Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. nýju varnarbandalagi Pakistan/Saudi-Arabíu, eru bæði skuldbundin til varnar hinu! En: Bandaríkin eru einnig skuldbundin til að verja Saudi Arabíu skv. samningi frá 1951, enn í gildi!

Ef einhver man enn eftir sögu upphafs Fyrri Heimsstyrrjaldar - átti flétta af bandalögum stóran þátt í því; hvernig það stríð breiddist út frá litlu upphafi upp í bál er leiddi til dauða margra milljóna fyrir rest!

Agreements between the United States and Saudi Arabia: um gamla varnarsaming Bandar. og Saudi-Arabíu! Skrifað undir hann, 1951 - enn í gildi þó.

  • Svokallaður - Mutual Defence Pact.
  • Sem sagt, það sama - og Saudi-Arabía virðist hafa samþykkt gagnvart Pakistan.

Ráðamenn Saudi-Arabíu kampakátir yfir samningnum nýja!

Watershed: How Saudi-Pakistan defence pact reshapes region’s geopolitics

Saudi-Pakistan Mutual Defence Pact: Implications for India, IMEC, and US Influence in the Gulf

Það sem virðist standa upp úr:

  1. Samningurinn virðist fela í sér, skuldbindingu um - gagnkvæma aðstoð, ef annað verður fyrir árás: E-h virðist enn óljóst, hversu umfangsmikil sú kann að vera.
  2. Hinn bóginn, virðist samningurinn segja: árás á annað, er árás á bæði.

M.ö.o. hljómar þetta sem klassískur - mutual defence pact.
M.ö.o. ef þau eru ekki tilbúin akkúrat núna - hugsanlega!
Þá væntanlega felst í þessu, að ríkin skuldbinda sig.
Til gagnkvæmrar varnar-uppbyggingar, er geri gagnkvæma aðstoð, mögulega.


Hvaða hugsanlega 3-Heims-Styrrjaldar hættu sé ég?

  1. Gætu Bandaríkin - þurft að lísa yfir hugsanlega stríði gagnvart landi, er ræðst á Pakistan?
  2. Vegna þess hugsanlega -- Saudi-Arabía, hefur dregist inn í stríð af völdum varnarsamings þess lands við Pakistan?

Spurningin hvort - það að Saudi-Arabía er samtímis með varnarsaming við: Pakistan/Bandaríkin.
Gæti leitt til þess: Að öll 3-löndin, gætu blandast inn í sama stríðið?

 

Klárlega hefur samningurinn áhrif á stöðu Indlands!
Modi getur t.d. þurft að íhuga þann hugsanlega möguleika - að lenda í stríði við Bandaríkin!
Ef, ný átök Indlands og Pakistan, draga Saudi-Arabíu - inn í stríð við Indland.

  1. Þ.s. sumir á Indlandi virðast óttast, að nýji samingurinn við Indland -- hvetji Pakistan til dáða, þannig að - Pakistan verði djarfari í samskiptum en áður.
  2. Ég hugsa að það sé sennilega full ástæða fyrir Indland: Að óttast slíkt.

Því, það er alls ekki ósennilegt -- að Pakistan líti svo á.
Að, Pakistan hafi - óbeina vörn af Bandaríkjunum.
--Því, Indland verði a.m.k. að taka tillit til þess möguleika, ég bendi á.

 

Niðurstaða
Hversu mikið varnarsamningur Saudi-Arabíu og Pakistan, breytir stöðunni við Indlandshaf og hugsanlega einnig í Mið-Austurlöndum -- verður væntanlega að koma í ljós.
En þetta er greinilega dálítil - bombshell.
Fyrir Indland, er þetta að auki klárlega aukið flækju-stig.
Pakistan er líklega að reikna með, að þetta dragi úr líkum þess.
Að Indland - geri frekari hernaðar-árásir á Pakistan.
M.ö.o. - fæling, virðist hugsun að baki þessu.

Hinn bóginn, ekki algerlega á tæru, hvað Saudi-Arabía græðir.
Sumir hafa velt upp því, að Pakistan hefur kjarna-vopn.
Kóngurinn af Saudi, hefur stundum a.m.k. virst áhugasamur um slík vopn.

Hinn bóginn, virðist ekkert í samningum vera um -- kjarnavopn, sérstaklega.
A.m.k. bendi ekkert til þess, að Pakistan hafi skuldbundið sig, til að bregðast við með Kjarna-vopnum, er ráðist sé á Saudi-Arabíu. Hinn bóginn, þarf það alls ekki þíða, slíkt viðbragðs sé útilokað.

Hinn bóginn, er samningurinn svo nýr nú. Að líklega á margt enn eftir að koma í ljós.
A.m.k. bendi hann til, stóraukins hernaðarlegs samstarfs landanna tveggja.
Það þarf ekki endilega vera, að þó ekkert komi fram um kjarnavopn.
Að það útiloki að þess-lags samstarf beggja, ríki síðar.

 

Kv.


Bloggfærslur 19. september 2025

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 13
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 76
  • Frá upphafi: 871159

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband