13.1.2010 | 02:39
Hrollvekjandi lýsing Prófessors Ragnars Árnasonar, á kreppunni og líklegri framvindu!
Svokallaður árlegur Skattadagur Deloitte fór fram, þriðjudaginn 12. janúar. Á honum, flutti Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, mjög áhugaverðan pistil, ásamt glærum.
Áhugavert, að fjölmiðlar landsins sýndu þessu engan áhuga, að því er virðist.
Hverjar eru niðurstöður hans?
Sjá glærur, fyrirlestur Ragnars Árnasonar, Skattadagur Deloitte
- Dýpsta kreppan: En, skv. samanburði hans, þá eru verstu kreppurnar á Lýðveldistímanum, þegar síldin hvarf 1968 -6,8%, 1954 -7,3% og síða kreppan er hófst 2008 -10,3% af landsframleiðslu.
Hafa ber í huga, að ekki er víst að spá Seðlabanka um halla þessa árs standist, þannig að núverandi kreppa getur enn reynst dýpri en þetta.
En, ég tel ástæðu til að halda, að Seðlabankinn vanmeti áhrif vaxtastefnu sinnar, til aukningar samdráttar.
- Síðan fjallar hann um tjónið: 20/7/2007 stóð verðbréfamarkaðurinn Ísl. í 9016 stigum, en 7/1/2010 í 819 stigum. Þetta sé lækkun um 91%. Í peningum talið, tap 2000-3000 ma.kr. Síðan sé það verðgildi húsnæðis, er hafi lækkað um 30%, sirca tap 1000-1500 ma.kr. Samtals tap, milli 3000-5000 ma.kr.
- Hrein erlend skuldastaða: 27/9/2009 5790 ma.kr. Endanleg skuldastaða, eftir afskriftir lána bankanna, fyrirtækja og vel gangi með eignasölu, geti e.t.v. orðið á bilinu 1/3 - 4/3 landsframleiðslu eða 500-2000 ma.kr.
- Afleiðingar kreppu: Neytendur/fyrirtæki skulda mikið og þurfa að rifa seglin, sem minnkar mikið neyslu og umsvif í hagkerfinu. Vextir ríkisins af eigin skuldum að meðaltali milli 3-6% af landsframleiðslu eða milli 8-16% af brúttó-útflutningstekjum, á hverju árin næstu 15 árin. Þetta fé nýtist ekki til uppbyggingar hagkerfisins.
Þetta þíðir einfaldlega að hvorki innlend neysla né innlend fjárfesting, er líkleg á næstunni að vera drifkraftur nýs hagvaxtar.
Útstreymi fjármagns úr hagkerfinu, til að standa undir skuldum, en þarna er einungis talið upp útstreymi vegna skulda ríkisins sjálfs, en skuldir annarra eru umtalsvert hærri, þannig að heildar árlegt útstreymi fjármagns úr hagkerfinu er mun stærri tala en þarna kemur fram.
Þetta fé nýtist ekki hagkerfinu á nokkurn hátt, og það fé sem til staðar til allra hluta, er mun minna af þessum sökum; og þetta er því mjög samdráttaraukandi.
- Staðan nú: Ónóg innlend eftirspurn og geta til fjárfestinga, til að koma hagkerfinu úr kreppunni. Það sé efniviður í langvarandi kreppu, og það dragi úr tekjumöguleikum ríkissjóðs sem auki líkur á greiðsluþroti. Eina leiðin út, felist í framköllun hagvaxtar, með einhverjum hætti.
- Til að framkalla hagvöxt: Til þurfi fjárfesting, fulla nýtingu framleiðsluþátta - en nú sé cirka 10% atvinnuleysi. aukið framtak og nýsköpun.
- Hvað getur ríkið gert?: Stuðlað að fjárfestingum með því að lækka skatta og vexti. Það flýti fyri mnnkun atvinnuleysis og efli atvinnulífið. Það hjálpi hagvexti.
En, núverandi háa vaxtastig, er mjög bagalegt þ.s. vextir auka alltaf samdrátt, sem gerir þá hentuga ef þarf að kæla hagkerfið, en mjög óhentuga þegar vandinn er samdráttur.
Hækkanir skatta hafa sömu áhrif, og eru því einnig hentugt tæki ef þörf er á samdráttaraðgerðum til að kæla hagkerfi sem er í bullandi þenslu, en þeim mun bagalegri eru þeir ef vandinn er akkúrat viðvarandi samdráttur.
- Spá um efnahagsframvindu, líkan gerir ráð fyrir breytilegum hagvexti í ljósi mismunandi skattstigs á fjárfestingu: 2010-25, óbreyttir skattar skili 2,7% meðalhagvexti. 10% hærri skattar skili 1,6% meðalhagvexti. 20% hærri skattar skili einungis 0,5% meðalhagvexti.
Áhugaverðast í spánni hans, og því sem kom annars fram hjá Ragnari Árnasyni, prófessor, er einmitt þau alvarlegu áhrif, sem skattahækkanir ríkisins muni að flestum líkindum hafa á hagvöxt.
Mín skoðun er, að af þeirra völdum og einnig af völdum hás vaxtastigs; sé líklegra en ekki að enginn hagvöxtur verði á þessu ári, þ.e.að samdráttur verði meiri en ríkisstjórnin og Seðlabankinn miða áætlanir sínar við.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.1.2010 kl. 01:09 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
Nýjustu athugasemdir
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ásgrímur - Evr. hefur hingað til fjármagnað stríðið að stærstum... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , þess vegna mun NATO krefjast trygginga af ... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: https://www.youtube.com/watch?v=rkA7Fd8XNyQ Það sem líklega ger... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ég fylgist nokkuð með fréttum frá nýjasta NATO ríkinu Svíþjóð o... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , meir en næg orka annars staðar frá. Frekar... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: En það gæti nú orðið ESB sem þvingar Selenski loks að samningar... 1.1.2025
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja...: Má orða það þannig. Gleðileg jól. Kv. 25.12.2024
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja...: Fljótt á litið er eins og við höfum farið úr öskunni í einhverj... 24.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.1.): 2
- Sl. sólarhring: 22
- Sl. viku: 881
- Frá upphafi: 858734
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 789
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Beinar afleiðingar af ofurlánstrausti erlendra fjármálastofnanna [stærstu hákarlarnir eru leiðandi], og svo lokun lánalína og beitingu hryðjuverka laga að mínu mati. Mat IMF um fastar Brúttó þjóðartekjur á haus verði helmingi minni en í Danmörku og 12% minna en í Bretlandi er staðreynd. Sem byggir m.a. á vitneskju um afstöðu alþjóðasamfélagsins m.t.t. farvegs ríkistjórna Íslands. Stöðugleika yfirlýsingar í kjölfar endurreisnar hlutfallslegasta stærstafjármálageira í heimi að mati IMF skömmu eftir formlegt hrun styrkja mína skoðun ennfremur.
Farvegurinn er vitskertur.
Júlíus Björnsson, 13.1.2010 kl. 13:52
Á það hefur verið bent sem mögulegt sparnaðarráð, að segja upp þessum prófessor! Einn helsti málssvari kvótakerfisins og telur auk þess að selja eigi allar aðrar auðlindir, svo sem háhitann, einkaaðilum, sem geti svo nýtt hann að vild!
Mér hefur dottið hug að fækka mætti fleirum frjálshyggjupésum á launskrá ríkisstofnanna, enda varla við hæfi að slíkir séu ríkisstarfsmenn. Það stríðir auk þes gegn skoðunum þeirra að vera á jötu hins opinbera!
Auðun Gíslason, 13.1.2010 kl. 22:10
Það er algild regla hjá forræðisstæettinni í EU þjóðarlíkanum að húsnæðis kostnað sé í samræmi við laun stéttar. Þetta var pýramidi 1% 20% 80%. Nú er greinlegt að stéttirnar stefna í að verða tvær.
Húsnæðiverð verður í samræmi við Brúttó þjóðartekjur á haus árið 2014. Þegar stöðugleika er kanski náð.
Helmingi lægra en í Danmörku? Hag-stjórnar vísindi eru bull og vitleysa. Alþjóðafjármálastofnanir er stærstu hákarlarnir sennilega svartir ef þeir Bresku eru brúnir. Ég tel IMF öruggasta spámanninn í Ríkjum þar sem ríkistjórnir gegna.
Júlíus Björnsson, 14.1.2010 kl. 01:00
Í grunninn, er kvótakerfi góð hugmynd. Mun skárri, en sú aðferð er notuð var á undan.
Mín skoðun, er að það eigi þó að vera auðlindagjald.
Spurning um aðferðir - fyrningu mætti nýta í því skyni, t.d. 2% á ári, sem síðan ríkið endurúthlutar skv. uppboði.
Fé, renni síðan til einhverra þarfra verkefna.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 14.1.2010 kl. 01:02
Júlíus - lestu þessa grein:
Iceland needs international debt management
Ég held að þetta sé merkilegasti maðurinn, sem hefur tjáð sig um okkar mál.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 14.1.2010 kl. 01:05
Einar Alain er ekki Íslendingur er með hermenna gen sem ég bý líka að forfaðir minn var Hernaðarmálaráðherra Dana í byrjun 18. aldar 3 næstu liðir Hershöfðingjar og kauphallarbraskarar.
Sókn er eina vörnin, daglagt hjá yfirstéttinni í EU bak við tjöldin. Það eru reglur til að vernda neytendur sem spara í EU gegn lausfjárskorti og greiðslufærni allra útbúa á innan lögsögu Meðlima-Ríkis sem eru viðmið Tilskipunarinnar. Útlendingar fá engin forréttindi til stunda peningaþvætti. Seðlabanki Íslands hefur samkvæmt EFTA samningum upplýsingaskyldu gagnvart EU Seðlabankanum. Banka heilbrigðieftirlitið í UK átti að vera algjörlega ljóst mörgum mánuð fyrr að Icesave yrði ekki borgað, sér í lagi ekki ef terrorista ákvæðum yrði beitt. Hvað voru Bretar sjálfir að reyna að fela? Hversvegna voru þeir að gefa frest?
Fyrirverandi Bankastjóri W.B. Bankans það Fjárfestingabanka EU komi hér skömmu eftir hrun. Hann var 1995 stofnár Fjárfestingabankans Bankastjóri. Samkvæmt Ráðninga samningu er þagnaskylda algjör í anda stjórnarskrár EU. Hann sagði við ættum að gleyma innlimun og stunda okkar hefðbundnu einhæfu útflutningsvegi næsta áratugina í það minnsta. Þetta nægði mér, allir hinir fræðingarnir toppa hann ekki, hann veit sínu viti þessi maður. Þessi Hollenski er líka merkilegur.
Ef ráðandi Íslendingar koma ekki niður jörðina og skilja að þeir ráða ekki GDP í heiminum. 72% er þjónustugeiri á Íslandi, 19% lágvirðisauka iðnaður og sjómenn og bændur um 3%.
Þessi 72% draga niður hagnað fjárfesta af Íslandi. Stærsti hluti EU sinnar. EU ef fullnægjandi mannauð sem toppar allan Íslenskan. Við höfum ekki nauðsynlega til verja sína eigin hagsmuni.
Allir sem hafa rekið fyrirtæki ekki á forsendum fjármálgeirans vita vel að 3% er ómissandi og 19% líka. Ég þyrfti ekki meira fólk . Hér þarf enga flókna hagfræði. Frakkar og Þjóðverjar eru ekkert nema prosentur og smámunasemi. Í þeirra augum eru við ekki ríki. Við erum insular. 300.000 manna héröð eru út um alla EU.
Þjóðartekjur Luxemburg eru vegna þess að hún hefur hlutverk í EU geymir fjármálastofnanir. Malta geymir luxus einkasjúkrahús. Þetta merkir ekki tækifæri almennings séu mikill í þessum héröðum. NeysluKarfan er líka öðruvísi samsett en hér og þess vegna ódýrari.
Nú eigum við að hafa þjóðar tekjur eins og Kýpur. Eigum við ekki að borða það sem þeir borða heima sér.
Ég þarf að fá mér nýtt lyklaborð.
Í EU þá er víðsýn áttvísi stefna í allar áttir á hverjum tíma, það er óvinur alstaðar. Hér er búin að vera stefnumörkun í ára tugi það á að samsvara broad guidelines eða hjá frökkum Les grandes orientations.
1. awareness of one's environment with reference to time, place, and people. Ég hef ekki heyrt áttvísi í opinberri umræðu síðan ég var barn.
Ein stefnu mörkun. Þetta er dæmi um insular þýðingar. Þrengja merkingar sviðið að persónu þýðandans. Við erum orðin sem eru í orðaforða.
Ég hef heimsótt full af 300.000 manna héruðum í EU, fæstir vita hvað Ísland er. Þau hafa ekki einu sinni háskóla. Þetta þykir allt í lagi í uppahverfum stórborga. Það þýðir ekkert að spyrja þá sem telja sig vita betur en við sjálf hvað er okkur fyrir bestu. Það eru komið fram við ráðmenn eins og þeir séu svo yndislegir. Það segir stórborgari á meginlandinu um þá sem hann ber ekki virðingu fyrir en eru allt í lagi. Kurteisi borgar sig. Irony.
Strákurinn 11 ára spurði í hvaða landi hann ætti búa? Það eru svo margir ungir ættingja mínr fluttir og fleiri á leiðinni. Ég á von á fullt af fólki í sumar í heimsókn.
Það er langbest að búa í hverfi alþjóðfjárfesta. Það verður aldrei á Íslandi.
Þessi bókhalds uppsveipla hér vegna þess að Deutche bank hafði svo mikinn áhuga á krónum : bestu með mælinn, byrjaði miklu fyrr eða í þjóðarsátt. Það er ekki gott að græða mikinn gjaldeyri samhliða vaxandi krónu því það þarf að endulána hann, um 1990 var eigiðfé markaðsett í heiminum höfuðstóll lagaður af á Íslandi. EinkaTryggingarsjóðirnir í EU tryggja ekki nýja eigið féið það er á reikning hverrar lánastofnunnar. Survival of the fattest at the start. Þá gátu allir stórir hákarlar veðjað á. Þeir stóru halda og þeira valda.
Uppsveifla var veldsvísa vöxtur en ekki línulegur hægt fyrst 15 árin og svo rýkur allt upp.
þjóðartekjur á haus jukust ekkert hér í samburði við aðra fra 1990 til 2007. Góðærið var í hausnum á almenningi, sem fékk lán og lánaðan kaupmátt alltaf of hátt gengi. Þetta gat gerst með vitund og vilju stærstu lánadrottna Íslendinga. Nýja eigið féð ruglaði newbies í ríminu. Ekki Deutche bank. Financial instruments. Funding medium. liquidators new debitors or creditors. Þeir sem lærðu ekkert í síðan 1995, þeir geta ekki verið góðir ráðgjafar í dag. F. losers.
Júlíus Björnsson, 14.1.2010 kl. 05:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning