3.4.2010 | 22:17
Sýnum hafinu og miðunum, tilhlýðilega virðingu - nýtum þau með hið fornkveðna í fyrirrúmi, "að kapp er best með forsjá!"
Það hefur tekist, að hrinda þeirri árás, sem Ísland varð fyrir, í formi hins svokallaða Icesave samkomulags - en, lögð saman gátu ákvæðin - " Waiver of sovereign immunity / Sovereign guarantee " bundið enda á efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar.
Á hinn bóginn, virðist nú vera uppi önnur árás á grundvöll okkar efnahagslega sjálfstæði, árás sem er nálægt því eins skeinuhætt, og að því marki erfiðari viðureignar, að hættan kemur úr okkar eigin röðum, þ.e. okkar Íslendinga sjálfra. Ég er að vísa til hugmynda þeirra, sem leggja til stórauknar veiðar, úr okkar fiskistofnum. En, þetta er einnig mjög hættulegt okkar efnahagslega sjálfsforræði, þ.s. þ.e. algert grundvallaratriði, nú á tímum efnahagslegrar óvissu, að halda utan um okkar auðlindir, og þá að sjálfsögðu, er mikilvægur þáttur að passa upp á að leggja þær auðlyndir ekki í rúst.
Við þurfum / við verðum, að láta náttúruna njóta hæfilegs vafa
Í þessu tilviki, fer það einnig saman við okkar grundvallar hagsmuni.
- En, á fiskinn í hafinu í kringum landið, má líta svipuðum augum, og það að eiga fjármagn í sjóði sem liggur einhvers staðar á vöxtum.
- Ef höfuðstóllinn er nægilega stór, til að vextirnir skili nægilega stórum rentum til að lifa af, þá er viðkomandi í mjög góðum málum - ekki satt?
- Nú, í því samhengi þykir almennt séð, ekki skynsamlegt, að eyða upp sjálfum höfuðstólnum þannig að hann minnki að umfangi, því þá verða framtíðarrenturnar minni að vöxtum.
------------------------------
Fiskistofnar virka ekki ósvipað, þ.e. á hverju ári á sér stað nýliðun, það ungviði vex síðan, en ef dæmið er reiknað rétt, þá er hægt að taka afla á hverju ári, afla sem nemur þeirri aukningu sem á sér stað í því formi að nýliðun skili sér í aukningu stærðar þess hluta stofnsins sem hefur náð hæfilegri stærð; þannig að heildarstærð stofnsins sé haldið í temmilegu maðalfari.
Að sjálfsögðu, eru margir óvissuþættir - svo sem afrán annarra tegunda, eigin tegundar, önnur náttúruleg afföll, sveiflur í hitastigi sjávar, sveiflur í fæðuframboði, síðan er fiskurinn hreynfanlegur í sjónum og getur synt nokkrar vegalengdir, jafnvel milli hafsvæða.
Þetta þíðir, að þegar tekin er ákvörðun um hvað talið er óhætt að veiða, þá er sú ákvörðun aldrei byggð á nákvæmri þekkingu.
Á þessa óvissu benda ímsir og vilja túlka hana með þeim hætti, að sennilega sé miklu meiri fiskur í sjónum, en fræðingarnir halda og því óhætt jafnvel að stórauka veiðar.
En, eðli sínu samkvæmt, virkar óvissa í báðar áttir - þ.e. eðli sínu samkvæmt, verður þá einnig að taka tillit til þess möguleika, að fiskifræðingarnir séu að ofmeta stofnstærðir þannig að minni fiskur sé reynd í sjónum, en þeir telja.
Ef menn vilja fara ræða þessa óvissur, þá verður að ræða báðar hliðar þess penings.
- Ég held, að hafandi báðar óvissurnar í heiðri.
- Einnig það sjónarmið, að betra sé að hafa vaðið fyrir neðan.
- Að auki, hafandi í huga, að það er í eðli sínu miklu minna alvarlegt fyrir þjóðina, ef ákvörðun um afla er of lág, miðað við afkastagetu stofna, heldur en að leyfð veiði sé of mikil. Því, eftir allt saman, að ef við misreiknum okkur með þeim hætti, að við veiðum minna en óhætt er að gera, þá hefur það engar augljósar alvarlegar afleiðingar aðrar en þær, að við missum af einhverjum tekjum. En, á hinn bóginn, ef við veiðum of mikið, þá tökum við þá mun verri áhættu, að við orsökum hrun einstakra fiskistofna.
- Að auki, hafandi í huga, að engin trygging er fyrir því, að hrundir stofnar skili sér nokkru sinni til baka, því aðrar tegundir taka yfir búsvæði, sem getur gert hrun stofns varanlegt áffall.
Svo, að mín skoðun er, að ekki sé skynsamlegt að rugga bátnum, því eitt af því sem óvissan segir okkur, er að við vitum ekki í reynd, hvaða áhættu, við værum að taka. Því, eftir allt saman, þá hefur enginn nákvæma þekkingu á, hve mikinn fisk er að finna þarna úti.
Mín skoðun, er að gagnrýni sú er oft kemur fram, í því formi að miklu meiri fisk sé að finna í sjónum, sé í reynd ekki að benda á gagnrýnisvert ástand.
En, mín skoðun, er einfaldlega sú, að slíkar fréttir ættu þvert á móti, að skoðast sem hól fyrir þá fiskveiðistjórnun sem stunduð hefur verið, fremur en sem gagnrýni.
En, þ.e. einmitt það ástand sem við viljum að sé viðvarandi, þ.e. að fullt sé af syndandi fiski í bankanum þarna úti, því einmitt það þíðir að líkur séu á því, að við séum ekki að veiða of mikið.
Þvert á móti, eiga slíkar fréttir ekki af fylla okkur óánægju, um það að við séum að missa af einhverjum tekjum, frekar þeirri öryggiskennd að áframhaldandi jafnar og stöðugar tekjur af okkar fiskveiðiauðlynd, séu tryggðar til framtíðar.
- Það eru góðar fréttir, að fullt af fiski eru í sjónum.
- Við eigum að leyfa honum, að vera þarna, vaxa og tímkast áfram.
- Halda áfram að veiða, cirka það hlutfall sem við höfum verið að gera.
- Ástandið sé einfaldlega vísbending þess, að þær veiðar séu innan þess ramma, sem teljist ekki vera of mikið.
- Ég ítreka, þ.e. miklu minna varasamt að veiða of lítið í einhverjum skilningi, heldur en of mikið.
Ég hafna rökum þeirra sem vilja, auka veiðar.
Sú hugsanlega tekjuaukning sé ekki virði þeirrar umframáhættu með fiskistofnana, sem þá væri verið að taka.
Núna, á efnahagslegum óvissutímum, er enn áhættusamara en vanalega, að rugga bátnum hvað okkar fiskistofna varðar, því við getum einfaldlega ekki höndlað það tjón er af hlytist ef við myndum veðja og tapa því veðmáli.
Núverandi afli, er nægilegur til að tryggja innflutning nauðsynjavara, ef Ísland hrekst í greiðsluþrot. Þannig, er sjávarútvegs auðlyndin, baktrygging þjóðarinnar svo slíkt hrun hrekji hana ekki í ástand raunverulegrar fátæktar.
En, það ástand er vel hægt að framkalla, að ef ofan á fyrra efnahagslega tjón, við síðan leggjum okkar fiskistofna í rúst.
Hegðum okkur skynsamlega. Það er kominn tími til, eftir sukk undanfarins áratugar. Sukkum, ekki þá bara með miðin líka. Ef við það gerum, þá sönnum við fyrir umheiminum, að við virkilega lærðum ekkert á hruninu.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:18 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning