5.3.2010 | 18:51
Forsætisráðherra, ætlar sér, að aflokinni þjóðaratkvæðagreiðslu, að knýja í gegn samninga við Breta og Hollendinga!
Þ.e. ljóst af orðum forsætisráðherra, í Speglinum, að aflokinni þjóðaratkvæðagreiðslu, ætlar forsætisráðherra sér, með góðu eða íllu, að knýja í gegn nýja samninga við Hollendinga og Breta.
Hlusta á: Jóhanna Sigurðardóttir og þjóðaratkvæðagreiðslan
- Hún hafnar skilningi Sigmundar Davíðs, að yfirvofandi fall núverandi samnings í þjóðaratkvæðagreiðslunni, þíði að samningsmál séu á byrjunarreit.
- Vart þarf að taka fram, að slík afstaða er Bretum og Hollendingum að skapi, sem munu vera sammála henni um, að þá séu mál stödd á sama stað, og í haust, er þeir höfnuðu fyrirvörunum.
- Hún virðist halda, að möguleikar séu á að viðhalda samvinnu með stjórnarandstöðunni, en vart þarf að taka fram, að ef hún heldur sig við þessa afstöðu, og að sú afstaða hennar verður ofan á hjá ríkisstjórninni - þá mun stjórnarandstaðan ekki treysta sér til að taka þátt í slíkri samningsgerð, sem verður þá ekkert annað, en nýtt "rerun" um nokkurn veginn sama Icesave samninginn.
- Þá greinilega, ætlar hún sér að semja eina ferðina enn, en eins og kemur fram hjá henni, telur hún engan tíma meiga missa, að hennar mati sé skortur á samningi um Icesave allt sem miður hefur farið, að kenna - þ.e. að Ísland sé ekki að fá lán, að lánasamningar um virkjanir séu ekki að ná fram, að útlit sé fyrir samdrátt - o.s.frv.
- Þarna heldur forsætisráðherra sig við eigin ranghugmyndir, en sannleikur máls hefur verið margútskýrður fyrir henni, en hún hefur greinilega bitið í sig - sinn skilning.
- En, Ísland í dag, hefur ekki einu sinni tekjur fyrir vöxtum af núverandi skuldum.
- Þrátt fyrir afgang af vöruskiptum við útl. um cirka 90 milljarða, var halli í heild á viðskiptum þjóðfélagsins við útlönd, upp á cirka 50 milljarða við árslok.
- Starfsmenn erlendra banka, kunna mæta vel að lesa í tölur. Þeir sjá, að hrein bilun er að lána Íslandi pening, þegar Ísland hefur ekki nú þegar, tekjur til að standa undir núverandi skuldum. Fyrirtæki í eigu ríkisins, geta ekki haft lánshæfi sem er hærra en ríkisins, - en, í dag er lánshæfi ríkisins augljóslega ekkert. Þ.e. einfaldlega eðilegt, miðað við aðstæður. Þó forsætisráðherra virðist ekki skija undirliggjandi staðreyndir, og þess vegna hafa algerlega kolrangar hugmyndir, um mikilvægi Icesave saminganna.
- Mér sýnist því, stefna í að drama síðasta árs endurtaki sig, þ.e. ríkisstjórnin reyni enn eina ferðina, að knýja í gegn samninga sem eru Bretum og Hollendingum að skapi, vegna þess að forsætisráðherra og fjármálaráðherra,vantar allan grunnskilning á því hvernig hagkerfi og hafgfræði virkar.
Aldrei grunaði mig, að forsætisráðherra myndi reynast svona gríðarlega ömurleg, í því hlutverki.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:31 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hélt að ég væri hættur að vera hissa á málflutningi þessa fólks, en - tja, hvað skal segja. Þegar boðað er að þröngva eigi málinu í þriðja skiptið í gegn um þingið, með hraði að sjálfsögðu... og svo er talað í hinu orðinu um samstöðu þings og þjóðar - eftir það sem á undan er gengið - úff...
Haraldur Rafn Ingvason, 6.3.2010 kl. 01:04
Evrópufræðingur....??
Heldur þú virkilega, að Íslendingar geti bara gert eins og þeim passar..?? Íslendingar þurfa að lifa með öðrum þjóðum. Hvort sem ykkur líkar það eða ekki.
Sigmundur Davíð hefur enn ekki lagt neitt jákvætt til mála, bara væl. Er það uppbyggilegt.
Snæbjörn Björnsson Birnir, 6.3.2010 kl. 01:05
Sem Evrópufræðigur - tel ég rétt að bíða með aðild:
*Óvissa, reglur um Evrusamstarfið verða hertar, þ.e. öruggt. En, að auki, í ljósi ástandsins, er hrun Evrunnar, ekki lengur e-h sem einungis andstæðingar ESB tala um sem möguleika, heldur er það orðið "meainstream" sú skoðun, að það sé hugsanleg útkoma. Evran, hið minnsta er að ganga í gegnum sína eldskýrn. Ég lett til bið, þangað til mál skýrast.
*Óvissa, reglur um innri markaðinn, verða einnig hertar, ekki þó líkur á hruni hans, en stertkar líkur á t.d. reglur um bankamál, taki verulegum breytingum. Þá aðslögun þurfum við reyndar hvort sem er að framkvæma.
*Óvissa um örlög ríkja innan ESB. En, hætta er á að 3-6 ríki fari í þrot. Þetta - ef það gerist - verður að teljast raunverulegur möguleiki - verður erfiðasta þrekraun Evrópusamvinnunnar fram að þessu. Ég legg einnig til, að bíða þangað til komið hefur í ljós, hvaða drama fór af stað, eða ekki, í kjölfar hruns vert stöddu ríkjanna.
---------------------
Vart þarf að taka fram, að Ísland er á brún gjaldþrots, þá burtséð frá Icesave.
Ég tel samingssaðstöðu okkar veika við slíkar aðstæður, því rétt að við lögum til fyrst heima hjá okkur.
Á sama tíma, sest rikið þarna úti, staðan skýrist.
Að auki spörum við stórar upphæðir.
Snemm aðild að Evru, er útilokuð hvort sem er. Hún gæti einnig raunverulega hrunið, áður en aðildarviðræðum er lokið.
Allt ber að sama knérunni, bíða.
-------------------------
Íslendingar eiga alltaf að hegða sér skv. sínum hagsmunum, ekki því sem þeir ímynda sér sem hagsmuni annarra þjóða.
Þjóðir Evrópusambandsins, hegða sér ætíð eftir eigin hagsmunum. Það gerir Þýskaland ætíð, sem dæmi. Þau, síðan semja á milli, ef þeir hagsmunir rekast á - og að sjálfsögðu, má ekki brjóta lög og reglur.
-----------------
Það er ósannað, að það hafi Íslendingar gert.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 6.3.2010 kl. 11:24
Legg til bið - sjá innsláttarvillu að ofan.
Einar Björn Bjarnason, 6.3.2010 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning