22.4.2010 | 15:59
Óháð greining á 3. áfanga skýrslu AGS, um Ísland og ásamt gagnrýni minni á spá AGS um líklega framvindu, ísl. efnahagsmála!
Af lestri skýrslu AGS kemur mjög skýrt fram, hve allt planið er gríðarlega háð einum tilteknum akkílesarhæl, en það eru stór fyrirhuguð framkvæmdaverkefni í orkumálum.
En, skv. skýrslu AGS, mun aukning skulda af þeirra völdum, vera upp á cirka 20% af þjóðarframleiðslu, en á móti komi að þau skili verðmæta-aukningu inn í hagkerfið, sem bæti þann kostnað upp og gott betur.
Veikleikinn er sem sagt, að ef ekki verður af þessum stóru framkvæmda verkefnum, eða að þau tefjast verulega.
Það eru reyndar fleiri veikleikar:
- Gert ráð fyrir að sala eigna úr þrotabúum Glitnis, Kaupþings banka og Landsbanka; fari af stað, af krafti 2011. En, þ.e. dálitið bjartsýnt, þ.s. slík sala getur ekki hafist, fyrr en öllum kærumálum, hinna ímsu kröfuhafa, um þeirra rétt, er lokið. En, eins og mönnum ætti að vera í fersku mynni, voru bankarnir greinilega nokkurs konar spilavíti fyrir eigendur sína. Ríkisstjórnin hefur verið vöruð við því, að lok dómsmála, líklega dragist fram yfir 2011.
- En, það skiptir máli, hvenær sala eigna hefst, því sala eigna á að lækka skuldir og því einnig bæta greiðslustöðu landsins. Ef hún dregst, verður hvort tveggja, skulda- og greiðslu-staða, óhagstæðari, en skýrsluhöfundar reikna með.
- Síðan, eru það náttúrulega verðin, fyrir þær eignir, sem á að selja. En, um það erum við háð, hagþróun á meginlandi Evrópu og í Bretlandi. En, óhagstæðari verð en reiknað með, einnig skila óhagstæðari greiðslu- og skuldastöðu.
- Ytra umhverfi, þá vísa ég í hagþróun í heiminum. Um hana, er AGS menn fremur bjartsýnir, sjá nýjustu niðurstöður þeirra um þróun heimshagkerfisins ( Spá AGS um þróun heimshagkerfisins ). En, verð fyrir ál, verð fyrir fiskafurðir og fj. ferðamanna, er allt háð hagþróun í löndum og svæðum, utan Íslands. Við verðum náttúrulega vona, að sú þróun verði hagstæð.
- Síðan auðvitað, flutningur fólks af landi brott. En, eins og ég skil forsendur efnahags plansins, þá inniber það áframhaldandi alvarlega lífskjaraskerðingu ár frá ári út 2014, a.m.k. Þannig, tekst að tryggja að innflutningur skreppi áfram saman, á sama tíma og hagvöxtur er búinn til. En, sá hagvöxtur getur þá einungis byggst á því, að 2. risaálver sambærileg við Reyðarál að stærð, verði raunverulega byggð. Þannig, að Ísland, verði ál-fyrirtækja paradís + ásamt því að hingað komi túristar + auk þessa að hér verði útgerð. En, þetta innber óhjákvæmilega aukningu brottflutnings fólks.
Fjármögnunarþörf Íslands (tölur í milljörðum dollara bls. 46)
2009 2010 2011 2012 2013 2014
Viðskiptahalli -0.5 -0.7 -0.2 -0.2 -0.2 0.0
Erlend fjárfesting -1.2 0.5 1.8 0.9 0.5 1.5
Ég tek valda þætti, úr töflunni frá AGS, en lesendur geta virkjað hlekkinn og lesið alla töfluna sjálfir.
Takið eftir liðnum "Erlend fjárfesting" og takið þá sérstaklega eftir því, hvað myndi gerast fyrir hallann á viðskiptum við útlönd, ef erlend fjárfesting sú sem gert er ráð fyrir, skilar sér ekki. Ef hún væri t.d. 800 milljón dollurum minni, þá fer hallinn árið 2011 í milljarð dollara.
Þá eyðast lánin í gjaldeyris varasjóðnum, náttúrulega hraðar upp, en gert er ráð fyrir.
En, þeir sem taka þátt, í boði mínu, um að leika sér með tölur, þurfa að gera sér grein fyrir, að lækka þarf tölur þá líka fyrir næstu ár á eftir, ef talan um erlenda fjárfestingu er lækkuð fyrir árið 2011.
Síðan að auki, verður þá einnig, ekki sú aukning tekna, sem gert er ráð fyrir, svo hallinn mun þá, aukast ár eftir ár.
Svo, þarna er ég að tala um, neikvæðann spíral í stað þess jákvæða, sem gert er ráð fyrir.
-----------------------------------
Næst vil ég benda á töfluna "Contribution to GDP growth" á bls. 28.
En, þar sést klárlega, að liðurinn "Investments" á megnið af áætluðum hagvexti árið 2011.
Árin þareftir, er hagvöxtur drifinn af neyslu fyrirtækja hagkerfisins og útflutningi. En, þau verkefni sem á að reisa, sbr. risa-álver, eru þá á byggingastigi.
Annars staðar í skýrslunni, kemur fram, að þetta framkvæmdafé í erlendum gjaldeyri, verði tekið að láni, sem hækki skuldir um 20%, en síðan ítir þetta einkahagkerfinu af stað, þ.s. fjárfestingin skapi eftirspurn eftir þjónustu margra aðila, sem þá þurfi að afla sér aðfanga sbr. neysla.
Þessi verkefni, geta ekki skilað auknum útflutnings tekjum, fyrr en eftir nokkur ár. Svo, aukning útflutnings tekna, er svolítið dularfullt. En, ekki gert ráð fyrir aukningu, veiða.
Þegar taflan á sömu bls. beint fyrir neðan, er skoðuð.
Þá virðist sem gert sé ráð fyrir aukningu á útflutningi á þjónustu og einhverjum óskilgreindum öðrum varningi. En, forvitnilegt verður að sjá, hvernig ríkisstjórnin, ætlar sér að stuðla að þessum útflutningi.
Því, ekki hefur hún verið að gera skattalegt umhverfi hagstæðara.
------------------------------------
Síðan, skuldir fyrirtækja/heimila.
Sjá töflur bls. 26.
En, þar kemur fram "About half of corporate loans...are nonperforming" - sem sagt, u.þ.b. helmingur lána til stærri fyrirtækja, er í vandræðum. Þetta er geigvænlega öflug bremsa á hagkerfið.
"End-January 2010 data shows the level of non-performing loans at 50 percent for the corporate sector, and 41 percent for small and medium sized enterprises (bls. 4)"
Þarna sést, að cirka 40% smá-rekstrar er einnig í vandræðum, með sín lán.
"(about 30 percent of retail loans under ISK 100 million at the banks are in default while about 15 percent of loans at the Housing Finance Fund (HFF) are in default or under payment suspension)" - bls. 4.
30% húsnæðislána í krónum, í vandræðum hjá bönkunum, á sama tíma að um 15% húsnæðislán hjá íbúðalánasjóði er í vanda. Niðurstaða Seðlabankans, er að um 24.000 fjölskyldur, þurfi frekari úrræði, en hafa fram að þessu, verið í boði.
Fram kemur, í skýrslunni, að AGS lítur á alvarlega skuldastöðu fyrirtækja og erfiða skuldastöðu heimila, sem ógnun við efnahags framvindu.
"The authorities and staff agreed that accelerated private debt restructuring is
needed to reduce the debt overhang and support growth (LOI 18). High household and corporate debt (about 130 and 370 percent of GDP in September 2008), has weighed on domestic demand. Moreover a large part of the banks loan book will require some degree of restructuring. Targeted measures for distressed households could help limit the decline in private consumption. Corporate debt restructuring could help prevent exit of viable, albeit over-leveraged companies and eventually boost corporate investment. Successful restructuring would also restore banks capacity to resume new lending, and could help improve the external debt outlook." - bls. 13.
Skuldir heimila, hafa ekki lækkað síðan, en e-h hefur greinilega verið afskrifað af skuldum fyrirtækja, þ.s. heildarskuldir þjóðfélagsins, eru metnar 300% VÞF (Verg þjóðar framleiðsla).
"The right approach remains to emphasize targeted, voluntary, and fiscallyaffordable
measures, and it will be important to temper expectations by communicating that
further measures will not be forthcoming. The insolvency regime also needs to be refined to support debt restructurings in the corporate sector, and the focus should be on increasing the capacity of the court system to process requests." - bls. 22.
En, af lestri skýrslunnar, kemur fram bjartsýni, um að aðgerðir ríkisstjórnarinnar, þ.s. bankakerfinu er falið, að vinna með skuldir hvers og eins, og bjóða fyrirtækjum sambærilega þjónustu, dugi til að draga, úr þeirri hættu. Leggja verði ríka áherslu á, að koma því til skila, að þær aðgerðir verði innan ramma þess, fjárhagslega viðráðanlega, og að frekari aðgerða sé síðan ekki að vænta, sjá textann að ofan. Þetta er boðskapur AGS og ríkisstjórnarinnar.
Skv. töflu bls. 32 er landsframleiðsla 2010 1.620.5 ma.kr.
Skv. bls. 13 eru heildarskuldir heimila 2008 130% VÞF.
Skv. töflu bls. 33 (liðurinn eignir bankakerfisins)
"net domestic assets" eða skuldir heimila, 1.853 ma.kr. - 114% VLF.
"Credit to private sector" eða lán til atvinnulífsins, 1.795 ma.kr. - 110% VLF
"Domestic depostis - local currency) inneignir almennings í kr., 1.480 ma.kr. - 91% VLF
- Heimilin skulda bönkunum, 114% af landsframleiðslu.
- Fyrirtækin, á sama tíma, skulda þeim 110% af landsframleiðslu.
Þessi gríðarlega skuldastaða, er mjög varasöm:
- Möguleikar almenning/fyrirtækja til að fjárfesta, verða um langa hríð, takmarkaðir mjög svo.
- Eftirspurn, í hagkerfinu hvort sem er eftir fjárfesting- eða neysluvörum, verður því lélegt um langa hríð.
- Það má, sem afleiðing af þessu, reikna með að eftirspurn eftir húsnæði, hvort sem um er að ræða fyrir heimili eða rekstur, verði léleg til margra næstu ára - og þar með verð, lág.
- Hönnun og þróun, mun væntanlega einnig bíða skaða af, þ.s. fjármagn til þeirra hluta, verður takmarkað umfram þ.s. góðu hófi gegnir.
- Almenningur og fyrirtæki, geta síður aflað sér eða starfsmönnum, umfram-menntunar. En, í heimi hraðra tækniframfara, er símenntun lykilatriði, ef ekki á að dragast aftur úr.
- Viðhald og endurnýjun húsnæðis, og tækja - getur dregist úr hömlu, þ.s. fjármagn skortir.
- Hættan er hnygnandi samkeppnishæfni sem skaði möguleika til öflunar tekna, í framtíðinni.
- Hættan, umorðað, sköðuð til langs tíma, geta hagkerfisins til hagvaxtar.
- Þ.e. sköðuð framtíðar lífskjör.
Spá AGS um framtíðarhorfur: Ný spá - bls. 36.
2010 2011 2012 2013 2014
Landsframleiðsla -3.0 2.3 2.4 2.6 4.0
Fjárfestingar -10.0 27.9 3.1 0.9 11.3 (hagv. búinn til m. risafjárfestingum 2011)
Neysla fyrirtækja 1.4 2.1 3.7 5.5 5.0
Neysla almennings -2.5 -2.0 -2.0 -2.0 2.5 (Neysla alm. klárlega ekki drifkr. hagv.)
Útflutningur 1.0 1.0 4.6 4.1 4.3 (Útflutningur, eykst árið eftir stóra fjárf.)
Innflutningur 0.8 5.9 4.9 5.3 7.7
(Sérkennilegt er að aukning er innflutningi, á sama tíma og samdráttur er í innflutningi á varningi og innflutningi á þjónustu - sjá töflu að neðan. En, sjálfsagt telst innflutningur á túrbínum í virkjanir, innflutningur á tækjum fyrir álver - til innflutnings)
Atvinnuleysi 9.7 8.6 6.4 4.4 3.0 (Atvinnuleysi minnkað sennil. m. framkv.)
Laun -1.8 1.0 2.4 1.3 1.8 (Lítið launaskrið)
Verðbólga 6.2 3.8 3.3 2.8 2.5 (Verðb. minnkar smám saman)
Skuldir 299.0 256.7 239.0 226.5 203.1
Tekjur ríkisins 39.2 41.3 43.0 43.5 44.1 (Sem hlutfall af landsframleiðslu)
Útgjöld ríkisins 48.6 46.6 44.3 42.0 41.3 (Viðsnúningur á að eiga sér stað)
Halli/afgangur -9.4 -5.3 -1.3 1.6 2.7
Heildarskuld ríkisins 119.9 110.7 105.0 97.8 86.6
Nettó skuldir ríkisins 77.2 78.4 74.7 68.8 61.2
- Á þessi sést. að þ.e. gríðarstór fjárfesting 2011, sem á að framkalla viðsnúning.
- Hvorki innlend neysla alm. né fyrirtækja, er drifkraftur hagvaxtar. Efirspurn fyrirt. fer ekki skv. þessari spá, að aukast að ráði fyrr en 2013.
Tafla bls. 37 - tölur í milljörðum dollara.
2010 2011 2012 2013 2014
Innflutningur varnings -3.3 -3.6 -3.8 -4.0 -4.4 (áframhaldandi samdr. innfl. vekur ath.)
Innfl. þjónustu -2.0 -2.1 -2.3 -2.5 -2.7
(Það hefur aldrei gerst í hagkerfis sögu Íslands, að hagvöxtur verði án aukningar innflutnings)
Útflutningur varnings 4.2 4.4 4.7 5.0 5.3
Útfl. þjónustu 2.5 2.5 2.6 2.7 2.9
(Spurning hvort AGS hafi næga vitneskju um hegðun dverghagkerfa, sem þurfa að flytja nær allt inn, þá á ég við varning sem fyrirtæki þurfa til starfsemi sinnar) (En, aukning eftirspurnar, og aukning umsvifa, í hagkerfinu, kallar á innflutning, eins og alltaf hefur fram að þessu átt sér stað)
Neysla fyrirtækja 1.4 2.1 3.7 5.5 5.0 (tölur teknar úr hinni töflunni að ofan)
Neysla almennings -2.5 -2.0 -2.0 -2.0 2.5 (tölur teknar úr hinni töflunni að ofan)
(Þ.e. því mjög undarlegt, miðað við hegðun ísl. hagkerfisins, fram að þessu, að gera ráð fyrir aukningar umsvifa í hagkerfinu, þar með talið aukningar umsvifa fyrirtækja, á sama tíma og gert er ráð fyrir, að útflutningur varnings haldi áfram að skreppa saman)
- En, ísl. fyrirtæki, ef þau auka við sína starfsemi, þurfa að flytja inn, nánast allt til alls.
- Í milljónaþjóðfélögum, er mun meiri breidd í framleiðslu, og aðföng oft fáanleg, innan lands.
Eina leiðin sem ég sé, til að þetta gangi upp, er að gera ráð fyrir að lífskjör almennings haldi áfram að skreppa saman ár frá ári, þannig að minnkun neyslu almennings sé þ.s. framkalli þessa minnkun innflutnings - og sú minnkun neyslu sé svo stór, að þrátt fyrir að fyrirtæki hljóti að vera að auka kaup sín á vörum til starfsemi sinnar erlendis frá, þá sé samt þetta mikil minnkun innflutnings á heildina litið.
- Þá eru lífskjör enn að skreppa saman, því ef tekjur almennings og fyrirtækja væru að aukast á sama tíma, þá yrði aukning á innflutningi óhjákvæmileg.
- Þ.e. eina leiðin, til að fá tölurnar, til að ganga upp, þ.e. að gera ráð fyrir áframhaldandi versnandi lífskjörum.
Niðustaða
- Forsenda hagvaxtar, er að gríðarleg fjárfestingarverkefni, fari af stað.
- Sem segir, að ef þau verða ekki, þá verður ekki hagvöxtur.
- Alvarleg lífskjaraskerðing, heldur áfram - ár frá ári, næstu ár.
- Reikna má með, að flutningur fólks frá landinu, muni aukast ár frá ári.
- Enn er þó gert ráð fyrir þeim.
- En, ekkert þeirra er enn, búið að fjármagna.
- Vonast er til, að takist að ganga frá fjármögnun, síðar á árinu.
- En, þetta ár, er sennilega eitt versta fjármögnunar ár, heimssögunnar.
- Á þessu ári, verður sett algert heimsmet, í sölu ríkisskuldabréfa á markaði í Evrópu, og í heiminum öllum.
- Þ.s. öll iðnríkin eru með mjög umtalsverðan hallarekstur sinna ríkissjóða, sem afleiðing kreppunnar.
- Þ.s. flest þeirra, ætla sér að mæta þeirri fjárþörf að verulegi leiti, með sölu ríkisskuldabréfa.
- Þá, leiðir þetta til þessa gífulega framboðs, ríkisskuldabréfa sem framundan er á þessu ári.
- Markaðurinn, með skuldabréf á ríkissjóði eða annan opinberan rekstur, verður á þessu ári, algerlega fyrirsjáanlega, kaupendamarkaður.
- En, í þessu tilviki, leiðir lögmál framboðs og eftirspurnar, þ.e. ofgnótt skulda sem boðnar verða til sölu; til óhjákvæmilegrar hækkunar vaxtakröfu, sem kaupendur munu krefjast.
- Flest bendir til, að þeir seljendur sem þykja tiltölulega áhættusamir, sbr. Grikkland og Ísland, muni þurfa - eftir því sem á árið líður - bjóða stighækkandi vexti, til að fá nægilega marga kaupendur. Í þessari viku, fór vaxtakrafa til Grikklands í 8%.
- Vaxtakrafa, til áhættusamra lántaka, er því á uppleið.
- Ástandið, verður ekki endilega betra á næsta ári, þ.s. fyrirsjáanlegt er að halli ríkisstjóða t.d. Evrópu ríkja, verður einnig mjög mikill á næsta ári, og mun einungis minnka smám saman, þannig að ástandið á alþjóðamörkuðum, mun einungis skána smám saman.
- Þetta, dregur sem sagt, úr líkum þess, að hægt verði að fjármagna lán til Landsvirkjunar og Orkuveitunnar, um stórframkvæmdir í orkumálum, sem þarf til ef reisa á tilekin 2. risaálver. Það eru einmitt þær framkvæmdir, sem eiga að koma öll af stað.
- Þetta dregur einnig úr líkum þess, að ríkissjóður, muni síðar á þessu ári, geta endurfjármagnað kostnaðarsöm lán, sem skv. skýrslunni, er gert ráð fyrir að verði endurfjármögnuð. En, lækkun vaxtakostnaðar af völdum þeirra skuldbreytinga, er inni í spánni.
En, ef hagvöxtur fer ekki af stað, á seinni helmingi þessa árs, eins og gert er ráð fyrir; þá er allt í volli.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:17 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Áhugaverð greining sem vekur áleitnar spurningar. Undir núverandi skattbyrðum og ríkisokri er þess klárlega ekki að vænta að hinn raunverulegi einkageiri taki við sér á þann máta sem hér virðist spáð að ofan og leiðinlegt að stjórnvöld séu að að bjóða upp á efnahagsspár með svona "töfrahagvexti" eða draumórum. Spurning hvort þetta sé eitthvað raunsærra en sumar viðskiptaspár útrásarvíkinganna voru árið 2007? Þeir sem nálgast hagfræði á rökfræðilegan máta eins og þú gerir hér vita enda að það er ekki hægt að óska sér hagvaxtar, eða þvinga tvo plús tvo í fimm. Ef það er eitthvað sem við ættum að hafa lært af íslenska "efnahagsundrinu" er það að það er ekki hægt að láta mínusana hverfa, það er í mesta lagi hægt að safna þeim upp og fela þá timabundið. Þeir koma samt upp á yfirborðið að lokum. Manni virðist stundum eins og stjórnvöld haldi að efnahagsleg- eða peningaleg stefnubreyting geti "klónað krónur" eða eitthvað álíka rugl. Það væri fróðlegt að vita afhverju stjórnvöld halda að það þurfi ekki að nálgast hagfræði landsins á agakenndari og rökfræðilegri/vísindalegri máta.
Ef ég má koma með eina ábendingu sem ekki tengist innihaldi greinarinnar þá mætti kommunotkunin vera aðeins íhaldssamari, þá væri auðveldara að lesa textann. Hann skilst samt alveg.
Takk fyrir mig.
Valan, 22.4.2010 kl. 17:55
Sæll. þakka góða grein.
Kv. Sigurjón
Rauða Ljónið, 22.4.2010 kl. 22:02
Tek undir með Völu.
Marinó G. Njálsson, 22.4.2010 kl. 23:02
Þakka góða samantekt Einar, samkvæmt henni virðist sem forsemda fyrir áætlun ríkisins og alþjóða gjaldeyrissjóðsins vera stóriðja. Það er ekki víst að nokkur vilji byggja stóriðju hér við þær aðstæður sem ríkja í stjórnun landsins. Forsemda fyrir áhuga erlendra fjárfesta er stöðugleiki. Það er ekki hægt að segja að þessi stjórn hafi sýnt það, hótar þeim fyrirtæjum sem þegar eru komin hærri skattaálögum í ýmsum myndum. Jafnvel þó einhver vildi byggja hér upp stóriðjufyrirtæki, þá á það eftir að hljóta samþykki ríkisstjórnarflokkanna. Það er ekki að sjá að vilji sé á þeim bænum.
Að öðru leiti er ég sammála færslu Völu.
Gunnar Heiðarsson, 23.4.2010 kl. 02:43
mjög góð grein, takk fyrir að hafa fyrir því að greina þetta á mannamáli:)
Birgitta Jónsdóttir, 24.4.2010 kl. 20:03
,,Ég held að það sé óhætt að fullyrða að stóra myndin er komin og það verður engin almenn niðurfærsla skulda…” -Gylfi Magnússon í Kastljósi í vikunni.
Þórður Björn Sigurðsson, 24.4.2010 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning