12.4.2010 | 02:25
Hvernig stríðið í Írak, og Afghanistan, veikir stöðu Bandaríkjanna!
Eins og margir vita, er nokkuð löng saga á bakvið þá atburðarás, sem leiddi til innrásar Bandaríkjamanna í Írak, 24. febrúar 2003.
Fyrir áhugasama, bendi ég á fræga skýrslu, sem var unnin af svokölluðu "Iraqi Perspectives Project" en það var rannsóknarhópur, sem skipaður var af ríkisstjórn Bandar. eftir að innrásin 2003 var gengin um garð, og fékk sá starfshópur það hlutverk að yfirheyra starfsmenn ríkisstjórnar Saddams, í því skyni að komast að því, hvað ríkisstjórn Íraks var að hugsa mánuðina og árin fyrir endalok hennar. Þetta plagg er áhugavert, þ.s. það sýnir hve langt genginn hann Saddam Hussain var orðinn, ein einnig - hve veik ríkisstjórn hans var orðin, áður en Bush yngri lét til skarar skríða:
Saddam Hussain
Saddam Hussain komst til valda í Írak, 1979 - en, allan 7. áratuginn virðist hann hafa verið mjög vaxandi áhrifamaður innan ríkisstjórnar Íraks þess tíma, og á fyrri hluta ferils síns, þá var hann einkum að því er virðist þekktur fyrir, framkvæmdasemi í því markmiði að gera Írak að nútímalegu þróuðu ríki. En, komið var á velferðarkerfi, nútímalegu menntakerfi, vegakerfi stórbætt, herinn nútímavæddur, o.s.frv. Þegar hann komst til valda, virðist hann hafa verið vinsæll.
Svo virðist sem, að hann hafi viðhaldið vinsamlegum samskiptum við Bandaríkin, árin sem hann var ráðherra í ríkisstjórn Íraks, áður en hann varð sjálfur forseti. Síðan, þegar byltingin var í Íran, 1979 þá er engin leið að vita hvað gekk á - á bakvið tjöldin, þ.e. vel hugsanlegt að bandr. hafi hvatt hann til þess, að gera innrás. En, stríðið hófst með árásum Írakshers 22. september 1980, og lauk ekki fyrr en 20. ágúst 1988.
Áhugavert, er að gas-árásin alræmda á kúrdíska bæjinn Halabaja átti sér stað 16. mars 1988. Þessi árás olli vissum straumhvörfum, um það hvernig almenningur á vesturlöndum, leit á Saddam Hussain og hans ríkisstjórn - en, myndir af dánum mæðrum og börnum, á götum þar ásamt árásum Írakshers á kúrdíska flóttamenn, á flótta þeirra í átt að landamærum Tyrklands - olli algerum umskiptum hvað varðar fjölmiðlaímynd Saddam Hussains á vesturlöndum.
En, lengst af meðan stríðið við Íran stóð yfir, var hann litinn fremur jákvæðum augum, þ.s. Írak var séð sem nokkurs konar brjóstvörn gegn brjáluðum boðskað Khomenei erkiklerks af Íran. En, alla tíð síðan Halabaja og kúrdísku flóttamanna krísunni, þá var það harðstjórinn Saddam.
Meðan á Írakstríðinu stóð, hafði Saddam Hussain, leikið þann leik að þiggja bæði í senn, hernaðaraðstoð og peninga, frá Bandaríkjamönnum og Sovétríkjunum. Þannig, að það voru ekki einungis bandar. hernaðarráðgjafar, heldur einnig sovéskir, starfandi í Írak, meðan stríðið við Íran stóð yfir. Svo mikil var aðstoð bandar. mann við Írak, að einungis Ísrael fékk meiri peninga frá þeim, á 9. áratugnum. En, samt sem áður, eins og síðar kom fram, var megnið af hergögnum Írakshers, frá Sovétríkjunum. Þ.e. eins og, hann hafi verið að láta risaveldin 2. keppa um hans velvilja, á meðan hann naut aðstoðar beggja.
Átök við Bandaríkjamenn
En, að afloknu stríðinu við Íran, þá upphófust ífingar með Kuwait. En, Kuwait hafði lánað honum pening, og emírinn þar neitaði að gefa skuldina eftir, þó Saddam heimtaði slíka eftirgjöf. Síðan, þegar Saddam fór fram á, að OPEC minnkaði olíuframleiðslu til að hækka olíuverð, þá stóð emírinn af Kuvait einnig gegn því. En, eftir stríðið, þrátt fyrir mikla aðstoð, var Írak skuldum vafið.
Þann 25. júlí 1990 átti Saddam fund með sendiherra Bandaríkjanna í Írak, þ.s.skilaboð ríkisstjórnar Bandar. voru kynnt fyrir Saddam Hussain.
- Þessi fundur hefur síðar orðið mjög umdeildur - en margir halda því beinlínis fram, að Bandar. hafi gefið Saddam grænt ljós á innrás. Ákveðin samsæriskenning nýtur vinsælda í dag, þ.s. því er einmitt haldið blákalt fram. En, skv. þeirri kenningu, þá lá bakvið því bandar. samsæri um, að komast yfir olíulindir Íraks.
- Ef við sleppum því að taka undir slík samsærissjónarmið. Þá, annað af tvennu taldi Saddam að Bandaríkin myndu umbera þá útkomu að Kuvait væri þurrkað út af landakortinu, eða þá að hann hreinlega misskildi skilaboð þau er hann fékk sem heimild til innrásar.
- Hið minnsta virðast skilaboðin hafa verið veiklega orður - eitthvað á þá leið, að Bandaríkin vildu ekki blanda sér í þá deilu er ætti sér stað, en að ríkisstjórn bandar. óskaði eftir því, að ágreiningur væri leystur án ofbeldis. Ef, skilaboðin voru raunverulega e-h á þá leið, þá má vera að Saddam hafi einfaldlega lesið á milli þeirra lína e-h sem ríkisstjórn Bandar. raunverulega ætlaði sér alls ekki að gefa í skyn.
Hvað síðan gerðist er vel þekkt, þ.e. innrás Írakshers hóst 2. ágúst 1990 og í febrúar 1991 hratt Bandaríkjaher íraska hernum á flótta úr Kuvait, undir fána Sameinuðu Þjóðanna - ásamt bandamönnum frá Frakklandi, þýskalandi, Bretlandi auk nokkurs fjölda hermanna frá Egyptalandi, Saudi Arabíu jafnvel Sýrlandi.
Þ.e. einmitt áhugverður munurinn á því bandalagi, sem Bush eldri safnaði 1991 og svokölluðu "coalition of the willing" sem Bush yngri sankaði að sér, til innrásar í Írak, árið 2003. Sem sagt, hvorki Frakkar né Þjóðverjar - og að auki, enginn hermaður frá öðru Arabalandi.
Bush yngri og Ný-Íhaldsmenn
- En, eftir stríðið 1991, þá var sú staðreynd að herinn hvar hvaddur heim án þess, að hrekja Saddam frá völdum, mjög gangrýnd innan Bandar. á meðal viss harðs kjarna Bandar. hægrimanna.
- Þessi gagnrýni gaus upp, mjög fljótt í kjölfarið. En, í frægri varnarræðu, um þess ákvörðun sína, sagði Bush eldri e-h á þá leið, að ef ákveðið hefði verið, að halda áfram inn í Írak, til að steypa Saddam af stóli, þá hefði Bandar. lent í því að verða að stjórna Íraq, og því myndi fylgja "open ended committment". Reyndar lét Colin Powell, áður en hann hætti sem yfirmaður herafla Bandar. gera skýrslu, um það hvað líklega myndi hafa gerst, ef ákvörðun um að steypa Saddam, hefði þá verið tekin. Þetta er áhugavert, vegna þess að í þeirri skýrslu er spá um líklega atburðarás, - sem um margt má segja að hafi síðar meir ræst.
- Svokallaðir Ný-Íhaldsmenn "Neo-Convervatives" spruttu upp í ríkisstjórnartíð Clintons, og þeir voru m.a. þeirrar skoðunar, að Bush eldri hefði átt að steypa Saddam 1991. Þessi staðreynd er áhugaverð, þ.s. þeir spretta einmitt upp á meðal bandar. Repúblikana, er voru óánægðir með endalok atburðarásinnar 1991. Þeir söfnuðu einnig í kringum sig fólki, sem var óánægt með þ.s. þeir sáu sem veikingu Bandar. í ríkisstjórnartíð Clintons. En, Clintön skar nokkuð niður hernaðarútgjöld, minnkaði herinn.
- Þeirra "think tank" "Project for the New American Century" eins og stofnunin var kölluð, hefur síðan orðið nokkuð alræmd í huga margra. 1998 sendur þeir Clinton áskorun, um að gera innrás í Írak. Árið 2000 sendu þeir frá sér skýrslu um, hvernig þeir vildu endurskapa styrk Bandaríkjanna. Sú skýrsla er áhugaverð, vegna þess að þar koma fram margar þeirra hugmynda, sem Donal Rumsfeld reyndi að innleiða síðar, þegar hann varð varnarmálaráðherra Banraríkjanna. En, síðar meir hafa þær verið mjög gagnrýndar, m.a. nútímavæðingar áhersla þeirra á hátæknivopn, í stað eldri vopnakerfa eins og t.d. skriðdreka, og áhersla á sérsveitir. Í dag, er enn rekinn svokölluð "American Enterprise Institute for Public Policy Research" af Ný-Íhaldsmönnum, einna þekktastur þeirra fyrir utan þá sem voru starfsmenn ríkisstjórnar Bush yngra, er Robert Kagan.
- Ný-Íhaldsmenn, voru fyrir sitt leiti búnir að afgreiða út af borðinu, skýrsluna frægi sem Powell lét gera í sinni tíð. Þannig, virðist hún alveg hafa verið sett til hliðar, þegar þeir síðar meir fengu stóra tækifærið sitt.
Þegar Bush yngri komst til valda, í upphafi árs 2001, þá tók hann fljótt upp sum af hugðarefnum Ný-Íhaldsmanna, þ.e. fé var sett í svokallað "National Missile Defence System" og gömlum samningi sem bannaði slík kerfi, sagt upp. Sú, ákvörðun fékk umtalsverða gagnrýni, frá Frakklandi og Þýskalandi. Einnig hækkaði hann hernaðarútgjöld. En, hann virtist ekki framan af sýna málefnum Írak mikinn áhuga, en svokallaður 9-11 atburður, sett síðan allt á annan endann í Bandaríkjunum.
Eftir 9-11 atburðinn
11. september 2001, var gerð fræg árás, þ.s. 2 fullhlöðnum farþegavélum var flogið á World-Trade Center bygginguna frægu, og turnarni 2 eins felldir. Önnu flugvél flaug á Pentagon. Sú fjórða flaug í jörðina.
Þessi atburður setti allt á annan endann í Bandaríkjunum, og þaðan í frá, leit Bush yngri á sig sem stríðsforseta. Svokallað "War against terror" var yfirlíst, og ráðist var gegn al-Qaeta liðum, sem talið er af langflestum að hafi skipulagt árásirnar á turnana 2, í Afghanistan. Ríkisstjórn Talibana steypt af stóli í Afghanistan. Í janúar 2002 hélt Bush sína frægu "Axis of evil" ræðu, þ.s. hann talaði um að N-Kórea, Íran og Írak mynduði hið ílla bandalag. Þá nefndi hann fyrst þ.s. möguleika, að Bandar. myndu steypa ríkisstjórn Saddam Husain, og þar kom fram ásökunin um að Saddam væri hættulegur vegna þess að hann réði yfir "Weapons of Mass Destruction" (WMDs), og væri að leitast við að þróa eða komast yfir hættulegri slík, þ.e. kjarnavopn.
20. mars 2003 réðst svo bandar. herinn inn í Írak, og 3. vikum síðan var ríkisstjórn Saddams öll, en sjálfur var hann ekki handtekinn fyrr en í desember 2003.
Ég ætla að láta þekktar samsæriskenningar um stríðið liggja á milli hluta. En, nokkur atriði eru þó lítt umdeild:
- Ný-Íhaldsmenn, töldu að með stríðinu, myndu bandar. sýna heiminum mátt sinn og megin, og ef allt myndi ganga þeim í haginn, þá myndu bandar. þaðan í frá, drottna yfir heiminum - og geta farið sínu fram.
- En, ef bandar. myndu vinna, en eftir umtalsverða erfiðleika, þá myndu skilaboðin verða veikari, og staða bandar. myndi ekki styrkjast með eins sannfærandi hætti.
- En, ef bandar. töpuðu í Írak, myndi það leiða til alvarlegrar veikingar stöðu bandar. í heiminum.
Þetta var þ.s. Kagan sagði sjálfur, í frægu blaðaviðtali við Harets í Ísrael rétt eftir að innrásin hófst, en bardagar við her Saddams stóðu enn yfir.
Hver er útkoman af stríðinu í Írak og Afghanistan?
Það verður vart á móti mælt, að staða bandar. hefur veikst, þá einmitt vegna stríðsins í Írak.
Eins og flestir vita, þá átti sér stað alveg ótrúleg runa mistaka, þegar í kjölfarið á innrásinni.
- Það var eins og ekki hefðir verið framkvæmdur nokkur hinn minnsti undirbúningur undir þ.s. við myndi taka, eftir að búið væri að steypa Saddam. Samt var sá partur einmitt lykilpartur þess, hvort heildardæmið myndi skila árangir eða ekki.
- Eins og margir vöruðu við sem hugsanlegri hættu, þá hófst skæruliðastríð gegn hersetu Bandar. í Írak, nokkrum mánuðum eftir innrás.
- Fyrstu 4. árin í kjölfarið snerust um það, að Bandar.menn smám saman, lærðu hvað ekki á að gera, nánast með því að framkvæma öll slík mistök í bókinni, og síðan að læra að framkvæma þau ekki aftur.
- Síðan má segja, að seinna kjörtímabilið hans Bush yngra, hafi farið í að reyna að láta Írak ganga upp, þrátt fyrir mistakarunu fyrra kjörtímabils.
- Í sem fæstum orðum, má segja að þegar Obama tekur við, í upphaf árs 2009 - hafi verið búið að koma hlutum innan Íraks í það skársta far, sem sennilega er mögulegt, úr því sem komið er.
- Varla þarf að taka fram, að óskaplegum upphæðum hefur verið sóað. Að auki, að a.m.k. 2 milljónir Íraka, hafa þurft að flytjast búferlum innan Íraks, af völdum borgarastríðsins sem stóð yfir, á milli Shíta og Súnníta, þegar útlitið varð hvað svartast. Mannfall, er sennilega í heildina e-h yfir 100 þúsund.
- Í Afghanistan, hefur hreyfingu Talibana aftur vaxið ásmegin, og - en, margir telja að ef ekki hefði verið farið inn í Írak, þess í stað fókusað á að klára Afghanistan, hefði verið núna búið að klára það stríð.
- Þetta var m.a. yfirlíst skoðun Obama, í kosningabaráttunni, þ.s. hann talaði um Írak sem ranga stríðið, að stríðið gegn hryðjuverkum stæði yfir í Afghanistan. Þar væri Osama Bin Laden, og hann væri enn laus.
- Þ.e. því alveg í samræmi við hans yfirlísingar, að nú sé sjónum á ný beint að Afghanistan, her fluttur þaðan frá Írak, reynt að klára það stríð með einhvers konar sigri.
Spurningin er þá - hvað er sigur?
- Núverandi hugmynd virðist vera, að framkvæma eina stóra sókn gegn Talibönum, nú í gangi - og, veikja stöðu þeirra innan Afghanistan.
- Á sama tíma, séu innviðir Afghanistan ásamt her þess styrktir.
- Svo virðist vonin vera, að eftir það, muni ríkisstjórn Afghanistan geta haldið velli á eigin rammleik. Þ.e. að bandar. herinn verði kvaddur heim.
- Það verður að segjast eins og er, að mjög margt getur farið á annan veg.
- Talibanar vita, að kaninn vill fara.
- Þannig, vita þeir, að þeir þurfa ekki að vinna hernaðrarlegan sigur, heldur eingöngu að halda velli, þangað til kaninn fer.
- Ég er mjög efins, að það takist, að gera ríkisstjórn Afghanistan nægilega sterka úr garði, svo hún ráði við það verkefni, að berjast seinna meir við Talibana, einsömul.
Þetta á allt eftir að koma í ljós. En, fleiri vandamál eru í gangi.
- Sú staðreynd að bandar. herinn hefur verið bundinn í báða skó, síðan 2003 - er sjálfstætt vandamál fyrir Bandaríkin - og ekki er enn vitað hvenær hann losnar.
- Málið, er að þá er ekki hægt að beita honum annars staðar.
- Þetta hafa aðrir verið að notfæra sér.
- Rússar hefðu ekki þorað að ráðast á Georgíu, ef þeir hefðu ekki vitað að bandar. herinn var upptekinn, þannig að ekki væri hægt að senda her til að aðstoða Georgíu.
- Rússar eru enn að notfæra sér ástandið, þ.e. með því að setja þumalskrúfurnar á ríki Mið-Asíu. Þannig, að efla eigið veldi.
- Íran, veit vel, að bandar. hafa ekki herstyrk, til innrásar í Íran, á sama tíma og þeir eru enn með stórstríð í gangi annars staðar.
- Þannig, að þeir hafa fram að þessu, komist upp með, að halda áfram að vinna svokallað hreinsað úran -"enriched uranium".
Þannig hafa bæði í senn Rússar og Íranar, komist upp með margt sem þeir sennilega hefðu ekki komist upp með, ef her bandar.m. hefði ekki verið bundinn í báða skó.
Svo lengi sem það ástand helst, er ekki annað að sjá, en svo muni mál áfram standa.
Það má því velta fyrir sér, hvort ekki muni fara svo, að seinni tíma menn - muni koma til með að sjá, seinna stríð bandar.m. í Írak og núverandi áframhalds stríð í Afghanistan, sem meiriháttar strategísk mistök.
- Bandaríkin eru í reynd búin að fórna Georgíu og þar með einnig Azerbadijan.
- En, Georgia er á strönd Svarta hafs en Azerbadijan á strönd Kaspíahafs, og samanlagt mynda þau hliða að auðlyndum Mið Asíu.
- En, handan Kaspíahafsins liggja öll olíu og gasauðugu Mið-Asíuríkin.
Punkturinn er sá, að án áhrifa þarna í gegn, eru Mið-Asíuríkin leiksoppar:
- Rússa.
- Kínverja.
Það þarf varla að taka fram, að í beinni samkeppni við Kína, sem nú virðist vera að fara í fullan gang, er erfitt að sjá að Rússar muni lengi geta staðið í hárinu á Kína, sem stefnir í að verða öflugasta ríki heim, seinna á þessari öld.
En, ef bandar. hefðu ekki verið upptekin í Írak og Afghanistan, hefðu þau getað komið í veg fyrir árás Rússa á Georgíu, og hefðu þar með getað tryggt áhrif vesturvelda á því svæði, sem í dag eru nú á hröðu undanhaldi.
Útkoman er því, langlíklegat - að á endanum sitji Kína eftir með pálmann í höndunum.
En, ég held, að það sé ekkert land, sem meira komi til með að græða á þessu öllu, en einmitt Kína - þ.e. á því að bandar. veikja sjálf sig.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er nú eitthvað 15 þúsund ára gamalt og ofurnýtt trix að klína sökum á andstæðinginn til að fá afsökun til að ráðast á hann og þegar um er að ræða sjúklega raðlygara í eigu fjármagnsaðila eins og ráðamenn í BNA sem fóðra þig á ævintýravitleysu - tja þá þarftu að vera alfarið heiladauður til að gleypa við því. Sem kannski skýrir hvers vegna herskarar vitleysinga gleyptu hér heima við góðærisáróðri ódýrra pólitískra hóra í boði fjármagnsaðila sem þurftu tíma til að stela landinu og flytja það út. Bandarískar samhórur hérlendra kollega sinna hafa alveg skilað sínu nema þær hafa getað haldið úti kostnaðarsömu herveldi en draslið hér heima hefur bara getað dreymt um "uppbygginguna í Írak".
Baldur Fjölnisson, 12.4.2010 kl. 21:05
Mikill og fróðlegur pistill. Smá athugasemd til að byrja með. Það voru Georgíu menn sem réðust á Rússa. Hversvegna þeir lögðu í það feigðarflan er illskiljanlegt, nema þeim hafi verið att á foræðið af "öflum" sem ekki reiknuðu með að Rússar brygðust við af fullri hörku.
Dingli, 13.4.2010 kl. 04:03
Þeir réðust í strangasta skilningi ekki á Rússa, heldur á hérað sem í ströngum skilningi, tilheyrir þeim.
En, það var að sjálfsögðu vitað, að Rússar myndu bregðast við.
En, sú kenning hefur heyrst, að Rússneskir leyniþjónustumenn, starfandi innan Gergísku ríkisstjórnarinnar, hafi matað stjórnvöld þar af misvísandi upplýsingum - beinlínis narrað forseta Georgíu.
Ég get keypt þetta, vegna þess, að einungis Rússar græddu á útkomunni.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 13.4.2010 kl. 14:30
Það var léttvopnað Rússneskt "friðargæslulið" sem gætti landamæra Georgíu og Suður- Ossetíu. Vélasveitir Georgíu hreinlega slátruðu þessum mönnum sem höfðu engan búnað til að verjast slíkri árás. Þess vegna sagði ég Georgíu hafa ráðist á Rússa.
Sú kenning að Rússar hafi sjálfir tælt Georgíu til þessa glapræðis er eins góð eða vond og hver önnur (finnst þó ólíklegt að þeir hafi þá ekki forðað gæsluliði sínu) því mér er óskiljanlegt hvernig ráðamenn lítils ríkis láta það svo mikið sem hvarla að sér að ráðast á Rússa.
Að Rússar þyrðu ekki að beita sér gegn Georgíu í deilunni um S-Ossetíu og Abkasíu ef BNA væru ekki bundnir í báða skó, finnst mér í raun fráleit ályktun. Georgía tilheyrði Sovétinu og Rússar telja þetta sitt svæði, þrátt fyrir að Georgía og Azerbadijan séu orðin sjálfstæð ríki.
Að þeir gefi frá sér Kaspíahafs- Svartahafs leiðina til vesturveldanna eða annarra er ekki til í þeirra kortum. Og að BNA&Co. leggi í stórátök við Rússa á þeirra heimavelli er útilokað.
Sögu og samsæriskenningar um fall turnana og olíustríð verða að bíða.
Dingli, 13.4.2010 kl. 16:58
Já en Dingli þú virðist sjálfur trúa hlægilega vitlausri samsæriskenningu (frá aðilum sem hafa ekki sagt satt um nokkurn skapaðan hlut EVER) um einhverja nítján araba undir stjórn einhvers gaurs með fartölvu í helli sem fengu bandar. herveldið til að heiladrepast á meðan þeir notuðu 150 tonna þotur til að láta 500 þúsund tonna rammgerða turna hrynja í gegnum sjálfa sig í duft í frjálsu falli án teljandi viðnáms. Komonn, þetta er 21sta öldin, þú getur ekki bara hunsað einföldustu náttúrulögmál af einhverjum trúarlegum ástæðum, tala nú ekki um ef trúin á að byggjast á langsiðvilltu raðlygaradrasli.
Baldur Fjölnisson, 13.4.2010 kl. 20:00
Baldur, annaðhvort fæddist ég gallaður eða hef misst glóruna með öðrum hætti, því ég trúi engu. Ef hægt er að sanna það stærðfræðilega eða ég sjái það með eigin augum og helst þreifað á því, læt ég þó sannfærast.
Langsiðvilltu raðlygaradrasli (átt sennilega við heimspressuna svokölluðu) hef ég aldrei trúað nema rétt mátulega - stundum.
Trúarlegar ástæður villa mér ekki sýn. Ég trúi ekki á Guð eða guði, stefnur, isma né menn. Neita þó ekki að margt geti verið á sveimi í heimi sem mér er hulið því ég hef ekki forsendur til að segja þá ljúga sem eru annarra skoðunar.
Reyndum háhýsa-sprengi, sem ég sá lýsa og rökstyðja nokkuð vel, að turnarnir gætu ekki hrunið með þessum hætti án þess að sprengiefni hefði verið komið fyrir víðsvegar um burðarvirkið trúi ég ekki alveg, en gef honum þó 40-60 séns.
Að USA hafi hunsað vitneskju um árásina á Perluhöfn til að fá alla þjóðina í stríðið við Japan tel ég svona 50-50.
Án fullrar sönnunar, en hafið yfir skynsamlegan vafa, er Íraksstríð hið síðara, versti stríðsglæpur síðari tíma og þeim ómennum sem hófu það trúi ég meir en vel til að hafa sprengt turna, hafi þeir talið sig geta grætt á því.
Burt séð frá þessu öllu er ég til í að ræða flest frá mörgum hliðum jafnvel þó allar upplýsingar sem ég hef um umræðuefnið séu fjölmiðlalygi.
Dingli, 13.4.2010 kl. 22:48
Takk fyrir skynsamlegt svar Djingli.
Vandamálið með turnana er að orkugeymdin gengur engan veginn upp. Þegar hlutir hrynja til jarðar þá breytist stöðuorka í hreyfiorku. Það kemur ekki teljandi orka önnur í það dæmi. Það getur verið eitthvað smotterí á borð við nokkur tonn af flugvélabensíni en það hefur ekkert að segja þegar um er að ræða 400 metra hátt mannvirki sem er hálf milljón tonna að þyngd. Slík bygging er að sjálfsögðu gífurlega yfirstyrkt að öllu leyti til að hindra eða í versta falli að tefja að aðdráttarafl jarðar geti dregið hana til sín. Þannig að það er ekki snjóboltaséns í helvíti að slík bygging geti fallið í gegnum sjálfa sig í frjálsu falli - án viðnáms frá burðarvirki sem er sérhannað til að hindra eða í versta falli tefja slíkt fall - nema í dæmið sé bætt aukaorku. Þetta er eðlisfræði hvað 103? Ef þú trúir þessum opinberu ævintýrum þá geturðu ekki líka trúað því að fallhlífar virki, þetta er sama prinsippið. Með kveðju, BF.
Baldur Fjölnisson, 13.4.2010 kl. 23:18
Mér er það minnisstætt fyrir níu árum að einhver hálfviti sem kenndi verkfræði við háskólann gleypti strax við þessum opinberu ævintýrum og ber það greinilega vott um svæfandi skólakerfi í boði fjármálaafla sem hafa framleitt gjörónýtt dót sem hefur logið trúgjarna kjána fulla og varla kunnið mikið meira og nú erum við hér að koma af fjöllum í algjörlega lygadrifnu kerfi með allt niður um okkur og viljum samt að því er virðist enn trúa hálfvitalegustu ævintýravitleysunni. Þetta er víst algjör afneitun, þegar hausinn á mömmu dettur niður í súrmjólkurskálina þá er það ekki vegna þess að hún er dauðadrukkin, nei hún er bara svona þreytt.
Baldur Fjölnisson, 13.4.2010 kl. 23:38
Þrátt fyrir að hafa skemmt mér öðru hvoru við grín í besta landi heims (hvað annað) er ég rétt að prófa mig áfram við blog sem þetta. Hef ekkert skrifað af viti, en rifið kjaft víða. Að rekast á athugsemdir þínar og í framhaldinu lesa skrif þín og fá innsýn í súrealískan skilning þinn á hvað sé rétt eða rangt í geðklofa veröld mannheima, hefur endurvakið löngu horfnar hliðtengingar í höfði dingla því er raðtengingin brást við einkavinuvæðingu slokknaði á öllum sellunum samtímis.
Er því miður orðinn svo askoti fullur að ég nenni ekki að pára meir í bili. Það gleður mig þó verulega að kynnast viðhorfum þínum, þar sem viðbrigðin frá þrasi við Villa Ey nafna hans Erni og Jens Val sem trúir því að sannleikurinn allt frá miklakvell sé hans, er munurinn á manni og mús.
Dingli, 14.4.2010 kl. 02:47
Léttvopnað - þ.e. annað en þ.s. ég hef heyrt. En, skv. þeim upplýsingum, þá var þarna um fjölmennt og þrælvopnaðann liðsafla, sem virðist hafa beðið í nálægð við landamærin við Georgíu, eftir því að e-h gerðist.
Þar á meðal, töluverður fjöldi hermanna frá Checheníu, - en, þó það land sé ekki íkja fjarri, væru þeir samt nokkra daga á leiðinni.
----------------------------
Sannarlega voru Rússar, með fámenn lið á sjálfu umdeilda svæðinu. En, herinn sem síðan bar að, var grunsamlega fljótur á vettvang og á sama tíma, grunsamlega fjölmennur. Að auki, var eins og þeir fylgdu fyrirfram undirbúinni og æfðri áætlun.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 14.4.2010 kl. 16:00
Ef ég á að blanda mér í þessa umræðu, þá hef ég aldrei persónulega trúað samsæriskenningum, um að bandaríkjamenn hafi sjálfir sprengt turnana.
Síðan, sé ég ekkert athugavert við þá hugmynd, að þeir falli í u.þ.b. frjálsu falli. En, það að byggingin var rambyggilega byggð, kemur því lítið við.
Þ.s. menn gleyma, er að þegar hlutir byrja að falla þá falla þeir með orkunni, eigin þyngd sinnum fallhraðinn.
Þannig, að höggið sem hver hæð fyrir neðan verður fyrir, er allt draslið sem lendir á henni sinnum fallhraði þess.
Svo þú ert ef til vill, að tala um yfir milljón tonn á fyrsta högg, svo stækkandi eftir því sem meira magn af drasli var að falla.
---------------
---------------
-----------------
Menn, segja oft, að vegna þess, að þeir telja að Bandr.stj. hafi verið vondir menn, þá finnist þeim sennilegt, að þeir hafi verið til í að drepa eigið fólk.
Þetta stenst þó ekki, þ.s. menn gleyma að þessir aðilar eru harðir þjóðernissinnar.
Málið er með ofstækisfulla þjóðernissinna - að þeim fyrst oft allt í lagi, að drepa fólk af öðru þjóðerni en eigin.
Sbr. Serba í Kosovo.
Þeir eru aftur á móti, miklu mun tregari, til að drepa fólk eigin þjóðar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 14.4.2010 kl. 16:13
Ég lærði sjálfur um orkugeymd og stöðuorku og fallorku og annað álíka elementarí þegar ég var níu ára en það er greinilega ekki farið mikið yfir það núna í skólakerfinu, hahaha.
Baldur Fjölnisson, 14.4.2010 kl. 19:53
Mjög
Einar Björn Bjarnason, 15.4.2010 kl. 08:47
Mjög dæmigert fyrir þessa umræðu.
Ha, ha, ha!
Að sjálfsögðu, er bygging að einhverju leiti yfirstyrkt. En, í hvaða margefldi?
Það eru takmörk, þ.s. burðarvirki getur ekki orðið þyngra en svo, að það standi undir sjálfu sér - en eftir allt saman, var þetta frekar há bygging. Þannig, að menn taka eitthvað viðmið, sem gefur einhvern umframstyrk sem talinn er fullnægjandi, miðað við gefnar forsendur.
Viðmiðið var B-707, ef ég man rétt.
Menn þurfa ekki að láta eins og fífl.
En, það eru einkenni þessarrar umræðu, almennt.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 15.4.2010 kl. 08:52
Í N-Ossetíu, þar sem Rússar njóta velvildar, hafa þeir stórar herstöðvar. Sá mikli herafli sem þar er, er til að grípa til á þessu "heita" svæði þar á meðal Tcheshniu. Gagnsókn Rússa var þó svo snögg og öflug, að það er ljóst að heilu skriðdreka og brynvagna sveitirnar hafa setið full vígbúnar á flutningavögnunum. Undirbúningur Georgíu fyrir sóknina fór auðvitað ekki framhjá Rússum, en líklega hafa þeir vart trúað því að Georgíu menn gerðu alvöru úr því að ráðast á þá. Þeir voru þó augljóslega í startblokkunum ef svo illa færi.
Hef séð byggingaverkfræðinga og sprengjumeistara deila hart um tvíburahrunið og treysti mér ekki til að betrumbæta rök þeirra eða mótrök.
Dingli, 15.4.2010 kl. 10:15
Áróðurinn er sirka miðaður við fábjána og hefur virkað frábærlega og jafnvel við að stela heilu Íslandi og flytja það út.
Baldur Fjölnisson, 15.4.2010 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning