Mín skoðun er - að söfnun skulda, við aðstæður efnahags samdráttar, þ.s. tekjur eru að dragast saman; sé ákaflega áhættusöm.
Ekki gleyma því drama, sem við erum að horfa upp á í Evrópu, þ.s. eitt af löndum álfunnar, Grikkland, er gjaldþrota í reynd, eftir ár fjármálaóstjórnar og eyðslu um efni fram - finnst einhverjum þetta kunnuglegt?
Síðan, er það umræðan um hrunið, hérlendis, þ.s. bankarnir - stórfyrirtæki og hluti almennings, safnaði skuldum, þ.s. lán voru álitin fundið fé, menn fjárfestu fyrir lánsfé eða jafnvel, einfaldlega tóku lífskjör að láni, yfirtóku fyrirtæki fyrir lánsfé, lifðu fyrir lánsfé - en í dag, situr þjóðin eftir með timburmenn í formi alltof mikilla skulda, þ.s. fjöldi fyrirtækja stendur uppi með ósjálfbæra skuldastöðu, bankarnir voru tæmdir af eigendum sínum og reikningurinn sendur á þjóðina, og að auki hluti þjóðarinnar sjálfrar er einnig skuldum vafinn svo að ekki sér fyrir endan á þeim haug, svo lengi sem það fólk lifir.
- Er ekki einn aðaðl-lærdómur kreppunnar, einmitt sá - að þú átt ekki að byggja lífskjör þín á skuldsetningu?
- Er það ekki dæmi um hegðun, sem er hættuleg, sem er óskynsamleg?
- Eigum við þá einmitt ekki forðast þá, sem predika að, akkúrat þegar við sitjum í feni of mikilla skulda, eftir að hafa brennt okkur á þeim sem predikuðu að skuldsetning væri skynsamleg á árum áður, að nú sé frekari skuldsetning einmitt málið?
- Frekari skuldsetning, er einnig sérlega hættuleg, við aðstæður, þ.s. tekjur þínar eru að dragast saman? Aðstæður, sem ríkja einmitt núna, bæði hjá ríki og borg!
En, hver maður ætti að sjá að, við aðstæður efnahags samdráttar:
- þegar tekjur eru að dragast saman.
- þannig, að þá er það hlutfall tekna, sem fara í afborganir vaxta af skuldum, stöðugt að hækka.
- Að ef, enmitt við slíkar aðstæður, þú hækkar einnig skuldir og þar með vaxtagjöld sem hlutfall tekna enn meir, þá stórlega eykur þú líkur þess að þú komist í vandræði.
Höfum í huga hvað er versta hugsanlega útkoma, ef aðilar máls tapa því veðmáli sem þeir leggja til. En, versta mögulega útkoma, segir til um, hvað það er sem þú ert að leggja undir:
- Ef ákveðið er að skera verulega niður í útgjöldum, þannig að skorin er niður þjónusta við almenning, velferð þannig minnkuð, hagur almennings því gerður verri; þá í allra versta falli, ef síðar kemur í ljós, að lengra var gengið í niðurskurði en raunverulega var þörf fyrir, þá er í því síðar meir hægt að bæta fyrir þann skaða, með því að verja þá meira fé á ný til þeirra mála, sem skorið var niður fé til. Þannig, að skerðing velferðar, er þá tekin til baka.
- En, ef tekin er sú ákvörðun að skera ekki niður, lán eru tekin í staðinn, vaxtagreiðslur borgarsjóðs þannig hækkaðar og því framtíðar fjármagn þ.s. borgarsjóður hefur til aflögu minnkað. En, í staðinn, almenningi sleppt við tiltekna skerðingu velferðar í nálægri framtíð. Þá, er áhættan sem tekin er sú; að ef síðar kemur í ljós, að framvinda efnahags mála er verri en reiknað var með þegar ákvörðunin var tekin, að annað af tvennu gerist:
- Vegna þess að skuldir borgarsjóðs í síðara dæminu eru hærri en í því fyrra, þá getur ríkjandi borgarstjórn lent í því að þurfa að framkvæma, enn stærri niðurskurð velferðarmála síðar, en fyrri stefnan leiðir til - eða
- Borgarsjóður, getur siglt í greiðsluþrot - sem þá leiðir til að umtalsverðu leiti hruns þeirrar þjónustu sem til stóð að verja.
- Með öðrum orðum - stefnan leiði til enn stærra taps almennings, en í fyrra tilvikinu. Í stað þess að verja hagsmuni almennings, sé þeim varpað fyrir róða.
Þetta er þ.s. ég á við, að áhættan sem tekin er, er miklu mun stærri í seinna dæminu, en í því fyrra.
Hættan er raunverulega sú, að þeir sem kalla sig verjendur hagsmuna almennings, að ef þeir kjósa leið skuldsetningar þvert ofan í slæma reynslu hrunsins - einmitt af skuldsetningu sem lausn allra hluta; þá sé nýtt hrun framkallað, þ.s. þeir hagsmunir sem þeir ætluðu sér að verja, eru að mjög verulegu leiti einmitt kastað fyrir róða, fyrir tilverknað þeirrar stefnu, sem átti að vera til þess að verja þeirra hagsmuni.
- Þ.e. stefnan sjálf, verður til þess, að þeim hagsmunum er unnið stórfellt viðbótar tjón.
Hver er lærdómur hrunsins?
Þeir eru reyndar margir - en, einn af þeim tvímælalaust er:
- vanda til áhættustjórnunar! Þ.e. menn geri sér grein fyrir því, hvaða áhættu menn séu raunverulega að taka, þegar ákvarðanir eru teknar. Sýni ábyrgð í mati á áhættu. Vanmeti ekki áhættu.
- Stundum finnst mér, eins og landinn, hafi enn, ekkert lært!
- Einkenni gróðærisins, var að, allt var tekið að láni. Það átti sér stað mjög lítil raunveruleg eignamyndun. Þess í stað, var nær allt fjárfest út á krít. Menn lifðu í vellistingum, út á falsaða velmegun. Menn, með öðrum orðum, lifðu á peningum sem þeir áttu ekki.
- Kannski finnst einhverjum þetta ósanngjarnt - en, ég líki hugmyndum, Samfó og Reykjavíkurframboðsins við þetta andrúmsloft. Þ.e. þ.s mér sýnist, ímsu leiti svipað hegðunar-mynstur. Þ.e. lántaka valin, þegar peninga skortir fyrirsjáanlega fyrir því sem menn vilja eyða. Síðan, blásið á áhyggjuraddir, sem benda á, að lántaka og því skuldasöfnun, sé hættuleg stefna við aðstæður þ.s. framtíðar tekjustaða er mjög óviss.
- Mér sýnist augljóst, að þetta sé því miður - 2007 hugsunarháttur! Þ.e. að eyða peningum í dag, sem þú raunverulega átt ekki - sbr. lántaka - í trausti þess að það reddist á morgun, þ.e. út á væntingar um framtíðartekjur sem engin fullvissa er um hvort skili sér nokkru sinni. Með öðrum orðum - þú ert að spila rússneksa rúllettu - vogum vinnur vogum tapar!
Hérna er kosningastefna Samfylkingar í Reykjavík: Atvinnustefna og aðgerðir gegn atvinnuleysi
Hérna er kosningastefna Reykjavíkurframboðs: Stefnumálalisti Reykjavíkurframboðsins 2010
"Lykiláherslur Samfylkingarinnar í atvinnumálum og aðgerðum gegn atvinnuleysi eru:
1. Nýsköpun, framtíðarsýn og samstarf
2. Vaxtarsamningur Reykjavíkur og nágrennis
3. Viðhald og verklegar framkvæmdir
4. Grænn vöxtur
5. Evrópska leiðin í fjármögnun á endurnýjun hverfa og fjárfestingu í innviðum"
- Það er reyndar ímislegt gott í áherslum framboðs Samfylkingar.
- Ég er þeirrar skoðunar að liður 2, vaxtasamningur höfuðborgarsvæðisins, og ríkisins, og aðila vinnumarkaðarins - sé góð hugmynd.
- Þeir vilja stórauka viðhald, koma tómum húsum í notkun, leggja vegi, láta borgarsjóð efla atvinnustig með framkvæmdum, græn uppbygging, o.s.frv.
- Grunnvandinn er, að allt kostar þetta peninga.
Hvernig á að fjármagna þetta?
"Taka lán til að halda uppi framkvæmdastigi í kreppunni í stað þess að skera
framkvæmdir niður um 70% eins og nú er ráðgert. Borgarsjóður ræður við þessar lántökur, hægt er að fá hagstæð tilboð og forða þannig algeru hruni í framkvæmda- og byggingariðnaði."
- Takið eftir algerlega órökstuddri fullyrðingu - Borgarsjóður ræður við þessar lántökur.
- 2007 hugsunarhátturinn í algleymingi - eyðum því sem við eigum ekki.
Hvað með Evrópsku leiðina?
Þ.e. vísað á hinar og þessar stofnanir Evrópusambandsins, sem hafa það hlutverk, að styrkja byggðalög í vanda, einmitt með veitingu lána.
Rauði þráðurinn er sá sem sagt, enn aftur, að afla enn frekari lána.
- Þetta er það eina, sem menn geta fundið upp á - að því er virðist.
- Meiri lán - meiri lán - og, enn meiri lán.
En, hvaða hagstæð lán eru í boði? Engin, sem ég kannast við!
- Borgarsjóður, hefur ekki betri möguleika til öflunar lána en ríkissjóður.
- Ríkissjóður, hefur engin lán tekið á erlendum lánamörkuðum síðan síðla árs 2008, einmitt vegna þess, að lánskjör í boði hafa fram að þesu verið óhagstæð, þ.e. eftir hrun.
- Ríkissjóður vonast til að geta aflað hagstæðra lána, síðar á árinu.
- En, nú ríkir fárviðri á erlendum lánamörkuðum, vegna Grikklands krísunnar, og útlit er einnig fyrir, Portúgal krísu.
- Fyrir utan þetta, þá hefur stefnt á offramboð ríkisskuldabréfa vegna þess, að öll gömlu iðnríkin eru með hallarekstur og öll ætla á þessu ári, að fjármagna þann halla að verulegu leiti einmitt á lánamörkuðum.
- Það eru slæmar fréttir, vegna þess, að það stefnir í sögulegt offramboð af ríkisvíxlum af þessa völdum.
- En, lögmál framboðs og eftirspurnar, í þessu tilviki, þ.s. kaupendur eru nú alveg sérlega eftirsóttir, veldur því að verð - sbr. vaxtakrafa - eru fremur en hitt á uppleið.
- Og, þ.s. verra er, að minna aðlaðandi seljendur, þ.e. þeir sem teljast áhættusamir - sbr. Ísland og Portúgal - verða meir fyrir barðinu á þessu, en seljendur - sbr. Þýskaland - sem teljast tiltölulega áhættulitlir.
- Með öðrum orðum, munur á vaxtakröfu milli seljenda sem teljast áhættulitlir, og seljenda sem teljast áhættumiklir, er á uppleið.
- Grikklands krísan, síðan magnar upp þetta undirliggjandi trend, þ.s. þeir sem hafa nýlega fjárfest í grískum skuldabréfum er fullljóst að þeir munu tapa miklum peningum á þeim, þ.s. öruggt er að þau verða afskrifuð - þ.e. færð niður - að umtalsverðu leiti, svo ríkisstjórn Grikklands síðar meir, hafi möguleika á að borga af þeim. En, einmitt vitneskjan um slíkt tap annarra fjárfesta, magnar upp áhættufælni fjárfesta almennt, ergo - hækkar enn meir það vaxta"premium" sem krafist er fyrir bréf svokallaðra áhættumeiri seljenda, eins og Íslands og Portúgals. Nú, þ.s. Portúgal, virðist klárlega næst vera í röðinni, með það að lenda í krísu, þá er ljóst að þetta ár, er enn verulegt líf eftir, í því fárviðri sem geysar á erlendum lánamörkuðum.
- Þ.e. því ljóst, að mjög öflugur mótvindur er til staðar, gagnvart þeim áformum stjórnvalda, að sækja sér fé á erlenda markaði, á hagstæðum kjörum, síðar á árinu.
- Reykjavík, að sjálfsögðu, standa ekkert betri kjör til boða, en þeim sem ríkinu - OR og LV, fram að þessu hefur staðið til boða, eða - er útlit að muni standa til boða.
- Hvað aðra lánamöguleika varðar:
- 9% vextir Seðlabanka Ríkisins þíða, að viðskiptabankarnir geta boðið lán á 9% vöxtum + þann vaxtamun, sem þeir sjálfir þurfa. En, viðskiptabankarnir, fá þá peninga frá Seðló á 9% vöxtum, og þ.s. þeir þurfa tekjur sjálfir, þá óhjákvæmilega bætist þeirra álagning við.
- Þannig, að ljóst er að Borgin eða ríkið, hefur ekki efni á viðskiptum við viðskiptabankana, svo lengi sem Seðlabankinn viðheldur þessum ofurvaxtakjörum, sem í reynd verðleggja bankalán viðskiptabankanna út af markaðinum.
- Þá er einungis eftir, hugsanleg lán frá Lifeyrisjóðunum. En, ríkið ætlar sér að höggva djúpt í þann knérunn. Á sama tíma, eru sjóðirnir, að skera niður greiðslur til lífeyrisþega - en, sjóðirnir hafa tapað mjög miklu fé á hruninu. Þetta er því engin endalaus uppspretta. En, þ.e. mjög 2007 legur hugsunarháttur, að sjá ofsjónum yfir þeim sjóðum sem til eru - finnast að verið sé að missa af einhverju ef þeim peningum er ekki snarlega sólundað í einhverja hít. En, hver man ekki eftir, þegar sjóðum Sjóvá var eytt upp, og Sjóvá nær gert gjaldþrota. En, það virðist vera stefna núverandi stjórnvalda, að sólunda síðustu sjóðunum sem eftir eru, þ.e. Lífeyrisjóðunum. Spurningin er, hvort þ.e. þá einnig stefna Samfylkingarinnar í Rvk. og svokallaðs Reykjavíkurframboðs, að taka þátt í þeim hildarleik fyrir framtíðarhag almennings.
En, ef vísað er í hugmyndir Reykjavíkurframboðsins:
"4. Flugvöllur fari úr Vatnsmýri sem fyrst og eigi síðar en fyrir árslok 2016.
5. Endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur án flugvallar í Vatnsmýri ljúki 2010.
6. Reykjavík selji eða veðsetji byggingarland í Vatnsmýri á árinu 2011.
7. Reykjavík nýti auðæfi sín í Vatnsmýti til að eyða kreppuáhrifum á borgarbúa."
- Ég hef deilt við frambjóðendur listans og þeir segja að til standi; hækka tekjur borgarinnar um 10% á hverju ári næstu 3. árin, með þeim hætti að taka lán hvert ár þessi 3. ár, út á veð fyrir flugvalla-landið.
- Að sjálfsögðu, hækka þá vaxtagjöld borgarsjóðs hvert ár, þessara 3. ára - sem að sjálfsögðu - minnkar þær tekjur sem afgangs eru, þegar gert er ráð fyrir vöxtum af lánum.
- Með þessu, telja þeir sig, afnema kreppuna á höfuðborgarsvæðinu.
"8. Hafin verði uppbygging 1. áfanga miðborgarbyggðar í Vatnsmýri 2012-2013.
9. Olíubirgðarstöð í Örfirisey verði fjarlægð fyrir árslok 2013.
10. Reykjavík hafi forystu um yfirtöku stofnbrauta á höfuðborgarsvæðinu."
- Þarna er verið að tala um mjög kostnaðarsamar framkvæmdir, - uppbygging heillar byggðar er mjög dýr. Yfirtaka stofnbrauta, væri þá enn einn bagginn, á borgarsjóð. Nýja olíustöð, fyrir milljarða, þarf þá einnig að byggja annars staðar.
- Þeir benda á áætlandi gerðar fyrir hrun, þ.s. gert er ráð fyrir að selja byggingarland á cirka 70 milljarða hagnaði, fyrir borgina. (En, að sjálfsögðu eru verð fyrir land, mun lægri nú í því kreppu ástandi sem ríkir, og jafnvel þó hagvöxtur fari af stað eins og ríkisstjórnin gerir ráð fyrir - þá tekur tima fyrir þann hagvöxt, að bæta hag almennings og fyrirtækja svo að eftirspurn sú sem fyrir hendi var fyrir kreppu skili sér öll til baka. Slíkt tekur yfirleitt fleiri ár í hagvexti. Þannig, að ég treysti mér að fullyrða sem 100% öruggt, að hvernig sem málum veltur með þann hagvöxt, verður sú vænta eftirspurn -sem gert var ráð fyrir í áætlunum frá því fyrir kreppu- ekki fyrir hendi 2012 og 2013. Þ.e. einfaldlega alltof snemmt, jafnvel þó við gerum ráð fyrir að hagvöxtur raunverulega komi eins og áform ríkisstjórnar gera ráð fyrir)
- Þeir benda einnig á, að fyrirsjáanleg þörf sé fyrir meira byggingarland í Reykjavík. Þá, enn eina ferðina, er miðað við áætlanir frá því fyrir kreppu. En, í þeim var gert ráð fyrir þörf fyrir heilu byggingahverfin til viðbótar við þ.s. þegar hefur verið byggt. (En, við síðustu áramót mældist fólksfækkun á Íslandi fyrsta sinn, síðan um 1890. Sjáið að neðan, tekið af vef Hagstofu Íslands, en það virðist að fólksfækkun sé einnig hafin í Reykjavík)
-------------------------------------------
"Ef maður virkjar eftirfarandi hlekk: Sveitarfélög og fer síðan í
Mannfjöldi eftir kyni, aldri og sveitarfélögum 1998-2010 - Sveitarfélagaskipan 1. janúar 2010
Síðan vel ég eftirfarandi hnit: Reykjavík - alls - ár - alls.
Þá getur maður fengið íbúatölu Rvk. eftir árum.
2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010
111.544, 112.411, 112.554, 113.288, 113.848, 114.968, 116.642, 118.827, 119.547, 118.326
Skv. þessu er fækkun hafin í Reykjavík."
(En, að sjálfsögðu, er fólksfækkun alvarleg ógnun við hugmyndir, um að treysta á það að gamlar spár um eftirspurn eftir húsnæði, komi til með að rætast)
--------------------------------------------
"14. Lóðarleiga í Reykjavík hækki til jafns við nágrannasveitarfélögin."
- Sem á mannamáli þíðir, að gjöld á íbúa eru hækkuð til móts við þ.s. hærra er.
"23. Áætlun um Sundabraut verði endurvakin.
24. Hafinn verði undirbúningur að Skerjabraut.
...
28. Bætt verði samgöngukerfi höfuðborgarinnar og slysagildrum útrýmt."
- Sundabraut og Skerjabraut, eru framkvæmdir upp á milljarðatugi. Þær framkvæmdir einar sér.
Eins og ég skil hugmyndir Reykjavíkurlista, á borgin einfaldlega að láta sem, að ekkert hrun hafi átt sér stað í október 2008, og þess í stað, endurvekja nokkurn veginn alla þá framkvæmda-áætlanadrauma, sem voru á dagskrá - þegar menn héldu að framboð á peningum væri alveg endalaust.
Þetta á allt að borga - að því er virðist - með sölu lands í Vatnsmýrinni - síðar meir.
- Reykjavíkurlistinn, er með fullkomlega sama veðmálið, og ríkisstjórnin, og borgarstjórnarflokkur Samfylkingar - þ.e. að hagvöxtur skv. loforði ríkisstjórnarinnar komi af krafti á næsta ári, og hann muni hefjast fyrir lok þessa árs - þannig, að kreppan verði búin eftir 3. ár.
- Lántakan, sé því ekki of áhættusöm, þ.s. eftir 3. ár verði hagvöxtur farinn að efla tekjustöðu almennings og þar með einnig borgarinnar með þeim hætti, að væntingar (skv. áætlunum frá því fyrir hrun) um eftirspurn eftir byggingarlandi í borginni standist, þannig að sala lands geti farið fram í Vatnsmýrinni, til að borga þau veðlán sem tekin voru til að brúa bilið.
Skoðum aðeins upplýsingar sem fram koma í skýrslu AGS:
Spá AGS um framtíðarhorfur: Ný spá - bls. 36.
2010 2011 2012 2013 2014
Landsframleiðsla -3.0 2.3 2.4 2.6 4.0
Fjárfestingar -10.0 27.9 3.1 0.9 11.3 (hagv. búinn til m. risafjárfestingum 2011)
Neysla almennings -2.5 -2.0 -2.0 -2.0 2.5 (Neysla alm. klárlega ekki drifkr. hagv.)
Neysla fyrirtækja 1.4 2.1 3.7 5.5 5.0 (Umsvif fyrirtækja, eiga að aukast)
(Takið eftir, að þrátt fyrir hagvöxt er áfram gert ráð fyrir samdrætti neyslu almennings, sem ég túlka, sem áframhaldandi samdrátt lífskjara almennings)
(Þetta er slæmt fyrir Reykjavík, þ.s. mikill hluti atvinnulífs í Reykjavík er í þjónustustarfsemi af ímsu tagi, en áframhaldandi samdráttur neyslu er vísbending um áframhaldandi samdrátt þess þjónustu hagkerfis, sem byggst hefur upp í borginni.)
(Þetta er alveg sérdælis slæmt fyrir bæði framboðin, þ.e. framboð Samfylkingar til borgarstjórnar og Reykjavíkurframboðið, því skv. AGS skýrslunni, er ekki von á að framkallaður hagvöxtur með risafjárfestingum, skili sér til borgarinnar. Heldur verði þvert á móti, að áfram verði kreppa í borginni. En, þessi útkoma, bendir til áframhaldandi samdráttar þjónustu hagkerfis borgarinnar, þar með áframhald fækkun starfa, áframhald samdráttar útsvars tekna borgarinnar af atvinnustarfsmi innan borgarmarka - ergo, þetta skapar slæmt útlit fyrir getu borgarinnar, einmitt til að standa undir, hækkun skulda)
Tafla bls. 37 - tölur í milljörðum dollara.
2010 2011 2012 2013 2014
Innflutningur varnings -3.3 -3.6 -3.8 -4.0 -4.4 (áframhaldandi samdr. innfl. vekur ath.)
Innfl. þjónustu -2.0 -2.1 -2.3 -2.5 -2.7
(Það hefur aldrei gerst í hagkerfis sögu Íslands, að hagvöxtur verði án aukningar innflutnings)
Útflutningur varnings 4.2 4.4 4.7 5.0 5.3
Útfl. þjónustu 2.5 2.5 2.6 2.7 2.9
(Áframhaldandi samdráttur í innflutningi varnings og þjónustur, erlendis frá. Vekur athygli, þ.s. Ísland er dverghagkerfi, sem þarf að flytja nánast allt inn. Hið vanalega ástand, er að hagvexti fylgi alltaf aukning í innflutningi þ.s. fram að þessu, hefur aukin eftirspurn innan okkar hagkerfis ávallt framkallað aukningu í innflutningi)
Neysla fyrirtækja 1.4 2.1 3.7 5.5 5.0 (tölur teknar úr hinni töflunni að ofan)
Neysla almennings -2.5 -2.0 -2.0 -2.0 2.5 (tölur teknar úr hinni töflunni að ofan)
(Þ.e. því mjög undarlegt, miðað við hegðun ísl. hagkerfisins, fram að þessu, að gera ráð fyrir aukningar umsvifa í hagkerfinu, þar með talið aukningar umsvifa fyrirtækja, á sama tíma og gert er ráð fyrir, að útflutningur varnings haldi áfram að skreppa saman)
(Ég get ekki fengið þetta til að ganga upp, nema með þeim hætti, að gera ráð fyrir því að samdráttur lífskjara almennings yfir sama tímabil, sé það mikill. Að, hann framkalli þessa heildar niðurstöðu samdráttar í innflutningi á varningi og innflutningi á þjónustu, þrátt fyrir að aukin umsvif fyrirtækja sé að valda auknum innflutningi þeirra akkúrat á þeim sömu þáttum)
Sem sagt:
- Nú þegar, er fólksfækkun hafin innan borgarmarkanna. Í fyrra var hún hafin, yfir landið allt.
- Með áframhaldandi samdrætti lífskjara, getur fólksfækkun ekki annað, en aukist enn meir ár frá ári, næstu árin.
- Þetta setur strik í reikninginn, þ.s. þá eru gamlar áætlanir um framtíðar eftirspurn eftir húsnæði, framtíðar eftirspurn eftir landi - innan borgarmarkanna, einfaldlega hrundar.
- En, skv. AGS skýrslunni, þá sýnist mér að hagvöxtur vegna stórframkvæmda leiði ekki til hagvaxtar í Reykjavík, vegna þess að samdráttur í neyslu hlítur að framkalla áframhaldandi samdrátt í veltu þjónustufyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. Þar með, framkallast líklega áframhaldandi kreppa á höfuðborgarsvæðinu.
- Þannig, verður ekki hagvöxtur á höfuðborgarsvæðinu - hvort sem stórframkvæmdir fara af stað og framkalla hagvöxt, eða, að kreppan í landinu öllu heldur áfram.
- Ef til vill, kemur sú mótbára - að hægt sé að bæta upp tekjurýrnun af völdum áframhaldandi samdráttar, í þjónustu hagkerfi borgarinnar, með því að framkvæma enn meira fyrir lansfé.
- En, þá hækka skuldir einfaldlega enn hraðar - og, vart verður það lengur ef spurning, hvort slík stefna er gjaldþrots stefna, eður ei.
Eins og fram kom að ofan, þá verður áfram - mjög sennilega - hvort sem hagvöxtur kemur eða ekki, samdráttur í þjónustuhagkerfi Reykjavíkur. Og, mjög hátt hlutfall rekstrar á höfuðborgarsvæðinu, snýst einmitt um þjónustu?
- Þetta þíðir einfaldlega, að bæði atvinnustig og eftirspurn á höfuðborgarsvæðinu, verði léleg á næstu árum, hvort sem hagvöxtur kemur eða ekki.
- Þetta þíðir væntanlega einnig, að tekjustreymi borgarsjóðs, verður lélegt.
- Það ástand, bendir til að borgarstjórnarflokkur Samfylkingar og Reykjavíkurframboð, stórlega vanmeti áhættuna því samfara, að reyna að útríma atvinnuleysi og þar með kreppu á höfuðborgarsvæðinu, framkalla eftirspurn; með því að framkvæma fyrir lánsfé.
- Ég bendi einnig á, að viðskiptabankar geta ekki veitt lán nema gegn 9% + þeirra eigin álagning, sem eru alltof dýr lán, til að borgarsjóður geti tekið þau. Erlend lán, eru sennilega einnig of dýr, af sömu ástæðu og ríkið sjálft hefur fram að þessu, ekki getað fengið hagstæð erlend lán alla tíð síðan hrunið átti sér stað. Íbúðalánasjóður, er sjálfur á kúpunni, og getu ekki veitt lán. Lífeyrissjóðir, eru engvir botnlausir brunnar - sbr. alvarlegt tap þeirra af hruninu, og ráðgerð skerðing lífeyrisgreiðsla. Ég sé því enga augljósa aðferð fyrir borgarsjóð, til að útvega sér, hagstæð lán.
- Að auki, er traust set á hagvöxt, sem ekki er enn kominn fram. Sem, mjög klárlega, getur farið svo, að einfaldlega verði ekki af.
- En, ef skuldir eru hællaðar mjög verulega, og ef ekki verður aukning tekna - þess í stað stöðnun eða jafnvel frekari samdráttur; þá er áhættan sem tekin er, greiðsluþrot borgarsjóðs - og þar með, að stórum hluta hrun þeirra þjónustu við borgarbúa sem nú er stunduð.
Við höfum fyrir augunum á okkur, í öllum fréttatímum, þá áhættu sem menn standa frammi fyrir, ef spilað er djarft með skuldamál og síðan því veðmáli tapað? Sbr. hrun Grikklands, stöðug umræða um hrun bankanna, og annarra skuldseigra fyrirtækja.
Samt, ætla 2. framboð til Reykavíkur, annað framboð flokks í núverandi ríkisstjórn og hitt svokallað nýtt óháð framboð, að bjóða upp á slíkan 2007 hugsunarhátt að öllum vanda sé hægt að redda, með því að taka meiri lán.
Ég hristi hausinn í forundran. Sérstaklega yfir þeim, sem tala sig sem fulltrúa nýrra tíma, en ætla sér að fara beint í það sama far, sem var einmitt einn aðalorsakaþáttur hrunsins, þ.e. sú hugsun að redding mála sé enn meiri lán og enn meiri lán, skuldadögum sé alltaf hægt að íta á unda þangað til einhverntíma seinna.
Ég hefði þvert á móti haldið, að fulltrúar nýrra tíma ættu að hvetja til ábyrgrar stefnu, þ.e. í stað þess að hvetja til þess að eyða og eyða peningum sem við eigum ekki, svo við þurfum ekki að bregðast við því að við erum í dag að eyða um efni fram; að hvetja til þess, að allri umframeyðslu sé hætt, eins og framast er kostur, og áhersla lögð á að byggja upp þjóðfélag sem safnar frekar eignum heldur en skuldum, sem hvetur til ráðdeildar og sparnaðar fremur en eyðslu og óráðsýju, sem hvetur til þess að með fjárfesti þegar peningurinn er til fremur en fyrir framtíðartekjur sem hugsanlega kannski verða til, en mjög vel mögulega aldrei.
1)Ef hagvöxtur raunverulega fer af stað, a.m.k. innan næstu 2. ára:
og ef varfærinni stefnu er fylgt, þannig að tilskamms tíma er eyðsla minnkuð - útgjöld skorin niður - hert á sultarólinnni - umsvif minnkuð - dregið úr þjónustu við almenning.
Þá er, um leið og viðsnúningur í tekjum verður, hægt að auka aftur útgjöld, taka til baka smáma saman þann niðurskurð, sem framkvæmdur var. Þ.s. þú græðir, er að skuldir eru minni, þegar viðsnúningur hefst, þannig að þegar þú ferð að njóta tekjuaukningar, þá getur þú aukið umsvif meira, en ef þú hefðir eytt umfram tekjur í gegnum kreppuna.
Með öðrum orðum, þú græðir meira síðar meir.
2)En, ef kreppan sem nú er í gangi, reynist mun langlífari, en stjórnvöld gera ráð fyrir:
Þá, einnig kemur þú skár út, ef þú ferð varlega í fjármálum, þ.s. ekkert er hættulegra en ef saman fer hækkun skulda og lækkun tekna.
Þá er spurningin um að halda sér á floti, þ.e. tryggja þá þjónustu sem peningur er til fyrir. En, ef þú lendir í þeirri aðstöðu með mikið hærri skuldir, þá veldur það annað af tvennu -
A)Þú þarft að skera mun meira niður en ella, til að halda þér á floti.
B)Fjármálin verða óviðráðanleg, svo gjaldþrot og hrun þjónustu er niðurstaðan.
Eru hugmyndir þessara tveggja framboða, dæmi um popúlisma?
- Ég bendi á, að dæmigerðir popúlistar koma fram sem varnarmenn litla mannsins.
- Þeir einmitt, selja sig sem vini, litla mannsins.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:44 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einar.
Lykillinn fram á við í borginni er niðurskurður ofan frá...ofanskurður.
Undir strikið Einar, lækka kostnað, opna stjórnsýsluna, og auka þáttöku borgarbúa í stjórnun Reykjavíkur
Haraldur Baldursson, 3.5.2010 kl. 12:55
Jón Gnarr hefur hæfileikana sem þarf, til að hafa heildar-réttlætis-sýnina!
Það er kannski undarlegt fyrir gamla og rótgróna og villuráfandi pólitíkusa að skilja það? En svona er nú raunverulega lífið og heiðarlega framtíðin .
Áfram Jón Gnarr og co!
Oft var þörf en nú er nauðsyn gott fólk! Gangi ykkur vel! M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.5.2010 kl. 17:25
Alveg rétt hjá þér, Haraldur.
Það þarf alltaf fyrst, að skera niður eins og þú segir, í yfirstjórn - í sjálfum rekstrinum, áður en röðin kemur að hugsanlegum niðurskurði í sjálfri þjónustunni.´
Ég er samt skeptískur á, að niðurskurður þjónustu verði umflúinn með öllu, ef kreppan heldur áfram þ.e. ekki verði af hagvexti.
Ég held, að ef hallinn reynist enn of mikill, Þegar menn hafa tæmt allar aðrar niðurskurðar hugmyndir, þá verði menn að grípa til slíks niðurskurðar, fremur en að taka þá áhættu að skuldir vaxi borgarsjóði upp fyrir hans greiðslugetu.
Kv.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 3.5.2010 kl. 18:30
Anna - það verður mjög forvitnilegt, hvað Besti flokkurinn gerir. En, skv. núverandi fylgistölum, ef kosning fer með þeim hætti, þá myndi hann geta myndað meirihluta annaðhvort með Samfylkingu eða Sjálfstæðisflokki.
Þriðji möguleikinn, væri að þeir flokkar færu í samstjórn.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 3.5.2010 kl. 18:32
Hef að ég held, nefnt það hér og víða annarsstaðar, að ég er og hef verið algjörlega á móti öllum frekari lántökum. Í dag á ég lítið sem ekkert, en skulda heldur ekki neinum neitt og tel mig því frjálsan mann.
Það má undir engum kringumstæðum selja eða veðsetja ferskvatns eða orkuauðlindir okkar né land, frekar en orðið er.
Þessi grein þín líkt og aðrar sem frá þér koma, er stórgóð og fræðandi. Að spyrja gáfulegra spurninga eða gera athugasemdir af viti við skrif þín, er meiri vinna en ég hef tíma til að leggja á mig, í bili allavega.
Dingli, 5.5.2010 kl. 03:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning