Efnahagsáætlun AGS fyrir Ísland er hrunin, nú þegar!

Ef einhver man eftir henni, þá gerir hún ráð fyrir upphaf hagvaxtar á þessu ári, rúml. 2% hagvexti 2011, 3,4% hagvexti 2012 og síðan eftir það 3,6% hagvöxtur.

Síðan eiga tekjur ríkisins að hækka um 50 milljarða á hverju ári, tekjur ríkissjóðs 2011 vera svipaðar og 2008; og að auki, viðskiptaafgangur á aðv era á milli 160-180 milljarðar, árlega.

 

Hagvöxturinn er ekki á leiðinni

Stórar verklegar framkvæmdir sem áttu, að framkalla hagvöxt, þrátt fyrir hörmulega stöðu innlenda hagkerfisins, eru ekki á leiðinni að komast af stað.

  • Þarna stendur í, fjármögnun þess hluta er snýr að okkar innlendur orkufyrirtækjum, þ.e. Orkuveitunni og Landsvirkjun. 
  • Þeim hefur ekki tekist, að fá lánsfjármögnun fyrir þeim framkvæmdum, sem stendur til að fari af stað. 
  • Án þeirra framkvæmda, er ekki hægt að framkalla hagvöxt, á næstu misserum.
  • Þá, verður ekki heldur af þeirri tekjuaukningu ríkissjóðs sem stefnt var að.

 

Hver er grunnvandinn?

  • Hann er sá, að við lok árs var halli á þjóðhagsreikningum við útlönd, upp á cirka 50 milljarða.
  •  Þetta var þrátt fyrir afgang af vöruskiptum upp á cirka 90 milljarða.
  • Þarna veldur, kostnaður af erlendum skuldbindingum. En, svo hár er vaxtakostnaður nú, að þrátt fyrir stærsta vöruskipta afgang lýðveldissögunnar, duga tekjurnar samt ekki til.

 

Enginn lánar okkur við slíkar aðstæður

  •  Það lánar enginn aðila pening, sem þegar skuldar svo mikið, að tekjur hans duga ekki fyrir vöxtum af þeim skuldum, sem fyrir eru.
  • Ég er ekki að kenna ríkisstjórninni um þetta, en ég bendi á, að þetta sé orsök þess, að lánafyrirgreiðsla fáist ekki til Landsvirkjunar og Orkuveitunnar, þ.s. þau fyrirtæki eru í eigu ríkisins og hins opinbera; og þau fyrirtæki geta ekki haft meira lánstraust en sjálft ríkið.
  • Það sé ekki orsakasamhengi við Icesave. Eða, að það sé hið minnsta, ekki mikilvæg skýringarbreita.
  • Þ.s. ég er að segja, er að þó svo Icesave yrði í einhverjum skilningi klárað, lánin frá Norðurlöndunum og AGS myndu koma, þá myndi ekki breytast þetta grunnástand, þ.e. að tekjur dugi ekki fyrir vaxtagreiðslum. Þá er ég að segja, að ekkert bendi til, að lánafyrirgreiðsla í tengslum við framkvæmdir, séu þá í nokkru líklegri til að koma þá.
  • Þ.e. einmitt ástæða þess, að þörf er á þeim lánum, einmitt vegna þess að án þeirra, fer Ísland þegar á næsta ári í þrot.
  • En, án hagvaxtar bjarga þau lán litlu, því þá verður ekki sú nýtekjumyndun/aukning tekna, sem stefnt var að, og við verðum einfaldlega gjaldþrota seinna, þegar sá peningur klárast.


 Hvað eigum við að gera?
  • Við þurfum, að óska eftir endurskipulagningu skulda.
  • Núverandi plan AGS er hrunið. Ekki þíðir að halda áfram við það.
  • Óskum eftir aðstoð AGS við það, að semja við kröfuhafa Íslands, um skuldaendurskipulagningu.
  • Þá er ég að tala um lengingu lána, lækkun vaxta og jafnvel, lækkun höfuðstóls.
  • Ríkisstjórnin getur gert gagn, ef hún óskar nú þegar, eftir við Norðmenn, að þeir aðstoði okkur við fjármögnun, á meðan slíkar samningaviðræður eru í gangi.
  • Við þurfum a.m.k. að fljóta út árið 2011. Ég trúi ekki, að þetta taki styttri tíma en eitt ár.
  • Ég er sannfærður um, að þetta sé eina leiðin, til að komast hjá greiðsluþroti ríkissjóðs.

 


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvernig er hægt að vera með svona mikinn hagvöxt ár eftir ár? Eru til einhver lönd þar sem þetta hefur tekist? Fyrir utan Kína, þar er verið að byggja upp af engu og getur því ekki orðið annað en hagvöxtur til að byrja með.

Gunnar Heiðarsson, 9.3.2010 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband