Barnaskapurinn ríður ekki við einteiming! Ef landamæri eru ekki varin, og auðlindir tryggðar; þá kemst engin þjóð af. Við erum svo heppin, að aðrir hafa séð um okkar varnir, svo við höfum ekki þurft að sinna því sjálf.

Nú ræður ríður heilög vandlæting húsum, barnaskapurinn ríður ekki við einteiming.

  • Ísland er herlaust land, er sagt.
  • Ísland á ekki að koma nálægt neinu hervafstri.

 

Vandinn þarna, er ákveðinn sannfæring þess efnis, að eitthvað sé ljótt við - eða rangt - að þjóðir hafi heri.

Þetta er barnaskapur af hæstu sort.

 

  • Þ.e. leitun af þjóð úti í heimi, sem ekki hefur her af nokkru tagi.
  • Ísland, byggði ekki upp her, vegna þess, að það væri einhver ríkjandi sannfæring þess efnis, að her væri í sjálfu sér ljótur eða rangur hlutur, heldur vegna þess, við vorum þá bæði í senn fátæk og smá.
  • Hlutverk herja, er að verja þær eignir, þær auðlindir - og einnig það landsvæði, sem þjóð ræður yfir.
  • Ástæða þess að nær allar þjóðir hafa heri, er einmitt sú að þ.e. alger frumforsenda þess, að þjóðir fái þrifist, geti alið upp kynslóðir við sæmileg efni, tryggt innra öryggi - að ytra öryggi, stjórn eigin auðlinda, eigin landamæra; sé allt tryggt.

 

Herjum sannarlega er beitt í stríði, ef svo ber við. En, hver þjóð hefur rétt, á að verja eigið land - eigin landamæri - eigin auðlyndir; því annars hefur sú þjóð enga framtíð.

Íslendingar, vegna smæðar, geta ekki búið til nægilega sterkan her, til að vernda þær auðlindir er við búum yfir:

  • Vatnið.
  • Fiskinn,
  • Orkuna
  • Sjálf landið.
  • "Olíu"

 

Þess vegna baktryggjum við okkur með tvennum hætti; þ.e. NATO og varnarsamningnum við Bandaríkin.

 

Miskilningur margra er sá, að þ.s. sá heimshluti hefur verið öruggur, er við búum á, að þá sé allt í lagi, að velta þessum hlutum nákvæmlega ekkert fyrir sér.

En, heimurinn, er að verða hættulegri á ný, en hann hefur verið um nokkurt skeið.

Á Indlandshafi, er að færast í aukana samkeppni nýrra risavelda, þ.e. Indlands og Kína.

Kína er þegar með her- og flotastöðvar í:

  • Myanmar - en, miklar vegatengingar við Kína, eru í uppbyggingu, enda er stryttra frá höfnum í Myanmar til innhéraða vestanlega í Kína, en frá eigin höfnum Kínverja á strönd sjálf Kína.
  • Pakistan, Kínverjar og Pakistanar, hafa stundað hernaðarsamstarf um margra ára skeið. Þróað sameiginlega herþotu, í staðinn fyrur Mig 21. Þróað nýjan skriðdreka í sameiningu. Hvort tveggja, er í fjölda framleiðslu fyrir heri beggja landa.
  • Er að semja við Tailand um skipaskurð í gegnum Malakkaskaga. Þetta styttir siglingaleiðina, frá Kína til olíulindanna við Persaflóa og til Afríku.

 

Á móti eru Indverjar að efla flota sinn á Indlandshafi:

  • Eru að byggja upp varnargirðingu flotastöðva á eyjum á Indlandshafi, þannig að í hugsanlegu stríði, geti Indverjar beitt þeirri röð flotastöðva sem nokkurs konar varnargirðingu.
  • Indverjar sjá uppbyggingu Kínverja á flotastöðvum, sitt hvoru meginn við Indland, sem ógn.
  • Höfum í huga, að formlega eru Kínverjar og Indverjar enn í stríði, vegna landamæra á NA-Indlandi.
  • Þ.e. heilt fylki í Indlandi, sem Kínverjar ásælast, vegna þess að fornu var það, nokkurs konar fylgiríki Típets. Reyndar, hefur ástandið verið svo furðulegt, að í hver sinn sem háttsettur embættismaður miðstjórnar Indlands fer til þessa fylkis, senda Kínverjar Indlandi mótmæli, vegna afskipta af rémmætu kínv. yfirráðasvæði. Svo langt gengur frekja kínv. Að auki, eru bæði lönd með hundruð þúsunda hermanna, við þessi landamæri og reglulega verða, atvik þ.s. einhver skítur sprengikúlu yfir eða herflokkur rambar yfir. Skotbardagar, hafa orðið öðru hvoru, í smáum stíl. Þetta er sem sagt, svæði þ.s. stríð getur brotist út - samt sem áður - hvenær sem er.

Samkeppni Kína og Indland, um auðlyndir í kring, þ.e. í Afríku og við Persaflóa, á eftir að verða gríðarleg á næstu árum, og áratugum. En, hvor tveggja þjóðfélögin, hafa ekki nægar auðlyndir, til að gera allt þ.s. þær vilja; svo þ.e. einfalt, bæði löndin munu leita annað. Þannig, ergo - samkeppni þeirra mun aukast, spenna milli þeirra vaxa.

Í framtíðinni virðist augljóst, að hætta á stríði verður mikil.

 

Hvað um norðurhöf?

  • Við höfum ef til vill olíulindir.
  • Kínverjar hafa stærsta sendiráð allra landa á Íslandi.
  • Bent hefur verið á, að verið geti að Kínverjar hafi áhuga á Íslandi, vegna fyrirsjáanlegrar opnunar norður siglingaleiðarinnar, í gegnum N-Íshafið.

--------------------------------------

Sjá áhugaverða kenningu Roberts Wade:

"Iceland will play crucial role in Arctic sea route

Sir, Your article “Exploring the openings created by Arctic melting” (March 2) highlights China’s growing interest in emerging sea routes across the Arctic. One reason is that the distance from Chinese ports to European and east coast North American ports is much shorter across the Arctic than through Suez or around the Horn.

Chinese planners anticipate building giant ice-strengthened container ships able to use the shorter route as the ice melts. But the cargoes would have to be shifted to smaller ships to enter their destination ports. Where would the transshipment port be located? One obvious place is Iceland, which sits at the entrance to – or exit from – the Arctic ocean. It has several fjords suitable for such a port.

This may help explain China’s more-than-usual friendship with tiny Iceland. The Chinese embassy is the biggest in Reykjavik by far. When the president of Iceland paid a state visit to China in 2007 he was received with all the pomp and ceremony of the head of a major state. And when Iceland was campaigning for a seat on the security council in 2008, China backed it publicly and helped to raise support from mini states in the Pacific and Caribbean.

Russia, too, has its own interests in Iceland. It worries that the European Union is trying to become active in Arctic affairs, and may use Iceland as a channel if Iceland joins the EU. Russia regards Iceland as a fellow Arctic country, and is keen to help it stay out of the EU.

British and Dutch negotiators currently trying to drive a hard deal on Icesave should bear in mind Iceland’s growing strategic significance as the Arctic ice melts. Icelanders have long memories, and draw encouragement from Kissinger’s phrase, “the tyranny of the tiny”.

Robert H. Wade,
London School of Economics, UK"

 -------------------------------------------

 

Niðurstaða:

Við Íslendingar verðum að átta okkur á, að framtíðin mun bera í skauti gríðarlega samkeppni um auðlyndir. Ásælni í auðlyndir annarra, mun fara hratt vaxandi. Sama um spennu í heiminum. Þessi ásælni, er þegar hafin, sbr. gríðarlegt kapphlaup Kínv. um auðlyndir Afríku. En, þeir eru einnig að seilast eftir auðlyndum Mið-Asíu, þannig að árekstur milli Kína og Rússland, um þau svæði virðast óhjákvæmileg í framtíðinni.

Hættan er sú, að auðlyndir sem ekki eru varðar, séu einfaldlega teknar. Sú árás, getur tekið fleira en eitt form.

Við Íslenidngar, urðum nýverið einmitt fyrir slíkri árás, í formi Icesave samningsins:

En, það má segja að sá samningur hafi 2 lykil ákvæði:

  1. Waiver of sovereign immunity.
  2. Sovereign guarantee.
  • Hið fyrra afsalar vernd af eignum ríkisins, þannig að þá er hægt að setja þær undir hamarinn. En, um samninginn gildir bresk lögsaga.
  • Hið seinna, gerur Ísland ábyrgt fyrir heildar upphæðinni.

Þessi 2. ákvæði eru háð hvoru öðru. Samanlagt, gera þau það að verkum, að skv. Icesave samkomulaginu, er hægt að hyrða þær eignir ríkisins, sem skila stöðugum öruggum tekjum.

Þannig, hefðu Bretar og Hollendingar, nýtt sér það, þegar Ísland óhjákvæmilega verður greiðsluþrota - en núverandi stefna er nær 100% örugg sigling á þjóðarskútunni í strand - til að hyrða auðlyndir Íslands, er skipta máli í dag. 

Þannig, hefði efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar verið fyrir bí. Glatað fyrir hreina heimsku.

Eftir hefði setið hnýpin þjóð, dæmd þaðan í frá, til ævarandi fátæktar. Einmitt vegna þess, að stjórnendur landsins, á augnabliki sem öllu skipti, skildu ekki að landið var undir árás.

Þ.s. hefur gerst, er að kreppan hefur breytt öllu.

  • Þjóðirnar hafa hrokkið í gamla gírinn, að hugsa um eigin sérhagsmuni.
  • Taka auðlinda annarra, er einmitt eitt af því, sem þjóðr gerðu áður fyrr. Nú er sá gamli draugur aftur upp risinn.
  • Norðurlönd, allt í einu eru ekki lengur okkar vinir. En, Sviar og Danir eru harðir á um, að við eigum að lúffa fyrir Bretum og Hollendingum. Þarna eru Svíar og Danir, að hugsa um eigin sérhagsmuni. En, Svíar hafa sömu hagsmuni og Bretar, vegna þess að sænskir bankar eiga mjög mikið af skuldum erlendis. Danir, eru háðir Þjóðverjum; og Þjóðverjar eiga mjög mikið af skuldum, í löndum fyrir austan eigin landamæri.
  • Þröng sérhagsmuna gæsla, á endurnýjun lífdaga. Dýrin í skóginum, eru allt í einu, ekki sömu vinirnir og áður.

Í þessu atriði, er einnig blinda Samfylkingar hættuleg. Því, hún áttar sig alls ekki á þeim grunn vatnaskilum, sem eru að eiga sér stað.

Þýskaland, er nú greinilega komið sjálft í þetta far, ef marka má yfirlísingar stjórnmálamanna þarlendis, undanfarna daga:

Germany's eurozone crisis nightmare  -  By Martin Wolf

Why Europe’s monetary union faces its biggest crisis - By Wolfgang Schäuble

 

Það eru sem sagt, að fara viðsjálverðir tímar í hönd í heiminum.  Þ.e. þó sennilega ekki á leiðinni nein hernaðar árás í þessum heimshluta í bráð.

En, þ.e. hreinn barnaskapur að halda, í ljósi þess hve verðmætar auðlindir okkar eru, að engann aðran langi í þær, að við þurfum ekkert að gera til að verja þær ásælni 3. aðila.

Sko, ég vil hreinilega bandar. herinn hingað aftur, í framtíðinni. Það má vera, þegar kringumstæðurnar þróast frekar, að Kaninn komi hingað aftur. En, ef ekki. Þá getur Ísland lent í mjög þraungri stöðu, lengra séð fram í framtíðina.

Ef til vill, þurfum við að huga að því, að koma okkur upp, einhvers konar vísi að eigin her.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Valdabarátta gömlu stjórnmálaflokkanna á Íslandi leynir sér ekki!

Og svo á að troða börnunum okkar í fallbyssur til að verja auð fárra útvaldra á Íslandi?

Verð að viðurkenna að slíkt hljómar ekki vel í mínum eyrum!!! Ísland er ekki á leið í þessa heimsstyrjöld sem óljóst er ýjað að.

Ef við viljum þroskast frá þessu sjúklega græðgisplani auðvaldsins, verður það ekki gert með því að "borga fyrir herlegheitin með börnunum í stríð".

Það er margsannað mál að hörmungar styrjalda tortíma öllu sem telst normalt og mannlegt, og það tekur marga mannsaldra að ná sér eftir slíkt. Þá fer nú að leika vafi á hvað borgaði sig og hvað ekki? Eða hvað? M.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.3.2010 kl. 17:42

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ef, heimurinn fer þá leið, er mig grunar, þá munu allir þurfa að skipa sér með einhverjum þeim hætti, er tryggir þeirra stöðu.

Styrrjöld, er mjög möguleg útkoma. En, líklegra er þó nokkurs konar kalt stríð.

---------------------------

Heimurinn, er bara orðinn of lítill, til að þjóð rík af auðlyndum, við slíkar aðstæður háska. myndi geta komist af án varna.

Lærdómur seinni styrrjaldar ætti ekki vera gleimdur.

Það skiptir ekki máli, þó við viljum vera í friði, ef einhver annar vill ekki leifa okkur það.

Þá er ekki um annað að ræða, sem var sá lærdómur er við drógum þegar kalda stríðið komst í fullan gang, það að tilheyra einni fylkingunni.

--------------------------

Við slíkar aðstæður, verður hlutleysi einungis varið með öflugum hervörnum eins og t.d. hjá Svíþjóð eða Sviss - eða þú ert nægilega stór, sbr. Indland er var hlutlaust í Kalda stríðinu.

Krækiber eins og við, höfum engann möguleika á öðru, en að velja fylkingu og tilheyra henni.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.3.2010 kl. 19:38

3 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Hvað er að róa við einteyming?

Kristján Sigurður Kristjánsson, 21.3.2010 kl. 21:14

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þetta er mikið og gott tækifæri sem við eigum að taka fagnandi.  Við höfum þörf fyrir vinnunna og við höfrum þörf fyrir lærdóminn, þekkingunna.

Við eigum að segja upp þessari kjánalegu loftrýmisgæslu sem hér er nú með þeim orðum að við ætlum að sjá um hanna sjálf þegar við komumst á fætur aftur, með þeim sem vilja styðja við það verk.

Hrólfur Þ Hraundal, 21.3.2010 kl. 21:22

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hmm, herflugvélar eru dálítið dýrar.

Okkar fólk getur sannarlega lært flug.

En, "combat" þjálfun, er allt öðru vísi en þjálfun fyrir farþegaflug.

Svo, hún þyrfti að fara fram erlendis.

-----------------------------

Ég held, að langt sé í, að við verðum með flugher.

En, innan ramma þess mögulega, ætti að vera að útfæra meira hlutverk, og getu, víkingasveitar okkar; þannig að hún yrði eitthvað meira en "police swat".

Þá er ég að tala um, að búa hana, eins og örlítinn her, með brynvörðum farartækjum og nægum fjölda þyrla, þannig að hún gæti þjónað því að vera varnarsveit, gegn smærri árásum.

Þetta er þó vart gerlegt, fyrr en efnahagur okkar, hefur verið endurreistur.


Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.3.2010 kl. 22:18

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nú fer sögum af því að Kanadamenn hafi sagt þessu fólki að koma sér fyrir annars staðar en hjá þeim. Svo er eitthvað óljóst með fyrirtækið og Google hristir bara höfuðið þegar spurt er um þessa draumaprinsa hægri máttarstólpanna á Íslandi.

Árni Gunnarsson, 21.3.2010 kl. 23:45

7 Smámynd: Björn Emilsson

Satt og rétt Einar Björn. Meginmarkmið ESB er lega Islands, Virkið í norðri, eins landið okkar hefur verið kallað. Bretar hertóku landið 1939 og munar ekkert um að gera það aftur. Þá verður það í nafni ESB. Eins og þú segir réttilega, eru þeir núna að gera það með Icesave málinu. Bretar væru þegar búnir að ná fram áformum sínum, ef Steingríms Svavars landráða samningurinn hefði ekki verið stöðvaður.Islendingar hverfa í mannhafið, islensk tunga verður ekki lengur aðalmálið. Allur atvinnuvegur verður tekinn yfir og öll auðæfi hverfa inní heildina, eins og ESB reglur segja til um. Ekkert múður eða væntingar um eithvað annað. Spurningin er bara hver verur á undan ESB eða Rússar og Kínverjar.

Þá að Kínverjunum. Rússar og Kínverjar eru kommunista ríki. sem starfa og vinna saman. Þeirra markmið eru heimsyfiráð. Bandaríkin eru ´lame duck´ vegna skuld þeirra við Kína og erfiðrar fjárhagsstöðu. Dæmið getur þá litið svona út. Rússar hafa komið a hernaðarsamstarfi við Suður Ameríku, Kúbu hafa þeir. Þeir koma kannske til með að þiggja boð forsetans og fleiri islendinga um afnot eða leigu á Keflavíkurflugvelli. Þeir eru þar málum vel kunnugir. Stunda æfinga og njósnaflug umhverfis Island. Rússar eru þegar með áform um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Markmiðið er að Island verði bækistöðin fyrir olíuútflutning Rússa til Evrópu og fleiri landa. Semsagt aðstaðan og rússneski herinn er til staðar fyrir kínverjana. Þeir koma líka til með að borga fyrir vini sína. Rússar hafa frekari aform, þe að taka yfir Norður Noreg, til að tryggja siglingar, svo og Svalbarða og sennilega Grænland, komi það til. Bandaríkin, þe NATO koma ekki til með að aðhafast neitt, Bara þegja þunnu hljóði, til að styggja ekki Bandaríkin vegna veikrar stöðu þess gagnvart Kína. Allur hinn vestræni heimur er um það bil gjaldþrota Svo og hugmyndafræðilega. Evrópu er ógnað af Muslimum með Tyrkja´í fararbroddi sem væntanlegt aðildarríki ESB. Ný hugmyndafræði illra afla og trúleysingja kemur til með taka yfir hinn vestrænan heim og hugsun.

Stjórnmálalegar aðstæður á Islandi eru eins heppilegar eins best verður á kosið. Landið er sennilega nú þegar gjaldþrota. Stjórnin er setin gömlum kommunistum og forseta embættið líka. Ekki að furða þó þessir menn sem nú kalla sig vinstri-græna-samfylkingu, geri allt til að búa sem best í haginn fyrir víni sína í austri. Hvað varðar okku um þjóðarhag, var sagt einhvern tíma. Það á því miður ennþá vel við, þótt ótrúlegt sé.

Björn Emilsson, 22.3.2010 kl. 05:59

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Eitt Björn - það eru ekki hagsmunir Rússa að vinna með Kinverjum. Miklu vitlegra fyrir þá, að slá sér upp með Evrópusambandinu.

Það eru teikn á lofti, um nánara samstarf Þýskalands og Rússlands, sbr. ný gaslögn sem á að leggja eftir botni Eystrasalts, og mun þar með skera frá, millimenn eins og Úkraínu, Pólland eða Tékkland.

Þá allt í einu er staða þeirra vs. Þýskaland breitt, þvi allt í einu, eru þjóðverjar í aðstöðu, að beita þessu gasi, senda það áfram, og ef til vill að beita því eins og svipu, með svipuðum hætti og Rússar sjálfir hafa gert.

Punkturinn er sá, að ef Þjóðverjar geta tryggt sér að þessi ríki fyrir Austan þá, greiði nær alltaf atkvæði eins og þeir vilja, þurfa þeir ekki að semja við nema eina stóra þjóð innan ESB; til að hafa ráðandi meirihluta.

--------------------------------------

Þ.e. reyndar mjög heimskulegt fyrir Rússa, að vinna og náið með Kína, enda gína Kínverjar nú, yfir Mið-Asíu, sem Rússar hafa haft sem hjálendu og getað komist upp með að kaupa gas þaðan fyrir slikk, og síðan selja áfram Vestur fyrir mun meira fé.

Kínverjar hafa þegar lokið við gaslagnir til tveggja af Mið Asíuríkjunum. Enn, er það magn er þeir geta dælt, mun minna en heildarframleiðsla þessara ríkja af gasi. 

En, Kínverjar hafa mun meira fé, en Rússar. Þ.e. mjög erfitt að sjá, að Rússar geti staðið lengi í Kínverjum, í þráðbeinni samkeppni.

Mín spá, er að þeir tapi mið Asíu á næstu 10 árum, og bandalag við Þýskaland og Evrópu, verði þrautalending þeirra.

--------------------------------

Annars er einfaldlega hætta á, að þeir smám saman, þróast yfir í að verða háðir Kínverjum, þeirra samband verði svipað og Þýskalands/Ítalíu á tímum Öxulveldanna. Þ.e. þá á ég við, að Kínverjar verði mjög ríkjandi í samskiptunum.

Það væri mjög slæm þróun fyrir Evrópu og NATO, ef Rússland yrði nokkurs konar lepppríki Kínv.

-------------------------------

Ég held reyndar, að það sé nú smá upplausn innan Evrópusambandsins, sem mótast af því, þegar kreppan skall á, fóru löndin að hugsa hvert og eitt um sig sjálf.

Þýskaland, virðist vera að gera tilraun til, að ná þar eiginlegum yfirráðum.

Ég skynja valdabaráttu, úr nýlegum yfirlísingum þýskra og franskra stjórnvalda, þ.s. frönsk stjórnvöld kvörtuðu yfir því, að þýsk fyrirtæki væru of samkeppnishæf, hvöttu þjóðverja til að hvetja til neyslu og innflutnings, til að draga úr afgangi af útflutningi. Á sama tíma, og þjóðverjar, svara fullum hálsi og saka önnu ríki um óráðsíu og óstjórn.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.3.2010 kl. 11:46

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Árni - ég veit ekkert um þetta fyrirtæki fremur en þú; þ.s. fer í mig, er þessi sjálfvirka fordæming gömlu herstöðva-andstæðinganna.

Það er alveg hægt að grafast nánar til um þeirra starfsemi, ef formlegir samningar fara um hönd.

En, ég skynja þá mótmáru, að lítið sé vitað um það fyrirtæki, frekar sem yfirvarp. Raunástæðan, sé einfaldlega, sú afstaða að allt sem tengist hernaði sé rangt.

Þ.e. afstaðan, sem ég hef allta verið ósammála, tel ranga - jafnvel barnalega.

-------------------------------------

Ég sé ekkert að því, að skoða þetta fyrirtæki nánar. Í samningum, er alveg hægt að krefjast gagna af þeim.

En, fyrirtæki sem koma nálægt hermálum, í eðli sínu stunda leyndarhyggju. Þ.e. ekkert endilega undarlegt, að upplísingar, liggi ekki fyrir á lausu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.3.2010 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband