5.6.2010 | 14:56
Eru hagsmunir almennings og innlánseigenda, fyrir borð bornir, skv. nýju frumvarpi ríkisstjórnarinnar?
Sigmundur Davíð, formaður Framsóknarflokksins, og Guðlaugur Þór Þórðarson, hafa vakið athygli á nýju frumvarpi ríkisstjórnarinnar, sem virðist veita allnokkuð afdrifaríkar lagaheimildir.
Sjá frétt mbl: Grafið undan innstæðum
"Forgangur 260 milljarða króna skuldabréfs skilanefndar Landsbankans á nýja Landsbankann (NBI), ef til greiðslufalls hans kemur, var forsenda samkomulagsins sem íslensk stjórnvöld gerðu við skilanefndina 16. desember í fyrra.
Þess vegna er Alþingi að veita fjármálafyrirtækjum heimildir til að treysta stöðu skuldabréfaeigenda á kostnað innstæðueigenda, með frumvarpi þess efnis."
-----------------------------------sjá viðkomandi lagagrein
138. löggjafarþing 20092010. Þskj. 1187 517. mál.
1. gr. Fjármálafyrirtæki er heimilt að veita veð í eignum sínum, þar á meðal kröfuréttindum og undirliggjandi veðréttindum sem tengjast þeim, í tengslum við uppgjör vegna ráðstöfunar Fjármálaeftirlitsins á eignum og skuldum fjármálafyrirtækis á grundvelli 100. gr. a laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, sbr. 5. mgr. 5. gr. laga nr. 125/2008, sbr. ákvæði til bráðabirgða VI í lögum nr. 161/2002. Fjármálafyrirtækinu er enn fremur heimilt að bæta frekari eignum í hið veðsetta safn til að viðhalda fullnægjandi veðhlutfalli, og skipta út einstökum eignum, samkvæmt samkomulagi við veðhafa.
2. gr. Að því marki sem veðréttur, sem stofnast á grundvelli 1. gr., varðar kröfuréttindi eða undirliggjandi veð sem tengjast slíkum kröfuréttindum öðlast veðrétturinn réttarvernd við þinglýsingu yfirlýsingar þess efnis að fjármálafyrirtæki hafi nýtt heimild sína skv. 1. gr. á blað fjármálafyrirtækis í lausafjárbók. Er þá ekki þörf á frekari ráðstöfunum til að veðrétturinn öðlist réttarvernd, hvort sem varðar veðsetningu kröfuréttinda eða undirliggjandi veðréttinda.
Ákvæði 46. gr. laga um samningsveð, nr. 75/1997, gilda ekki um veðsetningu almennrar fjárkröfu, sbr. 45. gr. laga um samningsveð, samkvæmt lögum þessum.
Um veðsetningu viðskiptabréfa á grundvelli 1. gr. skal þó farið eftir ákvæðum 43. gr. laga um samningsveð, nr. 75/1997.
3. gr. Veðsetning eigna samkvæmt heimild 1. gr. laga þessara skal ekki sæta riftun samkvæmt ákvæðum gjaldþrotaskiptalaga er varða ráðstafanir þrotamanns.
------------------------------innskoti lokið
Ekki ætla ég að fullyrða að rétt sé, en skv. því sem Sigmund Davíð og Guðlaug grunar að sé rétt; þá er um að ræða heimild sem bankarnir geta notað til að færa veð inn á skuldabréf þau sem útbúin voru skv. samkomulagi við kröfuhafa, þ.s. þeim eru tryggðar tilteknar greiðslur yfir tiltekið árabil.
- Stóri punkturinn, er atriðið að heimila tilfærslu eigna, þ.e. að skipta einu veði fyrir annað, og sá gerningur þaðan í frá njóti svo réttarverndar.
- Hættan , nú eftir að neyðarlög eru numin úr gildi, og TIF því ekki lengur með fyrsta forgang fram fyrir öll veð; felist einmitt í ákvæðinu sem heimili þennan flutning veða, eftir á.
- En, höfum í huga, að neikvæð hagþróun getur valdið því, að fyrrum góð veð ónýtist - sem er auðvitað slæmt fyrir eiganda skuldabréfs, að veðið sem hann fékk fyrir því sé ekki lengur fyrir verðmæti þess, ef hann þarf að inkalla skuld.
- Þ.e. auðvitað, mjög gott fyrir eigenda skuldabréfs, að ef einfaldlega er hægt að kippa út slæmu veði og setja nýtt í staðinn.
- Punkturinn, sem Sigmund Davíð og Guðlaug Þór setja fram, er að með þessum hætti sé hægt statt og stöðugt, að halda bestu veðum frá TIF - og því réttur innistæðueigenda settur í hættu, ef fer á versta veg og banki kemst í þrot.
- Takið svo að auki eftir, að skv. 3. gr. verða veð veitt skv. þessum lögum ekki riftanleg, skv. ávæðum gjaldþrotalaga - sem kveða m.a. á um að gerningum sem koma eignum undan þrotabúi er heimilt að rifta, nú allt að því 4. ár aftur í tímann.
- Ég velti því fyrir mér, hvort það síðasta ákvæði hreinlega standist stjórnarskrá - þ.s. þarna er ef til vill tilteknum aðilum veittur réttur umfram aðra - sem mér sýnist geta brotið á þeirri almennu reglu að allir séu jafnréttháir gagnvart lögunum.
Punkturinn sem sagt er, að með þessu sé réttur innistæðueigenda til eðlilegs fyrsta veðréttar í gegnum TIF veiktur, og þar með möguleikar þeirra til að fá tjón sitt bætt, ef allt fer á versta veg - bankarnir fara á hausinn á ný.
Mín skoðun er að þeirra gjaldþrot, sé reyndar fremur líkleg útkoma, þeirra vandræða sem framundan eru - næsta haust.
Ef þetta er rétt skilið svo, virðist ríkisstjórnin með þessari lagasetningu, að vera að ganga erinda erlendra kröfuhafa, tryggja þeirra peninga á kostnað aukinna líkinda á tjóni almennings.
Sigmundur Davíð og Guðlaugur þór, telja þarna vera að koma í ljós, leynisamkomulag ríkisstjórnarinnar og kröfuhafa bankanna, er gert hafi verið - er bankarnir voru "endurreistir" í núverandi mynd.
- Ef skilningur þeirra er réttur, má velta fyrir sér tilgangi slíks samkomulags - en, ef kröfuhafar raunverulega töldu þetta nauðsynlegt, þá sýnist það mér innibera mikið vantraust á uppbyggingarplani isl. stjv. og AGS.
- En, vart er slíks samkomulags þörf, ef þeir virkilega tryðu því - að efnahagsplan ríkisstjórnarinnar og AGS, væri yfirgnæfandi líklegt til að ganga upp.
- Svo, að mér rennur það einfaldlega í grun, að þeir séu með þessum gerningi að tryggja sér bestu eignir bankanna, akkúrat vegna þess að þeir reikna með því að planið gangi ekki upp.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.6.2010 kl. 00:31 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
Nýjustu athugasemdir
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Þó ég muni ekki fyrir hvað Obama fékk friðarverðlaun Nóbels Þá ... 18.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Huh? Nei, flóttamannastraumurinn er hluti af Cloward-Piven plan... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Grímur Kjartansson , - það hefur verið sannað að HAMAS hirti dr... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: USAID gat á engan hátt gert grein fyrir hvert allir þessir fjár... 17.2.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.2.): 6
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 522
- Frá upphafi: 860917
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 469
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning