Kæruleysi ríkisstjórnar Bandaríkjanna sl. 2 mánuði hefur vakið vægt sagt - heimsathygli.
Steinin tók auðvitað úr, er Trump lýsti yfir tollum á yfir 50 ríkis heims.
Síðan þann dag fram á miðvikudag, hefur vaxandi krísu-ástand ríkt.
--En, Trump eins og allir vita, hefur ákveðið að slá heimskreppu og kreppu í Bandar. á frest.
Verðfall á ríkisbréfum Bandaríkjanna:
- Ógnar getu ríkisstjórnar Bandaríkjanna til að standa straum af eigin skuldum -- einfalt, verðfall þíðir síhækkandi vaxtakrafa, með skuldir upp á 120% er það ekki neitt grín.
- Hin hliðin,hætta á -- alþjóða-fjármála-krísu. Alls ekki minna hættulegt vandamál.
Þessi mynd birtist í Financial Times miðvikudag!
Nokkru áður en Trump gaf út yfirlýsingu um - frestun á allsherjar kreppu.
US Treasuries sell-off deepens as safe haven status challenged
Sbr. frétt FT - hækkaði vaxta-krafa á 10 ára ríkisbréf Bandar. úr 4,26% toppaði í 4,51% - datt síðan í 4,45%; hækkun um 0,19% þann dag - en kostað 3,9% v. upphaf viku.
30 ára ríkisbréf ruku hæst þann dag í rúmlega 5% -- frá 3,9% við upphaf vikunnar.
Athyglisvert við myndina er brattinn á kúrfunni vikuna fram á miðvikudag.
Ekki var vitað nákvæmlega ástæða þeirrar snöggu sölu, en sterkur orðrómur var á þá leið að svokallaðir -hedge funds- væru í vanda eftir stór töp af völdum tollastefnu Trumps.
M.ö.o. þeir væru að selja ríkisbréf í þeirra eigu til að losa fé, til að losna við þrot.
--Samanlagt velta slíkir sjóðir trilljónum Dollara, ekki smávægilegur vandi ef þeir velta um koll, hver eftir öðrum.
- Mars 2020 -- prentaði Seðlab.Bandar. ca. 3tn.$ til þess að forða mögulegu fjölda-falli slíkra sjóða. Skömmu eftir að COVID kreppan hófst.
Ekki var endilega talið að staðan væri orðin slík - slíkt fall væri endilega yfirvofandi næsta dag; hinn bóginn var staðan greinilega á leið í hugsanlega afar hættulega átt!
Rétt að minna fólk á -subprime- krísuna 2008:
- Hún fór af stað af þess völdum að bréf í eigu fjölda fjármálastofnana - féllu í andvirði snöggilega. Svokölluð afleiðu-bréf er innihéldu bandar. húsnæðis-skuldir.
- Það verðfall leiddi til alvarlegrar holu í eignasafni fjölda einka-fjármálastofnana, svo alvarlegs -- að yfirvofandi virtist stórfellt banka-hrun.
Eins og þekkt er, hóf Seðlab.Bandr. mikla seðlaprentun til að forða því hruni, sama gerðu seðlabankar fjölda annarrs Vesturlanda.
- Punkturinn í þessu: Ríkisbréf Bandaríkjanna eru miklu mun útbreiddari en þau sub-prime-afleiðubréf voru, er orsökuðu sub-prime-krísuna.
- Einnig mjög gjarnan verulega hærra hlutfall eignasafns einka-stofnunar.
M.ö.o. möguleiki á fjármálakreppu algerlega krystal tær.
Nánar um hættu fyrir ríkissjóð Bandar:
- Hætta á dauða-spíral, þ.e. heimskreppa + kreppa í Bandar. + skattalækkanir Trumps: Mundu leggjast á eitt með að hækka stöðugt ríkis-halla Bandar. þar með hraða skuldasöfnunar þess ríkissjóð.
- Augljósa hættan við það: er alvarlegt verðfall ríkisbréfa Bandaríkjanna.
- Það gæti orðið að dauða-spíral: þ.s. sérhvert sinn þau lækka - magnar það enn frekar upp ríkis-hallann, sem magnar enn frekar hræðslu markaðarins um stöðu skulda Bandar. - er leiddi til enn frekara verðfalls, er aftur hækkar ríkishalla Bandar.
Ríkisgjaldþrot Bandaríkjanna -- hugsanlega á þessu ári: Úps.
Varla þarf að taka það fram að endstaða gæti hafa orðið -- niðurbrot hins vestræna fjármálakerfis, samtímis og skuldir Bandar. yrðu algerlega óseljanlegar!
Trump ætti þá einungis eftir einn leik - yfirtöku Seðlabanka Bandaríkjanna - hefja síðan ótakmarkaða prentun: er leiddi til óðaverðbólgu - kannski nokkur milljón prósent fyrir rest.
- Endanleg útkoma þess væri auðvitað að Bandaríkja-dollar yrði algerlega ónýtur.
Fyrir utan allt þetta er heims-olíuverð að falla!
Þegar olíuverð fellur ca. í 50$ per fatið.
Dregst olíuvinnsla Bandar. saman.
Vegna þess að olíuvinnsla er felur í sér fracking - hættir að skila arði.
M.ö.o. fyrirtækin hætta þá að bora, framleiðslan þá minnkar stöðugt frá þeim punkti.
- Magnað að Trump virðist ekki skilja þetta - hann ítrekað heimtar að olíuverð fari niður fyrir 50$ per fat.
- En, þá óhjákvæmilega skreppur framleiðslan í Bandar. saman.
Trump er ótrúlegur ignoramus.
Lækkunin er augljóslega af völdum vaxandi væntinga um heimskeppu.
Markaðir treysta greinilega ekki ríkisstjórn Trumps!
Ens og sést hafa markaðir aftur fallið nærri hálfa leið niður nú fimmtudag -- eftir stóra hækkun á miðvikudag.
Markaðir eru greinilega ekki á því að ríkisstjórn Bandar. hafi endurreist nægilegt traust.
Niðurstaða
Gríðarleg óvissa ríkir greinilega þrátt fyrir yfirlýsingu Donalds Trumps á miðvikudag.
Kreppu var greinilega frestað um hríð. En óttinn hefur klárlega ekki horfið.
- Sú kreppa getur orðið fullkomlega söguleg, af völdum útbreidds veikleika alþjóða-fjármálakerfisins.
- Vegna þess hve bandar. ríkisbréf hafa mikið verið notuð - vegna þess að stefna ríkisstjórnar Bandar. ef ekki er stór viðsnúningur frá þeirri stefnu, klárlega mun valda stórfelldu verðfalli þeirra bréfa.
- Fyrir utan, augljósa hættu þess efnis, að sú sama stefna framkalli samtímis dauða-skulda-spíral í Bandar.
Þetta sannar það fornkveðna, að þegar skuldastaða er komin yfir 100%.
Þarf öll fjármálastjórnun að vera mjög varfærin. Þar fyrir utan, þarf efnahagsstjórnun, að einblína á efnahagslegan stöðugleika -- umfram allt.
--Við slíka skuldastöðu getur óvarfærin efnahagsstefna verið gríðarlega hættuleg.
Japan hefur þó búið við ca. 300% skuldastöðu síns ríkissjóðs í rúm 30 ár.
Japansstjórn hefur sannað, að mjög hárri skuldastöðu er hægt að stjórna.
Án þess að allt fari til andskotans.
--En samtímis sannað, að ef stefnan miðast stöðugt við að viðhalda trausti, er það hægt.
- Óábyrgt stefna hinn bóginn getur ávalt orsakað stóran og hraðan skaða.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 10. apríl 2025
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.4.): 148
- Sl. sólarhring: 230
- Sl. viku: 554
- Frá upphafi: 864516
Annað
- Innlit í dag: 139
- Innlit sl. viku: 503
- Gestir í dag: 132
- IP-tölur í dag: 131
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar