16.3.2010 | 19:53
Búh - einhver gæti keypt skuldirnar mínar! Í fréttum í kvöld, er reynt að framkalla hræðslu við það, að skuldir ganga kaupum og sölum
- Nú þurfa menn aðeins að staldra við. Ég persónulega, er búinn nú að vera í e-mail samskiptum við herra Alex Jurshevski, um nokkra mánaða skeið, og vissi fyrir löngu, að hann stundar m.a. viðskipti með skuldir.
- SKuldir Íslands, hafa þegar í mörgum tilvikum skipt um eigendur. Þ.e. vitað, og hefur reyndar áður komið fram í fjölmiðlum. Eru m.a. í eigu vorunarsjóða.
- Við höfum enga stjórn á því, hvað markaðurinn þarna úti, gerir við okkar skuldir. Þarna úti, eru skuldabréf eins og hver önnur verðbréf, þ.e. þau skipta um eigendur, eftir duttlungum eigenda þeirra, hverju sinni.
- Okkur, er í reynd, engin ógn af þessu. En, þeir sem eiga skuldir, eftir allt saman, græða eins og aðrir, á að kaupa ódýrt og selja dýrt.
Hafandi þetta í huga, segjum svo að herra Jurshevski, ætlaði sér að græða á því, að eiga viðskipti með okkar skuldir, þá hvernig græðir hann á því?
- Hann græðir með þeim hætti, að þær hækki í verði.
- Hvernig hækka þær í verði?
- M.a. með þeim hætti, að ráðgjöf hans skili árangri.
- Svo að í reynd, skilar eign hans á hluta okkar skulda sér í hvata til hans, til að ná fram árangri einmitt í því, að láta okkar hagkerfi skila efnahagslegum viðsnúningi með sem skemmstum tíma, og er möguleg.
- Og, það akkúrat, fer saman við okkar hagsmuni.
Hvað ber okkur að varast?
Það einfaldlega, að skuldir okkar verði of háar. Einmitt, atriði sem Jurshevski hefur bent okkur á.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:02 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Spurning samt hvort hann sé búinn að fjárfesta í skuldum okkar, eða sé að fyrst að "tala niður" verðið, með því að mæta hingað og kynda undir þá umræðu að við getum ráðið því sjálf hvort við borgum skuldir eða ekki.
Aukinn kraftur í slíkri umræðu gæti aukið áhyggjur umheimsins af því að Ísland muni svíkjast um ða greiða skuldir, sem mun aftir lækka verðið á skuldunum. En ef spákaupmaðurinn kanadíski ætlar sé að græða, þá verðum við auðvitað á endanum að borga skuldirnar, er það ekki?
Einar Karl, 16.3.2010 kl. 21:30
Tala niður, hmm - þ.e. ekki eins og hann sé einn um þessa skoðun, erlendis: Maðurinn sem Ísland þarf á að halda - fundinn. Alþjóðlegur sérfræðingur í skuldaskilum ríkja, tjáir sig um vanda Íslands, og er harðorður!
Hann Sweder Wijnbergen, talaði nokkrum vikum áður, á mjög svipuðum nótum, þess efnis að skuldir okkar, stefndu í það, að verða óviðráðanlegar.
Flettu innan færslunnar, þar má finna hlekk á greinina hans Sweders.
Ég held, að þetta sé alls ekki neitt sjaldgæf skoðun úti.
En, mundu að okkar skuldatrygginga-álag, er í um 450 punktum, sem eru um 100 punktum hærra en hjá Grikkjum.
Mundu einnig, að síðasta rúma árið fyrir hrun, var einnig skuldatryggingaálag bankanna okkar, hátt og hélst svo allan tímann frá 2006, fram að hruni.
Þvert á móti, held ég að markaðurinn úti, lesi þetta rétt. Fyrsta lagi, hann hafi séð í gegnum veikleika bankanna þegar við sáum það ekki sjálf. Það sama eigi nú um okku sjálf, á meðan eins og var um bankana, að mörg okkar eins og var um bankana allt fram að hruni, að við neituðum að sjá.
Mín skoðun, er að það hafi komið í ljós, að markaðurinn með skuldatryggingar hafi metið bankana rétt. Þeir séu einnig að meta Ísland rétt.
Athugaðu, að bankastofnanir taka tillits til þessa skuldatrygginga-álsags. Og, það að með alveg sama hætti og bankarnir okkar áttu í mesta basli með að fá lán á viðráðanlegum kjörum, á það akkúrat sama við um Ísl. ríkið í dag og umliðið ár - - EKKI SATT?
---------------------------
Svo ég held hann sé ekkert að tala niður, einungis að koma fram með þ.s. líklega er viðtekin skoðun þarna úti.
Fyrir mér, hefur það alltaf verið mjög ljóst, að við eigum í mjög alvarlegum skuldavanda, og það að viðbótar skuldir, séu mjög varasamar.
Kalt mat - staða síðustu áramótat:
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.3.2010 kl. 22:00
Eitt í viðbót - umræðan, þess efnis, að við getum komist af, án þess að borga, að mínu mati, styrkir okkar samningsstöðu.
En, þ.e. eftir allt saman, flugufótur fyrir henni.
Það þarf alls ekki að koma til, að við stefnum í þá átt.
En, að mínu viti, á það að vera Plan C ef Plan B er þ.s. Jarshevski stingur upp á, og ef Plan A er plan ríkisstjórnarinnar.
Plan C er þá til vara, ef allt bregst.
Þ.e. allt í lagi, að erlendir aðilar viti af þeim möguleika, það einfaldlega kemur þeim til að íhuga, "ekki skal beita Íslendinga svo miklum þrýstingi að þeim finnist það skárri kostur".
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.3.2010 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning