Niðurstaða G-20 fundar nú um helgina - og, skv. könnun Sunday Telegraph meðal sérfræðinga, eru meiri heldur in minni líkur á hruni Evru!

Svokallaður G-20 hópur ríkja, átti með sér fund þessa helgi og niðurstaða hans, er skuggaleg:

 

Communiqué: Meeting of Finance Ministers and Central Bank Governors, Busan, Republic of Korea, June 5, 2010

“The recent events highlight the importance of sustainable public finances and the need for our countries to put in place credible, growth-friendly measures, to deliver fiscal sustainability, differentiated for and tailored to national circumstances. Those countries with serious fiscal challenges need to accelerate the pace of consolidation. We welcome the recent announcements by some countries to reduce their deficits in 2010 and strengthen their fiscal frameworks and institutions”.

 

Berum þetta saman við niðustöðu G-20 fundarins á undan, í apríl síðastliðnum.

 

“In economies where growth is still highly dependent on policy support and consistent with sustainable public finances, it should be maintained until the recovery is firmly driven by the private sector and becomes more entrenched.”

 

  • Með öðrum orðum - "no more stimulus". En, síðan kreppan hófst, hefur söngurinn frá alþjóðastofnunum verið - ausum meiri peningum á hagkerfið í von um vöxt. 
  • Þetta er gríðarleg breiting, og markast af vandræðunum sem komu upp í Evrópu, sem Grikkland hefur verið "trigger event" fyrir. En, þau vandræði hafa beint sjónum hagfræðinga að skuldavanda, ekki bara Grikklands, heldur Evrópu eins og leggur sig, vs. halla allra ríkjanna af eigin rekstri og vs. væntingar um framtíðar hagvöxt.
  • Nú fagnar G-20 því, að tiltekin ríki hafi ákveðið að skera niður og minnka halla, aðgerðir sem draga óhjákvæmilega úr hagvexti - en í apríl var söngurinn enn, að þau ættu öll að eyða meira.

Klikkið á þennan hlekk!
European Central Bank: Statistical Data Warehouse

Þar getið þið séð stöðu hagkerfa Myntbandala Evrópu.

  • Meðalhalli -6,5%
  • Meðalskuld 78,6%

Hættumörk skulda teljast við 60% af þjóðarframleiðslu. Vandinn, er ekki síst hallinn sem hækkar stöðugt skuldirnar. Svo rímar sá vandi við hinn vandann, sem er slakar forsendur fyrir hagvexti.

 

Í dag, kom í Telegraph.co.uk könnun á meðal valins hóps hagfræðinga:

The economists who responded: Leading economists tell us what the future holds

Sjá einnig: Euro 'will be dead in five years'

 

Alan Clarke BNP Paribas

Andrew Lilico Policy Exchange

Howard Archer IHS Global Insight

Douglas McWilliams CEBR

Ross Walker RBS

George Magnus UBS Gerard Lyons Standard Chartered

Martin Gahbauer Nationwide

Simon Hayes Barclays Capital

Neil Mellor BNY Mellon Stephen Lewis Monument Securities

David Blanchflower Dartmouth College

George Buckley Deutsche Bank

Malcolm Barr JP Morgan

Ian Harwood Evolution Securities

Simon Ward Henderson Global Investors

David Owen Jefferies

Philip Shaw Investec

Stuart Green HSBC

Vicky Redwood Capital Economics

Peter Spencer Ernst & Young Item Club

Tim Congdon International Monetary Research

Peter Warburton Economic Perspectives

Jamie Dannhauser Lombard Street Research

Azad Zangana Schroders Investment Management

 

  • 12 töldu að Evran muni hrynja.
  • 2 töldu, að Evran geti haldið velli ef löndin í verstu vandræðunum fara.
  • Nokkrir sem töldu að hún muni hrynja, telja líklegast að Þýskaland segi sig úr henni.

 

Þó svo að taka þurfi niðurstöðunni með einhverjum fyrirvara, þ.s. Daily Telegraph hefur lengi verið fremur neikvætt gagnvart Evrópusambandinu í skoðunum, þá eru þetta ekki einhverjir aukvisar á meðal hagfræðinga og ég dreg stórlega í efa að fyrir ári síðan hefði Daily Telegraph getað fengið svo stór nöfn, til að segja eitthvað þvíumlíkt.

Höfum einnig í huga, að Robert Murdock studdi síðustu ríkisstjórn Verkamannaflokksins í Bretlandi, og hann er alþjóða stórveldi í viðskiptum með fjölmiðla, svo hann hefur enga sérstaka ástæðu til að vera sterkt annaðhvort með eða móti Evru.

  • Þ.e. einnig vandi við umræðuna um Evruna, þ.e. um er að ræða oft á tíðum tilfinninga afstöðu gangvart Evrunni, þ.e. þú ert á móti henni eða þú ert með henni. 
  • Eins og menn, séu að tala um að vera með eða á móti stjórnmálaflokkum.
  • En fullljóst er, að undanfarnar vikur hafa afhjúpað gríðarlega djúpstæðann vanda á Evrusvæðinu, og hann verður ekki leistur með "tilfinningarökum".
  • Hvort Evran fellur veit ég ekki fyrir víst - en mig grunar, að ekkert minna en einhvers konar Evróps hagstjórn dugi til. Og, ef ekki tekst að bræða e-h slíkt saman, þá held ég að hún hrynji.

 

Ég held að það muni hreinlega ráðast í sumar, hvort hún lifir eða deyr.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Evrusamstarfið er nú þegar liðið undir lok, Evran sem lagt var upp með fyrir 11 árum síðan er ekki lengur á boðstólnum. Þær forsendur sem lutu að hagstjórn og frjálsum viðskiptum á evrusvæðinu eru brostnar ( Maastricht)  í dag er komið fordæmi fyrir að  ESB geti einhliða ákveðið að afhenda einu ríki í ESB auð annarra ríka þess. Evrusamstarfið sem var, snérist um að þetta væri ekki hægt enda ógnar slíkt fjárhagslegu sjálfstæði þjóða.

Það sem hefur gerst nú síðustu vikur er í raun stærsta skrefið til þessa, í átt að stórríkinu Evrópa í langan tíma, að minsta kosti  síðan Hitler réðist inn í Pólland. 


Gamla evran sem var búin að vera of sterk í mörg ár var í raun hagfræði tilraun og og átti að vera  sameiginlegur gjaldmiðill nokkura lítilla efnahgslega sjálfstæðra  ríkja í Evrópu.

Nýja evran er hefðbundi fiat gjaldmiðill Stórríkisins Evrópa.


Guðmundur Jónsson, 6.6.2010 kl. 22:02

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég er reyndar sammála - að tvær áttir séu í boði, þ.e. sameiginleg fjármálastjórnun eða endalok Evrunnar.

Í fyrra dæminu, fáum við sennilega 2-hraða Evrópu, þ.e. Evran í samhenginu að til komi nokkurs konar sameiginlegt fjármálaráðuneyti þeirra ríkja sem því tilheyra, og raunveruleg yfirumsjón með fjármálastjórnun ríkja innan þess hóps. 

Önnur ríki, tilheyri bara efnahagsbandalaginu - ég velti því einnig fyrir mér, hvort þá ekki einnig verði nauðsynlegt að hafa eftri og neðri deild á Evrópuþinginu, þ.e. neðri deild þ.s. öll meðlimalönd hafa sæti og eftri deild einungis fyrir meðlimi sameiginlegrar mynntar og fjármálastjórnunar.

---------------------

Hin leiðin, er að bakka út úr því að hafa mynntsamstarf. En, þá erum við aftur komin í vanda, til hvers er ESB? Má vera eins og Merkel heldur, að slíkt leiði til frekari afturhalds, og á endanum verði einungis gamla efnahagsbandalagið - þ.e. tollabandalagið mínus mart af því sem kom seinna.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.6.2010 kl. 22:46

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þú segir að það sé hægt að bakka út  Evrunni. Tæknilega er alltaf sú leið fyrir hendi, en þegar Grikkir ákveða að taka við láni ECB sem þeir vita að þeir geta sennilega ekki borgað til baka í stað þess að gefa út dökrur til að halda efnahag sínum gangandi þá eru þeir í reynd að ákveða að vera hluti af stórríkinu og færa því efnahagstjórn landsins.

Á sama hátt er hægt að segja að þjóðvegar samþykki að þeir séu hluti af stórríkinu þegar þeir afhenda ESB lyklana af ECB til að hægt sé að færa þurfandi svæðum evrunnar auð Þýskalands.

Vestmannaeyjar gætu til að mynda sagt sig úr lögum við ísland og tekið upp eigin gjaldmiðil hvenær sem, þar er bara ekki fyrir hendi vilji til þess og þess vegna eru Vestmannaeyjar hluti af íslenska ríkinu, á sama hátt er evrulöndin hluti af Stórríkinu. 

Þannig hefur þetta ríki í raun verið stofnað hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, Þeir sem að því standa virðast bara margir hverjir ekki fatta það sjálfir, sem verður að teljast furðulegt.  

Ég held samt og vona að ESB muni standa áfram fyrir sínu, með stóriki evrunar inna þess. 

Guðmundur Jónsson, 7.6.2010 kl. 11:29

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

það

Einar Björn Bjarnason, 7.6.2010 kl. 14:58

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það ríki sem hefur bestar forsendur til að hætta, er sjálft Þýskaland.

Ef Evran hrynur, er það væntanlega þóðverjar sjálfir, sem taka hana niður.

En, að sjálfsögðu er mögulegt að viðhalda henni, með því að gera öll ríkin sameiginlega ábyrg fyrir skuldum hvers annars en þá verða þau að setja upp raunverulega bítandi refsiákvæði - því annars ert þú að skapa hættuleg fordæmi, þ.e. ef ríki komast alltaf upp með slæma hegðun þá hafa þau ekki ástæðu til annars en að halda áfram með þeim hætti.

En, vera má, að ekki náist samstaða um valdheimildir með raunverulegt bit, og þega þá Þjóðverjar sjá að í því samhengi sytji þeir uppi með algerlega galopinn kostnaðarreikning, má vera að það verði raunveruleg þeir sem segja - gott og vel, þetta gengur ekki.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.6.2010 kl. 15:02

6 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Það þarf að huga að því hverjum Þjóverjar ætli sér að selja sina vöru og þjónustu ef þeir ákveða að fara út úr evrunni. Ríki eins og þýskaland verðleggur sig strax út af markaðnum með eigin gjaldmiðli, þess vegna börðust þeir svo mikið fyrir evrunni á sínum tíma,  þeir sitja þá bara uppi með að þurfa að kaupa evrur út í það óendanlega til að halda evrunni nægilega sterkri svo markaðurinn héldist þeim opin. ekki ólíkt því sem Kínverjar eru að berjast í nú gagnvart USD. Eins og staðan er núna helst kaupmáttur evruríkjanna í þýskalandi uppi með kaupum Sambandsins (ECB) á ónýtum bréfum skuldugu ríkjanna, en ef þeir fara út úr evrunni þurfa þeir að gera þetta sjálfir með því að kaupa evrur .Ekki ætla ég að dæma um hvort er betra fyrir þjóðverja sjálfa en ég hefði haldið að á meðan Sambandið og aðildarríki þess trúa að þjóverjar séu ríkir af því að þeir séu svo duglegir en ekki vegna þess að þau sjálf eru svo dugleg að versla við þá, þá mætti ætla að þeir standi betur með evruna er það ekki ?

Guðmundur Jónsson, 7.6.2010 kl. 16:17

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það má vera - enda fjármögnuðu þeir að verulegum hluta kaupeyðslu íbúa þeirra ríkja sem nú eru í vandræðum, þannig að þeirra eigið bankakerfi lendir í vanda ef Evran fer í vaskinn.

Hvernig sem þetta veltur, verða upphæðirnar sem þarf að standa straum af, ótrúlegar.

Það mun sennilega fara fram á næstu mánuðum, mjög stífar samningaviðræður og ásamt köldum útreikningum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.6.2010 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband