4.6.2010 | 00:04
200 milljarðar úr umferð í Seðlabankanum, og atvinnulífið svelt!
Þetta eru í sjálfu sér ekki nýjar fréttir hjá honum Vilhjálmi Egilssyni, fyrir utan að ég hafði ekki heyrt að upphæðin næmi nú, liðlega 200 milljörðum.
Sjá fréttir: SMELLIÐ HÉR TIL AÐ HLUSTA Á FRÉTT RÚV 3. JÚNÍ 2010
En, fyrir liðlega ári, ákvað Seðlabankinn að mæta því sem hann talaði um sem óheppilega mikla uppsöfnun lausafjár á innlánsreikningum bankanna, með því að bjóða bönkunum skuldabréf til sölu á vöxtum er væru bönkunum hagstæðir, og þannig draga það fé af markaðinum.
- Þetta er því alveg í samræmi við stefnumörkun Seðlabanka Íslands.
Kostir?
- Innlánsfé er að sjálfsögðu skuldameginn hjá bönkunum, og þeir þurfa á móti eitthvað sem skapar tekjur.
- Með sölu skuldabréfa til bankanna fyrir liðlega 200 milljarða, hefur Seðlabankinn veitt viðskiptabönkunum, nægar tekjur til að standa undir greiðslu vaxta til inneigna-eigenda og gott betur.
- En, þessar vaxtatekjur eru myndarleg búbót fyrir bankana - verulegur hluti hins uppgefna hagnaðar þeirra skv. nýlegum uppgjörum fyrir síðasta árs.
Gallar?
- En, ef vextir væru mun lægri en 8,5% þá væri engin þörf fyrir slíkar æfingar. Fjárfesting þarf að skila nægum hagnaði til að standa undir þessum vöxtum, og það að nær engin útlánastarfsemi fer fram, hvorki til fyrirtækja né almennings, bendir sterkleg til þess að þessi 8,5% vextir einfaldlega geri ný lán of dýr - þ.e. hagnaðarkrafan fyrir nýfjárfestingu sé of krefjandi við þessar aðstæður.
- Þessir háu vextir, eru því sennilega orsakavaldur að því, að fjárfesting mun lækka um 10% á þessu ári, og verða sú minnsta mæld á lýðveldistímanum.
- Beint liggur við, að ef vextir væru lækkaðir verulega, t.d. niður í milli 1% og 2%, þá þyrftu ný fjárfestingar verkefni ekki að vera eins ábatasöm til að standa undir greiðslum vaxta af skuld, sem ætti að þíða að mjög mikið fleiri nýfjárfestingar verkefni ættu möguleika að komast á koppinn, fyrir tilstuðlan slíks lánsfjár.
- Með öðrum orðum - lækkun vaxta myndi vera mjög öflug aðgerð til að stuðla að hagvexti, og minnkun atvinnuleysis, af þeirri ástæðu að þá verða fleiri fjárfestingar verkefni fjárhagslega möguleg.
- Fleira kemur til - lækkun vaxta lækkar vaxtagjöld allra þeirra sem skulda, og þ.s. hvort tveggja heimili og atvinnulíf eru mjög skuldum vafin, væri stór vaxtalækkun sennilega stærsta einstaka aðgerðin sem hægt er að framkvæma, til að bæta hag hvort tveggha heimila og fyrirtækja.
- En, með umtalsverðri lækkun vaxtagjalda, þá geta fyrirtæki og einstaklingar, keypt meiri vinnu - sem eykur þá eftirspurn eftir vinnu, þannig að atvinnuleysi minnkar.
- Þannig, að vaxtalækkun stuðlar einnig að hagvexti með þeim hætti, að meira fé verður eftir í buddunni hjá heimilum sem og fyrirtækjum.
- Síðan - auðvitað - með mun lægri vöxtum, væri einnig hugsanlegt að sjálft ríkið myndi geta tekið lán hjá viðskiptabönkunum, fyrir a.m.k. einhverjum hluta hallans á ríkissjóði.
- En, hallinn á ríkissjóði er fjármagnaður með þeim hætti, að lífeyrissjóðir kaupa skuldabréf gefin út af ríkinu.
- En, að sjálfsögðu að ef ríkið með þeim hætti bindur það lausafé sem lífeyrissjóðirnir hafa, þá hlýtur að vandast málið, ef ríkið einnig ætlar þeim að fjármagna mannaflsfrekar framkvæmdir.
- Munum, að lífeyrissjóðirnir, eru rétt nýbúnir að kaupa fyrir 82 milljarða, húsnæðisbréf af Seðlabankanum.
- Svo, að með því að láta þá einnig fjármagna ríkishallann, er ríkið farið að höggva ansi djúpt í það fjármagn sem lífeyrissjóðirnir eiga handhægt, en - ekki eru lífeyrissjóðirnir endalaus uppspretta.
- Ég get ekki séð annað, en að ríkið hafi verulegann kostnað, af þessum uppsöfnuðu liðlega 200 milljörðum - en, vaxtakostnaðurinn fyrir ríkið sem eigandi Seðlabankans hlýtur að vera umtalsverður, enda á uppgjörum viðskiptabankanna eru akkúrat tekjurnar af þessum útgefnu bréfum, verulegur hluti hagnaðar umliðins rekstrarárs.
- Á sama tíma, kem ég ekki auga á nokkurn gagn, sem þetta fjármagn gerir - fyrir utan þ.s. nefnt er að ofan. En, þessi skuldabréf eru eftir allt saman skuld Seðlabankans við viðskiptabankana, og þar með ríkisins.
Niðurstaða
Þessi aðgerð öll er dómadags della. Rikið er þarna búið að búa til stóra skuld - sem ég get ekki séð að nýtist því sjálfu með nokkrum hætti.
Þetta fjármagn, hefði getað fjármagnað halla ríkissjóðs yfir sama tímabil, þannig fríjað lífeyrissjóðunum frá því að vera að fjármagna ríkið yfir það sama tímabil.
Munum, að ríkisstjórnin hefur ítrekað viljað að lífeyrissjóðirnir fjármögnuðu mannaflsfrekar framkvæmdir - má það vera, að ríkið sé þegar búið að nota upp það fé?
En, með því að fjármagna halla ríkissjóðs yfir tímabilið hafa sjóðirnir í reynd bundið umtalsvert meira fé, en heilt hátæknisjúkrahús á að kosta.
Munum einnig, að með því að þurausa innlenda lánveitendur, þá einnig sviptir ríkið atvinnulífið þeim möguleika til að geta hugsanlega notið góðs af því sama fjármagni, til uppbyggingar. En, það var einnig talað um, að lífeyrissjóðirnir myndu hugsanlega koma að myndun fjárfestingasjóðar til nýsköpunar að einhverju tagi.
En, þegar seinna á árinu kemur mjög líklega í ljós, að ekkert bólar á hinum áætlaða hagvexti - og fátt þá bendir væntanlega einnig til að verði af hagvexti árið eftir; þá mun koma í ljós að hallinn á ríkinu verður tugum mjlljörðum hærri a.m.k. Þá mun vandast málið - en, fræðilega er hægt að prenta peninga til að fjármagna ríkishallann, en þá býrðu til óðaverðbólgu!
Kv.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Sveitarstjórnarkosningar | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 856018
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning