Ef mark er takandi, á niðurstöðum rekstrarreiknings borgarinnar, þá gengur borginni mun betur en ríkinu, að halda í við útgjaldavanda sinn!

Ímis ummæli hafa þotið um netið, um niðurstöðu þá, sem fréttatilkynning Borgarstjórnar, um niðurstöðu rekstrarreikninga síðasta árs; gefur til kinna.

Ég ætla ekki að taka afstöðu til trúverðugleika þeirra, - en bendi á, að leiðtogi Samfylkingar í borginni, virtist ekki telja annað en að reikningarnir væru réttir.

Frétt Viskiptablaðsins: Rekstur borgarsjóðs hallalaus árið 2009 – verulega dregur úr tapi á B-hluta á milli ára!

 

"Rekstrarniðurstaða A-hluta borgarsjóðs Reykjavíkur var jákvæð um 3,2 milljarða króna árið 2009, samanborið við 2,3 milljarða árið 2008." ... "Hins vegar nam rekstrartap af A og B Hluta um 1,7 milljarði króna en dregst verulega saman á milli ára en tapið nam um 71 milljarði króna árið 2008."

 

Áður en fólk gagnrýnir, að borgin skuli ekki verja meira til framkvæmda; þá skulu menn minnast þess, að ekkert þægilegt aðgengi eftir lánsfé, er til staðar:

  • Viðskiptabankarnir, fá krónur frá Seðlabanka á 9% vöxtum, og geta því einungis lánað það fé áfram gegnt 9% + eigin álagning. Þau kjör eru alltof dýr fyrir bæði ríki og borg. Þ.e. enn verri kjör, en eru á erlendum lánum.
  • Erlend lán, þá ber að hafa í huga, að sjálfu ríkinu hefur síðan hrunið október 2008 ekki staðið til boða, lán á viðráðanlegum kjörum. Þetta hið sama, á einnig við aðra aðila, er tilheyra því opinbera – þ.e. sveitarfélög, Orkuveitan og Landsvirkjun. En, orkufyrirtæki, geta ekki haft meira lánstraust en eigendur sínir, er bera endanlega ábyrgð á þeirra skuldum. Þetta er að sjálfsögðu ástæða þess, að fram að þessu hefur ekki tekist, að fjármagna orkuframkvæmdir þær, sem eiga að fara af stað, og eiga að búa til hagvöxt. Þannig, að plön um hagvöxt, hafa þann stóra akkílesarhæl, að treysta á aðgengi að erlendu lánsfé – á þessu ári. Það verður að koma í ljós – en, ég minni á, að mjög erfitt ástand er nú um þessar mundir, á erlendum lánsfjármörkuðum, fjárfestar standa frammi fyrir miklum töpum, vegna Grikklands og sennilega einnig vegna Portúgals. Þetta, gerir þá enn varfærnari, en annars hefði verið, þegar kemur að því að lána öðrum ríkjum í fjármögnunar-vandræðum, eins og Íslandi. Þannig, að a.m.k. verður það virkilega, á brattann að sækja, með þau plön ríkisstjórnarinnar, að sækja sér fé síðar á árinu á erlenda lánsfjármarkaði.
  • Lífeyrissjóðir, hafa verið að fjármagna halla ríkisins. En, þ.e. ekki augljóst, að þeir myndu einnig geta fjármagnað halla borgarsjóðs. Hafið í huga, lífeyrissjóðir eru ekki botnlaus uppspretta peninga, þeir hafa orðið fyrir miklum töpum, miklar skerðingar lífeyris-réttinda framundan.

————————

Sem sagt, þ.e. með öðrum orðum, borginni er nauðsynlegt, að reka sig nokkurnveginn hallalausa, þ.s. hvergi er að finna neina augljósa uppsprettu lána, á viðráðanlegum kjörum.

  • Að, hefja miklar framkvæmdir, eins og Samfó + Reykjavíkurframboð leggja til, fjármagnað með lántökum – er því langt í frá neitt augljóslega fær leið.
  • Þ.s. eins og útiit er fyrir, væri fjármögnunar kostnaður mjög hár, sem myndi þá skila mjög ört hækkandi vaxtagjöldum borgarinnar.

 

Hérna er kosningastefna Samfylkingar í Reykjavík: Atvinnustefna og aðgerðir gegn atvinnuleysi

Hérna er kosningastefna Reykjavíkurframboðs: Stefnumálalisti Reykjavíkurframboðsins 2010

 

Hreinlega, gæti slík stefna leitt hana í Þrot, þó svo mál líti ekki ílla út akkúrat núna.

 

Þ.s. ég held, að þurfi að gera, innan borgarinnar, er að halda áfram þessari mörkuðu leið, að spara í rekstri borgarinnar.

Síðan verður að koma í ljós, hver framvinda efnahagsmála verður.

  • Ef hagvöxtur skilar sér, eins og ríkisstjórnin enn gerir ráð fyrir, þá ef til vill duga sparnaðaraðgerðir af því tagi, sem framkvæmdar hafa verið fram að þessu, þ.e. sparnaður við sjálfan reksturinn; án neinna umtalsverðra skerðingar í þjónustu. En, við þær aðstæður, getur áframhaldandi sparnaður í rekstri, losað um fjármagn til eflingar sjálfrar þjónustunnar, án þess að til gjalda eða tekju-aukningar borgarinnar á öðru formi, þurfi til.
  • Á hinn bóginn, eins og a.m.k. er eins líklegt, að ekki verður af hagvexti, þannig að kreppa og samdráttur tekna heldur áfram; þá verður áframhaldandi sparnaður í sjálfum rekstrinum, forsenda þess að áfram verði hægt, að reka þjónustu við almenning án skerðingar þeirrar þjónustu. Höfum þó eitt í huga, að ef kreppan og tekju-samdráttur heldur áfram, þá kemur að þeim tímapunkti, að skerðing sjálfrar þjónustunnar, verður sennilega óumflýjanleg. Í þvi tilviki, er það leið skynseminnar, að þá skerða frekar þá þjónustu, til þess að verja þá sem samt verður eftir, því leið lántöku er mjög varasöm eins og staða mála er, og enn varasamari ef kreppan heldur áfram að vinda upp á sig. 

 

Hlustum á rödd skynseminnar - þ.e. aldrei þannig að hlutir kosti ekki neitt. Þú getur ekki átt kökuna, og borðað hana á sama tíma.

En, hugmyndir - sérstaklega Reykjavíkurframboðsins - eru nokkurs konar hugmyndr um rekstur borgarinnar, í spilavítis-stíl þ.s. lagt er til, að eyða hugsanlegum framtíðartekjum fyrirfram, og það á að borga, gríðarlega aukningu framkvæmda, innan borgarmarkanna; og sú aukning á að útríma atvinnuleyisi og framkalla eftirspurn eftir því byggingarlandi, sem veðsett verður og síðan selt. Sbr. eiga kökuna og borða hana samt. Þetta er augljós hringavitleysa.

Ef hringrásin, stöðvast á einhverjum tímapunkti, (en þegar er hafinn fólksfækkun innan borgarinar) hlutir ganga ekki upp, (þeir veðja eins og Samfó á að kreppan taki enda skv. loforði ríkisstjórnarinna) þá myndi borgin sytja uppi með mikla aukningu skulda, og þar með mikinn samdrátt þeirra tekna sem í afgang verða eftir að vextir hafa verið greiddir; og því óhjákvæmilega þá afleiðingu að mjög mikið meira myndi þurfa að skera niður, en nú er útlit fyrir - einfaldlega til að forða gjaldþroti borgarsjóðs.

Plan, borgarstjórnar lista Samfylkingar, einnig gerir ráð fyrir að útrýma atvinnuleysi, með mikilli aukningu framvkæmda innan borgarmarkanna, er fjármagnað væri með lántökum.

Hættan við þeirra plan er mjög svipuð, þ.e. ef kreppan heldur áfram, og framkvæmdir duga ekki til að framkalla viðsnúning, þá kemur að því sama, að meira mun þurfa að skera niður seinna en nú er útlit fyrir, einfaldlega til að forða borgarsjóð frá gjaldþroti.

  • Í ljósi óvissunnar um framvindu efnahags mála, og þar með um framlegð borgarinnar, held ég að öll skynsemi bendi til, að fara varlega í fjármálastjórnun borgarinnar á næsta kjörtímabili.
  • Að, leggja beri áherslu á að verja þá þjónustu sem fyrir hendi er, eftir fremsta megni. Vera tilbúnir í einhvern niðurskurð hennar, ef tekjusamdráttur heldur áfram þ.e. ekki verður af hagvexti. 
  • Það sé einfaldlega of hættuleg, við slíkar aðstæður nær fullkominnar óvissu um efnahagslega framvindu, að stefna að því að reka hækkað framkvæmdastig með lántökum.
  • Slíkum hugmyndum, líki ég við það að reka borgina, með aðferðum áhættufíkla.

Ps: Þ.e. áhugavert að fylgjast með Grikklands krísunni úti, sjá nýjustu grein Martin Wolf:

A bail-out for Greece is just the beginning

og, það voru víst læti á mörkuðum í gær:

Bail-out fails to calm eurozone debt crisis fears

Europe’s debt crisis knocks markets

 

 

Kv


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Einar, afar góð greining sem undirstrikar glögglega hversu mjótt einstigið er í rekstri borgarinnar. Áhættuþættirnir eru of margir til að leyfa sér slíkan munað að taka risalán til að fjármagna stefnur reistar á sandi.

Það sem borgin GETUR GERT er að leita leiða í samstarfi við OR að styðja atvinnusetur sem taka að sér aðstoð við sprotafyrirtæki. Kostnaður OR við rafmagn, hita, internet,... með leigu á aðstöðu sem byrjar í núlli, en hækkar þaðn á 2-3 árum í rúmlega markaðskostnað má búa til hvata sem nýtir frumkvæði einstaklinga frekar en að borgin, eða ríkið sé Alfa-Ómega alls

Haraldur Baldursson, 5.5.2010 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband