Ég hef áður, minnst á skýrslu Hagfræði Stofnunar Háslóla Íslands um Icesave, frá því á síðasta haust. En, hún kemur að mínu mati fram með miklu mun raunhæfari markmið um hagvöxt.
Athugið þó, að þeir reikna ekki inn í spá sína, atriði er draga úr hagvesti.
Á móti reikna þeir ekki heldur með, atriðum er hugsanlega koma á móti, og auka hagvöxt.
Endilega skoðið Skýrsla Hagfræði Stofnunar HÍ um Icesave frá síðasta ári.
"Á árunum 1980-2004 óx landsframleiðsla að meðaltali um 2,8% á ári. Þar af
mátti rekja 1,3% til fólksfjölgunar og 1,5% til aukinnar framleiðni. Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar fram til 2050 mun landsmönnum öllum fjölga um 0,7% að meðaltali á ári fram til 2023 og fólki á vinnualdri (20-64 ára) um 0,5%. Ef framleiðni vinnu eykst með líku lagi og undanfarna áratugi má búast við að VLF aukist að jafnaði um 2-2,5% á ári næstu 15 árin sem er nokkuð minna en Seðlabanki gerir ráð fyrir. Einstakar framkvæmdir ættu ekki að breyta miklu um þetta mat."
Þetta er að mínu mati miklu mun raunhæfari viðmið, en þau er ríkisstjórnin og Seðlabanki hafa kynnt alþjóð, og er miðað við í skýrslu AGS; tel ég þau vel rökstutt.
The global economy has returned to positive growth following dramatic declines. However, the recovery is uneven and not yet self sustaining, particularly in advanced economies. Financial conditions have continued to improve, but are still far from normal. Despite recent momentum, the pace of recovery is likely to be sluggish, since much remains to be done to restore financial systems to health, while household balance sheet adjustment and bank deleveraging will be drags on growth. Downside risks have reduced somewhat. A key risk is that policy support is withdrawn before the recovery can achieve self-sustaining momentum, and that financial reforms are left to languish.
Fyrst um þ.s. dregur úr hagvexti:
- Óhagstæðari mannfjölgunarþróun, þ.e. vegna fólksflótta, getur minnkað mögulegan hagvöxt. Engin mannfjölgun, hagvöxtur einungis 1,5%. Fækkun um 0,5%, leiddi til einungis 1% hagvaxtar.
- Að auki gera þeir þarna ekki ráð fyrir bremsandi á hagvöxt áhrifum skulda heimila, en skv. spá Seðló, stefnir í að 40% heimila fari á þessu ári, í neikvæða eiginfjárstöðu. Ég vísa til aðvörunar AGS til iðnríkjanna, þ.s. þeir telja miklar skuldir heimila muni skaða hagvöxt á næstu árum.
- Skuldastaða fyrirtækja, er einnig stór bremsandi á hagvöxt þáttur, en skv. skýrslu AGS um Ísland frá því í haust, er staða 60% fyrirtækja hérlendis sú, að skuldastaða þeirra telst ósjálfbær. Ég þarf vart að taka fram, að með svo hátt hlutfall fyrirtækja, með fyrirsjáanlega óviðráðanlega skuldastöðu, þá felur slíkt í sér mjög öfluga bremsu á getu okkar hagkerfis til hagvaxtar.
- Síðan er það slæmt ástand bankakerfisins okkar, sem er enn mjög - mjög veikt, þrátt fyrir tilraunir stjórnvalda til að styrkja það. En tveir bankar eru nú komnir aftur í eigu þeirra þrotabúa, sem þeir voru upphaflega teknir út úr í október 2008. Sá þriðji hefur fengið skuldabréf í hendur frá stjórnvöldum, og þ.e. kallað endurfjármögnun. Enga raunverulega peninga, sem sagt.
- Hærri vextir, en tíðkast í nágrannalöndum, er síðan enn ein bremsan, í ofanálag við allar hinar, en vextir draga fjármagn úr hagkerfinu, og hægja því á því - sem þannig séð, er heppilegt, ef þensla er ríkjandi, en mjög óheppilegt ef viðvarandi ástand er samdráttur.
- Að lokum, þá er verið hér að hækka skatta, sem hefur þveröfug áhrif við aðgerðir stjórnvalda í löndunum í kringum okkur, sem eru að spandera peningum - þ.e. dæla þeim út í hagkerfið.
- Þetta mun koma til raunlækkunar þess hagvaxtar sem búast má við í reynd.
Síðan þ.s. kemur á móti til hækkunar hagvaxtar.
- Hér er verið að tala um erlenda fjárfestingu.
- Síðan er það hugsanleg aukning aðstreymis ferðamanna.
Skýrsla Hagfræði Stofnunar HÍ um Icesave
Fasteignaverð (raunvirði) | -35,5% | 6,0 ár | Hong Kong (-54%) | Japan, 1992 (6 ár) |
|
Hlutabréfaverð (raunvirði) |
-55,9% |
3,4 ár | Ísland (-91%) | Spánn, 1977, Malasía og Tæland (5 ár) |
|
Atvinnuleysi | 7,0% | 4,8 ár | USA, 1929 (22%) | Japan, 1992 (11 ár) |
|
VLF á föstu verðlagi |
-9,3% |
1,9 ár | USA, 1929 (-30%) | Finnland, Argentína, 2001, og USA, 1929 (4 ár) |
|
Ríkisskuldir* | 86,0% |
| Finnland, Kólumbía |
|
|
Heimild: Carmen M. Reinhart og Kenneth S. Rogoff, "The Aftermath of Financies Crises," American Economic
Review: Papers & Proceedings, 99 (2), 466-472. * Aukning ríkisskulda á þremur árum eftir upphaf kreppu.
Þ.s. markverðast kemur fram, eru niðurstöður um meðalútkomu slíkra kreppa, þ.e.:
- Hagvöxtur hefst að meðaltali, eftir 1,9 ár.
- Lægð verðmætis hlutabréfa, kemur árum eftir 3,4 eftir upphaf kreppu.
- Atvinnuleysi, nær hámarki, 4,8 árum frá upphafi kreppu.
- Húsnæðis verð, nær hámarki á 6. ári, eftir upphaf kreppu.
Svo, miðað við meðalkreppu, þá:
- Hefst hagvöxtur hérlendis árið 2010.
- Verðmæti hlutabréfa hérlendis nær lágmarki árið 2012.
- Hámark atvinnuleysis verður um mitt ár, 2013.
- Botninn á kreppunni á húsnæðisverði, verður síðla árs 2015.
Það má sannarlega velta fyrir sér, spurningunni hvort okkar kreppa er meðalkreppa í þessu samhengi, eða eitthvað verra.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:10 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 856018
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir þetta Einar Björn. Athyglisvert mjög.
Varðandi hlutabréfaverð
Ætla ekki beint að kommenta hagvöxt í þetta skiptið (mun melta þetta sem þú skrifar). En eitt sem mér finnst athyglisvert (og datt í hug þegar ég las það sem þú skrifaðir um hlutabréfaverðið) en það er það að verstu hlutabréfamarkaðir heimsins síðustu 10 árin (samfleytt) eru þessir;
ESB EVRULANDIÐ Írland: ?55% frá 1 jan 2000 (-7,89% ávöxtun á ári)
ESB EVRULANDIÐ Finnland: ?47,74% frá 1. jan 2000 (-6,33% ávöxtun á ári)
Japan: ?31,7% frá 1. jan 2000 (-3,77% ávöxtun á ári)
ESB EVRULANDIÐ Grikkland: 25,88% frá 1. jan 2000 (-2,97% ávöxtun á ári)
Svo er náttúrlega Ísland (OMXI) en það hrun er algerlega afbrigðilegt ennþá því bankanir fylltu vísitöluna svo mikið. En opnaði ekki OMXI indexinn í apríl 2004 á ca. 1000 og lokaði í gær á ca 220? Það er þá ca. 78% fall á 6 árum.
Öll sagan á Írlandi er kannski ekki sögð ennþá. Írsku bankarnir gætu átt eftir að þjóðnýtast allir. Þá hverfa þeir úr vísitölunni. Finnland er einnig athyglisvert því þar er sennilega versti samdráttur í Evrópu. Grikkland gæti einnig náð að slá OMXI út í fyllingu tímans.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 9.1.2010 kl. 19:36
Tákn leiðrétt! (mínus breyttist í spurningarmerki þegar ég ýtti á SENDA)
Takk fyrir þetta Einar Björn. Athyglisvert mjög.
Varðandi hlutabréfaverð
Ætla ekki beint að kommenta hagvöxt í þetta skiptið (mun melta þetta sem þú skrifar). En eitt sem mér finnst athyglisvert (og datt í hug þegar ég las það sem þú skrifaðir um hlutabréfaverðið) en það er það að verstu hlutabréfamarkaðir heimsins síðustu 10 árin (samfleytt) eru þessir;
ESB EVRULANDIÐ Írland: -55% frá 1 jan 2000 (-7,89% ávöxtun á ári)
ESB EVRULANDIÐ Finnland: -47,74% frá 1. jan 2000 (-6,33% ávöxtun á ári)
Japan: -31,7% frá 1. jan 2000 (-3,77% ávöxtun á ári)
ESB EVRULANDIÐ Grikkland: -25,88% frá 1. jan 2000 (-2,97% ávöxtun á ári)
Svo er náttúrlega Ísland (OMXI) en það hrun er algerlega afbrigðilegt ennþá því bankanir fylltu vísitöluna svo mikið. En opnaði ekki OMXI indexinn í apríl 2004 á ca. 1000 og lokaði í gær á ca 220? Það er þá ca. 78% fall á 6 árum.
Öll sagan á Írlandi er kannski ekki sögð ennþá. Írsku bankarnir gætu átt eftir að þjóðnýtast allir. Þá hverfa þeir úr vísitölunni. Finnland er einnig athyglisvert því þar er sennilega versti samdráttur í Evrópu. Grikkland gæti einnig náð að slá OMXI út í fyllingu tímans.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 9.1.2010 kl. 19:39
Tel mjög vafasamt að búast við fjölgun ferðamanna þó krónan sé í lægstu hæðum þá er veröldin í kreppu og ferðalög dragast saman
Jón Aðalsteinn Jónsson, 9.1.2010 kl. 21:56
Sæll, Jón - ég er einfaldlega að vera sanngjarn.
Ég á einnig von á, að kreppan í löndunum í kringum okkur, muni e-h slá á þann straum.
En, það gæti samt orðið e-h aukning, og þó gæti það farið þannig, að fjöldi þeirra standi að mestu í stað.
Þá, stefnum við ef til vill, nær lág til miðspánni.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.1.2010 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning