Vandinn er að ríkisstjórnin getur ekki skorið niður! Þetta er útgjaldavandinn í hnotskurn

Gylfi Magnússon á mánudaginn, svaraði Jurshevski með þeim hætti, að lánin í gegnum AGS prógrammið væru nauðsynleg fjármögnun fyrir Ísland, og að auki að þau væru þau hagstæðustu í boði.

Þetta er mjög áhugavert "fjármagna Ísland".

Það virðist sem þessi frægu lán hafi nú skipt um hlutverk, í annað sinn.

Eða, fengið viðbótarhlutverk.

 

Teljum upp hlutverk þeirra:

  • Snemma árs 2009, var hlutverk þeirra að borga eigendum krónubréfa út. Planið var að taka krónuna úr höftum, hleypa henni lausri og nota lánsféð til að tryggja krónubréfaeigendum greiðslu. 
  • Eftir sem leið á 2009, versnaði ástandið. Mat á skuldum Ísland hrökk úr 1,6 landsframleiðslum í 3,1 landsframleiðslu; og í ljós kom, að ríkinu myndi ekki ganga að endurfjármagna nein af sínum lánum. Þá, allt í einu, tilkynnti Gylfi um það, að láns-gjaldeyris-varasjóðurinn, væri einnig orðinn að sjóði sem ríkið mætti sækjar sér í fé, til að greiða af erlendum gjaldeyrislánum.
  • Núna, skv. allra nýjustu yfirlísingu sinni, virðist sem að láns-gjaldeyris-varasjóðurinn, hafi að auki, fengið það hlutverk að vera varasjóður fyrir ríkið, ef það vantar pening fyrir halla á ríkiskassanum.


Maður á ef til vill ekki að vera hissa á þessu.

  • En, ekkert af þeim framkvæmdaverkefnum er ríkið ætlaði að fara í, hefur verið fjármagnað.
  • Erlend fjármögnun hvers eins og einasta af þeim, er í voða. 
  • Þ.e. því ekki útlit til þess, að nokkurt þeirra fari af stað.
  • Ergo, þá verður enginn hagvöxtur, ekki bara á þessu ári heldur einnig því næsta, og þarnæsta.
  • Ergo, AGS planið er hrunið. Ísland verður greiðsluþrota þegar lánsféð þrýtur. Það má vera að það dugi út næsta ár, ef meira fjármagn fæst, þ.e. það fé sem ríkisstjórnin vonast eftir að fá. En, ef það fæst ekki, verður ríkið greiðsluþrota um mitt næsta ár.


Ríkisstjórnin er að keyra þjóðfélagið beinustu leið í þrot, og talsmenn stjórnarflokkanna, láta sem að allt sé í lagi.

Jesús minn, hvað þeir minna á bankastjórana okkar, fyrir október 2008.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband