Haltur leiðir blindan!

Már Guðmundsson,segir það tálsýn, að lægri vextir muni skila verulegri aukningu í fjárfestingum. Hann tekur fram, að skv. spám verða fjárfestingar undir 14% af landsframleiðslu í ár, sem verði þá það minnsta frá lokum Seinni Heimsstyrrjaldar. Þrátt fyrir það, sé þróun fjárfestinga hérlendis, svipuð og eigi sér stað annars staðar á meðal ríkja er gengið hafa í gengum fjármálakreppur. Athuganir sérfræðinga Seðlabankans bendi til, að áhættufælni í kjölfar kreppu, ásamt óvissu um eftirspurnarhorfur, hamli fjárfestingu auk mikillar skuldsetningar hagkerfisins og skort á aðgengi að erlendu lánsfé. Að hans mati, þurfi fleira að breitast í hagkerfinu, en vaxtastigið eitt og sér.

Gylfi Magnússon, á fundi í HÍ, sagðir að skuldastaða ríkisins og þjóðarbúsins sé innan þolmarka. Nettó skuldir ríkisins, séu ekki nema um 400 milljarðar.Hann sagði stöðu þjóðarbús, furðu líka sömu stöðu fyrir hrun, hvort sem hort sé til eigna eða skuldastöðu. Hann taldi þörf á, að færa fókus hagkerfisins, yfir á útflutning frá innflutningi. En, hann telji þó, þau viðfangsefni, vel innan viðráðanlegra marka. Vandamál Íslands, skeri sig ekki að ráði, frá þeim vandamálum, sem aðrar þjóðir glíma við. Neystla landsmanna í bólunni, hafi verið allt of mikil, og minnkun hennar, sé nauðsynleg leiðréeting. Ekkert bendi til annars, en við höfum allt sem við þurfum, til að endurreisa hér ásættanleg lífskjör, á næstu árum.

-----------------------------------------------

Hvað segja erlendir sérfræðingar við okkur - "Horfið á heildarmyndina!

  • Það getur gefið mjög villandi mynd, að horfa bara á skulda hliðina, og að segja, að ef skuldir teljast sambærilegar við eitthvað, sem þú kýst að nota sem samanburð, þá sé allt í goody.
  • Þú verður að horfa á líklega þróun tekjustreymis líka.
  1. Enn er svo, að milli 50-60% fyrirtækja teljast, vera með ósjálfbæra skuldastöðu. Það ástand eitt og sér, inniber mikinn efnahagslegan samdrátt, þ.s. þessi fyrirtæki þurfa að skera niður sína starfsemi, selja eignir, ef þau eiga að hafa séns til að lifa af. Þó svo, sannarlega fyrirtæki geti skipt um eigendur, eða að aðrir geti keypt eignir þrotabúa, þá er það eitt og sér ekki nóg, til að koma í veg fyrir samdrátt, af þessa völdum. Þeir sömu aðilar, þurfa einnig að hafa yfirráð yfir nægilegu fjármagni, ef endurreist fyrirtæki eiga að hafa sambærileg umsvif.
  2. Enn er svo, að 30% skv. mati Neytendasamtakanna, 33% skv. mati Seðlabanka - íbúðahúsnæðiseigenda, býr við skuldastöðu sem teljist vera mjög erfið, eða skv. mati Neytendasamtakanna svo slæm, að viðkomandi fjölskyldur standist ekki neysluviðmið - ergo, teljist fátæk. Þ.s. þetta hefur í för með sér, er ekki bara tímabundin minnkun neyslu, heldur til langs tíma; nema einhver róttkæ breyting sé innleidd.
  3. 9% vextir + hækkaðir skattar. Vextirnir eru að sjálfsögðu, sérstaklega slæmir einmitt vegna þess, hve margir skulda mjög hátt hlutfall á móti tekjum. Það þíðir, að mjög miklu munar í afborgunum af skuldum, og þannig í því fjármagni, sem aðilar hafa til umráða, eftir því hvert vaxtastigið er. Því, er hátt vaxtastig mjög öflugur hemill á hagþróun. Skattar, hafa svipuð áhrif, að minnka fé til umráða, til allra hluta.

Nettó áhrifin, þ.e. skuldastaða + vextir + skattar; er að framkalla ástand viðvarandi efnahags samdráttar.

Þesuu er hægt að breyta með:

  • Lækkun vaxta.
  • Eftirgjöf skatta, "targeted" þ.e. beint að þeim sem vilja hefja útflutning. 

Hættan er sem sagt, áframhaldandi samdráttur, misseri eftir misseri, ár eftir ár; og þar af leiðandi, hrun tekna ríkisins.

Á sana tíma eykst kostnaður þess, vegna tryggingakerfisins.

Þ.s. ég er að segja, er að meðan hrunið heldur áfram í hagkerfinu, þá heldur stöðugt áfram að síga á ógæfuhliðina hvað varðar hlutfall skulda sem hlutfalls tekna.

Á endanum, ef ástandið heldur áfram að vinda upp á sig, þá hætta skuldir að vera viðráðanlegar.

  • Stóra málið, er efnahagslegur viðsnúningur.
  • Stærsta einstaka atriðið, þ.e. áhrifamesta einstaka aðgerðin, er að lækka vexti og það stórfellt.
  • Þá fækkar þeim fyrirtækjum sem fara í þrot, þannig að færri verða atvinnulausir.
  • Þá eykst það fjármagn, sem skuldugir einstaklingar, fjölskyldur, hafa handa á milli - og, þannig batnar hagur þeirra. Þ.s. hátt hlutfall þeirra sem eru í þessum vandræðum, eru barnafjölskyldur, þá erum við að tala um bættan hag hás hlutfalls barnafjölskyldna.

Önnur mikilvæg aðgerð, væri skatt-afsláttur, til þeirra aðila eða starfandi fyrirtækja, sem vilja hefja nýjan rekstur eða þá, að umbreyta sínum rekstri yfir í starfsemi, sem framkallar gjaldeyristekjur.

  • Hugsa mæstti sér 100% skattafslátt fyrstu 5 árin, til nýrrar starfsemi eða til starfandi fyrirtækja, er vilja umbreyta starfsemi í starfsemi, sem framkallar gjaldeyristekjur.
  • Síðan, að umliðnum þeim 5 árum, kæmu önnur 5 þ.s. skattafsláttur til nýrrar gjaldeyris aflandi stafsemi væri 50%. Að þeim 5 árum liðnum, félli skattáfsláttur niður.


Hætta á nýju hruni

Ef ekki tekst að snúa hagþróuninni við, þ.e. stöðva stöðugann og viðvarandi samdrátt hagkerfisins, kemur að því að tekjur ríkisins hafa svo mikið skroppið saman, að skuldastaða þess vex því yfir höfuð.

Höfum einnig í huga, að þó skuldasta þess í dag, sé um 80 af þjóðarframleiðslu, verður hún um 140$ af þjóðarframleiðslu, ef öllum lánum í tengslum við prógramm AGS er bætt við; eins og enn er stefnt að.

Þá, auðvitað ef efnahags samdráttur heldur áfram; sem er fullkomlega óhjákvæmilegt, ef ekki tekst að koma af stað stórframkvæmdum, en þær stranda á þeirri staðreynd að erlend fjármögnun er um þessar mundir allt of dýr - ástand sem ekkert bendir til að batni á næstu misserum en þetta ár verður sett heimsmet í útgáfu ríkisskuldabréfa í heiminum þ.s. aldrei nokkru sinni er verið að fjármagna eins mikið magn skulda ríkja einst og útlit er fyrir á þessu ári. Þetta þíðir að framboð ríkisskuldabréfa hefur aldrei verið meira, en á þessu ári, sem leiðir til þess, að fjárfestar geta valið og hafnað. Afleiðingin er sú, að vaxtakrafa er á uppleið ekki niðurleið, og einnig er vaxtamunur á milli ríkja er standa tiltölulega vel og þeirra sem standa tiltölulega ílla að aukast. Þetta, eru slæmar fréttir fyrir okkur, þ.s. þetta þíðir að markaðir með skuldir hafa aldrei verið okkur eins óhagstæðir eins og nú.

Niðurstaðan, er einföld. Núverandi stefna, þ.s. viðbótarskuldum á að hlaða á hagkerfið, er fullkomlega ósjálfbær, og það verður að hverfa frá henni.

  • Þá, er ég að tala um, að hætta við þessar lántökur.
  • Þá bætast þau lán, og kostnaður af þeim, ekki við í ofanálag.
  • Snúum hagkerfinu við, með stórfelldir vaxtalækkun og skynsamri noktun skattalækkana, til að hvetja til útflutnings.
  • Síðan, með aðstoð sérfræðinga, semjum um lengingu lána og/eða lækkun vaxta, ef þarf.
  • Að lokum, einungis sem öryggisventill, byðjum norsk stjórnvöld, um að veita Íslandi lánalínu, sem hægt verði að taka ef þess reynist þörf.

 

Mat Alex Jurshevski, er að með efnahagslegum viðsnúningi sé núverandi staða sennilega viðráðanleg, þ.e. með því að nota eingöngu þær bjargir sem Ísland ræður í dag yfir.

Þ.e. það sé "optional" að semja við kröfuhafa, um breytingar á skilmálum.

Hann telur það einfaldlega mjög sennilega nægjanlegt, að grípa til aðgerða eins og þessara, þ.e. vaxtalækkun + skynsöm skattastefna sem hvetur til útflutnings + nægjanlegt aðhald í rikisrekstri.

Verum skynsöm - kæru landar!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband