Er skipulega verið að plata ísl. stjórnvöld, til að undirgangast skuldafjötra, sem svo munu valda því, að eigendur skulda okkar, munu eiga alls kostar við okkur?

Þetta er eitt af elstu brögðu/trikkum í heimi, þ.e. lánaðu viðkomandi á kjörum, sem þú veist að viðkomandi er ólíklegur til að standa undir.

Síðan, þegar viðkomandi, getur ekki staðið í skilum, hirðirðu bissnessinn af honum.

Eru Bretar og Hollendingar skipulega að gera okkur þetta?

Eru ísl. stjórnvöld, í hreinni heimsku, að láta teima sig, og þjóðina, í slíkt skuldafangelsi, þ.s. þessir erlendu aðilar, munu geta átt alls kosta við okkur, síðan hyrt af okku þ.s. þeir vilja, á meðan við erum svo skilin eftir með sárt ennið - fátækir þjónar nýrra húsbænda, raunverulegt efnahagslegt sjálfstæði glatað, Ísland nýlenda á ný?

 

Hlutverk Vinstri Grænna:

Þ.e. mikil kaldhæðni í þessu, því Vinstri Græni, trúa á samsæriskenningar um að fámenn ofsarík elíta, stjórni heiminum á bak við tjöldin.

Þeir einnig trúa því, að gömul nýlendu veldi, eins og Holland og Bretland, séu ekki endilega, orðin að sakleysisgreyum í dag.

En, samt - virðast þeir vera að feta það einstig, að vera að afhenda Ísland, þ.s. íslendingar eiga, akkúrat upp í gínandi skoltana, á gírugum aðilum - og það með þeim hætti, að erfitt er að sjá að aftur yrði snúið, jafnvel nokkru sinni.

 

Hvernig eru fyrrum nýlendu veldin 2 að plata?

Nefnum eldra dæmi. Á 19. öld, hafði stórvesírinn af Egyptalandi smáma saman tekist, að mjaka sér inn í ástand, nær fullkomis sjálfstæðis frá Tyrkjum, þó enn væri hann og hans ríki, að nafni til hluti af Tyrkjaveldi.

Stórvesírinn, vildi efla sitt land, reisa verksmiðjur, þróa það. Á sama tíma, voru Bretar og Frakkar, að færa út nýlenduveldi sín með ógnarhraða. Þeir ginu yfir Egyptalandi. Þau vildu komast yfir Egyptaland. Þeim tókst það á endanum. Hvernig?

Stórvesírinn var gabbaður til að taka nokkur stór lán, til að reisa hitt og þetta í Egyptalandi, en Bretar og Frakkar vissu þá mæta vel, með meiri þekkingu þá á iðnvæðingu, að þ.s. var verið að reisa fyrir þetta fé myndi ekki veita nægar tekjur fyrir afborgunum af lánunum. Síðan, komst stórvesírinn í vandræði með afborganir.

Eftir það, neyddu Bretar og Frakkar hann, til að undirgangast að verða svokallað "protectorate" þ.s. Bretar og Frakkar, í sameiningu réðu öllu. Eftir það, var þetta var sjálfstæði Egyptalands á enda, þangað til að það var endurreist eftir seinna stríð á 20. öld.

--------------------------------------

Nú, í okkar tilviki er verið að neyða okkur, til að undirgangast fullkomlega óþarfar skuldir:

  1. Icesave.
  2. AGS.
  3. Lán frá Norðurlöndum.
  • Þessar skuldir samanlagt, verða okkur ofviða, með sama hætti og skuldir stórvesírsins voru fyrirsjáanlega óviðráðanlegar.
  • Síðan, þegar sá tímapunktur kemur, að við náum ekki að standa við greiðslur, þá hafa Hollendingar og Bretar möguleika á, að gjaldfella Icesva lánið.
  • Vegna ákvæða um afsal þjóðréttarlegrar verndar eigna í eigu ríkisins, og ákvæðis sem kveður á um rétt þessara aðila, til að setja þær eignir undir hamarinn; Þá eiga þeir mjög hægan leik skv. Icevasamkomulaginu, til að taka eignarnámi verðmætustu eignir ríkisins, upp í skuld.
  • Þannig er þá ástandið fullkomnað, þjóðin er komin á vonarvöl. Inn í hringrás, sem getur ekki annað en endað í ástandi, fátæktar.


Sjá gamla færslu um Icesave:

Icesave samningurinn, er hefðbundinn viðskiptasamningur. Er það gott?


17.3 Waiver of sovereign immunity
Each of the Guarantee Fund and lceland consents generally to the issue of any
process in connection with any Dispute and to the giving of any type of relief or
remedy against it, including the making, enforcement or execution against any of its
property or assets (regardless of its or their use or intended use) of any order or
judgment. lf either the Guarantee Fund or lceland or any of their respective property or assets is or are entitled in any jurisdiction to any immunity from service of process or of other documents relating to any Dispute, or to any immunity from jurisdiction, suit, judgment, execution, attachment (whether before judgment, in aid of execution or otherwise) or other legal process, this is irrevocably waived to the fullest extent permitted by the law of that jurisdiction. Each of the Guarantee Fund and lceland also irrevocably agree not to claim any such immunity for themselves or their respective property or assets.  

 

Þetta fræga ákvæði, er enn til staðar í samningnm - þ.e. þeim er hafnað var í þjóðinni.

En, það má segja að sá samningur hafi 2 lykil ákvæði:

  1. Waiver of sovereign immunity.
  2. Sovereign guarantee. 


  • Hið fyrra afsalar vernd af eignum ríkisins, þannig að þá er hægt að setja þær undir hamarinn. En, um samninginn gildir bresk lögsaga.
  • Hið seinna, gerur Ísland ábyrgt fyrir heildar upphæðinni.

Þessi 2. ákvæði eru háð hvoru öðru. Samanlagt, gera þau það að verkum, að skv. Icesave samkomulaginu, er hægt að hyrða þær eignir ríkisins, sem skila stöðugum öruggum tekjum.

 

Ég átti í gær mjög langt og áhugavert samtal við mjög áhugaverðan mann, Alexander Jurshevski:

Ég bendi lesendum einnig á viðstals samantekt við hann, í Morgunblaðinu 13.3 2010.

En, hann sagði mér að Íslendingar hefðu alls ekki átt að semja um að greiða af Icesave. Aldrei hefði átt að setja inn ofantalin 2. ákvæði, þ.s. þau væru mjög hættuleg fyrir framtíðar efnahagslegt sjálfstæði landsins. 

Hann taldi þó, að of seint væri að bakka út úr því, að gera samkomulag um Icesave greiðslur.

Forgangsatriði væri þá, að losna við hættulegu ákvæðin 2, þ.e. "Sovereign guarantee" og "Waiver of sovereign immunity".

Við værum einfaldlega búin, að samþykkja að ganga frá samkomulagi við Hollendinga og Breta, þ.e. nýju samkomulagi, 4. flokkurinn í sameiningu.

 -------------------------------------------

Hann metur í dag, skuldir ríkisins í kringum 80% af þjóðarframleiðslu, en að ef öllum þeim viðbótar skuldum sem gert er ráð fyrir í samkomulaginu við AGS sé bætt við, verði skuldir ríkisins milli 140 - 130%. 

Skuldastaðan sé þegar varasöm, að hans mati. En, skuldastaða upp á 130-140% væri stórhættuleg, að hans mati, fyrir ísl. stjórnvöld.

Hann segir einfaldlega - hættið við samkomulagið við AGS.

  • Efnahags planið, sem miðast út frá þeirri skuldsetningu, sé mjög ósannfærandi, og ólíklegt til að ganga upp. 
  • Mín persónulega skoðun, er að það sé reyndar þegar hrunið, þ.s. ljóst er, að stórframkvæmdir sem áttu að setja af stað hagvöxt, eru í slíkum vandræðum með fjármögnun, að ólíklegt virðist að þær fari af stað á næstunni, og þá verður ekki af þeim planlagða hagvexti. Þá, verður ekki Ísland fært um að standa undir afborgunum, af öllum þessum viðbótar skuldum.

Hvað á að gera í staðinn - endurskipuleggja skuldir.
  • Jurshevski tók sjálfur þátt í að aðstoða stjórnvöld Nýja Sjálands, á seinni hluta 9. áratugarins við það að endurskipuleggja skuldir þess lands, og Nýja Sjáland komst hjá gjaldþroti. Í dag, eru mál þar í ágætu lagi.
  • Hann veit með öðrum orðum að þessi leið er vel fær.
  • Við þurfum skv. þessu, ekki að tala við Parísarklúbbinn eða AGS frekar, þ.e. einnig fært að leita einfaldlega til sjálfstæðra sérfræðinga eins og Vurshevski, fá hann og einhverja aðra slíka óháða, safna saman teymi þeirra, og að það teymi síðan aðstoði okkur við slíka sambærilega skuldaendurskipulagningu.
  1. Jurshevski telur, að Ísland hafi fjármagn út 2011.
  2. En, til öryggis, má einnig biðja Norðmenn formlega um, að veita okkur úttökuheimild af reikningi, sem taka mætti af ef seinna kemur í ljós að fjármagn vantar.

Niðurstaða

  • Hættum við áætlun AGS. Það er algerlega vonlaust að hún gangi upp úr þessu, hvort eð er. Hættum þar með við þær stórvarasömu lántökur, sem eruí býgerð skv. því samkomulagi.
  • Fjarlægjum ákvæðin um "Waiver of sovereign immunity" og "Sovereign guarantee" úr samkomulagi um Icesave. Þ.e. alger lágmarks krafa. Því þau 2. ákvæði geta annars gert út um efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar.

Þ.e. sem sagt leiðin, að stýra skuldum okkar, með vitrænum hætti. Endurskipuleggja þær til lækkunar greiðslubyrði, jafnvel í tilvikum lækkunar höfuðstóls.

Jurshevski, segir, að Grikkland sé í reynd í verri stöðu en við. Og, ef slík skulda-endurskipulagning fer fram, í ljósi auðlinda okkar, þá ætti hagkerfið að geta rétt við sér, á 3-5 árum.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nú sé ég að þessi færsla er komin inn fyrir hádegi. Enginn hefur ennþá séð ástæðu til að taka til máls!

Mikið er fólk ákveðið í að trúa á jólasveininn.

Árni Gunnarsson, 14.3.2010 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband