Nýju bankarnir fengu lánin, á verulegum afslætti!

Áhugaverðar upplýsingar komar fram í Morgunblaðinu í dag, um afskriftir útlánapakka bankanna, þegar hann var keyptur af ríkinu á afföllum, og síðan færður yfir til nýju endurreistu bankanna.

Eins og sést að neðan, þá geta þessar upplýsingar, bent til þess, að borð sé fyrir báru, til afskrifta til einstaklinga. En, staðan í dag, virðist vera að bankarnir séu í flestum tilvikum að rukka einstaklinga, um lán sína án tillits til þeirra afskrifta, sem bankarnir sjálfir fengu. 

Með öðrum orðum, almenningur, sé ekki að njóta þess með bönkunum, að útlán hafi verið keypt af þrotabúunum, á afslætti.

Þó það væri ekki nema, að mæta almenningi á miðri leið.

 

 

Arion Banki 

  • Útlán, upphaflegt virði 1.230 milljarðar. 
  • Færst yfir til bankans skv. virði 384 milljarðar.
  • Útlán til einstk. 11% heildarlána
  • 75% þeirra lána í skilum. 

 


NBI

  • Upphaflegt virði útlána 1241 milljarðar króna
  • Lán færð til bókar á 66% upphaflegs andvirðis.
  • Útlán til einst. cirka 25% heildarútlána. 

 


Íslandsbanki

  • Lán yfirfærð á 47% afslætti.
  • Lán til einstl. cirka 36% heildarútlána. 



Þ.e. þó spurning, hversu traust eiginfjármögnun bankanna raunverulega er. En, þrátt fyrir að hafa fengið útlán á afslætti, hafa bankarnir verið mjög tregir til afskrifta. Það hefur verið eins, og verið væri að kreysta úr þeim sjálft lífsblóðið.

 

Þá má velta fyrir sér, hversu traustur fjárhagur þeirra raunverulega er?

  • Bókfærst andvirði húsnæðis, vísbendingar eru um að það sé of hátt. 
  • Það sama getur átt við atvinnuhúsnæði, en mjög mörg fyrirtæki eru í fjárhagskröggum.
  • Þannig, að margar af eignum bankanna, geta verið of hátt metnar, og þannig eigið fé þeirra í reynd lægra, en er gefið upp í þeirra bókhaldsgögnum.

Ég velti þessu fyrir mér, vegna þess, að ein af mögulegu skýringunum, á tregðu bankanna, er einfaldlega sú, að stjórnendur þeirra, meti sjálfir, eigið fjár stöðu þeirra, sem tæpa í ljósi aðstæðna.

En, gríðarlegar afskriftir eru framundan.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband