Hvernig þjóðskipulag viljum við í framtíðinni? Ég legg eindregið til þjóðaratkvæðagreiðslu fyrirkomulag.

Fyrsta svarið, er að sjálfsögðu - við viljum lýðræðislegt skipulag.

Næsta - við viljum aukið lýðræði.

Það er dálítið mikið um upphrópanir í umræðunni, svo ég vil taka fram, að eins og ég hugsa lýðræði þá er það meira eins og krani sem hægt er að skrúfa meira frá eða að skúfa fyrir þannig, að streymið minnki.

Þannig, að ég hugsa þetta, sem svið frá litlu yfir í mikið.

  • Svo, að ég lít á fulltrúa lýðræði, sem lýðræðisfyrirkomulag, þó mjög augljóslega sé það einnig takmarkað lýðræði.
  • En, ég er að tala um, að rétt sé að auka lýðræði - en, þó ekki um eitthver ímyndað fullkomið lýðræði. 

Ég held, að ein niðurstaðan hrunsins, sé að það sé þörf fyrir aukið lýðræðisleg aðhald, hérlendis.

Þ.s. menn þurfa að átta sig á, að eitt helsta vandamál, okkar fulltrúalýðræðisfyrirkomulags, er smæðin.

 

Vandamál nálægðarinnar

Þ.s. Ísland er dvergríkii, við erum eftir allt saman einungis 300 þúsund, og þ.s. þeir sem hafa áhuga á þáttöku í stjórnmálum eru að auki lítill hópur miðað við þjóðina. Munum, þingmenn eru einungis 63, á meðan í flestum löndum í kring, eru þeir fleiri hundruð.

Vandinn, sem ég er að tala um, er nálægðin.

Það þekkja allir alla, menn og konur óhjákvæmilega verða kunningjar, þvert á flokka, sem starfa í stjórnmálum, þau eru eftir allt saman í stöðugum samskiptum sín á milli.

Stjórnmál hérlendis, eru þannig óhjákvæmilega, kunningjaþjóðfélag.

Vandinn, er sem sagt, að vegna nálægðarinnar, þá er erfitt að komast hjá því, að þetta verði nokkurs konar hópur.

Þ.e. líka, eðli sínu samkvæmt, mjög erfitt fyrir kunningja að beita sér gegn hverjum öðrum - að rannsaka hvern annan.

  • Þ.s. ég er að segja, að það er nánast óhugsandi, fyrir nokkurn að vera óháður hópnum. Menn, verða mjög fljótt fyrir þrístingi til að falla að hópnum. Verða strax fyrir öflugum félagsmótunaráhrifum. Þetta er eftir allt saman, ekki mikið stærri hópur, en 2. bekkir í grunnskóla.
  • Þannig, sé það ekki lausn, að kjósa nýtt fólk, því það þá lendi einfaldlega um leið, inni í þessum aðstæðum, þ.s. nær óhjákvæmilegt sé, að verða steyptur í það far sem ríkir innan hópsins. 


Sú lausn sem ég sé, er þjóðaratkvæðagreiðslufyrirkomulag

Í raun og veru, sé ég vandann við fulltrúalýðræði í dvergríki sem óleysanlegan.

  1. Nálægðin er of mikil, vegna smæðar hópanna sem í raun og veru, stjórna.
  2. Að auki, þá verða hinar lýðræðislegu stofnanir, einnig of smáar og veikar, til að hafa burði til að veita raunverulegt mótvægi - þ.e. aðhald.
  3. Eins og við öll þekkjum, þá er Alþingi oftast nær, einfaldlega afgreiðslustofnun fyrir lög, sem örfáir einstaklingar er skipa meirihluta ákveða sín á milli. Þannig, að Alþingi hefur oftast nær, litla burði til að veita sjálfstætt aðhald.
  4. Þ..s við sjáum oftast nær á Alþingi, líkist í reynd rítúali, þ.s. framkvæmdavaldið keyrir mál og gegn, í krafti meirihluta síns, og þeir sem eru í minnihluta, koma í pontu og tala niður allt þ.s. meirihlutinn gerir.
  5. Það virðist litlu máli skipta, hver skipar meirihluta.
Ég held, að stór hluti ástæðunnar fyrir því, að svona er þetta, sé smæðin.

Ég held, að eina raunhæfa lausnin á þessu, sé þjóðaratkvæðagreiðslufyrirkomulag.

  • Munum, að í Sviss, hefur slíkt fyrirkomulag nú verið við líði í nokkrar aldir.
  • Þegar, því var komið á, þá bjuggu bara nokkur hundruð þúsund manns í Sviss.
  • Ég held einmitt, að þjóðaratkvæðagreiðslu fyrirkomulag, sé lausn á vanda smæðarinnar.
  • Að auki, held ég einnig, að slíkt fyrirkomulag virki betur í smáu samfélagi en stóru.
  • Með því, er hægt að tryggja, það aðhald sem þarf.
  • En, einmitt í smáu þjóðfélagi, er auðveldara að leysa það vandamál, að sjá til þess, að almenningur, sé að nægilegu marki, inni í þeim málum sem skipta máli.
  • Við þurfum að taka upp fyrirkomulag, þ.s. smæðin er frekar kostur, en fjötur um fót.
  • Fulltrúalýðræði, virkar einfaldlega betur, í milljónaþjóðfélögum, þ.s. auðveldara er að byggja upp öflugar sjálfstæðar eftirlitsstofnanir - tryggja að einstakir þættir séu hver um sig nægilega öflugar einingar, o.s.frv.

Ég vil engar undantekningar, þ.e. ég vil að hægt sé að kjósa um öll mál, sem koma inn á vettvang stjórnmála, þar með talda milliríkjasamninga, samninga um lán, samninga þ.s. þjóðin er skuldbundin til einhvers.

Þ.e. vel leysanlegt, hvað skal gera, þegar stór mál koma til atkvæðagreiðslu.

  1. Hægt er að gera kröfu um aukinn meirihluta, t.d. að útkoma ráðist ef meirihluti er hvort tveggja í senn, meirihluti þátttakenda og einnig meirihluti kjósenda. Þannig, að til að fella slík mál, þurfi meirihlutinn að vera bæði meirihluti þátttakenda og kjósenda.
  2. Slíka kröfu, getur verið eðlilegt að gera í tilteknum málum, t.d. milliríkjasamningum. Þannig, að stjórnmál, geti tiltölulega óhrædd áfram gert samninga við önnur ríki, en að þau þurfi þó að hafa fyrir því, að afla þeim fylgis meðal þjóðarinnar. Ef sterk andstaða kemur fram, sé það samt sem áður möguleiki að þeir verði felldir, en til þess þurfi þó öfluga andstöðu.
  3. Slíkur meirihluti klárlega náðist, í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave, þ.e. 60% þáttaka ásamt 90% þeirra sem kusu, var yfir þeim mörkum, er éf nefni.
  4. Að auki, er hægt að gera kröfu um, að fleiri undirskriftir þurfi til, t.d. að lágmarki 50 þúsund, á meðan t.d. 25 þúsun dugi fyrir smærri mál. 

Svo, þ.e. engin ástæða, til að undanskilja nokkurn málaflokk, frá þeim möguleika, að þjóðin geti ef henni sýnist svo, ákveðið að hún vilji kjósa um hann.

Aðhaldið, sem skapast, verður þá það, að hópurinn á Alþingi og í Stjórnarráðinu, mun þurfa að hafa fyrir því, að vinna málum fylgis á meðal þjóðarinnar. Og, það verður ekkert annað en gott mál.

Reyndar held ég að, þjóðaratkvæðagreiðslu fyrirkomulag, sé mjög heppilegt meðfram, því grunnfyrirkomulagi, sem nú er til staðar. Þannig, að óþarfi sé, að afnema núverandi grunn fyrirkomulag að öðru leiti, þar með talið - flokkakerfið. Saman, geti þetta hreinlega orðið hið ágætasta fyrirkomulag.

 

Hvað vil ég gera við forsetaembættið?

Ég legg því ekki til forsetaræði, sem sumir eru hrifnir að.

  • En, ég sé það ekki endilega sem framför, að í stað þess að hafa einræðisherra í Stjórnarráðinu þá höfum við þess í stað einræðisherra á Bessastöðum.
  • En, forsetaembættið, mun þurfa að glíma við nákvæmlega sömu vandamál smæðarinnar, og núverandi stjórnarfyrirkomulag, og ég á ekki von á, að því muni vegna neitt betur í þeirri glímu. 
  • Að mínum dómi, er spilling óhjákvæmilegur fylgisfiskur stjórnmála - og ásamt smæðinni, þá verður til mjög slæmur kokteill.
  • Ef forsetaembættið, verður aðal valdapóllinn, þá fer allur fókus þeirra sem í dag, eiga peninga þ.e. þeir sem kaupa sér greiða stjórnmálamanna og flokka, í það að hafa áhrif á forsetaembættið.
  • Ekki segja mér, að þið virkilega trúið því, að einstaklingar sem skipa forsetaembættið, séu óhjákvæmilega með sterkara syðferðisþrek en aðrir einstaklingar. Við erum að tala um, að athafnamenn veifi framan í hann, hundruðum milljóna.
  • Ég segi, ég sé ekki annað, en að spillingin myndi einfaldlega færa sig um set, frá Stjórnarráðinu og Alþingi, yfir til skrifstofu forseta og hans embættis.

----------------------------------------

  • Ég vil samt efla embætti forseta.
  • En, ég vil ekki gera það, að sama valdaembættinu og embætti forsætisráðherra.
  • Einn vandinn er sá, að við þurfum að búa til öflugar eftirlits stofnanir. En, eins og við vitum, þá hefur Alþingi ekki burði til að vera óháð framkvæmdavaldinu.
  • Það þíðir einfaldlega, að ekki er rétt að gera eins og t.d. í Svíþjóð, að setja svokallaðar óháðar eftirlitsstofnanri undir þingið, þ.s. vegna smæðarinnar, hefur Alþingi -eins og allir sem vilja vita- nær enga sjálfstæða tilvist. Þannig, að þ.e. nánast það sama, að setja stofnanir undir Alþingi eins og að setja þær beint undir framkvæmdavaldið. Þannig, að þá skapist í reynd ekki það sjálfstæði, sú nauðsynlega fjarlægð frá framkvæmdavaldinu, sem slíkar stofnanir þurfa að hafa.
  • Þess í stað, vil ég setja slíkar stofnanir undir embætti forseta.
  • Embætti forseta, verði sem sagt, hugsað sem embætti sem hafi m.a. almennu eftirlits- og aðhaldshlutverki að gegna, gagnvart framkvæmdavaldinu.
  • Forseti, hafi fullt frelsi, til að tjá sig um þjóðmál.
  • Ég vil einnig, að skipunarvald forseta, sem hann hefur skv. stjórnarskránni sé útfært nánar, en skv. stjórnarskránni skipar hann alla ráðherra, og einnig segir þeim upp störfum.
  • Tilgangurinn sé aðhald - þ.e. að áfram séu ráðherrar skipaðir eins og nú er, frá þeim flokkum sem fara með völd, en þó verði skipun forseta ekki sjálfvirk - þ.e. hann fái neitunarvald um einstakar skipanir. Þetta snúist um, að tryggja að, flokkarnir séu ekki að skipa einhverja sem hafa enga þekkingu á þeim málaflokkum, sem til stendur að skipa þá yfir. Þannig, að sett séu þá, einhver viðmið um lágmarks þekkingu, ekki endilega sérfræðiþekkingu. En, viðkomandi þurfi að sýna fram á, að viðkomandi hafi kynnt sé þau málefni, ef viðkomandi hafi hug á að taka að sér.
  • Sem þáttur í því, að viðhalda sjálfstæði embættis forseta, þá sé sett sú regla að aldrei sé kosið til hans embætti, sama ár og Alþingis kosningar fara fram. Þannig, ef óvænt þarf að fara fram kosning til Alþingis, bætist 1. ár við kjörtímabil forseta. Að auki, sé kjörtímabil forseta 5 ár, meðan kjörtímabil annarra séu  4 ár að lengd. Forseti, geti setið 3. kjörtímabil.

 

Niðurstaða

Þetta eru nokkrar hugmyndi sem ég hef. 

Ef einhver hefur eitthvað um málið að segja, eru athugasemdir velkomnar.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband