Hugmynd til lausnar vanda þeirra sem eru verst settir vegna húsnæðisskulda!

Hvernig væri gott fólk, að ef?

  • Búin væri til stofnun að Amerískri fyrirmynd, nánar tiltekið að fyrirmynd stofnunar sem Franklin Delano Roosewelt, lét stofna á sinum tíma.
  • Stofnunin tekur yfir húseignir þeirra í vanda - þarf samþykki viðkomandi, og einnig lán er hvíla á viðkomandi fasteign, sem einnig þarf samþykki viðkomandi einstaklings.
  • Í staðinn er reiknuð leiga, tekið er tillit til aðstæðna viðkomandi og einnig aðstæðna tengda kreppunni, þ.e. raunverulegra tekjumöguleika - má hugsa sér, að leiga verði t.d. viðmið markaðslegrar leigu sinnum 0,75 eða jafnvel 0,5. Síðan, þegar viðsnúningur hefst í hagkerfi, fari leigan smám saman í 1, þ.e. = hefðbundin markaðsleg viðmið fyrir leigu.
  • Nú, 5-10 árum eftir upphaf hagvaxtar, þegar reikna má með að hlutir séu að nálgast jafnvægi, standi eftir tilvikum viðkomandi til boða, að hefja kaupleiguferli þ.e. leiga fari í sinnum 1,5 eða jafnvel, að festa þegar á ný kaup á húseigninni ef banki treystir sér að lána fyrir því og viðkomandi að standa undir því láni.

------------------------------------

Þetta er hugmynd sem ég hef verið með í maganum lengi - nýjasta útgáfa, hef framsett hana öðru hvoru, m.a. á mínu bloggi.

-------------------------------------

Hugsanleg lausn fyrir þá verst stadda - kemur ekki í veg fyrir aðrar almennar aðgerðir.

Samhliða slíku, má alveg hugsa sér, að farið sé í almennar aðgerðir t.d. 25-35% almennrar lækkunar lána - ef, eftir skoðun á aðstæðum bankakerfis, niðurstaða er að slíkt sé mögulegt, án þess að setja þá í þrot.

En, hafa verður í huga, að staða bankanna er sennilega ekki nærri því eins sterk, og af er látið. 

Munum, að fyrir hrun, sögðust bankarnir alltaf hafa hagnað - þannig, að rétt finnst mér, að taka yfirlísingum bankanna í dag um hagnað og batnandi stöðu, með fjölda saltkorna - enda sýnist mér að 16% eiginfé skv. útreikningum Fjármálaeftirlits, geti horfið hratt niður í jafnvel mínus "-" .

En, ef ekki verður af væntum hagvexti, þannig að ekki skapast jákvæður spirall þá heldur neikvæður áfram - þ.e. áframhaldandi hrun verðs eigna, áframhaldandi fjölgun slæmra lána og síðan virðist stefna í að kreppa fari á ný af stað í Evrópu.

"Lets face it" - það getur vel verið, að það þurfi að stokka bankakerfið aftur upp, hefja það ferli aftur á "0".

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband