Hver er framtíð Evrópu? Er það, nýlendustefna seinni tíma?

Það stefnir í mjög undarlegt ástand, í Evrópu. Eða þá, gamalkunnugt.

10. áratugurinn, var áratugur vona. Evrópusambandið þandist út. Nýjum þjóðum, var lofað gulli og grænum skógum, þ.e. að innganga þýddi velferð, vaxandi velferð.

Allir virtust græða, fátæku löndin fengu fjármagn frá ríku löndunum, ríku löndin fengu gnægð vinnuafls á hagstæðari kjörum, og stærri innri markað.

Bankarnir í ríku löndunum, tóku fullan þátt í veislunni. Þýskir bankar lánuðu í austur. Austurrískir til fátækra balkan landa og í austur. Grískir, til fátækra balkan landa, og til Rúmeníu og Búlgaríu. 

Sænskir bankar til fátækra Eystrasaltslanda.

 

Síðan kom hrunið

Nú allt í einu, er ekki allt gott lengur.

Bankarnir í ríku löndunum, veittu í stórum stíl, fólki í fátæku löndunum, lán í Evrum. Sums staðar eru allt á milli 80-90% húsnæðis lána, í Evrum. En, á meðan allt lék í lyndi, var þetta ekki talin varasöm stefna, þ.s. allir myndu með tíð og tíma, komast inn í Evru svæðið og því verða á endanum, skipt um gjaldmiðil í þeim löndum. En, nú þegar krísan er komin, er ljóst að miklu mun lengra er í Evruna,

En, eins og hér, þ.s. gjaldmiðlar þeirra landa er ekki voru í Evrunni hafa falllið, þá hafa lán veitt í öðrum gjaldeyri en eigin hækkað, oft um tugi prósenta. Þ.s. víða eru Evrulán meirihluti útistandandi lána, er þetta stóralvarlegt mál.

Spurningin er, hvað skal gera nú þegar ástandið er eins og hérlendis, í þeim fátækari löndum, að gjaldmiðlar þeirra hafa fallið, þó í flestum tilvikum ekki eins mikið og krónan okkar; sem þíðir eins og hér, að lán veitt í erlendum gjaldeyri, hafa hækkað - á meðan tekjur í eigin gjaldmiðli hafa jafnvel lækkað, á sama tíma.

Hérlendis, eru þó milli 70-80% slíkra lána, í krónum. Því, er ástand þeirra landa, hvað þetta varðar, jafnvel enn varasamara en ástand okkar.

*Við erum með í staðinn okkar eigið tilbúið vandamál - þ.e. verðtryggingu*

 

 

Nýlendustefna hinna seinni tíma?

Ríku þjóðirnar eru í þeirri klemmu, að bankakerfi þeirra hafa útistandandi lán í öðrum löndum. Ef þau lán eru ekki greidd, eru þá þau bankakerfi einfaldlega gjaldþrota, og það þarf að senda reikninginn til eigin skattgreiðenda.

Á hinn bóginn, er slíkt mjög óvinsælt, þ.e. þá þarf að hækka skatta og skera niður útgjöld, þar á meðal almanna þjónustu. 

Maður sér því freystinguna, sem er að þvinga þessa skuldara, sem eftir allt saman eru ekki eigin þegnar, til að borga. Þá sjá þeir, um að endurfjármagna þau bankakerfi, og þá þurfa ríkisstjórnir ríku landanna, ekki að skera eins mikið niður heima hjá sér, eða beita eigin þegna eins hörðu, og annar væri.

Spurningin er þá, komast þær þjóðir upp með þetta?

Væri þetta nokkuð annað, en ný tegund að nýlendukúgun?

 

Hvernig rímar þetta við Icesave deiluna?

Eins og vonandi allir muna, þá fengum við ordru frá Framvkæmdastjórninni þess efnis, að við verðum að borga, skömmu eftir hrunið. Um svipað leiti, leitaði ríkisstjíórn Geira og Sollu, til Norðurlandana og ímissra ríkisstjórna N-Evrópu, og fengu alltaf sömu svörin - þið verðið að borga.

En, skömmu eftir hrunið, reyndi ríkisstjórn Geira og Sollu, að malda í móinn, og hélt því fram að greiðsluskylda væri langt í frá augljós. En, sameiginleg afstaða Evrópusambandsins + það að ESB beitti AGS gegn okkur, og það virtist þannig að við stæðum upp við vegg; varð til þess, að ríkisstjórnin lét undan, og frægt samkomulag var gert - þ.e. drög að samningi sbr. "Memorandum of understanding" þ.s. prinsippið að við borgum var sett inn, og þá skv. þeirri aðferð að ríkisstjórnir Hollands og Bretlands, myndu fyrst lána okkur fyrir upphæðinni.

En, nú skulum við íhuga málið, í hinu víðara samhengi, þ.s. ljóst er að þetta er ein samevrópsk skuldakreppa. Þ.e. ríku löndin gegn hinum fátækari. En, við lendum í þeirra hópi ef mál halda áfram á núverandi braut.

Ég held að það sé augljóst, að Svíþjóð hafi sömu hagsmuni og Bretar, þ.e. að viðhalda prinsippinu að svokallaðir skuldarar borgi án refja. Þ.s. Svíþjóð er höfuð bandalags Norðurlandanna innan ESB, og hin Norðurlöndin hafa hagsmuni af því, að viðhalda því bandalagi, held ég aðljóst sé að Svíþjóð í reynd, ráði afstöðu Norðurlandanna gagnvart okkur - og Svíar hafa þá hagsmuni að skuldarar borgi.

En, sænskir bankar, eiga mjög mikið af vondum lánum, í Eystrasaltlöndunum.

Sænska ríkið, getur þurft að endurfjármagna allt bankakerfið, en er tregt til þess. Þægilegra, að láta þegna Eystrasaltlandanna, standa undir því.

 

Hver er þá framtíðin?

Munum eftir eigin fortíð. Af hverju leiddi það til fátæktar á Íslandi að hér var komið á einokunarverslun af dönskum kóngum?

Ef einhver man eftir sögu kennslunni frá grunnskólanum, eða eftir því að hafa aðstoðað eigin börn við það að læra Íslandssögu; þá var ástæðan sú að landið lak fjármagni jafnt og þétt í gegnum allt tímabilið, og einokunin var við lýði.

En, hugmyndafræðin á bakvið nýlendustefnu, kallaðist "Mercantilism" sem þítt hefur verið sem Búauðgisstefna. En, hugmyndin á bak við hann, var að gera nýlenduveldið ríkt á sama tíma, og nýlendurnar voru gerða fátækar. 

Þannig, gerði skipulagið viljandi ráð fyrir því, að soga fjármagn til móðurlandsins.

Á Íslandi var þetta gert með þeim hætti, að landinn var neyddur til að borga há verð fyrir innflutta vöru, óeðlilega há verð, og á sama tíma, hann var neyddur til að selja framleiðslu sína gagnvart lágum verðum, óeðlilega lágum verðum.

Þetta skapaði nettó fjármagnsstreymi frá Íslandi, allan tímann á meðan einokunarverslunin stóð yfir. 

Afleiðingin varð sú, að landið varð alltaf smám saman fátækara og síðan enn fátækara, o.s.frv. - eða þar til, að Íslendingar voru fátæköst allra Evrópuþjóða talin við upphaf 19. aldar.

Þessa sögu verðum við muna. Því enn á ný, stöndum við frammi fyrir því, að stefnir í að um langt árabil verði héðan, nettó fjármagnsstreymi úr landi.

Við verðum að gera ráð fyrir að útkoman verði á ný hin sama, þ.e. að viðvarandi útstreymi fjármagns leiði til sí-vaxandi fátæktar hérlendis, alveg með sama hætti og nettó fjármagnsstreymi leiddi til fátæktar Íslendinga á öldum áður..

En, í dag eru þetta skuldir í erlendum gjaldeyri sem um er að ræða, og útstreymi fjármagns fer ekki í vasa kaupmanna og svo til danks konungs, heldur til eigenda þeirra skulda sem eru erlendir og fá það fé í sína vasa.

Þetta fé, sem streymir í þeirra vasa, að sjálfsögðu nýtist okkar hagkerfi nákvæmlega ekki neitt. Það þvert á móti, leiðir til þess að minna fé verður eftir hérlendis til allra hluta, þar á meðal til nýrra fjárfestinga. Afleiðingin er augljós, minni tækifæri - minni hagvöxtur, o.s.frv. 

----------------------------------------

Ef við síðan, íhugum þetta í evrópsku samhengi, þá sjáum við að fleiri þjóðir eru í sömu súpunni.

Það stefnir ekki bara í, að við verðum mjólkurkú fyrir þá banka og aðra aðila, sem eiga lánin okkar. Heldur stefnir í, að sama ástand verði viðvarandi hvað varðar almenning í Eystrasaltslöndunum, A-Evrópu og löndum Balkan skaga.

Hvað er þetta þá?

Nýlendustefna hnna seinni tíma?

Mér sýnist ljóst, að ef ekki verður uppreisn í þessum löndum, og okkar landi; þá lendum við og þau í því sama, þ.e. að verða fátækari ár frá ári.

 

Þ.e. mergur málsins, hagsmunir!

Ég held, að málið sé krystal-tært. Þ.e. bláköld hagsmunagæsla.

Tal um réttlætis sjónarmið, þ.e. réttlátt sé að skuldarar borgi skuldbindingar sínar, sé einfaldlega yfirvarp, til að blinda fólk fyrir því - að þ.e. verið að gera það að þrælum.

Hið réttláta, er að sjálfsögðu, að hver þjóð standi undir sínu. Þ.e., ranglátt sé að senda öðrum reikninginn.

Það virðist ljóst, að ríku þjóðirnar eru í raun og veru í bandalagi gegn fátækari þjóðunum, að þessu leiti. 

Það var því ekkert undarlegt, að Íslendingar fengu þau svör, að þeir ættu að borga.

Ríku þjóðirnar óttast það, að skuldara þjóðirnar ríis upp, og neiti að borga. Því, þá þurfa þær sjálfar að borga kostnaðinn, af því að endurreisa eigin bankakerfi.

Þess vegna, er hver sá sem hikar og hikstar við það að borga, barinn strax niður.

Þrýstingi er beitt á öllum vígstöðvum - sbr. AGS beitt fyrir vagn ríku þjóðanna, og Íslendingum þrýst til að borga.

Svíar eru í sömu stöðu fyrir sitt leiti eins og Hollendingar, og Bretar. Því, fylgja þeir Bretum að málum. Síðan teyma Svíar hin Norðurlöndin með sér.

 

Samevrópsk skuldakreppa

Svona átti þetta ekki að vera. Evrópusambandið átti að standa fyrir velferð, frelsi og mannréttindi; ekki skuldafangelsun heillra þjóða, vaxandi fátækt þaðan í frá og þ.s. kallast mætti, nýlendu stefnu hinna seinni tíma. 

Þannig, að skulda kreppan, er orðin samevrópsk, og stefnir í að ástnadið verði þannig, að ríku löndin blóðmjólki fátæku löndin, en þegnar þeirra standi undir bankakerfum ríku landanna.

Á sama tíma, dýpki og dýpki krísan, í fátæku löndunum.

Spurningin er þá, hvenær brýst út uppreisn.

 

Látum ekki kúga okkur!

Þessi mál, ríma mjög mikið við aðstæður Íslands.

Þ.s. ríku löndin, hafa sameiginlega hagsmuni að verja hið nýja kúgunarkerfi - þá er sjálfsagt skýrð ástæðan þess, hvers vegna við fengum enga samúð!

----------------------------------

Ég held, að við verðum að hugsa um okkar hagsmuni.

Við getum gert það, þ.s. við höfum nægar auðlindir til að standa undir innflutningi. 

Það einfaldlega þýðir, að við getum sagt "Nei".

Við höfum það val!


Eða hið minnsta, stöndum í lappirnar, og hótum því að borga ekki, svo við fáum betri saminga.

Að fá afslátt af skuldum, verulegann - gæti dugað.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband