Hverjir eiga bankana? Svarið er einfaldara, en flestir virðast halda! En, samt einnig flóknara!

Bankarnir, sem í daga heita, Arion banki og Íslands banki, eru í eigu hvor síns eignarhaldsfélagsins, sem eru  undir stjórn sinnar hvorrar skilanefndarinnar, þ.e. skilanefndar Glitnis og Kaupþings banka.

 

Arion banki og Íslands banki, eru í eigu þrotabúa                 Kaupþings banka og Glitnis

Ástæðan þess, að þeir eru undir stjórn skilanefndanna er sú, að Arion banki og Íslands banki, eru aftur komnir í eigu, þrotabúa Glitnis og Kaupþings banka. Það var þ.s. sala ríkisins á þeim bönkum, þíddi í reynd.

Fyrirkomulagið, sem skilanefndirnar ákváðu, var að mynda um hvorn banka eignarhaldsfélag, og síðan er eignarhaldsfélagið eign hvors þrotabús. Fulltrúar, sem hvor skilanefnd hefur valið, sytja í stjórn hvors eignarhaldsfélags fyrir sig.

  • Þessir bankar, eru með öðrum orðum, ekki í eigur kröfuhafa, nema með mjög óbeinum hætti.
  • En kröfuhafar, eiga eftir allt saman, lagaformlega séð, einungis "KRÖFUR".
  • Þær kröfur fá þeir ekki innleystar, fyrr en öllum kröfum hefur verið líst - búið - gengið hefur verið frá öllum vafamálum - mikil vinna þar enn eftir og óvíst hvenær því ferli líkur, en dómsmál spretta oft upp vegna vafamála, og sala eigna getur farið fram. En, lögum skv. getur sala ekki farið fram, fyrr en allir dómsúrskurðir hafa fallið.
  • Ef við höfum í huga, hvílíkar svikamyllur bankarnir voru, þá virðist manni ljóst að möguleiki sé til staðar á því, að dómsmál vegna vafamála, geti reynst vera þó-nokkur fjöldi, og að tafir á lúkningu, viðkomandi þrotabúa, geti orðið jafmvel einhver ár.
  • En, kröfuhafar geta ekki talist eigendur, lagaformlega séð, þ.s. meðan þeir hafa réttarstöðu kröfuhafa, hafa þeir engan umsýslurétt, með eignir viðkomandi þrotabúa - þar með talið Arion banka og Íslandsbaka.
  • Þeir, geta ekki fengið, full réttindi og þar með skildur eigenda, fyrr en uppgjöri þrotabúa Glitnis og Kaupþings, er lokið.

Þetta er atriði sem við verðum, að hafa í huga, þ.s. veruleg hætta er á að lúkning þrotabúanna verði tafsöm, jafnvel tafir yfir einhver ár, svo að verið getur að þetta óvissu ástand, hangi yfir viðkomandi bönkum, Arion banka og Íslands banka, um einhver ár.

 

Kröfuhafar hafa ekki umsýsluréttindi með eign í þrotabúi, þó svo þeir eigi stærstu kröfur í viðkomandi eign!

Allan þann tíma, þ.s. kröfuhafar, þó svo sumir þeirra hafi mjög sterka stöðu vegna stærðar sinnar kröfu og sterks veðréttar, hafa í reynd engar lagalegar skyldur gagnvart Arion banka og Íslands banka, á meðan lúkning þrotabúa Kaupþings banka og Glitnis hefur ekki enn farið fram; þá sytja Arion banki og Íslands banki þar með allan tímann í reynd í limbói, þ.s. allan þann tíma, sytja menn uppi með það ástand, að þeir sem menn vonast eftir að gerist eigendur þeirra, hafa ekki lagalegar skyldur né lagaleg réttindi eigenda. 

  • Þ.e. því ekki hægt að búast við því, að þeir auðsýni á meðan, hefðbundið hlutverk eigenda. 
  • Ég nefni sem dæmi, þ.s. þeir hafa ekki beinan umsýslurétt, þá hafa þeir ekki fram að þessu getað haft bein afskipti af starfsemi Arion banka og Íslands banka.
  • Ég hefði búist við því, að ef þeir hefðu stöðu eigenda, að í ljósi herfilega lélegrar stjórnunar bankanna er fóru í þrot, og í ljósi þess, að sama fólk að langmestu leiti er enn við stjórn nýju bankanna og tók þátt í hrunvegferð þeirra eldri; þá hefðu eigendur sent sín eigin teymi til Íslands, til að taka beint yfir stjórnun helstu deilda bankanna, og síðan færi endurskoðun starfseminnar fram.
  • Fjármálaráðherra, hefur gefið í skyn, að sú staðreynd að enginn hefur fengið að fjúka, þrátt fyrir ófræga vegferð fyrri banka, gefi til kynna traust eigenda á starfsmönnum og stjórnendum Arion banka og Íslands banka. Ég held, að það sé augljós þvættingur, þ.s. þeir sem kallaðir eru eigendur, í öllum fjölmiðlum, hafa ekki neinn beinan umsýslurétt, að Arion banka og Íslands banka; sem er augljóslega skýring þess, hvers vegna, enginn skurkur hefur enn verið gerður um starfsemi Arion banka og Íslands banka.
  • Þetta getur átt eftir að reynast bagalegt! Þ.s. svo lengi sem limbóið viðhelst, er ekkert sem bendir til að neinar breytingar verði gerðar innan Arion banka og Íslands banka, og það skal enginn halda, að margir þar innan dyra eigi ekki það skilið að fjúka.
  • Að auki, að meðan sú staða viðhelst:
  1. Leggja þeir aðilar sem menn vonast eftir að verði eigendur, ekki frekara fé til Arion banka og Íslands banka.
  2. Eins og sést að ofan, þá eru þeir ekki heldur, að skipta sér af starfsemi Arion banka og Íslands banka, hafa enda engan rétt til þess, en slíkra afskipta er sannarlega þörf.
  3. Á meðan, verður ekki af því, að erlendir eigendur, endurskipuleggji starfsemi Arion banka og Íslands banka, og búi tíl raunverulega trausta banka með trúverðuga starfshætti.
  4. En, það var einmitt þ.s. margir vonuðust eftir, að aðkoma erlendra banka, leiddi til.
En, meðan limbóið viðhelst, er þessum bönkum stjórnað af skilanefndunum, sem eru starfsmenn Fjármálaeftirlitsins, sem er ein af stofnunum íslenskra stjórnvalda - ergo, undir hæl ríkisstjórnarinnar í reynd.

 

Svona er þetta! Arion banki og Íslands banki, eru eign -           þrotabúa Kaupþings banka og Glitnis:
Það þíðir þó ekki, að þeir þúsundir kröfuhafa, sem eiga kröfu í hinar ímsu eignir, þrotabúa Glitni og Kaupþings, séu allir jafnir. Sumir, eru jafnari en aðrir.

  • En, nokkrir stórir erlendir bankar, sem eiga stærstu kröfurnar, þeirra hagsmunir eru það stórir, að skilanefndirnar tóku á sínum tíma ákvörðun um, að taka ekki stórar ákvarðanir, án þess að hafa einhvers konar, þeirra samþykki.
  • Þetta snýst ekki um formlega lagalega stöðu, þ.s. frá sjónarhóli laga og réttar, hafa þeir engan rétt umfram þá sem eiga miklu mun smærri kröfur.
  • En, þ.s. ég á við, er að stærð krafna eins og sér, hefði veitt þeim veruleg áhrif á ferlið, hvort sem er - þó svo þeir geti ekki talist, eigendur með lagaformlegum hætti - eins og orðræðan hérlendis, gæti vill fyrir fólki um.
  • En, í sumum tilvikum, getur ástandið verið þannig, að stór aðili, sem á 1. rétt í kröfu, að flest bendi til, að sá taki svo mikið til sín, að lítið verði eftir fyrir kröfu 2., 3, o.s.frv. Þannig, að líta má á viðkomandi, sem raun-eiganda í slíku tilviki, þ.s. staða viðkomandi sem kröfuhafa er svo mikið sterkari en annarra í þá tilteknu eign. En, samt sem áður, hefur viðkomandi ekki aðgang að þeirri eign, meðan hún sytur í þrotabúi, verður að sæta því að vera með réttarstöðu kröfuhafa eins og hver annar, þannig að eignin lúti stjórn skilanefndar, þar til gengið hefur verið frá öllum vafa-atriðum, um kröfur almennt, þar með talið dómsmálum vegna kröfuhafa sem telja á rétt sinn gengið. En, ekki fyrr, en því öllu er likið, fær viðkomandi tækifæri til að leysa þá eign til sín, þegar formleg sala fer fram. Ekki er hægt að tímasetja, hvenær sú sala fer fram. Sennilega ekki á næsta ári - þ.s. svona ferli tekur tíma.
  • Skilanefndirnar, tóku með öðrum orðum, einfaldlega þann pól í hæðina, frá upphafi. Að, innvikla þessa stærstu kröfuhafa inn í ferlið, hafa þá alltaf með í ráðum.
  • Sennilega hefur verið, ákveðin skynsemi í þeirri ákvörðun. 
  • Þegar, skilanefndir Kaupþings og Glitnis, gerðu samkomulag við ríkisstjórnina, á síðasta ári. Um að þrotabú Kaupþings og Glitnis, tæki aftur yfir endurreista banka - Arion banka og Íslands banka; þá hefur sú aðgerð mjög sennilega verið hrint í framkvæmd í samráði við stæðrstu kröfuhafa.
  • Ástæða þess, að það hlítur að vera svo, er að ríkið fékk greiðslu. Hana hefur ekki verið hægt að inna af hendi, án almenns samkomulags við kröfuhafa, þ.s. fjármagn verður ekki tekið úr þrotabúi nema með skriflegri heimild allra kröfuhafa.

 

Niðurstaða:

Staða Arion banka og Íslands banka, er miklu mun óskýrari, en ríkisstjórnin hefur viljað láta.

En, þ.s. mér kemur á óvart, er hve gríðarlega margir taka beint undir með ríkisstjórninni. Jafnvel í þetta sinn, stjórnar andstaðan.

En, eins og ég hef útskýrt, er ekkert klárt með stöðu þessara tveggja banka annað en það, að staða þeirra er mjög óljós.

  • En, klárlega að svo lengi, sem staða þeirra er í limbói, og þeir sem aðilar vonast eftir, að verði á endanum raunverulega eigendur þeirra, hafa ekki enn þá réttarstöðu og þar með umsýsluréttindi og skildur eigenda.
  • Þá, leiðir beint af því, að þeir hafa engar skuldbindingar gagnvart þeim bönkum.
  • Það sem ég á við, er að ekkert hindrar þá í því, að hlaupa frá öllu saman, hvenær sem þeim sýnist svo - þá, vísa ég til þess samkomulags, sem sennilega er fyrir hendi við þá skilanefnd sem á í hlut, bundið mörgum skilyrðum, þau skilyrði sem ég þekki ekki. En, eðli máls skv. þá, miðað við hve óvissa um framvindu mála er mikil, tel ég ólíklegt annað, en að þessi aðilar, hafi gengið frá málum með þeim hætti, að þeir geta farið ef þeir fara vilja.
  • Þ.s. þessir samingar eru ekki opinber plögg, veit almenningur ekki neitt í raun og veru.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dingli

Góð pæling hjá þér eins og ævinlega.

En eru kröfuhafar ekki sífellt að versla með sínar kröfur. Selja hvor öðrum eða áhættusjóðum? Kröfuhafar morgundagsins geti því verið aðrir en þeir voru í dag.

Dingli, 21.4.2010 kl. 23:34

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og án þess að ég hafi nú lesið mig vamdlega í gegn um þessa færslu þá sýnist mér að þessi niðurstaða sé einhvern veginn ámóta og þú lýsir henni.

Og þá hlýtur að verða spurt: Um hvað eru viðskiptaráherra og ríkisstjórn að geipa og getur verið að skilanefndirnar hafi haft óbundnar hendur um laun og árangur?

Það er sú niðurstaða sem ég komst að fyrir löngu og jafnframt það að með því að fela þessum skilanefndum að vinna þetta á eigin forsendum hafi pólitíkusum þótt eins og fargi væri af þeim létt.

Árni Gunnarsson, 22.4.2010 kl. 11:25

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Já - Árni - þ.e. dálitil árátta, að fela öðrum að leisa málið.

Bankarnir, eiga sjálfir að leisa úr skuldavanda almennings og fyrirtækja, jafnvel þó þar innan dyra sytji nánast allir þeir hinir sömu, og tóku þátt í hrunvegferð hrunbankanna. 

Vantraust, er náttúrulega á mjög háu stigi, gagnvart því fólki. En, maður veltir einnig fyrir sér, þeim gríðarlegu völdum, sem þeim er þannig falið. En, bankarnir eru núna, að setja heimilum lífsreglurnar og á sama tíma stórum hluta atvinnulífsins.

Getur maður treyst því, að sama fólkið og áður misnotaði aðstöðu sína, muni alls ekki gera svo í dag?

-----------------------------------

Ég hefði kosið, að óháð ríkisstofnun, sambærilegri þeirri sem Roosewelt forseti setti á fót á sínum tíma, hefði verið búin til. En, þá á ég við eina stofnun, sem hefði tekið einfaldlega yfir skuldir heimila í vandræðum, á sama tíma og sú stofnun eignast húsnæðið. Á móti, er reiknuð einhver sanngjörn leiga. Síðan eftir nokkur ár, er viðkomandi fyrri eigendum, gefinn kostur á að kaupa húsnæðið aftur til baka.

Ég hefði einnig kosið, að óháð sameignileg umsýslustofnun, hefði verið stofnuð fyrir skuldir fyrirtækja. Hún, hefði virkað með svipuðum hætti. En, ráðgjafi ríkisstjórnarinnar, þ.e. norskur ráðgjafi, lagði það til. En, slíkt var gert eftir bankahrunið í Svíþjóð, á 10. áratugnum, og virkaði þar vel.

Ég veit ekki, af hverju þessum 2. góðu fordæmum var ekki fylgt.

En, ég hef veitt því athygli, að bankamenn virðast hafa gríðarleg áhrif innan ríkisstjórnarinnar, 3 ráðgjafar eru fyrrum starfsmenn Landsbanka. Þeir, hafa væntanlega, ráðlagt þær aðgerðir, sem nú er fylgt. En, það beinir aftur sjónum að miklum áhrifum bankamana, hérlendis.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.4.2010 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband