Hvað eru Kínverjar að pæla - "gjaldeyrisskiptasamningur, viljayfirlísing Landsvirkjunar og kínv. verktakafyrirt" og er ríkisstj. búin að finna sér hjáleið, til að tryggja upphaf stórframkvæmda?

Áhugaverð atburðarás í dag:

"CWE er eitt stærsta verktakafyrirtæki Kína og er hér á landi ásamt fjölmennri kínverskri sendinefnd. Export-Import Bank of China er í eigu kínverska ríkisins og hefur meðal annars það hlutverk að styðja við kínversk fyrirtæki í útflutningi."

"Sá sem fer fyrir kínverskri sendinefnd sem stödd er hér á landi er He Guoqiang sem á sæti í níu manna æðstaráði kínverska Kommúnistaflokksins." - en, meðlimum æðsta ráðsins má líkja að völdum til við einstaka ráðherra ríkisstjórnar USA. Þannig, að heimsókn hans er sambærileg við heimsókn eins af ráðherrum Bandar. stj. Svo þetta er engin smá heimsókn.


Þetta er mjög merkileg atburðarás!

  • Maður með sambærileg völd og áhrif og ráðherra innan ríkisstjórnar Bandar. kemur ekki hingað af gamni sínu.
  • Kínv. bankinn "Export-Import Bank of China" er í eigu kínv. stj.v. - sem í samhengi við komu He Guoqiang, verður að túlka svo, að kínv. stj.v. hafi haft hönd í bagga um þá ákvörðun. 
  • Hvað í andskotanum er í gangi?
  • Þ.e. eitthvað meira, en bara þ.s. fram kemur í tilkynningum í dag. Hvað sem þ.e. þá er þetta enn ein byrtingamynd, einkennilega mikils áhuga kínv. stj.v. á Íslandi.
  • Þ.s. kínv. stj.v. gera ekkert á þessu leveli, nema að það sé útpæld aðgerð, þá verður maður að velta fyrir sér, hvað meira hangir á spítunni. En, Ísland er ekki í neinu augljósu samhengi þetta mikilvægt, nema að Kínv. hafi e-h í huga, sem er hluti af einhverju strategísku plani.

Eitt er þó víst, að ríkisstj. Ísl. er desperat, og þegar haft er í huga hvað hún var til í að troða virkilega ömurlegum Icesave samningi á þjóðina; og að ef e-h er, er hún enn meira depserat nú, vegna þess að ekkert fram að þessu hefur verið að ganga til að tryggja upphaf stórframkvæmda - og þ.e. komið skuggalega nálægt þeim tíma er hagvöxtur átti að vera hafinn án þess að nokkuð bóli á honum.

  • Nú, þ.s. næst hugsanlega fram með þessu, er að Búðarhálsvirkjun komist á koppinn skv. láni  Export-Import Bank of China til CWE sem væntalega felur í sér nægt fé til að fjármagna þá framkvæmd.
  • Þá getur hugsanlega mælst einhver hagvöxtur á næsta ári - en, ef nægilegt hlutfalls þess fjármagns kemur til Íslands árið 2011 ásamt innflutningi véla og tækja á vegum verktakans, þá má vera að hagvöxtur nái yfir "0".
  • En það verður einungis mældur hagvöxtur, sérstaklega ef eins og líklegt er CWE kemur með fj. eigin starfsmanna til að vinna verkið eins og IMPREGILO gerði um árið. Það verður að teljast mjög líklegt - og því Gylfi Arnbjörnsson í rétti að mótmæla. Þá slær lítið á atvinnuleysi og að auki, ekki mun almenningur sjá neinn tekjuauka. En, stj.v. geta fengið nokkrar skatttekjur.
  • "But beggars cant be choosers" - þannig að sennilega verður þetta eini möguleikinn í spilinu. Og, því mjög sennilegt enginn annar verktaki en CWE í reynd með möguleika til að hreppa hnossið, í útboði sem LV mun þá halda snemma á næsta ári.

 

Stóra spurningin er; hverju lofuðu ísl. stj. kínv. stj.v.?

 

-----------------------------------------------innskot, kenning Robert Wade

 

Sjá hér að neðan, í heilu lagi:

 

"Iceland will play crucial role in Arctic sea route

Sir, Your article “Exploring the openings created by Arctic melting” (March 2) highlights China’s growing interest in emerging sea routes across the Arctic. One reason is that the distance from Chinese ports to European and east coast North American ports is much shorter across the Arctic than through Suez or around the Horn.

Chinese planners anticipate building giant ice-strengthened container ships able to use the shorter route as the ice melts. But the cargoes would have to be shifted to smaller ships to enter their destination ports. Where would the transshipment port be located? One obvious place is Iceland, which sits at the entrance to – or exit from – the Arctic ocean. It has several fjords suitable for such a port.

This may help explain China’s more-than-usual friendship with tiny Iceland. The Chinese embassy is the biggest in Reykjavik by far. When the president of Iceland paid a state visit to China in 2007 he was received with all the pomp and ceremony of the head of a major state. And when Iceland was campaigning for a seat on the security council in 2008, China backed it publicly and helped to raise support from mini states in the Pacific and Caribbean.

Russia, too, has its own interests in Iceland. It worries that the European Union is trying to become active in Arctic affairs, and may use Iceland as a channel if Iceland joins the EU. Russia regards Iceland as a fellow Arctic country, and is keen to help it stay out of the EU.

British and Dutch negotiators currently trying to drive a hard deal on Icesave should bear in mind Iceland’s growing strategic significance as the Arctic ice melts. Icelanders have long memories, and draw encouragement from Kissinger’s phrase, “the tyranny of the tiny”.

Robert H. Wade,
London School of Economics, UK"

 

Tek ekki afstöðu til hennar, en hún hljómar sem hugsanleg skýring.


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: R

"Stóra spurningin er; hverju lofuðu ísl. stj. kínv. stj.v.?"

Ætli Kínverjar fái ekki að byggja hér nýlendur þegar fólk fer að færa sig Norður á hvel sökum veðurbrigða og vatnsskorts á meginlandinu :)

R, 10.6.2010 kl. 02:04

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Tengist að einhverju leiti legu Íslands - þ.e. sbr. kenning Robert Wade eða þá jafnvel í hernaðarlegu samhengi, þ.e. Kína sé þegar farið að undirbúa kalt stríð við USA og vesturveldi, og vilji koma sér fyrir, á meðan enginn uggir að sér.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.6.2010 kl. 15:01

3 Smámynd: Björn Emilsson

Ekki gleyma Rússlandi, sem hluta af áætluninni. Keflavíkurflugvöllur er auðvitað inní myndinni hjá þeim, svo og oliuhreinsistöðvar og fleira. Kinverjarnir fjármagna, eins og þeir gera víða um heim núna. Tryggja sér markaði í ESB gegnum Island. Þar liggur hundurinn grafinn.

Það er bara spurningin, hvor verður á undan , Nazistarnir eða Kommunistarnir.

Björn Emilsson, 10.6.2010 kl. 16:54

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Skv. því - Björn - þurfum við að fá kanann hingað aftur.

Tja, ég hef velt fyrir mér, hvort við getum boðið Obama, að hýsa Guantanamo fanga, gegn því að Kanar komi upp einhverri aðstöðu hér á ný, helst á Norðurlandi. 

Fínt að koma þeim fyrir í grennd við flugvöllinn á Húsavík, sem þá myndi staðsetja þá einmitt þ.s. þeir þyrftu að vera, til að fylgjast með umsvifum Kínverja og Rússa.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.6.2010 kl. 17:55

5 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Já Einar Björn-Ekki furða að þú spyrð,,Hvað eru kínverjar að pæla,,? Er það íslenskum alþingis og ráðamönnum virkilega ofvaxið í augum og hugsun, að hugsa lengra en nemur eins dags í einu...

Ég hygg að kÍnverjar sjái að Ísland komi til með að tapa sjálfstæði sínu vegna ofurskulda sem ríkisstjórnir og embættismenn kunna ekki að leysa, en verji dýrmætum tíma Alþingis í að ásaka hvern annan um hverjum hrunið var að kenna...Kínversk stjórnvöld sjá t.d. möguleikann á staðsetningu Íslands ef og þegar norður siglinglingarleiðin opnast og þannig geti Kína nýtt þá siglingarleið...Þá verður ekki vont fyrir Kínverska líðveldið að taka Ísland yfir eftir að við getum ekki uppfyllt þennan gjaldeyrirsskiptasamning.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 10.6.2010 kl. 20:58

6 Smámynd: Björn Emilsson

Blessaður Einar Bjorn. Það sem er að ske í heimsmálunum, er að Bandaríkin og Kína/Russland eru buin að skipta heiminum upp á milli sín. Bandaríkin fá miðhvel jarðar, bæði vegna olíunnar, en öllu frekar til aðgangs að geimnum í sókn þeirra að alheimsyfirráðum. Múslimarnir eru bara að flækjast þarna fyrir. Fyrir liggur áætlun um kjarnorku árás á 130 muslimaborgir. Fyrst voru það nazistarnir, síðan kommúnistarnir og nú eru það muslimarnir. Kína/Rússland halda norðurhveli jarðar í framhaldi af Siberíu, og taka síðan Finnland, Norður Svíþjóð og Norður Noreg, Svalbarða og Island. Sennilega Grænland líka. Bandaríkin ráða nu þegar mestu um heimsmálin og koma til með að auka völd sín með þessari skiptingu. Með þessu helst friður á jörð, á hinni nýju Aquarian öld sem mun vara i þúsund ár.

Björn Emilsson, 10.6.2010 kl. 22:02

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Tja, ég átti í samskiptum við Alex Jurshevski, og hann sagði mér ímislegt þegar við 2 sátum saman yfir kvöldmálsverð, þegar hann var á Íslandi. En, hann var á árum áður verðbréfasali og þekkir trixin.

Ein klassísk aðferð, er einmitt að plata skuldum upp á aðila, sem eru of skammsýnir í hugsun til að sjá hvernig í hlutum liggur, og síðan að hirða af þeim eignirnar er lánin falla á gjalddaga. "Klassístk trix okurlánara allra alda".

Því miður, Róm er að brenna, og pólitíkusar kljást um aukaatriðin.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.6.2010 kl. 22:07

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Björn - þetta passar ekki alveg við minn skilning, en skv. honum, munu skuldavandræði USA valda því, að þau munu vera í vörn og eiga fremur en hitt í vök að verjast; þ.e. verða að draga saman seglin.

Þetta verði þó einungis tímabundið ástand - en þó geti það tekið þá um áratug að ná aftur fyrri stirk.

Á meðan, eru aðrir að spila sína leiki - Rússar að styrkja stöðu sína í Mið Asíu.

Kínv. að styrkja stöðu sína í Afríku og SA-Asíu, auk þess á Indlandshafi.

Á Indlandshafi, er annað veldi að eflast Indland, og Indverjar eru farnir að byggja upp sinn her og flota, sem viðbrögð við þeirri ógn sem þeir skynja af uppbyggingu Kínverja.

----------------------

Menn meiga ekki vera svo uppteknir af hugmyndum um "USA as the evil power" svo þeir missi alveg af því, að heimurinn stefnir í allt aðra átt - þ.e. "multipolar configuration" þ.s. Bandar. verða áfram öflugasta veldi Vesturvelda en, að á sama tíma muni - Indland, Kína og Rússland; hafa byggt upp sín veldi að nægilegu marki hvert á sínu svæði, að Vesturveldin jafnvel með aðstoð Bandar. munu ekki lengur vera ríkjandi alls staðr.

Þvert á móti, muni Indland - Rússland - og Kína; drottna yfir eigin yfirráðasvæðum og Vesturveldi lítil áhrif hafa innan þeirra svæða.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.6.2010 kl. 22:17

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Varðandi Evrópu, er það áhugavert val fyrir hana að ganga í bandalag við Rússa, en það væri mikið "synergi" í slíku bandalagi, þ.e. báðir hafa þ.s. hinn skortir.

En, einnig getur verið, að Rússar vakni upp við, að þeim stafi ógna af Kína - og á sama tíma - átti Evrópa sig á, að bandalag við USA í gegnum NATO, hefur enn vægi fyrir hana.

Hinn möguleikinn er þ.s. ég kalla "tripartide alliance" þ.e. nokkurs konar öxull Rússlands, Evrópu og Bandar.

Þ.e. þó eins gott að þeir aðilar fari að átta sig á, að Kína er að seilast hér til yfirráða - sem getur flægt málin í ljósi legu Íslands.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.6.2010 kl. 22:30

10 Smámynd: Dingli

Ef markmið Kínverja er að tryggja sér hafnaraðstöðu upp á framtíðina að gera, er það gott mál. Skrifaði smá pistil um það í morgun. Þó þau skrif séu létt fílósófía, er hún einnig vangavelta um hvað Kínverjar ætla sér..... kannski.

Kaup þeirra á stórhýsi undir sendiráð sitt nýlega benda sterklega til þess að mikið standi til.  Tökum áhuga þeirra vel, en förum mjög mjög varlega.

Samningar um hafnaraðstöðu og/eða td. samsetningaverksmiðjur til að losna við tolla á Evrópu, gætu verið beggja hagur. Verum heldur ekki lokuð fyrir því í illum heimi, að velvilji til smáþjóðarinnar sem kapítalistarnir rændu geti verið til staðar. Sjálfsagt vilja þeir þó sanngjarnt verð fyrir sinn snúð.

Dingli, 11.6.2010 kl. 14:13

11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Dingli - ég held að við getum útilokað velvilja eða talið það mjög ólíklega meginástæðu. En, mun líklegra er að köld rökhyggja standi á bakvið áhuga Kínv.

  • Munum eftir að Kínv. fyrirtæki, reka olíulindir í Súdan, sem dæmi.
  • Þeim hefur ekkert fundist að því, að versla við Mugabe. 

Svo ég held, að við verðum að reikna með ískaldri rökhyggju.

----------------------

Eitt sem vert er að hafa í huga, að Kínv. ríkið og kínv. risafyrirtæki í útrás, hafa mjög náið samráð.

Þannig, að erfitt er að aðskija áhuga þeirra og áhuga stj.v. Kína.

Þ.s. ég er að segja, að ef fara að starfa hér stórfyrirtæki, með fj. kínv. starfsmanna, þá má alveg bóka að þar innan um verður alltaf að finna, starfsmenn í reynd á vegum kínv. ríkisins, þ.e. leyniþjónusta.

Tja, ef þeir verða á endanum orðnir þúsundum saman, og þ.e. þannig að á hvaða tímapunkti sem er, geti kínv. ríkið gefið þeim skipanir - þá erum við komin með e-h sem í einu vettfangi getur umbreyst í Kínv. setulið.

------------------------

Ég held, ég vilji kannann aftur hingað, svona til vonar og vara - svo við endum ekki sem leppríki í eigu kínv.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.6.2010 kl. 15:44

12 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

,,Ég held, ég vilji kanann aftur hingað, svona til vonar og vara-svo við endum ekki sem leppríki í eigu Kínverja,,.....

Ég gæti ekki verið meira sammála!

Guðrún Magnea Helgadóttir, 11.6.2010 kl. 16:35

13 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Það eru spennandi möguleikar á stórviðskiptum við Kína í kjölfar gjaldeyrisskiptasamnings þjóðanna sem og áhuga Kínverja á Íslandi.  Ef að þeir hafa áhuga á því að koma að vinnu við virkjanir eða álver er kominn grundvöllur til samningaviðræðna um að við fáum markaðshlut á drykkjarvatni í Kína í staðinn. Kínverjar drekka óhemju mikið af átöppuðu vatni, og 1/2 líters flaska af því kostar um 20 krónur út úr verslun þar, og þrefalt það verð ef vatnið er vítamín eða bragðefnabætt. 

ESB svæðið þykir stór markaður með sínar 500 milljónir en Kína telur Eittþúsund og þrjúhundruð milljónir manns!!  Það mætti reisa hér drykkjarvatns-átöppunarstöðvar í hverju bæjarfélagi ef að við tryggðum okkur aðgengi að þeim markaði. 

Guðrún Sæmundsdóttir, 11.6.2010 kl. 23:04

14 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Guðrún - hvaða samningaviðræður?

Um leið og þeir hafa tryggt sér tiltekna stöðu, þá eru það þeir, sem gefa fyrirmælin.

Óh, það myndi þó áfram vera kosningar og stjórnarmyndanir, en kínv. sendiráðið myndi mjög greiðlega láta vita af, ef kínv. líkar ekki einhver ákvörðun; og óhlýðni hefði afleiðingar.

Leppríki, fá mola af brauðborði meistarans þegar það hentar meistaranum, og að því marki sem hentar meistaranum; það má meira að segja vera, að þeir hafi fyrir því að láta líta út á yfirborðinu að samningaviðræður fari fram.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.6.2010 kl. 01:08

15 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

http://alit.blog.is/blog/alit/entry/1066427/  Einar kíktu á umræðuna hjá mér um þetta mál

Guðrún Sæmundsdóttir, 12.6.2010 kl. 09:35

16 Smámynd: Haraldur Baldursson

Hafnaraðstaða...klárlega.
Þetta er mjög jákvætt, en gætum okkar á Bónus-Flatköku-Trixum.... (þegar Bónus pantaði flatkökur frá litlu framleiðanda...jók síðan pöntunina 10-falt, þannig að framleiðandagreyið hafði himininn höndum tekið, stækkaði framleiðslulínurnar og seldi og seldi....þar til næsta tilkynning kom....Bónus vildi fá verðið lækkað um helming....)
Pössum okkur á því að stökkva ekki of langt...kínverjar eru ekki mættir hingað í mannúðarskyni.

En þetta skref þeirra og áhugi á Íslandi mun ekki fara framhjá USA + ESB....staða okkar gagnvart þeim mun ekki bara batna hvað Icesave varðar....við munum eiga aukinni mýkt að fagna.

Haraldur Baldursson, 12.6.2010 kl. 10:59

17 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Rétt hjá þér Haraldur, þessvegna er mikilvægt að gera bindandi samninga fyrir næstu áratugi um sölu á magni og verð.

Kínverjar framleiða stærstan hluta af fatnaði sem við kaupum frá Nike, Adidas, og jafnvel tískufatnað sem við flytjum hingað inn frá Evrópu eða USA. Ef að Kínverjar innheimtu skuldir sínar frá USA þá færi USA einfaldlega i gjaldþrot. Við þurfum fyrst og fremst að hugsa um okkar þjóð og mannréttindi íslendinga. Við verðum að vernda skólakerfið og heilbrigðisþjónustuna, við verðum að skapa meiri verðmæti og atvinnu til að geta það.

Guðrún Sæmundsdóttir, 12.6.2010 kl. 11:52

18 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Pössum okkur á því að stökkva ekki of langt...kínverjar eru ekki mættir hingað í mannúðarskyni."

Einmitt, alveg eins og við værum að eiga viðskipti við Rússn. fyrirtæki, er vildu hefja hér stórfellda starfsemi - þá þarf að gæta varúðar.

Ástæður eru nákvæmlega þær sömu, þ.e. bæði Rússland og Kína, eru ágeng stórveldi, er vilja færa út hvort tvegga völd og áhrif.

Fyrir bæði, er aðstaða hér mjög hentug ekki einungis frá viðskiptalegu sjónarmiði.

Sem dæmi, er áhuga Kínv. á Sril Lanka, bísna klárlega strategísks eðli, en farin er af stað hörð samkeppni milli Kína og Indlans, um áhrif og hernaðarlega uppbyggingu á Indlandshafi. Frá flotastöðvum á Sri Lanka, drottnaði breski flotinn lengi vel yfir Indlandshafi.

Við þurfum að passa okkur m.a. á, að gera ekki samninga með þeim hætti, að hingað komi þvílíkur fj. svokallaðra starfsmanna - að ljóst verði, að þeir geti hvenær sem er, sagt okkur að "sorry" þeir eru ekki á förum og að ef þið gerið ekki nákvæmlega eins og við viljum, þá er þetta orðið setulið.

"En þetta skref þeirra og áhugi á Íslandi mun ekki fara framhjá USA + ESB....staða okkar gagnvart þeim mun ekki bara batna hvað Icesave varðar....við munum eiga aukinni mýkt að fagna."

Leikur að eldinum, er minna hættulegur, fyrir þá sem hafa eigin herlið.

Ekki gleyma, að þ.s. þið eruð að tala um, er "high stakes game" sem getur endað, með fullkomlega varanlegum lokum hvort tveggja efnahagslegs og pólitíksk sjálfstæðis - sem þíðir ekki endilega að ekki eigi að spila þann leik.

En, ef hann er spilaður í blindni, eins og ég óttast að núverandi stj.fl. séu líklegir til að gera, þá ertu að bjóða hættunni heim.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.6.2010 kl. 14:01

19 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Einar, af hverju er í lagi að kaupa kínverskar vörur en ekki að selja þeim okkar vörur?

 Hvað er að því að stefna á vatnssölu til Kína?

Guðrún Sæmundsdóttir, 12.6.2010 kl. 14:39

20 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hmm, þú ert ekki að veita athygli því, að samningar við Kína eru ekki eingöngu gerðir Íslandi til hagsbótar.

Þ.e. ljóst að Kínv. senda ekki svona stóra menn hingað, þ.e. með svo mikil völd, einfaldlega út af samningi um að Íslendingar selji vatn.

Ef þú hefur misst af þeim kjarna, þá hefur þú ekki lesið sérlega vel þ.s. ég var að skrifa.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.6.2010 kl. 20:42

21 Smámynd: Haraldur Baldursson

Raunverulegir valkostir eru í stöðunni. Það er hægt að tefla skákina þannig að vel til lukkist OG að Kína hagnist líka á þessu. Óvissufaktorarnir felast í okkar eigin ranni. Stjórnmálamenn með beinvöxt í nefi eru ekki í oframboði...og reyndar eiginlega ekki í framboði. Nú um tíðir þarf taugasterka stjórnmálamenn, óháð Kína.

Haraldur Baldursson, 13.6.2010 kl. 14:53

22 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Einar, ég veit vel að Kínverjar eru á eftir umskipunarhöfnum hérlendis, sem að þeir sjá að geta orðið til gagns þegar að siglingarleiðir yfir norðurheimskautin opnast. Það eru fólgin tækifæri fyrir okkur í þessum áhuga þeirra, og þau tækifæri felast í að koma á vatnssölusamningi við þá til næstu 30 ára.t.d. getum við boðið þeim hafnaraðstöðu hér gegn eðlilegu gjaldi, séu þeir tilbúnir til að tryggja okkur kaupendur á fyrirfram ákveðnu magni á föstu verði til næstu 30 ára.

Síðan mætti stofna hér almenningshlutafélög sem yrðu skráð í Kauphöllinni í kringum íslenska vatnspökkun um allt land.

Guðrún Sæmundsdóttir, 13.6.2010 kl. 16:23

23 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sko - gott fólk - ekki má endurtaka þá blindni sem hin ísl. bjartsýni getur stundum lent í.

*Munum eftir, að á síðasta áratug, var stóra hugmyndin Ísland alþjóðleg fjármálamiðstöð, og við vorum meira að minna öll með dollaramerki í augum, og þeir sem bentu á hugsanlegar hættur, voru einfaldlega dissaðir sem leiðinlegir.

**Hérna er aftur komin stór hugmynd, þ.e. kína-markaður og dollaramerkin eru aftur að byrtast í augum. En, á móti kemur umtalsverð hætta - sem einmitt felst í áhuga kínverja, sem er raunverulegur drifraftur þessa.

--------------------------

  • Það má ekki gleyma, að kínv. fyrirt. eru í mjög nánu samstarfi við kínv. stj.v.
  • Þau fá ekki að starfa á alþjóðavettvangi annars.
  • Það þíðir, að hlutfall þeirra starfsmanna, er alltaf á vegum kínv. stj.v.
  • Þetta þarf að hafa í huga, þegar menn fá dollaramerkin í augum, að hundruðir eða jafnvel yfir þúsund kínv. starfsmenn, ásamt stærsta sendiráði Kína á norðurlöndum hérlendis - þíðir að þeir geta verið komnir með raunyfirráð á Íslandi.

Ef við förum aftur í dæmigerðan ísl. sofandahátt, horfandi bara með dollaramerkjum í augum, þá getum við allt í einu staðið frammi fyrir sem orðnum hlut, að sjálfstæðið er farið - bæði hið efnahagslega og hið pólit.

---------------------------

Mér finnst þið vera að afgreiða þess hættu full ódýrt.

Einblína eingöngu á væntan gróða.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.6.2010 kl. 16:49

24 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Einar, þeir gætu jafnvel beitt okkur þvingunum!! jafnvel sett á okkur hryðjuverkalög! ænei það er nú þegar búið að því

Guðrún Sæmundsdóttir, 13.6.2010 kl. 20:04

25 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Guðrún - þetta er einmitt dæmi um það kæruleysi sem einkenndi alla umræðuna hér fyrir bankahrunið. Þ.e. gert gis af.

Bretland og Holland, eru miklu mun minna varasamir aðilar að eiga samskipti við, en Kína og Rússland.

Rísandi stórveldi, eru alltaf hættulegustu aðilarnir sem þú getur mögulega valið, að eiga í nánum kynnum við.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.6.2010 kl. 23:06

26 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

við eigum nú þegar í gríðarlega miklum viðskiptum við Kína, bæði beint og óbeint. Og við erum ennþá ein af aðildarþjóðum Nató, svo að ekki fer Kína svo auðveldlega að hertaka okkur.

Guðrún Sæmundsdóttir, 13.6.2010 kl. 23:10

27 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.e. ekki verið að tala um beina innrás;

heldur að þ.s. sennilega stefnir í að kínv. verði hérlendis með mikinn fj. starfsmanna -

  • þessi cirka 50 sem vinna við Tónlistahöllina eru of fáir til að skipta máli.
  • En, þegar virkjanaframkvæmdir fara af stað, þá erum við að tala um nokkur hundruð.
  • Síðar, ef af því verður, að kínv. álfyrirtæki sem hefur verið eitt af þeim áhugasömu taki yfir það verkefni að reisa hér álver, þá erum við enn að tala um viðvist hundruða kínverja hér, frá einu af kínv. risafyrirtækjunum.
  • Enn síðar, þegar og ef kemur að framkvæmdum við risahafnir, þá erum við að tala um þúsundir.

Það þarf ekki beina innrás - nægilegt að þeir séu þegar komnir í nægilegum fj. - stj.v. látin vita af sendiráði Kína - þau láta aldrei á reyna og verða hlíðin - kínv. tryggja síðan að hér sé alltaf til staðar nægilegur fj. kínv. til að taka landið yfir með hraði - ef sú ástæða kemur nokkru sinni upp.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.6.2010 kl. 23:40

28 Smámynd: Haraldur Baldursson

Einar ég geri samt ráð fyrir að þú sért tilbúin til þessara viðskipta við Kína ? Hætturnar eru til staðar og tel ég það einskorðast við að við gætum orðið of viðskiptalega háðir þeim. Hitt þarf líka að skoða, sem er það hversu háðir við erum ESB um viðskipti. Við megum ekki ganga blind áfram í þeirri trú að þar liggi eilíf trygging um að þar verði um aldur og ævi okkar hagstæðustu markaðir. Áður fyrr var USA okkar Alfa-Omega markaða...það breyttist. ESB er að stefna í verulegan vanda og finnist ekki lausn á því á næstu árum rennur sá vandi saman við aldurs-sprengingu þeirra, sem eins og og þú þekkir vel er óhjákvæmilegur vandi sökum slakrar endurnýjunar.
Eins og ég segi renni þetta tvennt saman, tel ég afar hæpið að okkar Gullgæs verði í ESB á næstunni og við verðum að finna okkur nýja markaði og viðskiptafélaga.
Með því er ég samt ekki að mæla með því að loka augunum við hættunum.

Haraldur Baldursson, 14.6.2010 kl. 11:37

29 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Nei - hættan er ekki eingöngu út frá þeirri forsendu, að vera viðskiptalega háðir, heldur sú að þeir geti þröngvað okkur inn í leppríkisfyrirkomulag.

Munum eftir Grenada, á 8. áratugnum. Cirka 100þ. íbúar, 1500 stjórnarhermann um 700 Kúpanskir. Bandar. milli 7-8þ.

Bandar.m. taka eyjuna á cirka einum degi, en sytja um flugvöllinn þ.s. Kúpanirnir voru í nærri því viku. Kalla á meira liðsstyrk, til að sigra í þeim hildarleik.

---------------------

Hvað segir þetta okkur, Kúpanirnir voru titlaðir verkamenn skv. skýrslum gefnum út af ríkisstj. Grenada, út á við klæddust þeir í búninga sem litu rétt út, engin vopn voru sjáanleg þegar fólk átti þarna leið um í einkaerindum, en þegar kanarnir komu þá reyndust þetta vera þrautþjálfað herlið.

Þ.e. 700 vörðust í nærri því viku gegn 10 földum liðsstyrk Bandar.m.

----------------------------

Þessi saga er hint um þ.s. ég á við þ.e. þú munt aldrei vita fyrir víst hvort kínv. starfsmenn í hundruðum séu eingöngu verkamenn eða e-h annað og mun meira.

Ég tala ekki um, ef fjöldinn verður mun meiri.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.6.2010 kl. 14:41

30 Smámynd: Dingli

Einar, nú er ég mjög ósáttur við "rök" þín, þau eru móðursýkisleg. Svipaðri væmnisýki man ég eftir þegar fisk/olíu viðskiptin voru tekin upp við Rússland á sínum tíma. Á þeim viðskipum græddum við mikið. Fengum olíu á góðu verði og borguðum fyrir með fiskafurðum sem voru ill eða óseljanleg annarstaðar.

Að viðskipti við Kína feli í sér hættu á að "fimmta herdeild" Kínverskra flugumanna hertaki Ísland einn daginn, eða þeir breyti okkur í leppríki eru ekki rök. Erum við ekki enn í NATO?  Kínverjar fara ekkert lengra en við viljum.

Veiti vinsamleg framkoma Kína okkur aðgang að markaði fyrir vatn og aðrar afurðir er það stórmál. Kínverjar vilja sitthvað fyrir sinn snúð..Auðvitað!  Best eru viðskipi þegar allir hagnast.

Þegar fjölmennasta og ríkasta þjóð jarðar, vill veita okkur hjálparhönd, eigum við að þiggja hana og ekki ætla þeim fyrirfram illan hug. 

Dingli, 16.6.2010 kl. 02:48

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband