Þá staðar nem! Ef við þá hættum ekki allri vitleysu, glötum við öllu heila klabbinu! 2. hrun er lokaviðvörun!

Eitt sem alls ekki má gerast, eftir að ríkið verður greiðsluþrota gagnvart erlendum skuldbindingum, er að ríkið verði áfram rekið með halla.

*En, fræðilega verður hægt til skamms tíma, að fjármagna halla þess, með söfnun skulda ríkisins gagnvart innlendum aðilum, t.d. bönkum.

*Að auki, er hugsanleg freysting að prenta peninga, og þannig leitast við að viðhalda þáttum í rekstri, sem peningar eru ekki til fyrir.

----------------------

Hættan, er stjórnlaus óðaverðbólga, og frekara hrun ofan á það seinna hrun, er fara mun fram, þegar ríkið verður greiðsluþrota, mjög líklega á næsta ári.

*Slíkt má kalla 3. hrun, sem væri þá hrun þess innanlands kerfis, er ríkið rekur.

----------------------

Annað hrun, sem mun koma í kjölfar greiðsluþrots, ásamt fjöldagjaldþrotum flestra þeirra er skulda verulega í erlendri minnt, verður loka - loka, viðvörun.

*það verður mjög sársaukafullt, en það einfaldlega verður að loka starfsemi á vegum ríkisins, þangað til að jafnvægi er náð.

*Sú aðgerð, þarf að fara fram, þá þegar, vikurnar og mánuðina eftir 2. hrun, þannig að ríkissjóður verði alveg hallalaus, starfsárið á eftir.

*Með þeirri aðgerð, verður tryggt, að þeir þættir þó lifi, er enn verður peningur fyrir.

*Þ.e. líka alger frumforsenda, fyrir endurreisn atvinnulífsins eftir að 2. hrun er um garð gengið, að ríkið sogi ekki strax til sín allt nýtt fé, er verður til.

-----------------------

Alger forsenda endurreisnar, eftir annað hrun, verður einmitt stífasta aðhaldsstefna í rekstri ríkisins, sem átt hefur sér stað hér í áratugi.

*Freystingarnar, til að reka með halla, verða gríðarlega sterkar, því þeir þættir er lenda munu undir egg niðurskurðarhnífsins, verða almennt séð allir, nauðsynlegir - til bráðnauðsynlegir.

*En, skilgreiningin á - hverju ber að halda, og - hvað ber að leggja niður um tíma, verður einfaldlega að miðast við það raunverulega fjármagn, sem eftir verður.

*En, ef menn láta undan freystingunum, sem verða gríðarlega sterkar, ramakveinin mjög há frá samfélaginu, þá er hættan á, að glata öllu heila klabbinu.

*Því ef ríkið sogar til sín allt umframfé, þá heldur samdrátturinn enn áfram, og ríkið drepur atvinnulífið undan sér.

*Ef að auki, ríkið prentar peninga, þá framkallast stjórnlaus óðaverðbólga - ala Zimbabwe.

Niðurstaða yrði, hrun hinna stóru opinberu kerfa - þ.e. skólakerfisins, heilbrigðiskerfisins og tryggingakerfisins. Jafnvel sjálf ríkið, gæti liðið undir lok og upplausn tekið við.

Við gætum farið aftir á byrjunarreit, við upphaf heimstjórnar, 1904. Þegar, einungis voru til upphafs vísar, þessara grunnkerfa.

-----------------------

En, með mjög strangri efnahagsstjórn, þ.s. ríkið yrði rekið hallalaust. Þá, er raunverulega hægt, að byggja Ísland upp, eftir 2. hrun - þ.e. greiðsluþrot ríkisins gagnvart útlöndum.

Þetta verður erfitt, en ef við stöndumst freystingarnar, og höldum ríkinu hallalausu, mun smám saman fara aftur að færast líf í atvinnulífið.

Með aukinni veltu, munu tekjur ríkisins aukast sjálfkrafa vegna hækkunar veltuskatta. Þá, er smám saman hægt, að fara auka á rekstur ríkisins.

En, þannig mun það þurfa að vera, eitt skref í einu, eftir því sem nýfjármunamyndun, skapar ríkinu auknar tekjur miðað við réttmætann skerf þess, af hlutfalli ný-tekjumyndunar.

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband