verðgildi lána í krónum og að auki einnig að lækka vergildi krónu innlána sem og launa í krónum.

Að auki þarf að lækka vexti í t.d. cirka 1%.

Ég held, að það geti mjög vel verið, að ofangreindar aðgerðir hreinlega dugi, til að framkalla viðsnúning, fremur fljótlega í kjölfarið.

Síðan söfnum við í gjaldeyrissjóð yfir eitthvert árabil, þar til takmarkinu er náð að talið er óhætt að afnema þau með pennastriki. Til að flíta fyrir því, má auka aðhald í noktun á gjaldeyri, t.d. með því að skammta elsneyti til almennings, minnka enn frekar rétt til að taka með sér gjaldeyri til ferðalaga, o.s.frv.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.6.2010 kl. 12:38

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Hann segir þó í "Almennu kenningunni" að hátt vaxtastig ryðji venjulegum fyrirtækjum í burtu en að í þeirra stað komi spákaupmenn og ævintýramenn. "

---------------------------------

Ég held að þetta sé rétt hjá honum, og við séum að sjá ummerki þess - sbr. þá sem einna helst hafa fjárfest í bréfum hrundu bankanna.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.6.2010 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband