Áhættan er öll okkar! Tvennt skiptir mestu máli, í tengslum við Icesave, Ísland er í "Depression" og greiðlsugeta er mjög lítil, á sama tíma er mikil hætta á auknum kostnaði við Icesave yfir samningstímann!

Ég bendi öllum á að lesa mjög ágæta grein, Jóns Daníelssonar hagfræðings, aðstoðarprófessors við "London School of Economics". En docent erlendis er kallað "assistant professor".

Sjá útreikninga Jóns Daníelssonar  hérna . Þá hleðst niður Ecxel skjal. Síðan er hlekkur á blaðagrein hans. 

Eins og þeir sem framkalla þetta á skjáinn sjá, þá er þetta vistað á vef Indefense.is - en, Jón Daníelsson er með útreikningana vistaða á : http://risk.lse.ac.uk/icesave. Þar má einnig fynna blaðagreinina, og að auki aðrar greinar um málið, sem hann hefur skrifað. Greinina sjálfa má síðan einnig nálgast á vef MBL.is fyrir þá sem hafa keypt sér aðgang að gagnageymslum MBL.is.

 

Forsendur eru:

  1. Lánsfjárhæð; Bretland 2,4 milljarðar punda og Holland 1,3 milljarðar Evra.
  2. Samtals 713 milljarðar króna.
  3. Vextir eru 5,55%, reiknaður frá 1. janúar 2009.
  4. Afborganir af höfðustól engar frá 2009-2016. Greiðslur ársfjórðungslega, þaðan í frá til 2024.
  5. Greiðslur vaxta fara þó fram, þó ekki sé greitt af höfuðstól.
  6. Á móti koma 88,2% endurheimtur úr eignasafni Landsbanka, sem fari á móti skuld.


Áhættur eru:

  1. Krafa TIF (Tryggingasjóðs Innistæðueigenda og Fjárfesta) er skv. íslenskum lögum, á tilgreindum kröfulýsingardegi, skildgreind í íslenskum krónum. TIF er bundinn af þeirri formlega yfirlístu kröfu, og getur því ekkert gert í því máli að laga sína stöðu, ef atburðarás fer af stað sem valdi nýrri stórri sveiflu á gengi krónunnar til lækkunar. Þá, lækkar krafa TIF í erlendum gjaldmiðlum, þannig að meira verður eftir af skuld, jafnvel þó TIF fái 100% greitt upp í skuld. Í reynd er sennilega gengishrun krónunnar á síðasta ári, hluti af ástæðu þess, að hlutfall þess sem talið er að fáist upp í kröfu TIF hefur hækkað í mati starfsmanna LB úr 75% í 88,2%. Þ.e. því ekki endilega víst, að staðan hafi í reynd lagast að ráði, miðað við það mat sem var á endurheimtum síðasta sumar, upp á cirka 75%.
  2. Gengisáhætta felst einnig í þeirri staðreynd, að ísl. ríkið hefur sjálft ekki tekjur í erlendri mynnt heldur aðeins í ísl. krónum. Ef atburðarás fer af stað, sem verðfellir að ráði krónuna, þá eins og allir þeir sem tóku körfulán kannast við, hækkar skuldin en tekjurnar ekki.
  3. Miðað er við að greiðslur úr þrotabúinu hefjist 2011. En, alls ekki er víst að það gerist, þ.s. nokkrar líkur verða að teljast á því, að einhverjir kröfuhafar verði ósáttir við sinn hlut, og leiti réttar síns fyrir dómstólum. Ef það gerist, þá er líklegt að sett verði lögbann á sölu eigna, á meðan mál varðandi skiptingu eigna, eru frammi fyrir dómi. Góðar líkur verða að teljast á því, að umtalsverðrar reiði og óánægju gæti einmitt á meðal slíkra aðila, svo mjög umtalsverðar líkur verða að teljast á því, að þeir geri a.m.k. góða tilraun til að rétta sinn hlut.
  4. Síðan er það þróunin í alþjóðahagkerfinu, en skv. aðvörunum AGS er núverandi hagvöxtur ekki sjálfbær, því algerlega háður áframhaldandi eyðslu í sjóðum skattborgara iðnríkjanna. En, á sama tíma hækkar skuldabyrði ríkissjóðanna, jafnt og stöðugt. Að auki, bendir flest til að ný verðbóla sé til staðar, á mörkuðum fyrir hráefni - skuldabréf - og jafnvel hlutabréf. En, hækkanir sem hafa orðið á seinni hluta síðasta árs, eru langt - langt yfir forsendum þeim, sem líkleg efnahagsleg framvinda gefur tilefni til. Þetta skiptir máli fyrir okkur, því Ísland verður að fá mjög - mjög góð verð fyrir eignir, ekki bara Landsbanka, heldur einnig hinna þrotabúanna - svo e-h séns sé til, að skuldabyrði verði viðráðanleg. Ef þ.s. flestir óháðir hagfræðingar reikna með þ.e. nýtt hrun á sér stað, þá um leið lækka þau verð sem fást fyrir þær eignir sem þarf að selja.


Íslenska hagkerfið er í "depression"!

  • 50% fyrirtækja, skv. fréttum rétt fyrir jól, hafa fengið tímabundna lækkun greiðslubyrði - frysting/eða lækkun. En, hér er um sömu tilboð og almenningur hefur fengið.
  • 2/8 fyrirtækja voru sögð skv. þeirri frétt, í vandræðum - sem væntanlega þíðir að ofangreindar aðgerðir voru ekki nægar.
  • Þetta kemur heim og saman við, að skv. skýrslu AGS séu rúm 60% fyrirtækja, metin með ósjálfbæra skuldastöðu.
  • Höfum einnig í huga, að skv. spá Seðló fyrir árið í ár, verða 40% heimila komin með ósjálfbæra skulda/eignastöðu fyrir lok árs.
  • Ofan í þetta, er verið að hækka skatta og það mikið - sem eykur í samdrátt.
  • Síðan eru vextir ennþá of háir miðað við aðstæður - sem einnig eykur samdrátt.
  • Að auki, er fólk farið að flytja af landi brott, sem einnig eykur á samdrátt.
  • Rétt fyrir helgi, kom fram hjá Samtökum Atvinnulífsins, að stefndi í að á árinu 2010 myndi verða minnst innlend fjárfesting frá því að landið varð Lýðveldi. Svona lagað, er kallað "depression".
  • Það ætti öllum að vera ljóst, að mikil aukning atvinnuleysis er á leiðinni - og að tímabundin lækkun á greiðslum sem mörg fyrirtæki og einstklingar fengu á síðasta ári, einungis frestar vandanum, seinkar þeim samdrætti er ekki varð á síðasta ári þangað til e-h aðeins seinna - en, ekki verður hann umflúinn. En,ekki er nokkur séns á öðru, en stór prósenta þessara 60% fyrirtækja muni á endanum rúlla. Við höfum val um, að taka þetta út á skömmum tíma eða á löngum - þá annaðhvort mjög djúpa kreppu í tiltölulega skemmri tíma, eða langvarandi stöðnun ala Japan.

Allt heggur í sama knérunn, þ.e. getu hagkerfis okkar til hagvaxtar.

Allt ofantalið, dregur úr getu hagkerfisins til hagvaxtar, og allt er í gangi á sama tíma. Þetta þíðir á mannamáli, að ekki eru horfur á neinum umtalsverðum hagvexti hér á næstunni - en í reynd er innlenda hagkerfið í mínus fremur en á núlli. Einungis með mjög miklum erlendum fjárfestingum, er hægt að hífa hagkerfið tímabundið yfir núllið - þ.e. einungis á meðan á framkvæmdum stendur.

 

Niðurstaða

Í ljósi þess að hagkerfið okkar var sært mjög alvarlegu svöðusári við hrunið, þá er afleiðing þess, að greiðslugeta þess er í reynd hrunin.

Á þessu ári, og einnig því síðasta, og sennilega einnig næstu ár - eða þangað til sala eigna fer að lækka höfuðstól erlendra lána - þá er staðan sú, að landið Ísland á ekki einu sinni fyrir vöxtum af skuldum. Þ.e. ástæða þess, að taka þarf lán frá AGS og öðrum, til að brúa bilið þangað til eignasala lækkar vaxtgjöld af erlendum lánum, niður fyrir okkar tekjumúr svo að við a.m.k. förum að geta staðið undir þeim, þannig að þær hækki ekki meir.

Síðan þurfa tekjur ríkisins og einnig þjóðfélagsins, að hækka á móti, svo að tekjumyndun verði næg, til að hægt sé að fara að borga þessar skuldir síðan niður.

Í allra - allra besta falli, stendur þetta alveg gríðarlega tæpt.

Þá má ekki:

  • verða viðbótar stórt hrun á krónunni.
  • verða umtalsverð töf á greiðslum úr þrotabúi LB.
  • Einnig þarf sala eigna úr þrotabúi LB og að auki sala annarra stórra eigna, er ríkinu hefur áskotnast, að ganga vel og góð verð að fást.

Ef þessir hlutir ganga ekki upp, eða að jafnvel aðeins einn þeirra fer verulega úrskeiðis, þá hrekjumst við í greiðsluþrot, flóknara er það ekki.

Líkurnar á því að ílla fari, annars vegar, og hver raun greiðslugeta okkar er akkúrat núna, hins vegar; eru lykilatriði málsins.

Því, það eru einmitt mjög veruleg líkindi þess, að greiðslugeta okkar sé nú þegar það ílla sköðuð, að gjaldþrot sé nú þegar orðið óúmflýjanlegt.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Mikið var hann skýr og góður aðjunktin frá Háksólanum á Akureyri hjá  Agli í Silfrinu í gær. Skýrt og skorinort hvernig í málinu liggur.  Greinilegt að bæði Bretar og Hollendingar voru okkur mjög hliðhollir og sanngjarnir. Allt tal um annað er rugl og áróður. Löngu ljóst að Jón Dan er bara í pólítík.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 25.1.2010 kl. 11:11

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hmm, mér fannst þú vera kaldhæðinn, þar til ég áttaði mig á, að þú meinar þetta.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.1.2010 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband