Nýtt stjórnmála-afl, gæti orðið leiðandi í íslenskum stjórnmálum. Ný skoðanakönnun, tel ég, sýnir að gott pláss er fyrir nýtt afl, ef einhver vill stofna það!

Mín skoðun, sem væntanlega margir þeir sem lesa bloggið verða sennilega ósammála, er að fylgisaukning Sjálfstæðisflokksins nú, hafi meira að gera með nær algert gangsleysi núverandi ríkisstjórnar, þegar kemur að getu hennar við það að ráða við endurreisn hagkerfisins og fjármál ríkisins; fremur en stórfenglega stöðu Sjálfstæðisflokksins.

Að mínum dómi, hefur Sjálfstæðisflokkurinn, enn verulega veikleika - sbr. vafasöm viðskipti sem formaðurinn er flæktur í, er lykta vægast sagt ílla og ætti hann, að mínu mati, að hætta bæði sem formaður og taka sér frí sem þingmaður, þar til máls hans hafa verið skoðuð nánar og hann, annað af tvennu fengið syndaaflausn eða ákært verður í hans máli.

Að auki, er varaformaðurinn, í óþægilegum málum, er tengjast þó ekki henni sjálfri beint, heldur hennar eiginmanni, en að mínu mati, gera hana óhæfa sem forystumann í stjórnmálum.

Að auki mætti nefna, mál þingmanns er staðinn var af því í vetur, að hafa innheimt gróða af fyrirtæki í eigin eigu, er það taldist vera með neikvæða eiginfjár stöðu - sem er lögbrot. Að mínu mati, hefði þingflokkurinn, átt að krefjast afsagnar hans, en afsökunarbeiðni og skil á peningum, var látið gott heita.

 

Skoðum könnunina sjálfa

Sjálfstæðisflokkur: 40,3% og 27 þingm, hefur 16 nú.

Framsóknarflokkur: 13,3% og 8 þingm, hefur 9 nú.

Samfylking: 23,1%, og 15 þingm., hefur 20 nú.

Vinstir-Grænir: 20,6% og 13 þingm., hefur 15 nú.

Borgarahreyfing: 2,1% og 0 þingm., hefur nú 4.

39,8% neituðu að svara könnun.

 

VG stendur greinilega skv. þessu best að vígi stjórnarflokkanna, heyrt hef ég þá kenningu að þrátt fyrir klofning leiti fylgi ekki frá honum, heldur safnist það í kringum hvorn pólinn þ.e. Ögma og Steingrím; en fari ekki annað.

Fyrir Samfylkingu, ætti könnunin að calda nokkrum áhyggjum, en samt heldur flokkurinn sæti sínu sem 2. stærsti flokkurinn.

Fyrir Framsóknarflokkinn, verður þetta að skoðast sem nokkur vonbrigði, því málefnalega stendur sá flokkur gríðarlega sterkt um þessar mundir, hafa unnið sigur í Icesave málinu, hafa gengið lengst allra flokka við að hreinsa spillingu úr eigin röðum; og hafa allan tímann, boðið upp á miklu mun trúverðugri, leiðir til uppbyggingar en sjálf ríkisstjórnin. En, einhvern veginn, er flokknum ekki að ganga nægilega vel, í áróðursstríðinu á vettvangi fjölmiðla. Þó formaðurinn, hafi haft rétt fyrir sér, í 100% tilvika í Icesave málinu og einnig um, efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar; þá einhvern vegnnn samt, hefur Samfylkingu með flesta fjölmiðla landsins í eigin bandalagi, tekist að skapa neikvæða ímynd af honum. Framsókn, er þó ekki í slæmri stöðu, og ætti að bæta við sig fylgi í kosningabaráttu.

 

Hvað með nýjan flokk?

Þ.e. klárt, að mjög mikið af Íslendingum er óánægt með sjálf stjórnmálin, í landinu. Það sést m.a. að um 40% neita að svara könnuninni, þrátt fyrir að spyrlar hafi alla klæki úti.

Ég held nefnilega, að hægt sé að búa til mjög sterkan stjórnmálaflokk á Íslandi. Hrun Borgarahreyfingarinnar, hafi í raun verið sönnun þess, því áður en fræg rífrildissena hófst þar innan veggja, var sá flokkur að mælast með allt að um 10% fylgi

 

Leggjum saman í púkk:

  • þingmennina 3 úr Borgarahreyfingunni, sem nú kalla sig, Hreyfinguna.
  • 4 þingmenn úr VG ásamt Ögmundi.
  • Auk þessa, Frjálslynda flokkinn, og Borgarahreyfinguna, sem enn starfar án þingmanna. 


Hvaða stefnumál?

Ég ætla aðeins að vitna í fræga bloggfærslu Alex Jurshevski: Why Iceland Must Vote “No”

Í öllum ákafanum, um að rífast um tillögur hans, er ég ekki viss um, að allir hafi tekið eftir hvað hann legurr til, í bloggfærslunni sinni.

 

Structural Reform

Iceland must free up parts of its economy and make increased revenues available to the Government as part of the attempt to did itself out of this hole. For example Iceland’s Treasury currently receives no recurring revenue from the domestic fishery. Fishing Licenses have become a “rentier” instrument whose benefits accrue to a narrow slice of the populace This needs to be changed to the benefit of the entire country rather than the few insiders who now control the licenses.

Among the other issues to address is the free lunch given to financial firms through debt indexation which places the burden of adjustment primarily on households and has led to a rash of mortgage defaults.

 

Jurshevski leggur til 2. meginlagfæringar:

  1. Veiðileyfagjald.
  2. Aflagningu verðtryggingar lána.

Í dag fari auðurinn af auðlindum hafsins til fámennrar elítu, og því þurfi að breyta. Ríkið þurfi að tryggja sér, hæfilegar rentur af þeim auðlindum.

Það sé mjög óheppilegt fyrir hagkerfið, að viðhafa fyrirkomulag þ.s. allri áhættu af lánum sé skellt á skuldara. Það sé að hans mati, ein af orsökum þeirrar húsnæðis skuldakreppu, sem nú ríki.

Þessar breytingar, muni hjálpa Íslandi að grafa sig upp úr núverandi holu.

------------------------------

Ég held að það sé ljóst, að þetta væru mjög heppileg stefnumál fyrir hinn nýja stjórnmálaflokk.

Síðan, auk þessa eftirfarandi:

  • Einbeittrar umhverfisstefnu, sem miðuð væri við umhverfisstefnu Íslandshreyfingarinnar sálugu.
  • Áhersla á, að komið verði á fót, þjóðaratkvæðagreiðslufyrirkomulagi. En, þá á ég við sambærilegt og gerist í Sviss, þ.s. má kjósa um öll mál, krafan einungis um tiltekinn fjölda undisskrifta.
  • Síðan, umbætur í stjórnkerfinu - þ.s. styrkja innviði eftirlitsaðila, og bæta gæði stjórnsýslunnar, með áherslu á að gera ráðningar faglegar.
  • Leggja áherslu, á uppbyggingu í atvinnumálum er markist að aðgerðum, í átt að skapa aðstæður fyrir sjálfssprottinn hagvöxt. Þ.e. áhersla frá stórum kostnaðarsömum verkefnum, en í átt að því, að skapa sem bestar aðstæður fyrir sjálfssprottin fyrirtæki, iðnað - til að vaxa og dafna. Sem dæmi, á að lagaumhverfi sé hagstætt fyrir ný fyrirtæki og einnig, að skattalegt umhverfi sé einnig hagstætt, þannig að ríkið sogi ekki til sín um of það fé, sem fyrirtæki þurfi til eigin uppbyggingar. 


Með þennan lista af stefnumála að vopni, ætti nýr flokkur að gera orðið mjög öflugur, jafnvel leiðandi í íslenskum stjórnmálum.

Ég held, að þörf sé á ferskum andvara.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver heldur þú að leggi í og sé nægilega hæf/hæfur til að stofna nýjan stjórnmálaflokk eftir allt sem á undan er gengið?

Vandamálið liggur í algjörum skorti á leiðtoga sem fólk getur fylkt sér um. Finnist hann, skiptir engu hvaða stjórnmálaafli hann tilheyrir. Finnist hann ekki er nýtt stjórnmálaafl dæmt til að mistakast og því sóun á orku og peningum.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 16:36

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.e. einn kostur við ferskt start, þ.e. minna af líkum í lestinni, þannig séð.

Svipað og ef við tölum um, fyrirtæki. Startup, hefjast upp á einhverri ferskri nálgun, nýbreitni, sveigjanleika. Á meðan, þeir sem fyrir eru, hafa þekkt nöfn, hefðir og tengingu við þau hagsmunaöfl, sem fyrir eru.

Spurningin er, hvers er þörf.

--------------------------------

Er stórra breytinga þörf - eða bara litilla?

Sterkur leiðtogi, ef starfandi innan gamals flokks, þarf að yfirvinna hefðir um hvernig hlutirnir eru unnir, koma breytingum í gegnum hugsanlega andstöðu sitjandi aðila innan flokksins sem starfa fyrir hönd hagsmuna tengdra aðila - en, á móti kemur, að hann nýtur góðs, af því að flokkurinn er þekkt nafn/stærð meðal kjósenda.

En, klárlega er auðveldara að framkvæma litlar breytingar fremur en stórar í því umhverfi.

Nýr ferskur flokkur, aftur á móti, hefur engar slíkar hindranir fyrir - en, er á móti hvorki þekkt stærð né þekkt nafn; og þarf því að brjóta sér leið inn á markaðinn.

En, aftur á móti, einmitt vegna þess, að eingar hamlandi hefðir eða gömul tengsl eru til staðar, þá er hægt að nota slíka flokka, sem sóknarafl stærri breytinga.

 ---------------------

Eins og ég sagði, spurningin er hvað við þurfum, stórar/smáar breytingar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.3.2010 kl. 17:37

3 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Já þetta eru stórmerkileg tíðindi, að Vinsti Grænir skuli halda bestum haus af stjórnarflokkum er mér óskiljanlegt!! en varðandi hugmynd um nýtt afl tel ég að nýstofnuð samtök Þjóðarheiðurs með Jón Val og Loft Þorsteinsson og fleiri geti verið góður kostur í nýju afli hér á landi, þeir hafa sýnt gríðarlega framsýni og þjóðhollustu í sínum skrifum og eiga ekkert nema gott skilið, kæmu  vel í staðinn  fyrir Hreyfinguna sem hverfur að sjálfu sér!!

Guðmundur Júlíusson, 19.3.2010 kl. 19:08

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hmm, hefur ekki hreinn þjóðernissinnaður flokkur, aðeins of mjóa skírskotun?

Sögulega séða, þá horft einnig til annarra landa, þá eru þeir yfirleitt litlir niður í örlítlir - en, stöku sinnum, tekst öflugum leiðtogum, að afla þeim breiðs fylgisgrunns, sem er þó undantekning.

Það getur einnig gerst, að ástand óvissu og ótta, t.d. tengt kreppu, afli þeim tímabundið meira fylgis, en öllu jöfnu.

-------------------

En, aðalreglan er vanalega sú, að þeir séu fremur litlir.

Þ.s. ég héf í huga, er fremur flokkur, er höfðar til breiðs hóps fólks, hvort sem þ.e. trúað eða ekki, hvort sem þ.e. þjóðernissinað eða ekki - vel þó þá sérstöðu, að hafa hann sem nokkurs konar grænn flokkur, hægra meginn við VG en þó nálægt miðju.

Ég hugsa til þess, að hann geti tekið fylgi til jafns frá VG og Samfó; að auki frá umhverfissinnuðum hægrimönnum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.3.2010 kl. 19:45

5 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Einar!

Hér er ekki um að ræða "þjóðernisflokk" í þeim skilningi sem þú greinilega lítur á þessi samtök,hann heitir Þjóðarheiður og ber ekki að tengja við þau samtök er þú nefnir hér að ofan, þetta eru hagsmunasamtök fólks sem ekki vilja að landið sé sett í klava skulda og óábyrgar stjórnmálastefnu í átt að EB þar sem við yrðum gleypt með húð og hári og skyrpt út við þeirra fyrsta hentugleika!! Ekki líkja þessum samtökum við þjóðernisflokka í Evrópu! það hlýtur að lýsa vanþekkingu þinni á málefnum okkar að þú skulir yfir höfuð samtengja þessa tvo hluti í eitt!

Guðmundur Júlíusson, 19.3.2010 kl. 20:29

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Segjum svo - en, nafnið "Þjóðarheiður" er dálítið, dæmigert fyrir þá tegnd flokka, er ég hafði í huga.

Þeir yfirleitt, kalla sig "þjóðar"-eitthvað, og vanalega, setja sig gegn einhverju tilteknu, er þeir telja, ógna þjóðarheill.

Misjafnt, akkúrat hvað það eitthvað er, þó.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.3.2010 kl. 21:11

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þjóðarheiður - samtök gegn Icesave eru þverpólitísk eins máls samtök, enda eru þjóðarréttur og stjórnmálastefnur sinn hvor hluturinn.

Félagar koma úr öllu litrófi stjórnmálanna, eru allt frá þjóðernissinnuðum hægri mönnum til róttækra vinstri manna.

Theódór Norðkvist, 20.3.2010 kl. 03:25

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þá er þetta ekki eiginlegur stjórnmálaflokkur, eins og ég var að tala um, heldur eins og t.d. "Samtök Herstöðva-andstæðingar" sem berjast fyrir einu tilteknu máli, þó ykkar málsstaður sé allt - allt - annar. Tek fram, að mér finnst herstöðva-andstæðingar, barnalegt fólk.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.3.2010 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband