9.4.2010 | 12:10
Heldur Ísland út 2011 eða, verður greiðsluþrot?
Á vef Seðlabanka, sést að gjaldeyrisvarasjóðurinn er: Gjaldeyrisforði
"Gjaldeyrisforði Seðlabankans nam 480,1 ma.kr. í lok febrúar og hækkaði um tæpa 5 ma.kr. milli mánaða. Erlend verðbréf lækkuðu um 5,5 ma.kr. og seðlar og innstæður hækkuðu um 10,3 ma.kr. og námu 223,9 ma.kr. í lok mánaðar."
Þ.e. út af fyrir sig, gott og vel, að forðinn dugi ríkinu.
- En, ríkið er ekki eini aðilinn í hagkerfinu, sem skiptir máli, sem ekki hefur tekjur í erlendum gjaldeyri, en sem skuldar verulegar upphæðir í erlendum gjaldeyri, og þarf því sambærilegan aðgang að forðanum, ef viðkomandi á ekki að fara í þrot.
Spurningin er því; fá aðrir en ríkið þ.s. þeir þurfa að fá, til að standa undir sínum skuldbindingum.
Eða, er forsendan sem miðað er við, að ríkið einoki forðann, og þar með hrekji þá aðra, sem einnig þurfa aðgang að forðanum til að komast hjá gjaldþroti, í þrot?
Ástæða þess að ég velti þessu fyrir mér, er grein sem byrtist í morgunblaðinu í vikunni, þ.e. þriðjudaginn 7. apríl. Þar kemur fram, að:
- Orkuveitan er nær eingöngu fjármögnuð með erlendum lánum.
- Að Orkuveitan, hefur einungis tekjur í krónum.
- Að heildar skuldir Orkuveitunnar hlaupi nú á 231 milljarði.
- Afborganir næsti 3. ára, hlaupi á 62 milljörðum.
Orkuveitan, er ekki eina innlenda fyrirtækið sem skuldar verulegar upphæðir í erlendum gjaldeyri, og er í svipaðri aðstöðu að hafa einungis tekjur í krónum.
Skv. Standard & Poor's um Landsvirkjun:
"Liquidity
Landsvirkjun's immediate liquidity has strengthened significantly with the provision of a two-year $300 million contingent credit facility with the Central Bank of Iceland. In addition, Landsvirkjun currently has about $95 million in freely available cash and $308 million in committed lines (excluding two Icelandic banks' participation), compared with about $201 million of short-term debt. If Landsvirkjun's access to the debt capital markets remains limited, existing bank lines are fully drawn, and Landsvirkjun has no access to other funding sources, then the Central Bank would provide Landsvirkjun with foreign currency via a drawdown on the contingent credit facility in exchange for Icelandic krona or bonds. This is to ensure that all of Landsvirkjun's obligations are met on a full and timely basis as they fall due."
Þetta er áhugavert, því það má velta því fyrir sér, hvort þetta komi til með að standast - að LV muni geta dregið fé úr Seðlabankanum, ef þörf fyrir slíkt skapast? Ef ríkið, er að nota þetta fé til að bjarga sjálfu sér.
Skýrsla Moody's um Landsvirkjun
"The company now also receives 70% of its revenues in US$ (25% in ISK;5% NOK) which partially offsets its currency risk exposures" .. "with debt levels of around US$3 billion"
Lykilatriðið fyrir LV náttúrulega, eru að tekjur hennar af sölu á rafmagni til álfyrirtækju, eru í bandar. dollurum.
Það eru dollaratekjurnar, sem munu halda LV á floti, - ef þ.e. niðurstaðan, að LV helst á floti.
Stóra hættan, virðist vera Orkuveitan.
- Þá, hvaða afleiðingar, fall hennar, hefur fyrir fjárhag Reykjavíkurborgar?
- Gjaldþrot Reykjavíkur, væri gríðarlegt fjárhagslegt áfall, einnig fyrir ríkið.
Svo, þ.e. mjög skiljanlegt, að borgin hafi í þessari viku, óskað eftir áhættumati, fyrir borgina, ef ske kann að OR fer á hausinn, og skuldir OR lenda á borginni.
Það má vera, að þetta setji aftur spurningamerki við, ákvörðun borgarinnar að klára tónlistarhúsið. En, þær framkvæmdir eru mjög dýrar, m.a. í erlendum gjaldeyri.
- Ég skil samt, að borgin vilji ekki hafa þetta risastóra sár í borgarmyndinni, akkúrat í miðbænum á besta stað, og einmitt vegna þess, að stefna borgarinnar til næstu ára, er að laða ferðamenn til Reykjavíkur - í von um, að það auki tekjur borgarinnar á næstu árum.
- Í sjálfu sér, eru fleiri ferðamenn, hluti af því sem Ísland, þarf á að halda, ef bjarga á fjárhag Íslands, fyrir horn. En, ferðamenn skaffa gjaldeyri og skortur á tekjum í gjaldeyri, er einmitt krítískt atriði.
En, aukið gjaldeyrisstreymi, þarf að verða töluvert, ef borgin á að fá inn í budduna, nægt fé á móti.
- Aðrar hættur eru síðan, ímis þjónustu-fyrirtæki og síðan einstaklingar, sem skulda í erlendum gjaldeyri og hafa engin augljós ráð önnur en að leita til Seðlabanka um gjaldeyri.
- En, ef aðilar sem þurfa á aðgangi að gjaldeyri að halda, fá hann ekki, þá einfaldlega rúlla þeir.
- Þ.e. þetta, sem ég er að velta fyrir mér, því ef slík gjaldþrot myndu verða mjög mörg á næsta ári, þá myndi það fela í sér mjög öflug sjálfstæð samdráttaráhrif, á hagkerfið.
- Að sjálfsögðu, hefði slíkur aukinn samdráttur, miðað við þann samdrátt sem annars er von á - á næsta ári, sjálfstæð neikvæð áhrif á fjármunastreymi til ríkisins.
- Aukinn halli, vegna minnkaðs tekjustreymis óhjákvæmilega hefur neikvæð áhrif skuldaþróun ríkisins. Að vísu, væri sú viðbót skulda, sennilega einkum fjármögnuð innan lands. En, sú skuldaaukning samt sem áður, gerir greiðslustöðu ríkisins verri og minnkar það fé enn meir, vegna aukinst kostnaðar af skuldum, sem ríkið hefur til að standa undir eigin starfsemi.
Ég fullyrði ekki neitt. Ég bendi einungis á augljósar ógnanir við stöðu ríkisins á næsta ári.
En, mikill fjöldi gjaldþrota aðila, getur ógnað afkomu ríkisins, og skapað óvissu um, hvort það raunverulega heldur velli út næsta ár.
Kv.
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta eru sannarlega ískyggilegar horfur og þú ert ekki einn um þennan ótta. Mér er reyndar til efs að margir trúi því í dag að unnt hafi reynst að kollvarpa jafn öflugu fyrirtæki og Orkuveitunni með svo hrikalegri glópsku sem raun ber vitni.
Ekkert íslenskt fyrirtæki hafði jafn sterkan bakgrunn í föstum tekjum sem þetta fyrirtæki.
En þarna erum við komnir m.a. að efni því sem við höfum veriða að deila um undanfarið. Nærtækasta bjargræðið væri að stórauka strandveiðar með ábyrgum vinnubrögðum þar sem fjöldi veiðandi báta yrði nýttur með sem dreifðustu skipulagi allt umhverfis land og þess jafnframt gætt að græðgi og subbuháttur í skjóli tæknigaldra í veiðibúnaði lagður af.
Við þurfum að nýta þessa auðlind til að styrkja byggð í landinu og gera það með varanlegum áætlunum í sátt við íbúana.
Okkur vantar staðfestu í atvinnuhætti og verðmætaöflun landsbyggðarinnar. Það er traustasti grunnurinn að heilbrigðu mannlífi fyrir fjölskyldurnar.
Árni Gunnarsson, 9.4.2010 kl. 23:19
Það hefur alltaf legið fyrir að ríkið einoki allan gjaldeyri í landinu fyrir sig. Skilaskylda er dæmi um það og restin verður að bjarga sér sjálf eða fara í þrot.
Ástæðan fyrir alltof stórum efnahagsreikningi nýju bankana (yfirteknar eignir) er til að halda innlendum verðmætum í innlendum höndum og láta allar afskriftirnar jafnast út á lýðinn í formi ríkis-framlags til bankana, síðar.
Meðan þessum aðgerðum er ríkinu og LV (sennilega OR en óvíst samt) reddað á kostnað hinna.
Hvað svo sem um OR má segja þá er skrítið að orkusala þeirra til stóriðju sé ekki greidd í USD eða EURO en það er kannski ekki nóg til að redda þeim fyrir horn. Þetta krefst útskýringa við.
Það eina sem bjargar þessu landi er innlendur iðnaður og sjósókn sem gerir tvennt í einu, þ.e. sparar gjaldeyri og færir atvinnu heim og í leiðinni býr til vörur sem selja má úr landi í skiptum fyrir gjaldeyri. Það er ekki hægt að endurverkja gamla kerfið því það var/er ekki sjálfbært.
Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 10:13
Þ.e. einmitt kjarni vandans, gjaldeyristekjur.
Við síðustu áramót, var tekjustaða landsins í gjaldeyri neikvæð upp á cirka 50 milljarða, þrátt fyrir 90 milljarða hagnað á vöruskiptum. Svo háar voru greiðslur vaxta af erlendum skuldum.
Þetta er enn vandinn, að tekjur duga ekki fyrir skuldum.
Er ástæða þess, að ákveðið er að taka öll þessi lána - til að brúa bilið, þangað til að sala eigna lækki skuldir vonandi að nægilegu marki, til að kostnaðurinn við skuldirnar færi niður fyrir strikið þannig að skuldirnar verði sjálfbærar.
Þ.e. þó alls óvíst að þetta takist, þ.s. góð verð verða að fást fyrir eignir, og að auki, gerir efnahagsplanið ráð fyrir að hagövxtur fari af stað á þessu ári, og síðan að frá 2012 verði hann rúmlega 3%.
Að auki var gert ráð fyrir, milli 160-180 milljarða, hagnaði af vöruskiptum, frá og með þessu ári.
-----------------------
Það hefur þó alltaf hljómað mjög ósannfærandi, hvernig á að ná svo gífurlegum vöruskiptajöfnuði, því að 90 milljarða jöfnuðurinn á síðasta ári var eftir allt saman, Íslandsmet.
Síðan, hefur mér einnig fundist, plön um ráðgerðan hagvöxt mjög ólíkindaleg, í ljósi þess hve öflugar bremsur eru á hagkerfinu núna - þ.e. skuldir heimila, fyrirtækja + vextir + skattar + niðurskurður.
Í því ljósi, hefur mér verið ljóst, síðan efnahagsplanið kom fyrst fram, að augljóst væri, að hagvöxtut hér ætti í reynd að vera lægri á næstu árum heldur en í samanburðarlöndum, fremur en að verða hærri eins og gert er ráð fyrir.
--------------------------------
Svo, mér hefur lengi verið ljóst, að tekjuhliðin á áætlun stjórnvalda, er meingölluð. Þar vantar mikið upp á.
*Vandinn við það að veiða okkur út úr vandanum, er sá að svo mikla aukningu veiða myndi vera þörf, að ég efast stórlega um, að það sé áhættunnar virði.
*En, þessar hörmulegu efnahagslegu aðstæður, þíða einnig að ef við gerum einhver mistök með þ.s. er okkar bjarghringur ef allt fer á versta veg, þ.e. hafið - þá er sú áhætta fyrir hendi, að við lendum í raunverulegri fátækt. En, meðan hafið gefur þó ekki nema þ.s. það gerir í dag, þá er það samt nóg ef bætt er við núverandi tekjum af ferðamönnum og þeim álverum sem eru starfandi, til að tryggja lágmarks innflutning.
**Þ.e. einmitt eitt af því, sem hefur bilað hér á landi, þ.e. áhættustýring - eins og það er kallað í dag. En, þ.s. menn töldu ekki áhættusamt, þ.e. söfnun skulda, hefur reynst vera mjög svo. Þ.e. áhugaverðar þær upplýsingar, sem koma fram í uppgjöri Landsbanka, sem birt var í vikunni - að hvorki meira né en 70% fyrirtækja í viðskiptum við Landsbankann séu í skuldavandræðum.
***Þetta er líka, ein ástæða þess, að ég geld varhug, við uppástungum, með óljósa áhættu. En, þ.s. enginn í raun og veru veit, hve marga fiska er að finna í ísl. lögsögu, þá þíðir það einnig að áhætta af aukningu veiða er einnig óþekkt eða óljós. En, hina vanalega þumalfingurs regla, er að stór aukning sé áhættumeiri en lítil aukning, því áhættumeiri sem aukningin er stærri.
Þess vegna, þ.e. vegna þess að áhættan er óljós og vegna þess, að við virkilega meigum ekki við stórum mistökum með okkar aðalauðlynd, er ég mjög nervös við hugmyndir um aukningu veiða - þó sérstaklega um stóra aukningu veiða.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 10.4.2010 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning