Mun Eyjafjalla-jökuls gosið, fella efnahagsplan ríkisstjórnarinnar og AGS?

Þetta er alls ekki fráleitt. En, plan AGS og ríkisstjórnarinnar, stendur á mjög veikum grunni - og ef út í það er farið; sjálfur grunnurinn byggir á útkomu, sem í besta falli, verður að skoðast sem óviss.

Eins og ég útskýri í greiningu minni á 3. skýrslu AGS:

Óháð greining á 3. áfanga skýrslu AGS, um Ísland og ásamt gagnrýni minni á spá AGS um líklega framvindu, ísl. efnahagsmála!

  • Þá stendur það efnahagsplan algerlega og fellur með því, hvort stórframkvæmdir tilteknar sem af stað eiga að fara seinni hluta þessa árs; raunverulega komast á koppinn.
  • Ef þær fara ekki af stað, virðist ekki vera fyrir hendi, nokkur möguleiki þess, að til verði hagvöxtur.

------------------------------

Skaðinn af Eyjafjallajökuls gosinu:

  • Að sögn talsmanna ferðaþjónustunnar, rignir nú inn afpöntunum um gistingu á Íslandi og um flug til Íslands; í sumar.
  • Ferðaþjónustumenn, segja að tekjur sumarsins, sem vænst var til - séu í voða.
  • Þeir vilja, að ríkisstjórnin komi til, og standi fyrir kynningarherferð erlendis.

 

Vandinn er sá, að ef tekjur af ferðamönnum minnka verulega í sumar:

  • Þá dýpkar það kreppuna hérlendis. 
  • Hallinn á ríkissjóði eykst, þ.s. innkoma í ríkiskassann minnkar.
  • Gjaldþrot heimila og fyrirtækja fjölgar.


Punkturinn er, að ríkissjóður, ætlar í víking út á alþjóðlega lánamarkaði, seinni part þessa árs
:

  • Samnings-aðstaðan er veik fyrir.
  • Mótaðilarnir, vita að ríkið þarf lán, annars er planið fallið.
  • Ef, staða efnahagsmála, versnar enn - miðað við þ.s. útlit var fyrir.
  • Þá auðvitað, veikist samnings aðstaðan, enn meir.


Sko, þessi áætlun, að sækja sé fé á lánamarkaði, á þessu ári - 2010. Er, í besta falli mjög "iffy".

  • Á þessu ári, ríkir gjörninga veður á lánamörkuðum, þ.s. ríkissjóðir Vesturlanda sem flest reka sig í dag með halla, ætla sér að fjármagna þann halla einmitt að verulegu leiti, með því að sækja sér fé á alþjóðlega lánamarkaði.
  • Þ.e. því mikil samkeppni, um það fé sem er í boði.
  • Sú samkeppni, því miður virkar með þeim hætti, að hækka ávöxtunarkröfu til þeirra ríkja eins og t.d. okkar, sem eru í veikri samnings aðstöðu.
  • Ofan á allt það, kemur svo krísan í Grikklandi, en Grikkland er á gjaldþrotsbrúninni. Portúgal, stendur ekki mikið betur, og líklegt að sjónir manna beinist að því landi næst. Síðan, óttast menn, að röð komi að Ítalíu. Jafnvel Spáni.

Að, sjálfsögðu, vegur gosið minna, en þetta gjörningaveður. En, gosið er samt, slæm áhrif, ofan á allt dramað sem fyrir er.

 

Tja, við lifum á spennandi tímum. Þ.e. víst.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband