10.1.2010 | 20:39
Við Íslendingar förum fram á sanngyrni, að við séum beitt réttlæti en ekki ranglæti!
- Innistæður hafa þegar verið greiddar - þannig að málið snýst alls ekki um greiðslur innistæða, eins og margir presentera málið.
- Ríkisstjórnir, Hollands og Bretlands, hafa þegar greitt sínu fólki, þannig að deilan snýst ekki lengur um þann þátt, heldur að hvaða marki okkur ber að greiða stjórnvöldum Hollands og Bretlands, til baka.
- Ég er ekki sáttur við núverandi samning, vegna þess, að ég tel ekki skiptinguna vera réttláta, milli þess hvað við greiðum og þeir greiða. En, byrði hvers Íslendings er cirka 2,4 millur per haus, á meðan ef byrðum er deilt á 76 milljónir, samtals íbúa Hollands og Bretlands, þá fæst talan 10 þúsund per haus.
- Það sem ég vil sjá, er samning skv. prinsippinu sameiginleg ábyrgð <svo fremi að niðurstaðan sé að við berum ábyrgð> - þ.s. byrðum væri jafnað út, skv. þeirri viðurkenningu, að sbr. hollensk stjórnvöld gerðu mistök er þau heimiluðu Icesave að fara af stað sumarið 2008, og að bresk stjórnvöld gerðu mistök er þau heimiluðu Icesave að starfa eins lengi og það gerði - það voru nefnilega fullt af aðvörunum, ekki bara til ísl stjórnvalda, heldur einnig til stjórnvalda Hollands og Bretlands, ég tala ekki um þegar komið var fram á mitt sumar 2008, og Icesave í Hollandi var leyft að fara af stað.
- Þ.e. til staðar lagatæknileg óvissa um, hvort við eigum yfirleitt að borga. Þetta þarf að íhuga með varfærni, en verið getur að við eigum einfaldlega ekki að borga neitt. En hið minnsta ætti óvissan að vera okkur í hag þegar samið er um greiðslur, og þegar við bendum einnig á, að ábyrgðin á klúðrinu sé ekki öll okkar, heldur sameiginleg - og, að réttlátast sé að skipta byrðunum miklu jafnara.
- Á Íslandi, voru allar innistæður tryggðar - á Bretlandi voru allar innistæður tryggðar - og í Hollandi voru allar innistæður tryggðar: þannig að engin mismunun fólst í því, að Ísland ákvað að tryggja allar innistæður á Íslandi, alveg eins og stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi ákváðu að gera í sínum löndum - EFTA dómstóll hefur þegar staðfest þetta, að sú aðgerð ísl. stjórnvalda fól ekki í sér mismunun.
- Bretar og Hollendinga hafa því enga lagatæknilegar forsendur, til að krefjast nokkurs umfram, 20þ. Evrur- þannig að fullyrðingar um annað, eru kolrangar.
Varðandi spurninguna um þjóðaratkvæðagreiðslu, er rétt að taka fram eftirfarandi:
Í strangasta skilningi, er þjóðaratkvæðagreiðslan ekki um milliríkjasamning, þ.e. lagatæknilegum skilningi; heldur um hvaða íslenks lög gilda um ríkisábyrgð, á Tryggingasjóði Innistæðueigenda og Fjárfesta, sem er eftir allt saman íslensk stofnun.
Við þurfum að hætta að æpa út og suður um málið, og koma okkur saman um það, að ná einfaldlega sanngjarnri niðurstöðu - sbr. prinsippið sameiginleg ábyrgð <Svo fremi sem þ.e. niðurstaðan, að vandlega athuguðu máli, að dómstólaleið sé of áhættusöm, og það sé tekinn sá póll í hæðina, að semja enn á ný um greiðslur>.
-----------------------------------------
Sjá Tilvitnanir:
Financial Times, eftir "Michael Waibel, British Academy Postdoctoral Fellow, Lauterpacht Centre for International Law, University of Cambridge, UK."
Iceland has no clear legal obligation to pay up
What is often overlooked amid this unfolding drama is that Iceland is under no clear international legal obligation to pay up - a fact that Fitchs premature downgrade of Icelands credit rating on January 5 also overlooks. The UK would likely face substantial obstacles in court. The chance of winning is no more than 60 per cent, and even then the UK is very unlikely to obtain more than in this settlement.
A protracted legal battle is in nobodys interest. Yet the UK and the Netherlands need to start showing a genuine willingness to compromise, rather than using political leverage points in the International Monetary Fund and elsewhere to their maximum advantage. Any negotiated agreement should reflect the uncertainty of how much Iceland is liable to pay in the first place. This uncertainty should be reflected in a substantial discount on the principal, together with a reasonable interest rate.
"Unjust for Iceland to take sole responsibility" Í þessari grein, frá Lögfræðifyrirtækinu breska, "Advocacy International" taka lögfræðingarnir Ann Pettifor og Jeremy Smith, mjög greinilega afstöðu með málsstað Íslendinga.
Sjá grein: Unjust for Iceland to take sole responsibility
"The UK and the Netherlands, with a combined population of 76m, should cease to use economic force majeure on a tiny country, and accept the principle of co-responsibility for the crisis. Repayment of the nationalised losses of a private bank amounts to 12,000 (2,4 millj. kr) per Icelandic citizen, and will inevitably impact harshly on their lives and public services. By contrast the cost to Dutch and British taxpayers of the bail-out will be about 50 (10 þús. kr) per capita."
"But anyone reading the financial press in 2007 and 2008 (as opposed to the academic reports commissioned by Icelands chamber of commerce) would have known that Icelands banks were far from risk-free. That was why British and Dutch depositors enjoyed good rates of return on their deposits."
"The British and Dutch governments have sound political reasons for protecting small savers lured into shark-infested financial waters. What is unjust is that the tiny population of Iceland should be forced to bear the full costs of the laxity of Icelandic, British and Dutch regulators and the reckless behaviour of private bankers and risk-takers."
Afstaða "Fitch Rating!?
Frétt Bloomberg um "Nei" forseta vor
Skoðið svo hlekkinn sem inniheldur Video viðtal við talsmann "Fitch Rating".
Það sem mér finnst áhugaverðast, er sú skoðun talsmanns Fitch Rating, að við höfum árið í ár. En, það þíðir, að við getum beðið eftir stjórnarskiptum í Bretlandi, en þess í stað notum við þann tíma til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, og síðan eftir hana, til að ná samstöðu með þjóðinni, um einhverja tiltekna nýja stefnu, í Icesave málinu.
Talsmaður Fitch Rating, virðist ekki telja að stórfelld hætta sé á ferðum fyrir Ísland í bráð. Ísland hafi nægt fjármagn, hið minnsta fram á mitt ár 2011, en það ár kemur að stórri afborgun upp á cirka 180 milljarða. Að hans mati, sé það "deadline". Að, fyrir þann tíma, þarf Ísland að hafa tryggt sér aðgang að fjármagni.
Fitch Rating að sjálfsögðu er sama, hvernig það fjármagn væri tryggt, og/eða hvaðan það kæmi.
Niðurstaða:
- Sem sagt, við höfum tíma fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu.
- Síðan verður ný ríkisstjórn komin í Bretlandi eftir 5 mánuði.
- Norðurlönd, virðast nú loks verða búin að ákveða sig um að láta ekki lánafyrirgreiðslur þeirra, hanga á samningum við Breta - sem styrkir stöðu okkar.
- Það má jafnvel vera, að tímasetningin árið 2011 sé ekki lengur vandamál, þannig að jafnvel sé svigrúm fyrir tafsöm réttarhöld er geta tekið fleiri ár - en, þetta þurfum við að íhuga með varfærni, og ekki hrapa að neinu í fljótfærni.
- Eftir þjóðaratkvæðagreiðslu, ráðum við ráðum okkar, og ákveðum hvort á að semja skv. prinsippinu sameiginleg ábyrgð, eða hvort við teljum dómstólaleiðina verða hina réttu leið - en ef marka má fullyrðingar Alain Lipiet í Silfri Egils í dag 10. janúar, bera Hollendingar og Bretar alla ábyrgð, en við enga. Ef satt, og það fæst staðfest úr fleiri áttum, sem mark er takandi á; þá má virkilega vera að dómstólaleiðin, sé málið. Frétt Rúv: Ekki skylt að bæta fyrir Icesave
En, ég ítreka - ekkert óðagot. Ákveðum hvað skal gera, að vandlega íhuguðu máli.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Dírektív 19/94/EC segir eftirfarandi..
Article 6
1. Member States shall check that branches established by a credit institution which has its head office outwith the Community have cover equivalent to that prescribed in this Directive.
Failing that, Member States may, subject to Article 9 (1) of Directive 77/780/EEC, stipulate that branches established by a credit institution which has its head office outwith the Community must join deposit-guarantee schemes in operation within their territories.
Einar Björn Bjarnason, 10.1.2010 kl. 21:56
Sæll Einar,
Ég er sammála þessu. Ef ég skil þessa samninga og stöðu Breta og Hollendinga rétt, þá greiddu þeir ALLAR inneignir í Icesave. Eftir því sem ég kemst næst þá hefðu Bretar að hámarki miðað við þeirra lög getað verið skuldbundnir til að greiða 65 þúsund pund, en líklega aðeins þær 20.887 evrur sem mér skilst að EU samningarnir kveða á um. Þetta er minn skilningur og ég sel hann svosem ekki hátt;)
Það væri hægt að rökfæra að Íslendingum bæri að greiða þessar 20.887 (eða hver upphæðin er nú) til baka, en ekki meira. Ef ég skil Icesave frumvarpið rétt (sem varð að lögum 96/2009 með áorðnum breytingu) þá ætlaðist ríkisstjórnin til þess að Ísland greiddi að FULLU til baka til Bretlands og Hollands.
Er þetta rétt skilið hjá mér?
Eftir að Ólafur synjaði lögunum um undirskrift þá virðist mér að það sé að koma fram skýrar og skýrar að það eru miklar lögfræðilegar efasemdir meðal sérfræðinga um að Íslandi beri skylda til að greiða þessa skuld við Breska og Hollenska ríkið. Icesave samningur kvað í sér framsal réttar Íslands til að höfða mál fyrir dómstólum um þetta mál, sem í raun batt hendur Íslenskra stjórnvalda til að fá skorið úr neinum hugsanlegum lögfræðilegum efasemdum sem kynnu að koma fram. Fyrir mér eru þetta hreinir nauðungarsamningar þar sem það var viðurkennt að réttur Íslands væri hreinlega enginn. Ef þetta er borið saman við réttarfar hér í Bandaríkjunum, þá eiga ALLIR, hver sem glæpur þeirra er, rétt á þjónustu lögfræðings til varnar. Mér vitalega er réttarfar á Íslandi og Bretlandi svipað hvað þetta varðar (ég er ekki lögfræðingur svo ég er ekki 100% viss) en þessi samningur beinlínis kveður svo á um að Íslandi eigi ekki kost á lögfræðingi, dómara, réttarhöldum, né neinu því sem getur komið Íslandi til góða. Þetta er, að mínu mati, alveg fráleitt og gersamlega fyrir neðan allar hellur í samskiptum ríkja á friðartímum.
Annað sem ég hef séð hvað eftir annað er að þessi lög sem Ólafur synjaði um undirskrift muni rifta Icesave samningnum ef þau falla. Að mínu mati er það ekki rétt, þar sem hér um að ræða lög til breytingar á eldri lögum (96/2009 þ.e. Icesave samninginn) en EKKI ný lög. Ef þessi lög falla, þá sýnist mér að einfaldlega breytist eldri lögin ekki og Icesave samningurinn er þá enn í fullu gildi með þeim fyrirvörum sem Alþingi setti - sem Bretar og Hollendingar höfnuðu. Því væri niðurstaðan einfaldlega sú að þjóðirnar þurfi að setjast enn niður og semja um eitthvað vitrænt sem allir geta verið sáttir við eða sáttir um að vera ósáttir við;) Besta útkoman væri að Ísland borgaði ekki krónu: af hverju ættum við að borga skuldir óreiðumanna? Næst best væri e.t.v. að þjóðirnar þrjár borguðu eftir höfðatölu og þar á eftir e.t.v. að þjóðirnar þrjár skiptu þessu á milli sín og hver borgaði 33.33%.
Hver sem niðurstaðan verður, þá þarf fólk með bein í nefinu að koma að þessum samningum fyrir Íslands hönd. Mér fannst alltof mikil undirlægju háttur og gunguskapur einkenna afstöðu 3 síðustu ríkisstjórna. Þær einfaldlega höfðu ekki hrygg til að standa uppi í hárinu á Bretum og Hollendingum, sem hafa alda langa reynslu í því að láta smáþjóðir dansa eftir þeirra höfði.
Kveðjar frá Port Angeles, WA,
Arnór Baldvinsson, 10.1.2010 kl. 23:47
Ekki að fullu, í þeim skilningi að greitt væri umfram 20.887 Evrur.
Fremur, er rifrildið um, að hvaða marki, ríkinu ber að standa undir TIF (Tryggingasjóði Innistæðueigenda og Fjárfesta), þegar neyðarástand ríkir eftir hrun alls bankakerfisins, skuldastaða bæði ríkisins og þjóðfélagsins er orðin slík að óvíst er, að þetta sé einfaldlega mögulegt - jafnvel þó færi fram stórfelldur niðurskurður á innviðum þjóðfélagsins.
Það gildir innan ESB, og þar með einnig innan EES, neyðarréttur sem markast af því að ef neyðarástand hefur sannnarlega skapast, þá skapast meira svigrúm til athafna, en almennt er til staðar, og í þeim tilvikum getur verið löglegt að tímabundið víkja til hliðar, einhverjum hlutum reynslu eða laga Evrópu, ef sú aðgerð þjónar því að verja þessa grunnhagsmuni.
EFTA dómstóllinn hefur staðfest, að Neyðarlögin standast lagalega þegar neyðarréttur sé hafður til hliðsjónar, þó svo að þau hafi falið í sér að í tilvikum hafi virst vera brotið á sumum reglum ESS/ESB réttar.
Mér finns að þetta verði að hafa í huga, að Ísland er að glima við neyðarástand, og Evrópa er ekki bara um réttindi fjármálafyrirækja og peninga; heldur einnig um rétt fólks til mannsæmandi lífs.
Ég get ekki séð betur, að í besta falli, ef Ísland rétt svo geti marið það að standa undir skuldbindingum, þá myndi það fela í sér mjög umtalverða fórn, af hendi fólksins, hvað varðar lífskjör til næstu ára, og jafnvel til langrar framtíðar.
Þetta er þ.s.málið snýst um, og ég vitna þarna til neyðarréttar, til lagalegrar óvissu, til þ.s. kallað er "common decensy" o.s.frv.
Það sé einfaldlega ekki sanngjarnt í ljósi hve alvarlega fórnirnar fyrir hinn almenna Íslending yrðu, og að auki er það lagalega alls ekki krystal klárt að okkur beri einnig að gera þetta.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.1.2010 kl. 00:07
Sæll Einar,
Ég held þú hittir naglann á hausinn þegar þú segir að þetta sé ekki krystal klárt hvort Íslendingar eigi að borga, lagalega séð. Það er bara hreinlega ekki líðanlegt að það sé rekið ofan í smáþjóð að hún eigi að fórna lífskjörum áratugum saman fyrir græðgi og hreinlega glæpastarfsemi fáeinna einstaklinga. Sérstaklega þegar það er ekki á tandurhreinu hvort henni beri lagaleg skylda til þess! Það VERÐUR að mínu mati að fá úr þessum lagalegu efnum skorið á einhvern veg en það eru Hollendingar og Bretar mjög ósáttir við ef ég les rétt út úr fréttum að heiman um Icesave samninginn. Það er bara ekki boðlegt hjá siðmenntuðum þjóðum að dómstólaleið sé beinlínis úthýst af öðrum samningsaðilanum í jafn gífurlega mikilvægu máli.
Mér finnst sorglegt að horfa upp á fréttir að heiman og sérstaklega þegar manni finnst að ríkisstjórnin virðist ekki með nokkru móti vilja skoða neitt nema borga allt í botn. Það er engin sanngirni í þessu, en ég sé ekki hvernig Hollendingar og Bretar eiga að vera boðnir og búnir til að sýna Íslenskum skattborgurum sanngirni þegar það er ekki einu sinni gert af ríkisstjórn Íslands!
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 12.1.2010 kl. 02:06
Bæta við athugasemd
Innskráning
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
Nýjustu athugasemdir
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ásgrímur - Evr. hefur hingað til fjármagnað stríðið að stærstum... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , þess vegna mun NATO krefjast trygginga af ... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: https://www.youtube.com/watch?v=rkA7Fd8XNyQ Það sem líklega ger... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ég fylgist nokkuð með fréttum frá nýjasta NATO ríkinu Svíþjóð o... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , meir en næg orka annars staðar frá. Frekar... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: En það gæti nú orðið ESB sem þvingar Selenski loks að samningar... 1.1.2025
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 5
- Sl. sólarhring: 28
- Sl. viku: 101
- Frá upphafi: 858784
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 83
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar