Afneitun þeirra, sem neita að horfast í augu við, þá augljósu staðreynd, að efnahagsplan ríkisstjórnarinnar er þegar hrunið, er sterk!

Hann vinur vors og blóma, Vilhjálmur Þorsteinsson, hefur enn eina ferðina hafið upp söng sinn, að bara ef við fylgjum plani ríkisstjórnarinnar og AGS verði allt í lagi.

Sjá færsluna hans: Hvað þurfum við mikla peninga að láni?

Ég bendi fólki að skoða þessa færslu, þ.s. fram kemur birting á útreikningi AGS á fjárþörf Íslands.

  • Ég get annars ekki annað, en litið á þá uppsetningu sem skemmtilega Excel æfingu, með fremur litla raunveruleikatenginu, fyrir utan að reikningur um fjárþörf að utan þ.e. vegna erlendra skulda, er sennilega réttur - að því gefnu, að öll lán sem stefnt er á að taka, raunverulega verða tekin.

Fyrsti augljósi veikleikinn er sá, að erlendar fjárfestingar að flestum líkindum munu ekki skila sér, eins og þar er gert ráð fyrir, og einnig er gert ráð fyrir í plani ríkisstjórnarinnar.

 

  • Þarna kemur til, að svokallað skuldatryggingaálag Íslands, er yfir 400 punktum, eða 450 punktar síðast er ég gáði. Þ.e. 100 punktum hærra en hjá Grikkjum, en þó hvína og stynja grísk. stjórnvöld, undan því.
  • Í síðustu viku, seldu grísk stj.v. stórann pakka af skuldabréfum, en neyddust til að selja þau á milli 6-7% vöxtum. Vart þarf að taka fram, að með áhættuálag heilu prósenti hærra, þ.e. 100 punktum hærra, er sambærileg vaxtakrafa fyrir Ísland enn hærri.
  • Þ.s. fyrirtæki í eigu hins opinbera, geta ekki eðli sínu skv. haft betra áhættumat en sjálfur eigandinn, sem ber endanlega ábyrgð á öllum þeirra skuldbindingum, þá veldur hátt skuldatryggingaálag ríkisins sjálfs, því einnig að fyrirtæki í eigu hins opinbera, geta ekki heldur fremur en ríkið, fengið erlend lán nema á mjög erfiðum kjörum.
  • Þetta er ástæða þess, að fjármögnun þeirra framkvæmda, þ.e. virkjanaframkvæmda í tengslum við þær stóryðjuframkvæmdir er til stóð, að hæfust á þessu ári og því næsta; er öll í voða, þ.e. engin af þeim framkvæmdum, hefur verið fjármögnuð. Og, þ.s. er verra, ekkert bendir til þess, að þetta ástand, sé á leiðinni með að batna.
  • Án þeirra framkvæmda, er planið hrunið.

 

  1. Síðan kemur fleira til, en í ljósi þess að milli 50-60% fyrirtækja teljast með ósjálfbæra skuldastöðu, þá er mikill samdráttur enn eftir í einkahagkerfinu.
  2. Gríðarlega erfið skuldabyrði almennings, metið af Neytendasamtökunum að 30% heimila skuldi svo mikið að eftirstöðvar af ráðstöfunartekjum þeirra dugi ekki til grunnframfærslu - ergo, sem er viðmið um fátækt. Þetta er einnig mjög öflugur hemill á hagkerfið.
  3. Hækkaðir skattar, þeir einnig draga úr möguleika á hagvexti.
  4. Of hátt vaxtastig, hefur sömu áhrif.
  5. Skuldastaða hins opinbera, gerir því ókleyft að standa undir viðunandi framkvæmdastigi, sem einnig ofan á allt annað, er samdráttaraukandi.
Þ.s. þetta framkallar, er ástand viðvarandi efnahags samdráttar.

Þ.e. hann verður viðvarandi, næstu misseri og ár, ef ekki verður af þeim stórframkvæmdum sem áttu að framkalla hagvöxt, og tekjuaukningu ríkissjóðs.

Síðan, vegna þess ástands, að hagkerfið mun þá halda áfram að skreppa saman, ár eftir ár - þá einnig, hækka skuldir sem hlutfall landsframleiðslu.

Það síðan veldur því, ef svo horfir og ekki tekst að framkvæma þann róttæka viðsnúning, sem átti að eiga sér stað, að sá tímapunktur kemur fullkomlega fyrirsjáanlega, að skuldir verða óviðráðanlegar - og landið fellur í ástand greiðsluþrots.

Við þurfum plan B. Þ.e. ljóst.

Eitt hugsanlegt plan B, er það plan sem Alex Jurshevski stakk upp á, fyrir viku.

 

Hvers vegna er þetta skuldatryggingaálag, svona hátt?

  • Eg held, að augljósa svarið sé, að markaðurinn með skuldatryggingar, hafi einfaldlega ekki trú, á ríkjandi plani um efnahagslega endurreisn Íslands.
  • Ég bendi fólki á, að eftir litlu kreppuna er átti sér stað 2006, sem bankarnir stóðu af sér, þá þaðan í frá og fram að hruni þeirra, hélst skuldatryggingaálag bankanna hátt.
  • Stjórnendur bankanna, hvinu og kvörtuðu undan þessu, töluðu ítrekað um í ísl. fjölmiðlum, um það að þetta væri ósanngjarnt, staða bankanna væri sterk, væri góð; útlendingar vanmætu styrk og stöðu Íslands og bankanna.
  • Mér finnst þetta áhugavert, að hafa í huga, í ljósi þess, að skuldatryggingaálag Íslands hefur nú, alla hríð frá hruni haldist hátt - þ.e. hærra en álag Grikklands í dag.

Mér finnst mjög áhugavert, að bera saman viðbrögð Ísl. stjórnvalda undanfarna mánuði, og viðbrögð stjórnenda bankanna.

Pælið í þessu, gott fólk!

Er ekki einfaldlega sama afneitunin í gangi nú, og var hjá bankastjórunum?

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband