Ísland stefnir í óhjákvæmilegt greiðsluþrot. Eina vonin til að komast hjá því, er að hefja eins fljótt og auðið er, samningaviðræður við kröfuhafa Íslands um lækkun skulda og skuldabyrði!

Í ljósi þess, að herra Jurshevski er staddur á landinu, þessa stundina, endurbyrti ég grein mína um hann, þ.s. ég kynni hann og hans skoðanir á málefnum Íslands.

  • En, aðalpunkturinn, í hans niðurstöðu sem ég er 100% sammála, er að skuldir Íslands séu þegar það miklar, að eina von þess að sleppa við greiðsluþrot, sé að hefja eins fljótt og auðið er, samningaviðræður við kröfuhafa Íslands, þá er ég að tala um alla helstu eigendur skulda okkar, um lengingu lána - um lækkun vaxta og um lækkun höfuðstóls.
  • Ef ríkisstjórnin vill gera gagn, þá á hún að óska eftir því við norsk stjórnvöld, að þau fjármagni Ísland út 2011, en annars verður Ísland óhjákvæmilega greiðsluþrota um mitt ár - en, tilgangurinn væri að vinna tíma, á meðan samningaviðræður við kröfuhafa stæðu yfir.
  • En, að sjálfsögðu, eru slíkar viðræður mjög flóknar, og það verður ekki hjá því komist, að þær munu taka nokkurn tíma. Annars, er sá tími sem er til stefnu, helst til tæpur.
  • Að sjálfsögðu ber okkur, jafnhliða, að undirbúa greiðsluþrot - en, gera verður ráð fyrir þeim möguleika að samningar takist ekki. Síðan einnig, styrkir slíkur undirbúningur samningsstöðu Íslands, þegar við erum að tala um viðræður af þessu tagi.

En, Ísland getur alveg komist af, við aðstæður greiðsluþrots. En, betra er þó, að komast hjá því.

 

------------------------------------------Gamla færslan um Jurshevski að neðan

 

Hver er Alex Jurshevski? Hann virðist hafa gríðarlege mikla reynslu af rekstri eigna/skulda safna "portofilio management". Hann tjáir sig um stöðu Íslands!

Alltaf er að koma betur og betur í ljós, eftir því sem fleiri óháðir sérfræðingar erlendis tjá sig, að samningur Hollendinga og Breta við Ísland er fullkomlega ranglátur; og ennfremur, að hann byggi á ótraustum laga grunni.

Sér til málsvarnar, hefur ríkisstjórnin afstöðu ríkisstjórna Evrópusambandsins, og einnig afstöðu Framkvæmdastjórnarinnar; sem tjáði sig við ísl. stjórnvöld skömmu eftir hrun, að Íslandi bæri að greiða Bretum og Hollendingum. <Sjá nýjustu færslu Evliru Mendés >

Á hinn bóginn, hefur kynning á málsstað Íslands, gagnvart evrópskum stjórnvöldum, verið frámunalega léleg - þannig að skilning þeirra á raunvanda Íslands hefur skort. Að auki, er Framkvæmdastjórnin framvkæmdavald Evrópusambandsins en ekki dómstóll þess; svo að rökstudd skoðun þess, hefur ekki lagagildi. Framkvæmdastjórnin, er einnig mjög pólitísk, hafandi í huga að allir framkvæmdastjórarnir eru fyrrverandi atvinnustjórnmálamenn. Afstaða hennar, mótast því ekki endilega eingöngu af lagalegum forsendum, heldur einnig af ástandi líðandi stundar, þ.e. pólitískum forsendum - sem ástandið akkúrat þá var það, að sjálft bankakerfi Sambandsins var talið í stórhættu. Síðan, má bæta því við, að á þeim tíma, var mat á okkar skuldum mun lægra svo munaði ríflega þjóðarframleiðslu; þannig að byggt á því, má vera að rétt mat hafi virst vera, að þetta væri gerlegt.

Í dag, stendur mat á skuldum þjóðfélagsins, að frádregnum skuldum bankanna, í cirka 320% af VÞF. Það eru að sjálfsögðu, óheyrilega háar skuldir.

Einnig, þarf að hafa í huga, það gríðarlega tjón, sem hrunið hefur valdið á getu Íslands til hagvaxtar, sem að sjálfsögðu skaðar getu þjóðarinnar, til að afla sér tekna og því, til að borga niður skuldir.

 

Hver er Alex Jurshevski?

Alex Jurshevski - Managing Partner

Alex is the founder of Recovery Partners and has more than 20 years of experience in investment management, M&A and advisory work. Alex was formerly a Managing Director of Bankers Trust and prior to that he was with Nomura&#39;s Investment Banking Division, a member of the European Management Committee at NIplc and Chair of the Emerging Markets Trading Committee. In the early 90&#39;s Alex was recruited to turn around the portfolio management operations for the government of New Zealand. He was a member of the Advisory Panel on Government Debt Management and the World Bank&#39;s Government Borrowers Forum. He has been involved in over USD 40 billion of financial restructurings and over USD 20 Billion of primary transactions. Mr. Jurshevski is a current board member of the Toronto Chapter of the Turnaround Management Association and a director of a publicly traded (TSX) high-yield bond fund. His language skills include English, French, and German.

 

Af þessari upptalningur er ljóst, að þetta er gríðarlega áhugaverður einstaklingur.

Á forsíður síns fyrirtækis Recovery Partners kynna þeir sig sem "Sérfræðinga í stjórnun eigna í vanda og fjármálaeigna þ.s. plön hafa ekki gengið upp."

Þeir bjóða upp á:

 

Our Advisory Services include:

  • Sovereign Debt Restructuring


  • Corporate Debt Restructuring


  • Due Diligence and Valuation Reviews of financial portfolios, investee companies or acquisition targets


  • Asset Sale Advisory for banks and financial sponsors


  • Crisis Management

 

Og eftirfarandi segja þeir um sjálfa sig:

 

Recovery Partners provides a two-pronged service offering to bank and non-bank financial institutions, institutional investors, and alternative asset managers:

  • Financial and Risk Management Advisory services concerning Sovereign Debt Management Operations, investee companies, acquisition targets, loan obligors or financial asset portfolios.
  • Acquisition of distressed or “off strategy” financial assets.

The Bottom Line is that with us as your Partners you will get “Fast, Effective Relief” for any Restructuring, Debt or Asset Management Problem.

 

Það hefur verið umræða um, að Ísland þurfi sérfræði aðstoð. Þurfum við að leita lengra?

Fram kom í Morgunblaðinu þriðjudaginn 2. febrúar, í stuttu viðtali blaðamanns við Alex Jurshevski að þeir hefðu að fyrra bragði, sett sig í samband við ísl. stjórvöld.

Svo, ríkisstjórnin hefur enga afsökun, fjallið hefur kosið að koma til Múhameðs.

 

Bloggfærslan hans Alex Jurshevski, um Icesave

Þetta er alveg gríðarlega áhugaverð bloggfærsla. Ég hvet alla til að lesa hana.

Why Iceland Must Vote “No”

Hann hefur hana af fítonskrafti, með beinni tilvitnun í orð Woodrow Wilson:The policy of collecting debts by gunboats is unrighteous, unworkable and outdated”. En, með mjög skýrum hætti kemur fram, að hann metur alla samningsgerðina, sem nokkurs konar ofbeldi að hálfu hinna samingaðilanna gagnvart Íslandi og íslendingum.

 

"Historical Precedent

If the bailout plan goes ahead it would be the first peacetime circumstance where a borrower’s debt burden has actually been adjusted significantly higher following a crisis and the subsequent restructuring. The proposal, as rejected by President Grimmson does not make any sense in the historical context whatsoever. He was right to refuse to aquiesce on this basis alone."

Jurshevski telur að plan AGS fyrir Ísland, sé algert stílbrot í sögu AGS. En, hann á við, að planið gerir ráð fyrir að endurskipulagning skulda, leiði til hækkunar þeirra í stað lækkunar. Það, gangi þvert gegn þeirri starfsvenju, sem hafi skapast við endurskipulagningu skulda ríkja fram að þessu, - sem sé sú, að endurskipulagning sé alltaf til lækkunar greiðslubyrði eða jafnvel höfuðstóls skulda. Hann virðist í reynd, telja planið fráleitt.

 

Legal Precedent

We operate in a limited liability legal system.

There is absolutely no legal (or moral) obligation to pay off the claims lodged by the UK and the Netherlands. Insolvency law states that recourse can only be made to the estate of the bankrupt and not to unrelated parties. If the Deposit Insurance Fund set up to guard the claims of the depositors is bankrupt, there is no case law that states recourse to the taxpayers is a legitimate avenue for resolving unsatisfied claims in the absence of explicit sovereign guarantees. We are not aware of any such guarantees. As a case in point, do we have any evidence of US depositors seeking redress for their claims against failed UK financial institutions from the UK Government? Have International creditors of Lehman Brothers or Bear Stearns approached the US Government for restitution? It is not hard to imagine how far Europe’s leaders would have gotten in their discussions with the US Treasury if they had dared to make this approach.

Jurshevski hefur máls á, að benda á þá staðreynd að grunnregla lagaumhverfis vesturlanda þegar kemur að skuldaskilum sé reglan um "limited liability". Með öðrum orðum, að því sé takmörk sett, hve langt sé löglegt - en síðast en ekki síst - siðlegt, að ganga gegn hagsmunum þess sem skuldar.

Jurshevski bendir á þá grunnreglu við gjaldrot, að þá beri að ganga að eigum þrotabús. Í þessu tilviki eigum í þrotabúi Landsbankans. Kröfuhafar hafi engan rétt umfram eignir þrotabúsins.

Síðan, að ef innistæðu tryggingasjóður, standi eftir fjárvana. Þá sé ekki til staðar neitt "case law" þ.e. að dómstólar hafi fram að þessu, ekki úrskurðað með þeim hætti, að kröfuhafar hafi einhvern sjálfvirkan aðgang að sjóðum skattgreiðenda, þegar innistæðutrygginasjóðir og eignir þrotabúa dugi ekki til, að mæta þeirra kröfum; í tilviki þegar þjóðréttarlega skuldbindandi trygging sé ekki fyrir hendi. Honum sé ekki kunnugt um, að þjóðréttarlega skuldbindandi trygging, hafi verið til staðar.

 

Hello Iceland, Meet your new EU Neighbors

Central and Eastern European members of the former Soviet Union voted to join the EU in the 1990s under the impression that the EU would help them put in place a modernized Western-style industrial capitalism that would lead to rising living standards. Instead, the EU leadership looked at these post- Soviet economies as outlets for their exports, and greenfield opportunities for its banks. The EU looked the other way when the privatization process in these countries became corrupted; and again looked the other way when locals mortgaged their properties with FX loans which fueled an unstable real estate bubble. Crises in a variety of these economies is presently severely undermining the EU and the European Monetary Union and could lead to its demise.

The foregoing describes the exact the situation that Iceland finds itself in today. The added danger is that Iceland might surrender to the pressure to join the EU, when this will likely result in outside interests appropriating its fishing rights, energy resources, obtain unfettered access to the banking markets, and maintain the program of keeping the Government in thrall by lending to it in order to bail out their citizens and companies who speculated and lost with the now-defunct Icelandic banks. The EU entry would also take place at an extremely disadvantageous exchange rate, effectively undervaluing the entire country in euro terms.

We say leave the EU to itself, entry now creates problems for Iceland and does not solve anything.

Jurshevski er heldur betur ómyrkur í máli gagnvart hugsanlega væntanlegri ESB aðild Íslands. Hann bendir okkur á, að um þessar mundir, sé Evran í stórhættu á hruni.

Eftir að A-Evrópuríkin gengu í ESB, hafi meðlimaþjóðir er fyrir voru, séð þau sem mjólkurkýr. Nú standi þau frammi fyrir mjög svipuðu ástandi og Ísland, þ.e. skuldakreppu þ.s. almenningur skuldi allt of mikið í öðrum gjaldmiðli en eigin, og á sama tíma sé verið að glíma við afleiðingar efnahagshruns.

Við þessar aðstæður, hafi Ísland lítið að græða á aðild en hugsanlega miklu að tapa. Þeir leggja því til, að spurningunni um aðild, sé skotið á frest.

 

Debt Paralysis

If the package were to be adopted the share of debt servicing out of total government revenues would top 16%. At those levels this statistic is more usually associated with extreme sovereign default risk. Iceland’s current Debt to GDP ratio stands between 80 and 100%. This is already very dangerous territory. However, if the USD 10 Bn. package were adopted this ratio would soar to around 140-160%, an extreme danger zone as regard defualt risk. In that case the Debt to Government Revenue ratio would rise from around 160% to almost 300%. The World Bank defines Heavily Indebted Poor Countries (HIPC) as those where this ratio exceeds 280%. The HIPC’s are all basket cases where social dislocation, starvation and corruption are a daily fact of life.

Why “restructure” in order to inevitably slide into that state of affairs?

Jurshevski er sammála mér, og mörgum öðrum er gagnrýna samningagerðina um Icesave; að skuldir Íslands séu þegar það miklar, að hætta á gjaldþroti sé mikil ,án þess að Icesave sé bætt þarf ofan á. En, talan sem hann miðar við, er nettótala yfir skuldir þjóðarbús Íslands að frádregnum eignum og að frádregnum skuldum hrun bankanna. Þetta er einmitt tala, sem hefur heyrst frá ríkisstjórninni, og notuð til að rökstyðja að við séum þvert á móti ekki í svo alvarlegum málum.

Með Icesave sem viðbót, telur hann hættu á gjaldþroti, fara úr mikilli yfir í mjög mikla.

Hann bendir á, að öll þau lönd sem fram að þessu, hafi lent í sambærilega djúpri skuldakreppu og þá myndi skella á, séu öll án undantekninga efnahagsleg lík.

Hann endar á því að spyrja, "hvers vegna að endurskipuleggja skuldir til þess eins að komast í þeirra raðir?"

 

Credit Ratings

Fitch, the credit ratings agency, downgraded Iceland’s main sovereign rating to “junk” status recently. This is not surprising. What is also not in question is that it would be extremely unlikely that Iceland’s rating would move higher if it adopted the bailout proposals. The country would likely remain a basket case for the foreseeable future.

Alternatively, if Iceland were to embark on a comprehensive reform program, retrenching and relying on its natural resource base and strong exporter status to backstop fresh money from different sources, a move upwards in the credit rankings can become a reality within a relatively short period of time.  

Jurshevski segir lækkun Fitch Rating ekki hafa verið undarlega. Á hinn bóginn, telur hann mjög ólíklegt að gangast undir viðbótar skuldbindingar, sé líklegt til að framkalla hækkun þess mats í framtíðinni. Heldur þvert á móti, sé líklegra að slíkt myndi íta okkur niður á plan ríkja sem teljast vera efnahagsleg lík.

Hann segir þó, að Ísland eigi möguleika í stöðunni. En, þeir felist í efnahagslegum umbótum. Á því að draga okkur til baka. Á því að byggja á okkar auðlindum. Á því, að byggja upp útflutningsatvinnuvegi. Með þeim hætti, ætti að vera mögulegt að hans mati, að safna auði á nýjan leik og þanni að koma okkur smám saman út úr súpunni.

 

Structural Reform

Iceland must free up parts of its economy and make increased revenues available to the Government as part of the attempt to did itself out of this hole. For example Iceland’s Treasury currently receives no recurring revenue from the domestic fishery. Fishing Licenses have become a “rentier” instrument whose benefits accrue to a narrow slice of the populace This needs to be changed to the benefit of the entire country rather than the few insiders who now control the licenses.

Among the other issues to address is the free lunch given to financial firms through debt indexation which places the burden of adjustment primarily on households and has led to a rash of mortgage defaults.

Jurshevski leggur til 2. meginlagfæringar:

  1. Veiðileyfagjald.
  2. Aflagningu verðtryggingar lána.

Í dag fari auðurinn af auðlindum hafsins til fámennrar elítu, og því þurfi að breyta. Ríkið þurfi að tryggja sér, hæfilegar rentur af þeim auðlindum.

Það sé mjög óheppilegt fyrir hagkerfið, að viðhafa fyrirkomulag þ.s. allri áhættu af lánum sé skellt á skuldara. Það sé að hans mati, ein af orsökum þeirrar húsnæðis skuldakreppu, sem nú ríki.

Þessar breytingar, muni hjálpa Íslandi að grafa sig upp úr núverandi holu.

 

International Pariah?

The UK has warned that Iceland faces economic isolation if they do not approve the package as negotiated. The sub text here is: “If you do not do as we say we will try and make this happen to you.” The reality is that the UK has massive problems of its own, is effectively bankrupt and in need of outside assistance itself. Iceland has abundant natural endowments, exports that the world wants and earns significant revenues from the tourism business. Are the Brits going to interdict fly fisherman and nature lovers when they try to visit Iceland? Are they going to stop shipments of fish from landing in the local  supermarket in Oslo? We think not. Iceland is perhaps the best placed economy to push ahead on its own. It can feed itself, build and heat its own homes and earns enough net export revenues to buy the little fossil fuels that it needs.

Jurshevski reynir að stappa í okkur stálinu. Hann bendir á, að Ísland hafi yfrið nægar auðlindir til að tryggja, lágmarks innflutning - sama hvað á gengur.

Þannig, að staða Íslands sé í reynd, sterk - þvert ofan í þ.s. haldið er fram.

Við þurfum ekki að óttast, að fiskurinn hætti að streyma úr landi á erlenda markaði. Né það, að náttúru-unnendur hætti, að ferðast til Íslands.

Að hans mati, sé Ísland sennilega það land á hnattkringlunni, sem sé í bestri aðstöðu allra, til að fylgja eigin stefnu í átt til endurreisnar.

Ég skil hann þannig, að hann telji væntanlegt greiðsluþrot Íslands, ekki sérlega varasamt. Við getum samt flutt út. Samt flutt inn. Eins og ég skil hann, þá sé það þvert á móti, leið til uppbyggingar.

  • En, ég hef haldið því fram, að í tilviki Íslands þá sé greiðsluþrot alls ekki mjög hræðilegur kostur, þ.s. auðlindirnar dugi fyrir lágmarks innflutningi og gott betur.
  • Þannig, að við munum ráða við það ástand, að þurfa staðgreiða innflutning.
  • Svo, að þá munum við smám saman getað hagnýtt okkur þá staðreynd, að þá nýtast okkur allar tekjurnar af þeim auðlindum til heimabrúks. Þ.e. ekki fer neitt fjármagn úr landi, hagkerfinu til einskis gagns, til erlendra eigenda skulda. Þess í stað, verði allt umframfjármagn eftir, og geti smám saman farið að safnast saman, þannig að smám saman geti hafist klassísk endurreisn hagkerfis úr kreppu.
  • Þannig getum við nýtt okkur skjólið, sem fælist í því, að vera í þessu ástandi, hugsanlega um nokkurt árabil.

 

Durability of the Fix

Public-sector borrowing to bail out bad private-sector debts involves expropriating money from the workforce through higher taxation ultimately rendering the economy uncompetitive. This leads to a self reinforcing death spiral in which the liability grows and debt servicing costs eventually cannot be met resulting another bust. This is exactly what the UK and Netherlands sponsored bailout package will deliver. (It is of note that the Latvian bailout stipulates that the Government there only use the bailout money to pay off foreign creditors and not for structural adjustment or job creation. Nothing good is coming from that situation as we are seeing.)

Jurshevski lýsir hér í stuttu máli, líklegustu afleiðingum þess, að fara þá leið sem ríkisstjórnin - AGS - og Bretar/Hollendingar, leggja til.

Sem sagt því, að samverkandi áhrif aukinnar skattheimtu - sem minnki samkeppnishæfni atvinnulífsins - ásamt hærri skuldabyrði; sé að framkalla sjálfstyrkjandi dauða hringrás þ.s. skuldir halda áfram að vaxa ásamt kostnaði við það að standa undir þeim. Lokaafleiðing sé nýtt hrun.

 

Vote “NO” on March 6th!!

In reviewing the forgoing it is hard to identify any upside in the ”Yes” scenario..

The facts reveal the bailout plan cobbled together under significant UK and Dutch pressure to be nothing more than a 21st Century version of Gunboat Diplomacy and should be rejected by the population of Iceland out of hand. It would consign the population to de facto slavery and remove whatever degrees of freedom are left regarding the country’s flexibility to dig itself out of this hole and to chart its own course as an independent nation.

The “No” vote has history, the law and economic reality on its side. Icelanders should vote “No” in favor of a better future for themselves and their countryfolk and not allow themselves to be bullied into a bad deal by other countries whose disingenious politicians are following the “Somebody Else Must Pay” maxim.

 It is important to note that voting “No” means that Iceland needs to negotiate shrewdly and launch a comprehensive restructuring that targets key areas of its economy, its financial management and its regulatory oversight practices. Properly managed, a restructuring backed by the natural resource and export earning potential of Iceland could restore incomes and economic activity to pre-crisis levels within 3 to 7 years.

Jurshevski telur sig verða svarafátt, ef hann eigi að benda á nokkurt sem sé jákvætt við það, að segja "" í næstkomandi þjóðaratkvæðagreiðslu.

  • Að hans mati, væri niðurstaðan sú, að þjóðin myndi samþykkja skuldaánauð.
  • Að auki, myndi hún svipta okku öllum tækifærum til þess að nálgast vandræði okkar með sveigjanleika og til þess, að marka okkar eigin farveg, á leið úr ógöngunum.
  • Íslendingar eigi að velja "NEI" í því skyni að velja sér betri framtíð en þá sem okkur sé í boði skv. plani AGS og Breta/Hollendinga og ríkisstjórnarinnar.
  • Hann bendir okku þó á, að í kjölfarið þurfi Ísland semja af skynsemi - hann er ekki að leggja til að við skellum dyrum í lás, og neitum að ræða við kóng eða prest.
  • Mjög mikilvægt sé samhliða að innleiða mikilvægar umbætur í því hvernig okkar hagkerfi virkar, og bankakerfi; sem og regluverk.
  • Hann er bjartsýnn á, að ef hagstjórn fer vel fram, þá geti Ísland rétt úr kútnum á innan við áratug. Hann er með öðrum orðum bjartsýnni en ég, - en ég miða við áratug til ríflega áratugar.

 

Niðurstaða

Ég er fullkomlega sammála Alex Jurshevski í öllum höfuðatriðum. Ég hef áður lýst svipuðum skoðunum, í mínum fyrri bloggfærslum um þessi mál. Einnig í athugasemdum við bloggfærslur annarra. Ég er væg sagt, mjög ánægður með að maður sem þessi, auðsýni svo líkar skoðanir mínum hvað þessi mál varðar. Mér finnst það benda til, að þær skoðanir séu einfaldlega réttar.

 

Ég vísa einnig til eftirfarandi: Bloggfærsu.

Prófessors Sweder van Wijnbergen, og hans grein:

Iceland needs international debt management

 

Sjáið viðtalið hér að neðan. Þetta hefur ekkert með Ísland að gera. En, þið sem opnið það fáið að sjá hvernig hann Alex Jurshevski lítur út og rödd hans hljómar. Smá þolinmæði, því fyrst kemur smá kynning, síðan fréttaskýring - og þá fyrst röðin að þeim félögum.

BNN speaks to George Armoyan, executive chairman, Clarke Inc., and Alex Jurshevski, CEO and founder, Recovery Partners

 

Kv.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Íslensk pólitík er kjarklaus pólitík og úrræðalaus. Sama á við um okkur sjálf sem hlaupum öskuvond frá hægra markinu í átt að vinstra markinu og öfugt en sjáum aldrei boltann og sökum dómarann um að hafa stolið honum.

Fyrirliðarnir róa leikinn niður þegar allt stefnir í óefni og segja vingjarnlega:

Þetta reddast allt saman.

Öndunarvélin bíður ef ekki verður gripið til viðeigandi ráðstafana og sjúklingurinn settur í meðferð.

Ísland er einfaldlega bara viðráðanlegt reikningsdæmi fyrir grunnskólakennara og útgjaldareikningurinn er hærri en þjóðin ræður við.

Árni Gunnarsson, 11.3.2010 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband