Greinilegt að Þýskaland er orðið þreitt, á þeim vanda sem hefur skapast, að mörg lönd "freerida" á Evrunni, njóta ávaxtanna án þess að vinna fyrir þeim!

Vandinn er sá, að mörg ríki hafa notað að því er virðist, Evrusvæðið sem nokkurs konar slökunarnýlendu.

  • Fólki hafi fundist það vera "arrived" eftir upptöku Evru.
  • Í stað þess, að halda samkeppnisstöðu sinni, eða jafnvel efla hana, hafi verið slakað á klónni, eytt um efni fram.
  • Þessu hafi fylgt eins og hér á landi, skuldahlaðin þensa, þ.s. fólk notaði sér að Evru lán voru á lágum vöxtum, til að safna háum upphæðum í skuld, sem ekki hafi virst áhættusamt, meðan allt lék í lyndi
  • Eyðslan um efni fram, hafi skilað sér eins og hérlendis, í þenslu er mestöll var tekin að láni.


Nú eru þjóðverjar orðnir þreittir á þessu, eins og sést á orðum Angelu Merkel frá því í gær:
 
Sjá frétt
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að opna verði fyrir þann möguleika að reka aðildarríki úr evrópska myntsamstarfinu, ef þau ógni efnahagslegum stöðugleika álfunnar. Þá varar hún við því að Evrópusambandið komi Grikkjum til bjargar."

 

Þessa frétt ber að taka alvarlega. En, orð Merkels koma beint á eftir orðum Wolfgang Schäuble, sem voru minna hvöst, en hann hvatti til þess, að hægt yrði að refsa þeim ríkjum, sem sinna ekki skildur sinni, að reka sjálf sig af skynsemi.

 

  • Ég hef ekki trú á að Merkel eða Schäuble komi með slíkar yfirlísingar, út í bláinn.
  • Þýskaland er eftir allt saman, lykilríki ESB.
  • Þjóðverjar greinilega eru orðnir þreittir á, að önnur lönd stundi óstjórn í skóli Evrunnar.


Sjá Skýringarmynd:

Samkeppnish�fni vinnuafls � Evr�puÞ.s. þessi mynd sýnir er þróun, vinnu-afls kostnaðar, frá árinu 2000 til 2009.

Þvert ofan í spár, hefur samkeppnishæfni vinnuafls landanna ekki batnað, við upptöku Evru, að því er best verður séð.

Myndin virðist sýna, að Þýskaland, neðsta línan, hafi haldið samkeppnishæfni sinni mjög vel, á meðan að samkeppnishæfni hinna landanna hefur minnkað, ár frá ári.

 

 

 

 

  • Þ.s. þessi mynd segir, er að innlendur kostnaður þ.e. verðbólga, hafi verið hærri í hinum löndunum, yfir tímabilið, heldur en í þýskalandi.
  • Þetta segir með öðrum orðum, að önnur ríki hafi stundað mun meiri lausamennsku í hagstjórn en þjóðverjar, heimilað þenslu að eiga sér stað sem hafi líst sér í stöðugum kostnaðarhækkunum.
  • Þar með, hafi launastig farið hækkandi, og þ.s. Evran hækkaði ekki á móti, heldur miðaðist við þýska hagkerfið, þá skilaði þetta sér í eins og hér á landi, hærri kaupmætti um tíma.
  • Almenningur þar eins og hér, lifði um efni fram, með öðrum orðum, og stjórnvöld í viðkomandi ríkjum, alveg eins og hér, gerðu ekkert til að halda í við.
  • Afleiðingin sem sagt, gríðarleg skuldasöfnun alveg eins og hérlendis, sem nú skilar sér alveg eins og hér, í mjög erfiðri stöðu, heimila - fyrirtækja; alveg eins og hér.

 

Ég bendi á eftirfarandi greinar:

Germany's eurozone crisis nightmare  -  By Martin Wolf

Why Europe’s monetary union faces its biggest crisis  -  By Wolfgang Schäuble

 

Evrudraumar Samfylkingar:

Mér sýnist ljóst, að þetta getur vart annað en haft áhrif á Evrudrauma Samfylkingar.

  • Það liggur í augum uppi, að efirlit með hegðun meðlimarríkja verður hert.
  • Að auki einnig, að reglur verða stífar túlkaðar.
  • Að lokum, reglur verða sennilega einnig hertar.

Ég held að það sé alveg öruggt, að þetta muni hafa einhver áhrif á þann tímaramma, sem við Íslendingar getum mögulega átt von á, að öðlast aðild að Evru - ef til þess myndi koma, að Ísland hefði gengið inn í ESB, innan nokkurra ára.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það er löngu síðan orðið alveg augljóst að það þarf að draga ESB umsóknina til baka tafarlaust.

Síðustu rökin sem aðildarsinnar héldu fram fyrir innlimun í ESB- eru nú öll fallinn um sjálft sig.

Gunnlaugur I., 19.3.2010 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband