Forsetinn ætlar sér að taka upplýsta ákvörðun, hver sem hún verður!

Það er mín túlkun á þeim tíma, sem Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, er greinilega að taka sé til að íhuga málin, að hann ætli sér að taka upplýsta ákvörðun, hver svo sem hún verður.

Hann hlítur að skilja, að hvað svo sem hann ákveður, er þetta stærsta ákvörðun hans ferils, og einnig sennilega sú stærsta ákvörðun sem nokkur Forseti Lýðveldisins Íslands hefur tekið, alla tíð síðan Ísland gerðist stofnaðiili að NATO 1949.

Það verður að segjast, að sumir af bandamönnum ríkisstjórnarinnar, seilast langt í taugatitringnum, er virðist ríkja á stjórnarheimilinu.

  • Við skulum hafa í huga, að embætti forseta Íslands, er fullkomlega jafnrétthátt sjálfu Alþingi.
  •  Embætti forseta Íslands, er einn af pólunum í íslenskri stjórnskipan.
  • Það veitir tékk á vald Alþingis, en ekki bara það, þ.s. við vitum að í reynd ræður framkvæmdavaldið oftast nær Alþingi, þá erum við í raun að tala um tékk á vald framkvæmdavaldsins.
  • Ásamt dómskerfinu, og fjölmiðlum, hugsanlegri andstöðu almennings; er forsetaembættið í reynd mótvægi við þ.s. annars virðist hérlendis oft vera ofurvald framkvæmdavaldsins.
  • Því miður, hafa fjölmiðlar - þ.e. hinir hefðbundnu, reynst nánast ónýtir, þar með talið RÚV. Þeir hafi með öðrum orðum, reinst vera gagnslausir í því að veita aðhald.
  • Almenningur getur veitt aðhald, en alltof margir virðast láta teyma sig, nánast alveg hugsunarlaust, af stjórnmálaflokkum og virðist í mörgum tilvikum fylgisspektin líkjast fylgisspekt við trúfélög.
  • Það má því segja, að forsetaembættið og dómskerfið séu nánast einu tékkin við ofurvald framkvæmdavaldsins. eins og mál hafa þróast hérlendis.
  • Hugsanlega, hefur embætti forseta Íslands, aldrei verið mikilvægara en í dag.
  • Þ.e. mikil kaldhæðni að hlusta á gagnrýni Samfó og VG liða, og heyra hvað hún rímar við gagnrýni Sjálfstæðismanna, þarna um árið er deilan um fjölmiðlalögin stóðu yfir.
  • Það skiptir ekki megin máli, hvort við erum sammála forsetanum eða ekki, en án þess að sett hafi verið á fót raunverulegt þjóðaratkvæðagreiðslufyrirkomula þá er vald forseta Íslands nauðsynlegt tékk.

Sjá ummæli:

Jaðrar við stjórnarskrárbrot :"Eiríkur Tómasson, lagaprófessor, segir það jaðra við stjórnarskrárbrot ef forseti Íslands dregur það lengur en til dagsins í dag að ákveða hvort hann staðfestir hin nýju Icesave-lög eða ekki." - "Forseti Íslands fékk lögin afhent til undirritunar á ríkisráðsfundi á hádegi á gamlársdag. Síðan þá eru liðnir tæplega fjórir sólarhringar. Engin ákvæði eru um það í lögum hvenær forsetinn skuli vera búinn að taka þessa ákvörðun. Eiríkur, telur út frá texta stjórnarskrárinnar og þeim venjum sem hér hafa myndast hafi forsetinn einungis örfáa daga til að gera upp hug sinn, það sé að hans dómi óeðlilegt að það dragist lengur en til dagsins í dag. Hann væntir þess að forsetinn tilkynni ákvörðun sína ekki síðar en í dag, lengri frestur sé ekki réttlætanlegur. Eiríkur segir jafnfram að þótt stjórnarskrárbrot sé stórt orð, þá jaðri það við slíkt bíði forsetinn með ákvörðun sína mikið lengur."

Fyrir áhugasama:

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. 26. gr. Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.

 

Fjölmiðlalög biðu í sólarhring :Forseti Íslands tók sér ekki nema tæpan sólarhrings umhugsunartíma þegar hann hafnaði staðfestingu fjölmiðlalaganna árið 2004.

 

Ég treysti mér engan veginn til að spá, hvaða ákvörðun forsetinn mun taka. En, þessi taugatitringur sem sjá má úti í samfélaginu, er beinlínis hlægilegur. 

Það kemur alls ekki til greina, að leggja Embætti Forseta Íslands niður, eins og margir munu segja eftir á, óháð því hvaða ákvörðun hann mun taka.

Við skulum hafa í huga, að Icesave er sennilega stærsta ákvörðun sem Forseti Íslands hefur staðið frammi fyrir, alla tíð síðan Íslands gerðist stofnaðili að NATO árið 1949.

Það ætti því ekki að fara í taugarnar á neinum, að hann taki sér tíma til að taka upplýsta ákvörðun.

Það má rétt vera, að hann sé að íhuga kostnaðinn við það að segja "Nei" - en, það er einmitt hluti af því að taka upplýsta ákvörðun,  að vega og meta kosti/galla beggja kosta.

Svo, ég treysti mér með engum hætti, að álykta út frá, þessum umhugsunartíma sem forseti vor er að taka sér, og það með fullum rétti að því er best verður séð, annað en að hann ætli sér að hafa ákvörðunina upplýsta, hver svo sem hún verður.

Ps: Jæja, forsetinn ætlar að halda blaðamannafund, á Bessastöðum, kl. 11 f.h.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband