Lækkum vexti, björgum þannig bönkunum frá falli, blásum nýju lífi í atvinnulífið og fjármögnum halla ríkisins; án erlendra lána

  • Þetta er allt saman hægt að gera, þ.e. hrinda í framkvæmd.
  • Viðskiptabankarnir liggja nú með milli 1500 og 2000 milljarða, á innlánsreikningum.
  • Grunnvandinn, er vaxtastigið, þ.e. að Seðlabankinn er enn, með 9% vexti.
  • Vandamálið, sem þetta framkallar, er að þetta fé er í reynd prísað út af markaðinum.

"Finnst þér ekkert óþægileg tilhugsun að lífeyrissjóðirnir selji gjaldeyrissjóði sína til að lána ríkinu?  Sjóðirnir eru í dag að fjármagna halla ríkissjóðs meira og minna með kaupum á ríkisbréfum (og bréfum Íbúðalánasjóðs).  Við endum með gegnumstreymiskerfi í lífeyrismálum með sama áframhaldi.  Viljum við það? Vilhjálmur Þorsteinsson, 24.3.2010 kl. 21:13"
 

Þetta er mjög áhugaverð athugasemd, hjá honum Vilhjálmi og ég efast ekki um réttmæti hennar. En, ég hef verið einmitt að velta fyrir mér, hvernig halli ríkisins er fjármagnaður.

  • En, erlend lán eru of dýr þessa stundina. Svo, ekki er hann fjármagnaður þannig.
  • Lán frá innlendu bönkunum, út af vaxtastiginu eru enn dýrari, svo ekki er hann fjármagnaður þannig heldur. 

Þetta er einfaldlega bandbrjálað, þ.s. sjóðirnir geta tapað öllu þessu fé, ef ríkissjóður fer á hausinn, og hættan þar, er ekki lítil.

Eins og ég sagði að ofan, þá er það sjálft vaxtastigið sem er grunnvandinn.

Þannig, að þá liggur lausnin í augum uppi, að lækka vexti.

 

  • Þeir þurfa að lækka það mikið, að ríkið hafi efni á, að fjármagna hallann með því að slá lán, hjá viðskiptabönkunum. Flóknara er það ekki.
  • Þá um leið, hættir ríkið að ganga á lífeyrissjóðina.
  • En að auki, þá fara aðrir einnig að hafa efni á þessum lánum, þá á ég við atvinnulífið.
  • Þá gerist svcilítið merkilegt, þ.e. að sú logndeyða sem er yfir atvinnulífinu, getur tekið enda.

 

Menn eru að tala um að blása líf í hagkerfið, en þetta er allt hægt að framkvæma með einni aðgerð.

Vaxtastigið eins og það er, gerir ekkert gagn. Bara ógagn.

Ég er viss um, að krónan þvert á móti myndi styrkjast, við þessa aðgerð.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband