Var Þingvallastjórnin, á launum frá eigendum bankanna, þannig að eigendur bankanna hafi í reynd stjórnað landinu?

Það hefur komið enn betur en áður í ljós, hverju gersamlega duglaus Þingvallastjórnin var, þá 18 mánuði cirka sem hún var við völd.

 

Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar, kemur fram að:

  • í apríl 2008, var gerð atlaga að Icesave reikningum í bretlandi, þ.e. svokallað "run" þ.s. margir taka út af sínum reikningum. Þetta var alvarleg aðvörun.
  • Bresk stjórnvöld, buðu íslenskum upp á, að færa Icesave reikninga yfir í breska lögsögu. Til þess að svo yrði, settu þó bresk stjórnvöld skilyrði - m.a. um aukið eiginfjárhlutfall bankans í Bretlandi, sem var í eigu Landsbankans, og Icesave reikningarnir myndu þá verða settir undir. Þetta hefði kostað töluvert fé, en í staðinn hefði sparað tjón af milliríkjadeilu - og - tjón vegna hryðjuverkalaga.
  • Síðan, fór Icesave í Hollandi, ekki af stað fyrr en í maí 2008. Þ.e. eiginlega það óskiljanlegasta af öllu óskiljanlegu, það skuli hafa verið heimilað. Áhugavert er að frönsk stjv. komu víst í veg fyrir að sambærilegir reikningar væru stofnaðir þar í landi.
  • En, Landsbankinn, var víst með í skoðun opnun reikninga sambærilega við Icesave, víðsvegar um Evrópu.
Í stað þess að bregðast við aðvörunum, og gera eitthvað í málinu - þá notuðu Solla og Geiri hverja utanlandsferð, er þau fóru í - lokamánuðina fyrir hrun, til að koma því á framfæri, að íslenska bankakerfið væri sterkt - ekki væri ástæða að óttast hrun - allt væri í lukkunar velstandi.

  • Þetta gengur nefnilega mun lengra en getuleysi.
  • En, með þessum yfirlísingum stórsköðuðu þau orðstír landsins, og gerðu stjórnvöld ekki bara ómarktæk í augum landsmanna, heldur einnig fyrirlitleg í augum útlendinga.
  • En vísbendingar hafa komið fram um, að aðgerðir breskra stjórnvalda, - svokölluð hryðjuverkalög, hafi beinlínis verið sett, til að refsa ísl. stjórnvöldum, en bresk stjv. vöru eðlilega mjög óánægð, með viðbrögð ísl. stjv.
  • Þannig, að hegðun talsmanna ríkisstjórnarinnar, mánuðina fyrir hrun, var beinlínis skemmdarverk gagnvart ísl. þjóð.
  • Geiri og Solla, ásamt öðrum ráðherrum, hefðu ekki getað hagað sér, meira nákvæmlega samkvæmt hagsmunum og vilja, eigenda bankanna - en, ef þau hefðu beinlínis verið starfsmenn á launum.


Nú, voru þau það?
  • Hegðun þeirra gengur gegn hagsmunum þeirra sjáfra sem stjórnenda, sem er að standa sig nægilega vel til að þau verði kosin aftur.
  • Aftur á móti, var sú hegðun í fullkomnu samræmi, við stundarhagsmuni eigenda íslensku bankanna.
  • Við vitum, að - Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylking - höfðu fengið rífleg fjárframlög frá eigendum bankanna. Þ.e. Sjálfstæðisfl. mest, síðan Samfylking og svo Framsókn.

Ef við gerum því skóna, að Solla og Geiri, hafi raunverulega verið á launaskrá hjá eigendum bankanna, þá er spurningin um hvar þeir leynireikningar eru?

Það var áhugaverð frétt í gær, ein af þeim sem vakti sennilega tiltölulega litla athygli, en það var þessi:

„Gervimaður í útlöndum“ fær arð

Á árunum 2006-2008 námu arðgreiðslur til gervimanns í útlöndum 5,5 milljörðum. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að „gervimaður útlönd" séu óþekktir eigendur erlendis.

Í skýrslunni segir að gervimaður í útlöndum hafi, samkvæmt opinberum gögnum, ekki þegið neinar arðgreiðslur fyrr en 2006. Það ár voru skil á hlutafjármiðum gerð að fullu rafræn og því ekki lengur hægt að skila inn auðum kennitölum eða kennitölum sem eru ekki til á hlutafjármiðum.

Stærsti hlutur arðgreiðslunnar til Gervimanns útlanda er vegna eignar hans í Kaupþingi, en meðal fyrirtækja sem einnig greiða arðs til gervimanns í útlöndum er Ístak, Milestone, Straumur, Leikhúsmungúllinn, Danfoss, Hamiðjan og B&L. Listi yfir arðgreiðslurnar er birtur á bls. 79 í níunda bindi skýrslunnar.

 

Mér si-svona, flaug í hug, hvort þarna væri kominn nokkurs konar "slush fund" sem notaður hafi verið, til að fjármagna mútur.

  • Meira en nægir peningar. 
  • En, óþekktir fjárfestar, þeir geta náttúrulega orðið að hverjum sem er.

 

Athugasemdir eru velkomnar.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áttu ekki við Þingvallastjórnina?

Viðeyjarstjórnin var ríkisstjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks sem var mynduð 1991 og var fyrsta ráðuneyti Davíðs Oddssonar.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 20:27

2 Smámynd: Skarfurinn

Einar Björn póstmaður ertu orðinn kexruglaður eða hvað, eða allavegana með skammtímaminni ekki ertu það ungur. Viðeyjarstjórnin var með Davíð og Jón Baldvin sem aðalmenn.

Skarfurinn, 13.4.2010 kl. 21:46

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Afsakið ruglið - smá heilabilun, sem kom upp, þegar ég skrifaði þetta með hraði.

Að sjálfsögðu var Viðeyjarstjórnin, fyrsta ríkisstjórn DO ásamt JB.

En, ríkisstjórn Sollu og Geira, var kölluð - Þingvallastj.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.4.2010 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband