Alain Lipietz segist hafa rétt fyrir sér. OK, við skulum skoða málið, með opnum huga!

Fyrst, hver er sú skoðun, er uppi hefur verið í gegnum árin.

Ísland er meðlimur að EES, þ.s. lög og reglur Evrópusambandsins um hinn sameiginlega markað gilda. 

Hingað til hefur verið talið, að það þíddi að fyrirtæki á EES svæðinu hefðu nákvæmlega sömu lagalegu stöðu, og fyrirtæki starfandi í einstökum ríkjum Evrópusambandsins.

Íslendingar, hafa haft um árabil rétt til að starfa í meðlimaríkjum ESB og EFTA, og þegnar meðlimaríkja ESB og EFTA hafa haft rétt til að starfa hér, og þeir hafa þurft að hafa jafnan rétt á við Íslendinga hérlendis, og við á þá erlendis, o.s.frv. Sama um fyrirtæki, að því er hefur verið talið.

Directive 19/1994

Directive 12/2000

Directive 47/2002

 

Stóra spurningin er, hvort þ.e. rétt, að Bretar og Hollendingar beri alla ábyrgð; en við Íslendingar enga?

Ég þarf varla að taka fram, að ef satt, þá gjörbreytir þetta öllu málunu, gerir Icesave samninginn að fullkomlega bandvitlausu plaggi - og hefur hann þó verið vitlaus fyrir.

 

Fyrst orðið Branch: Skv. Merriam-Webster:

a division of an organization (2) : a separate but dependent part of a central organization <the neighborhood branch of the city library
 

Samkvæmt þessu, þá er"Branch" rétta orðið yfir starfsemi Landsbanka, þ.e. deild sem er rekin erlendis, en er samt partur af móðurfyrirtæki.

Ég man vel eftir, að Alain Lipietz notaði alltaf þetta orð, þ.e. "Branch".

 

Subsidiary:

Subsidiaries are separate, distinct legal entities for the purposes of taxation and regulation. For this reason, they differ from divisions, which are businesses fully integrated within the main company, and not legally or otherwise distinct from it."

 

Munurinn er sá, að Landsbankinn rak starfsemi sína sem "Branch," sem skv. skilgreiningu er deild sem rekin er sem sjálfstæð eining, sem er lagalega háð móðurfyrirtæki.

 

En, Kaupþing Banki, rak sína starfsemi sem "Subsidiary," þ.e. lagalega sjálfstæða einingu.

 

Hingað til, hefur verið talið, að afleiðing þessa væri sú, að þ.s. starfsemi Landsbanka var starfandi sem deild fyrirtækisins er starfaði erlendis, með öðrum orðum ekki sem sjálfstæður lögaðili; að þá hafi sú deild Landsbanka Íslands HF verið hluti af hinu íslenska innistæðutryggingkerfi, og því algerlega á ábyrgð Íslands, að standa undir lágmarkstryggingu þeirra innistæðna.

Hver man ekki eftir dramanu í október 2008, þegar bankarnir voru að lifa sína síðustu daga, og síðan rétt eftir hrunið; þegar komu fram upplýsingar um það, að gerðar hefðu verið tilraunir til þess, á 11. stundu, af eigendum Landsbanka Íslands hf, að koma honum inn fyrir breska innistæðutrygginga kerfið.

Þetta er sem sagt atriði, sem fram að þessu, af öllum sem talið hafa sig þekkja þessi mál; verið talið vera með þessum hætti.

Ég veit ekki betur, en að þetta hafi einnig verið skoðun breskra yfirvalda, löngu fyrir hrunið, sbr. tilraunir þeirra nokkru fyrir hrun, um að sannfæra Landsbanka Íslands um að umbreyta starfsemi sinni yfir í form "Subsidiary".

Þetta er skýring þess, að menn eru spektískir á mál Alain Lipietz, og einmitt þegar svo byltingarkennd sjónarmið koma fram, sem brjóta upp skoðun sem hefur verið bæði útbreidd og viðtekin, þá er skiljanlegt, að menn hrökkvi ekki upp um leið, og segi já og amen.

Á hinn bóginn, fordæmi ég aðdróttanir margra úr röðum stjórnarliða, er heyrst hafa í dag, og beinlínis reyna að gera lítið úr Lipietz, aðdróttanir m.a. um fávisku, misskilning - um að vera ekki með á nótunum, íja að því að hann sé pólitískt vafasamur, o.s.frv. Svona ókurteisi, í garð aðila, sem hefur komið með, sannarlega mjög áhugaverða ábendingu, á ekki að líða.

 

Ég kalla ábendingu hans, sem sagt, áhugaverða, og legg áherslu á, að hún verði skoðuð betur.

Best væri, að einhvers konar skoðanakönnun á meðal kollega hans, er hafa unnið að mótun viðkomandi laga, þ.e.  Direcvitves 19/94 - 12/2000 - 47/2002, færi fram. Þessi skoðanakönnun, hefði þá tilgang að komast að því, hvaða hljómgrunn skoðanir Lipietz hafa á meðal þessara aðila.

Þ.s. menn þurfa að hafa í huga, að ef við ætlum að sækja þetta mál á þessum grunni, þá þarf málatilbúnaður okkar að vera vandaður, vel rökstuddur og þá hjálpar einnig, að hann hafi hljómgrunn.

Við þurfum því, að vera algerlega viss í okkar sök.

 

Mitt svar: Þetta er algerlega nýr útgangspunktur, á þessi atriði, og mín fyrstu viðbrögð voru að fylgja þeirri skoðun, er ég hef haft í gegnum árin. En, síðan yfir vinnudaginn, þ.e. í dag, þá hefur þetta mál ekki látið mig í friði, og ég fór að velta fyrir mér, hvort hugsanlega þetta gæti verið rétt, og þar með - að hin viðtekna skoðun sé einfaldlega röng? Ég hef ákveðið að stíga skref til baka, og segja, þ.e. hugsanlegt.

 

Directive 19/94: Article 1:5

5. &#39;branch&#39; shall mean a place of business which forms a legally dependent part of a credit institution and which conducts directly all or some of the operations inherent in the business of credit institutions; any number of branches set up in the same Member State by a credit institution which has its head office in another Member State shall be regarded as a single branch.

 

Directive 19/94: Article 6

1. Member States shall check that branches established by a credit institution which has its head office outwith the Community have cover equivalent to that prescribed in this Directive.

Failing that, Member States may, subject to Article 9 (1) of Directive 77/780/EEC, stipulate that branches established by a credit institution which has its head office outwith the Community must join deposit-guarantee schemes in operation within their territories.

 

Ef  Alain Lipietz hefur rétt fyrir sér, þá er lykilhluti fyrstu setningarinnar þarna að ofan "outwith the Community". Og, það breytir engu, að við séum meðlimir í EES. Lykilatriðið sé, að við séum ekki meðlimir í Evrópusambandinu.

Skv. þessu, þá sé það á ábyrgð meðlimaríkis ESB, að tékka á því, að banki með útibú starfandi þar, hafi á bakvið sig tryggingarkerfi, sem standist kröfur ESB um tryggingakerfi. Og, ef  Alain Lipietz hefur rétt fyrir sér, þá gildir þessi setning um okkur.

Seinni hluti fyrsta hluta, virðist einungis vera heimildarákvæði um það, að ef "host country" telji tryggingakerfi þess lands sem erlendur banki er frá, sem sé ekki meðlimaríki ESB, vera ófullnægjandi miðað við reglur ESB um innistæðutryggingakerfi; þá sé því heimilt að krefjast þess, að bankinn gangi inn í tryggingakerfi undir þess stjórn.

Þetta gefur þá til kynna, að vegna þess að ísl. bankar fengu að starfa í Bretlandi um árabil, þá hafi Bretar skv. því í reynd verið búnir, að gefa ísl. tryggingakerfinu, sitt vottorð um ágæti.

Ef Alain hefur rétt fyrir sér, þá er skv. bankareglum Evrópusambandsins, munur á lagalegri stöðu banka er teljast vera íslenskir og starfa sem lögaðilar á Íslandi, og reka útibú í einstökum ríkjum Sambandsins; og bönkum er starfa sem lögaðilar innan einstakra ríkja sambandsins, en reka útibú í öðrum ríkjum sambandsins.

Þetta gengur þvert á þ.s. hingað til hefur verið talið um EES svæðið, þ.e. að meðlimaríki þess hafi nákvæmlega sömu réttindi og skildur að öllu leiti, þegar kemur að þáttum tengdum hinum sameiginlega evrópska markaði.

Alain Lipietz, telur að þetta þíði, að Bretar og Hollendingar, beri alla ábyrgð, en við enga.

 

Ég segi að lokum, þetta þurfi frekari skoðun. Öflum okkur frekari heimilda. Fáum skoðanir kollega hans, og annarra er hafa starfað að því að semja texta bankareglna ESB. Því, ef þetta er raunverulega satt; þá er gríðarlega mikilvægt, að fá það staðfest.

Einnig er mikilvægt, að ef þetta er ekki rétt, að þá fá það einnig staðfest, svo við séum ekki að fylgja villuljósum.

Þetta er of mikilvægt mál, til þess að við förum í einhverja vitleysu. Ígrundum þetta, af fyllstu varfærni, skipulega og af nákvæmni.


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og ég skil málið þá snýst þetta um tilskipun nr. 87 frá 2002 en það segir nokkuð um íslenska blaðamennsku að það skuli enn vera óljóst.

Tilskipunina tilgreini ég með þeim fyrirvara að ég hef ekki enn haft ráðrúm til þess að lesa hana vandlega.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 00:25

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það er allveg örrugt að í stjórnarskrá EU: Er EU 1.málsaðili, 2 málsaðili eru Meðlima-Ríki eingöngu. 3 aðili er aldrei notað um EU eða Meðlima-Ríki.

Ísland er 3. aðili. Sem allir aðrir. 1.persona, 2.persona og 3.persona: Mengingararfleið Evrópskar hugsunar.  Þú lest EU stjórnarskrána og setur hana í fyrst sæti : það vita allir. aðrir hennar málsaðilar eru Meðlima-Ríkin: 3 persóna eru allir hinir.

Alan er læs, hér er ekkert ef.   Það er skylda Meðlima-Ríks það á að tékka á því hvort útibúið hafi hliðstæða þess  sem dekkar [kostnaðin]

A défaut, les États membres peuvent, sous réserve de l&#39;Article 9 (1) de la Directive 77/780/CEE, stipulent que les succursales créées par un établissement de crédit qui a son siège social hors de la Communauté doit s&#39;inscrire dépôt- régimes de garantie à l&#39;opération au sein de leurs territoires.

Sé því ekki þannig ekki farið getur Meðlim-Ríkið, með fyrirvara um Grein 9 [1] Tilskipunnar 77/780/CEE, krafist til öryggis/tryggingar að útibúin  sköpuð af Lánastofnun sem hefur höfustöðvar utan [lögsögu] Sameiningarinnar þess að eigi að skrá sig í innstæðu-tryggingar kerfi á svæðum þeirra. [útibúanna umráðasvæðum innan Meðlima-Ríkisins.

Útpælt af frökkum þeir spila með karlkyns og kvenkyns orð og eintölu/fleirtölu til að tilvísunarorð misvísi ekki.  

Meðlima Ríkið er að tryggja  [sig] með því að tékka á höfuðstöðvunum, ef þær eru tryggðar  hliðstætt eins og er lýst í Tilskipuninn.

Ef ekki er Meðlima-Ríkið ábyrgt svo það velur að öllum líkinum að krefjast þess að útibúinn borgi tryggingarkostnaði í Meðlima-Ríkinu.  Þetta er dæmi um einfalt og ósiðspiltan skilning.

Nú fengu útibúin starfsleyfi sennilega vegna þess að Meðlima-Ríkið tékkaði á höfuðstöðvunum.

Bretar eru tregir til að viðurkenna kerfis mistök. Það var víst hefð að ef lögreglan handtekur á röngum forsendum þá borgar sá saklausi 1 pens. Málið er felt niður og bókuð játning.

Þetta sagði Íslensk stúlka mér sem lenti í þessu og frænka hennar í London var eða er gift aðalsmanni og hann fékk ekki undanteknu.    

EES er ekki eini nágranasamningurinn sem EU hefur gert. Stjórnskipunarákvæði Nágranna samninga er kafli í stjórnarskrá.

Júlíus Björnsson, 12.1.2010 kl. 06:26

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

ekki undantekningu.

Bretum geta alltaf farið fram á síðar ef koma fram nýjar tilskipanar sem gera Höfuðstöðvatrygginguna ekki hæfa krafist þess að útibúin greiði í Bretlandi.  Samfo  skilur ekki EU hugsun. Alvíra , Joly og ég geri það.

Ef Alain lol

Júlíus Björnsson, 12.1.2010 kl. 06:33

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Öll útibú í Bretlandi fara eftir Bresku lögum og í leiðinni þeim sem eru sameiginleg Meðlima-Ríkjunum. Á íslandi gildir þetta líka bara ekki um öll lög sameiginleg Meðlima-Ríkjum.

Bretar vildu fá dótturfélög til að lögsækja þau í Bretlandi ef þeir þyrftu að beita hryðjuverkalögum t.d. tel ég. Það getur vel verið að Bretar treysti því dómskerfi þeirra geti tafið mál endalaust.

Hinsvegar bauð LB upp á fast 7% innlánsvexti vexti í mörg ár á sama tíma og útlánsvextir voru þeir á svipuðu róli. Sumir aðrir buðu breytilega 7%. Ég held að hámarksvextir séu ekki bannaðir í UK. Það þolir þetta enginn þegar hætta er á kreppu og þetta hefur alvega örugglega gert heimabanka brjálaða.   

Mig grunar að Bretum hafi orðið á í messunni.

Júlíus Björnsson, 12.1.2010 kl. 08:22

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þetta er franska auðskilinn:

Article 6

1. Les États membres vérifient si les succursales créées par des établissements de crédit ayant leur siège social hors de la Communauté disposent d&#39;une couverture équivalente à celle prévue par la présente directive.

À défaut, les États membres peuvent prévoir, sous réserve de l&#39;article 9 paragraphe 1 de la directive 77/780/CEE, que les succursales créées par des établissements de crédit ayant leur siège social hors de la Communauté adhèrent à un système de garantie des dépôts existant sur leur territoire.

2. Les déposants effectifs et potentiels des succursales créées par des établissements de crédit ayant leur siège social hors de la Communauté reçoivent de l&#39;établissement de crédit toutes les informations pertinentes concernant les dispositions en matière de garantie qui s&#39;appliquent à leurs dépôts.

3. Les informations visées au paragraphe 2 sont disponibles dans la ou les langues officielles de l&#39;État membre où est établie la succursale, de la manière prescrite par le droit national, et sont rédigées de façon claire et compréhensible.

Hver einast studenti í Frakklandi skilur þetta. Alain hefur þetta allt á hreinu end ráðin í ljósi tryggingar meðmæla um færni og hæfi.

Útbúum bar að upplýsa innstæðueigendur um tryggingarupphæðina. 

Ísland skuldar tryggingarsjóðinum framlagið sem hann greiddi innstæðueigendum í sinni lögsögu, það sem umfram var greitt hér var til að bjarga áfram haldandi bankastarfsemi hér. Bretar vildu ekki stofna úti búi hér.

Til þess að að bjarga sínum þegnum hefðu Bretar átta að bjarga útibúum frá gjaldþroti en ekki setja þau hausin, með beitingu terroristaákvæða. Þá hefði safnast hraðar í tryggingarsjóðinn fyrir lámarksinnistæðum sem Íslendingar gera líka kröfu í. 

út fyrir [lögsögu] Sameiningarinnar. [Lögsaga] Þetta er undanskilið orð í öllum stjórnarskrám. Frakkar þola ekki að lesa sama orðið oftar en einu sinni á blaðsíðu. outwith

Júlíus Björnsson, 12.1.2010 kl. 09:04

6 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Getum við Íslendingar alltaf talið okkur stikkfrí þegar hentar. Við innleiðum reglugerðir ESB í gegnum EES og hefjum mikla útrás í krafti fjórfrelsisins. En svo þegar babb kemur í bátinn þá fara menn að rýna textana til þess að finna reglugerðargötin og reyna að skríða út um þau.

Ég skil vel hvert þú ert að fara - það ber vissulega að eyða allri óvissu og fá botn í málin.

En eru ekki hundruð sérfræðinga búnir að skoða þessi mál fram og til baka? Hvers vegna eru allar 27 þjóðirnar í ESB einhuga í afstöðu sinni? Byggir það á sameiginlegri meinfýsi eða niðurstöðu sérfræðinga? Allstaðar eru skiptar skoðanir um túlkun - talaðu við tvo lögfræðinga og þú færð tvo mism. álit. Sama gildir um hagfræðinga.

Ef þú skoðar málið frá sjónarhorni sparifjáreigandans - bæði hins íslenska og hins breska/hollenska - þá sérðu að tryggingakerfi innistæða er grundvallaratriði í þinni tilveru. Og ef íslenskir bankar gátu farið sem eldur yfir Evrópu (það var búið að undirbúa Icesavereikninga í 11 löndum) og sent svo sparifjáreigendum puttann þá er hart í heimi sparifjáreigenda.

Hjálmtýr V Heiðdal, 12.1.2010 kl. 10:14

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hjálmtýr - ég bendi þér á, að hafa í huga, að EFTA staðfesti, að grunnhagsmunir okkar hafi verið í húfi.

Mig grunar, að ekki hafi verið nægilegt tillit tekið, einmitt til grunnhagsmuna okkar.

En, okkar framíðarkynslóðir verða að teljast saklausar, einnig börn og ungmenni. Eins og Elvira bendir á, þá eru lög ESB "laws in context" þ.e. á bak við þau, eru einnig hugmyndir ESB, um réttlæti - lýðræði, o.s.frv.

Skv. grunnhagsmunum, þá má ekki setja á Ísland byrðar, sem ekki eru sjálfbærar og/eða gagna mjög hart fram gegn lífskjörum þeirra, er ég benti á að ofan, sem enga sök eiga.

Mín skoðun, er einfaldlega, að það sé hægt, að halda því fram, þ.e. rökstyðja, að samningarnir brjóti hreinlega sáttmála ESB, þegar ofantaldir þætti eru hafðir í huga.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.1.2010 kl. 12:22

8 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það kann að vera að grunnhagsmunir okkar hafi verið fyrir borð bornir. Sem ólöglærður leikmaður reyni ég

að taka afstöðu sem rýmar við mínar skoðanir og hagsmuni. Óvissan er einnig slæmur kostur.

Við skulum sjá til hvað þjóðaratkvæðagreiðslan ber í skauti sínu. Ég er allavega spenntur fyrir tilrauninni

og tel að þjóðin eigi að taka þessa ákvörðun fyrst svona er komið. Það verður vonandi til þess að koma

ró á mannskapinn. Kanski kemur eitthvað gott út úr baslinu - en ekkert er í hendi enn.

Hjálmtýr V Heiðdal, 12.1.2010 kl. 13:12

9 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Ég held að við ættum að hætta að tala um útrásarvíkinga.

Þetta voru samskonar menn og við erum að bjóða velkomna hingað til að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum. Þeir voru reyndar frekar slæmir í viðskiptum og ekki bætti bankakreppan úr skák.

Ég veit ekki betur en að við höfum fengið ameríska herinn hingað sem fjárfesti og allir voru voða glaðir, svo þegar honum sýndist fór hann bara burt og skildi eftir drasl um allt land.

Nú erum við búin að fá Rio Tinto og fleiri af því sauðahúsi til að gerast innrásarvíkingar hjá okkur, og það verður fróðlegt að sjá hvernig viðskilnaðurinn verður þegar þeir fara burt.

Sigurjón Jónsson, 12.1.2010 kl. 17:00

10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Directive 19/1994

...whereas the Directives governing the admission of any credit institution which has its head office in a non-member country, and in particular the First Council Directive (77/780/EEC) of 12 December 1977 on the coordination of the laws, regulations and administrative provisions relating to the taking up and pursuit of the business of credit institutions (1) allow Member States to decide whether and subject to what conditions to permit the branches of such credit institutions to operate within their territories; whereas such branches will not enjoy the freedom to provide services under the second paragraph of Article 59 of the Treaty, nor the right of establishment in Member States other than those in which they are established; whereas, accordingly, a Member State admitting such branches should decide how to apply the principles of this Directive to such branches in accordance with Article 9 (1) of Directive 77/780/EEC and with the need to protect depositors and maintain the integrity of the financial system; whereas it is essential that depositors at such branches should be fully aware of the guarantee arrangements which affect them;

------------------------------------------

Mér sýnist þetta gefa til kynna, að meðlimaríki hafi heilmikið vald yfir starfsemi svokallaðra "Branches" frá ríkjum utan Evrópusambandsins.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.1.2010 kl. 22:39

11 Smámynd: Auðun Gíslason

Samkomulag næst við Evrópusambandið fyrir hönd Hollendinga og Breta - Greiðir fyrir láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF)

16.11.2008

Mikilvægur áfangi hefur náðst til lausnar deilunnar um innstæðutryggingar vegna íslenskra bankaútibúa á Evrópska efnahagssvæðinu og stöðu sparifjáreigenda í þeim. Viðræður Íslands við nokkur Evrópusambandsríki, sem komust á fyrir tilstilli Frakklands sem nú fer með formennsku í Evrópusambandinu, leiddu til samkomulags um viðmið sem lögð verða til grundvallar frekari samningaviðræðum.

Samkomulagið felur í sér að íslensk stjórnvöld ábyrgjast lágmarkstryggingu þá sem EES-reglur mæla fyrir um til innstæðueigenda í útibúum bankanna erlendis. Endanlegur kostnaður ríkissjóðs vegna þessa mun ráðast af því hvað greiðist upp í innstæðutryggingar af eignum bankanna. Einnig er kveðið á um að Evrópusambandið, undir forystu Frakklands, taki áframhaldandi þátt í að finna lausnir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármálakerfi og efnahag.

Aðilar eru ásáttir um að hraða fjárhagslegri aðstoð við Ísland, þar með talið samþykkt lánafyrir­greiðslu sem beðið hefur samþykktar stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) undanfarnar vikur. Erindi Íslands hjá IMF verður tekið til afgreiðslu hjá sjóðnum miðvikudaginn 19. nóvember.

Umsamin viðmið

  1. Ríkisstjórn Íslands hefur átt viðræðufundi með stofnunum Evrópusambandsins og hlutaðeigandi aðildarríkjum þess um skuldbindingar Íslands samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið að því er tekur til tilskipunar um innstæðutryggingar 94/19/EB. Aðilar komu sér saman um að tilskipunin um innstæðutryggingar hafi verið felld inn í lög­gjöf­ina um Evrópska efnahagssvæðið í samræmi við samninginn um Evrópska efnahags­svæð­ið og gildi því á Íslandi með sama hætti og hún gildir í aðildarríkjum Evrópusambandsins.
  2. Viðurkenning allra aðila á þessari lagalegu stöðu greiðir fyrir skjótri niðurstöðu samninga­viðræðna þeirra sem nú standa yfir um fjárhagsaðstoð við Ísland, þ.m.t. við Alþjóða­gjald­eyris­sjóðinn. Þessar samningaviðræður skulu fara fram með samhæfðum og samræmdum hætti og skal þar tekið tillit til hinna erfiðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ísland er í og knýjandi nauðsynjar þess að ákveða ráðstafanir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármála- og efnahagskerfi sitt.
  3. Stofnanir Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins munu taka áframhaldandi þátt í þessu ferli sem fer fram í samráði við þær.

Reykjavík 16. nóvember 2008

Kannski ekki úr vegi, að minna á þessar samninga ríkisstjórnar Geirs. H. Haarde nú þegar ásakanirnar  dynja á núverandi ríkisstjórn.  Svona hófst í raun þessi samningaruna.  Svona var ríkissjóður skuldbundinn í byrjun þessa leiðindamáls!  Nú virðist stór hluti þjóðarinnar telja að Jóhanna og Steingrímur J. eigi sök á hvernig komið er, og þau sæta ásökunum um hin villtustu svik við land og þjóð.  Munið að Icesave-myllan fór af stóð 2006 með vilja og vitund íslenskra yfirvalda!

Auðun Gíslason, 12.1.2010 kl. 23:16

12 Smámynd: Júlíus Björnsson

Bretar dæmi um Meðlima-Ríki sem leyfi slík útibú gaf sér að Ísland myndi enda í helmingi lægri þjóðartekjum en Danir innan skamms.

Þeim var því mikið í mun að útbúin[ les succursales, the branches] yrðu gerð dótturfyrirtæki [ Filiales, subsidaries]. Þá gætu Bretar bætt sínum kjósendum, skattgreiðendum jafnframt innstæðueigendur tapið að fullu eða hreint og beint yfirtekið nú dótturfyrirtæki.

Látið svo allt hrynja í Höfuðstöðvunum á Íslandi.  

Allar  EU greinar laganna sem málið varða byggja því að svo fremi sem Meðlima-Ríkið fylgi sameiginlegum grunnreglum allra Meðlima-ríkja það er reglum EU, þá er Meðlima-Ríkið sjálfábyrgt og einráða innan sinnar lögsögu, þetta má kalla vald yfir sinni sinni lögsögu. 

Ábyrgð Breta á útibúum Höfuðstöðva utan Bretlands er engin. Bretar bera ábyrgð á sínu eigin kerfi fyrst og fremst og sínum skattgreiðendum.  Innan Breska kerfisins má ekki mismuna keppendum sem hafa hæfi eða Bretar hafa veitt leyfi til að taka þátti í breskri regluverks samkeppni undir eftrirliti og á ábyrgð Breta.

Þetta er þroskuð EU hugsun, andstæða þess sem ræður för á Íslandi.

Bretar bera ábyrgð á hruni á sínu svæði, jafnvel þótt þeir hafi valdið því sjálfir. Þeir eiga engar kröfur á Íslenska skattgreiðendur. Hollenska ríkisstjórnin ekki heldur. 

Hlutirnir geta ekki orðið efnahagslega verri  en að brúttó Þjóðartekjur á haus á Íslandi festist í að vera helmingi lægri en í Danmörku og 12% lægri en í Bretlandi. Þegar þetta mat IMF er búið að ríkja til 2014. Þá má reikna ef festast ekki með mesta lagi 5% aukningu á ári frá 2014 eða að tekjurnar verði sömu og á haus í Danmörku um 2025. Ef þær standa í stað í Danmörku.  Þetta er okkur boðið sem stareyndir af Litla-Alþjóðasamfélaginu.

Miðað við stöðuleika sem ríkir innan EU um efnahaglega skiptingu þá borgar sig ekki að á þessum forsemun fyrir Samfo að fara inn fyrr en eftir 2025.

16 ár fyrir þá sem eru undir 30 ára koma öðruvísi út en fyrir þá sem eldri eru og ákveða mötin. Þetta er bjóðandi yngri hluta þjóðarinnar. 

Júlíus Björnsson, 12.1.2010 kl. 23:42

13 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarki - þ.s. þú vísar til, er svokallað "memorandum of understanding", sem er bráðabygðasamkomulag.

Þ.e. þó eingöngu bindandi, innan þess samningsferlis sem það "memorandum" er hluti af.

Ef, það ferli fjarar út eða leiðir ekki til niðurstöðu - þá hefur þetta "memorandum" enga sjálfvirka tengingu við næstu samningslotu.

-----------------------------------

Í næstu samningslotu, eru næstu aðilar, formlega óbundnir, nema að aðilar verði ásáttir um, að halda áfram að vinna með það fyrra "memorandum of understanding".

------------------------------------

Þessi samingslota er þú vísar til, endaði ekki í samningi.

Þegar núverandi ríkisstjórn tók við, þá var hún algerlega óbundin af þessu bráðabyrgða samkomulagi, nemað að hún sjálf kysi að líta á sig sem bundna því.

Það, var aftur á móti hennar val eða, að samingamenn ríkisstjórnarinnar, kusu að líta á þau mál, þeim hætti.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.1.2010 kl. 00:39

14 Smámynd: Júlíus Björnsson

16 ár fyrir þá sem eru undir 30 ára koma öðruvísi út en fyrir þá sem eldri eru og ákveða mötin. Þetta er bjóðandi ekki yngri hluta þjóðarinnar. 

Júlíus Björnsson, 13.1.2010 kl. 00:42

15 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Ég held að Júlíus sé snillingur :)

gerður rósa gunnarsdóttir, 13.1.2010 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 856015

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband