Fólk verður að skilja, hvað efnahagsáfallið þíðir; en þ.e. að nánast borin von er, að það komi hagvöxtur!

Allir virðast einhver veginn, halda að á leiðinni sé einhver blússandi hagvöxtur. Ímsir, er telja sig muna eftir eldri kreppum, telja víst að hlutir endurtaki sig eina ferðina enn; og eftir dífu fylgi sóknin fram á við.

En, þ.s. þetta fólk fattar ekki, að fyrir Ísland er þetta alveg ný tegund af kreppu.  Fram af þessu, hefur kreppa hérlendis alltaf átt upptök sín í, framleiðsluhagkerfinu. En, hið klassíska hefur verið að kostnaðarhækkanir, leiði á endanum til samdráttar þar, sem framkalli stutta kreppu - ásamt klassískum fylgifist stórri gengisfellingu; sem þá lækki kostnað og þannig bæti samkeppnishæfni atvinnuveganna, er þá fari að vaxa á ný - ergo nýr uppgangur hefst.

Kreppan nú, er nefnilega ekki kreppa af þessu tagi. Hún er skuldakreppa, sem er miklu mun verri og alvarlegri hlutur.

 

Af hverju skuldakreppa svo hættuleg?

Framleiðsuhagkerfis kreppu, sem á sér upphaf í að kostnaðarhækkanir hafi keyrr um of í þverbak, er hægt að lækna með einu pennastriki - þ.e. stórri gengisfellingu; og þá réttir hagkerfið aftur við sér á cirka 1,5 - 2 árum.

En, þú læknar skuldakreppu ekki með svo einföldum aðferðum.

  • Seðlabanki Íslands spáir, að á árinu í ár verði fjöldi þeirra heimila sem Seðló metur í alvarlegri skuldastöðu, kominn í 33%. 
  • Um 50% fyrirtækja, fengu tímabundna greiðsluaðlögun, sem rennur út á seinni hluta þessa árs. Það sama fengu einnig margar fjölskylur, og það rennur í mörgum tilvikum einnig út í ár.

Þ.e. sára einfalt; að það tekur mörg ár, að vinna úr slíkri skuldakrísu, fyrir þá fjölmörgu aðila sem eru á kafi í henni.

Yfir allan þann tíma, verður geta hagkerfisins okkar til hagvaxtar, mjög stórlega skert.

Þetta grundvallar atriði, verður fólk að skilja - þ.e. að enginn verulegur hagvöxtur er á næstu grösum.

Þvert á móti, bendir flest til áframhaldandi samdráttar, lengi enn. Þá á ég við, eins lengi og 33% fjöldskyldna berjast í bökkum og á sama tíma yfir 50% fyrirtækja.

Eina leiðin til að framkalla aðra útkomu, er að það fari af stað sem allra fyrst, mjög stór erlend framkvæmda verkefni.

Annars, er ekkert annað í spilunum, en áframhaldandi samdráttur, næstu árin - þ.e. versnandi lífskjör ár frá ári - og einnig vaxandi atvinnuleysi.


Ég legg einnig til að auki, að Ísland fari sem allra - allra fyrst, að huga að allherjar endurskipulagningu skulda, með lækkun þeirra sem markmið.
Slík aðgerð, myndi flíta mjög fyrir því, að hægt verði að hefja raunverulegann viðsnúning, frá þessu ferli viðvarandi lífskjara rírnunar, sem mjög líklega er framtíðin.




Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband