Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir halda - ef marka má áhugaverða greiningu hagfræðings er birt var í Financial Times um helgina!

Ég ætla að leyfa mér að birta þau gögn hér á síðunni.
Hagræðingurinn er, Tej Parikh -- áður aðalhagræðingur Fitch-Rating.
Svo ljóst sé að ekki er um einhvern aula-hagræðing að ræða!

The US economy is heading for recession

Tej Parikh tekur svo djúpt í árinni að kreppa sé framundan líklega.

 

Bendi fólki að stara á endana á grafinu!

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/20250309_182914.jpg

Skv. grafinu:

  1. Eru verðbólguvæntingar á uppleið.
  2. Væntingar neytenda um magn neyslu í nk. framtíð á leið niður.
  3. Væntingar eru einnig á uppleið um, umfang atvinnuleysis.

Sterkar líkur að stefna Trumps sé að skapa þær sveiflur í væntingum.

Hafið í huga -- Trump hefur ekki enn, sett á nema hluta þeirra tolla hann hefur lofað.
Tollar hafa ekki enn verið settir á Mexíkó - Kanada eða Evrópu.

  1. Þ.s. fólk er væntanlega að gera.
  2. Að bregðast við því nú þegar!

Sem það heldur að Trump muni gera!
----------

Höfum í huga, það veit einungis þ.s. Trump hefur talað um nú þegar.
Reikna með margir reikni nú þegar með tollum á Evrópu - Kanada og Mexíkó.

Sé því nú þegar að gera tilraun til að - sjá út hvernig það þarf að bregðast við þeim útkomum.

  • Sem sagt, jafnvel þó að -- tollarnir séu ekki komnir fram.

Sé fólk byrjað að bregðast við þeim.
Vegna þess, að flestir líklega hallast nú að því, að af þeim verði.

Öfugt því Trump staðhæfir - eru tollar samdráttar-aukandi.
Þeir búa ekki til aukinn auð.

 

Grafið sýnir minnkun hafna við upphaf 2025!

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/20250309_183026.jpg

  • Samdráttur er hafinn í pöntunum til iðnfyrirtækja í Bandaríkjunum.
  • Væntanlega tengt, væntingum um samdrátt í neyslu.

Líkur eru, minnkun pantana - bendi til þess að viðskipta-aðilar þeirra.
Reikni nú þegar með -- neyslusamdrætti framundan.

M.ö.o. í því felist spá þeirra aðila um, minnkun hagvaxtar á þessu ári sbr. v. sl. ár.
--Það er ekki endilega, kreppu-spá.

 

Grafið virðist sýna fyrirtæki ætli að hægja eða fresta fjárfestingum!
Takið eftir að línunni við endann á grafinu er markar upphaf þessa árs!

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/20250309_183205.jpg

Fyrstu vísbendingar þess fyrirtæki ætli að draga úr fjárfestingum fram komnar.

 

Myndin birtir 2 áhugaverð gröf - ath. minnkun umsvifa ríkisins skapar einnig samdrátt!

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/20250309_183336.jpg

  1. OK - uppsögn starfsmanna hjá ríkinu, sannarlega sparar ríkis-útgjöld.
  2. Hinn bóginn - er það einnig samdráttar-aukandi aðgerð.

Þeir starfsmenn tapa tekjum - þeirra neysla minnkar, o.s.frv.

  • Áhugavert að sjá, mun meiri aukning hefur verið í störfum - sem erlendir ríkisborgarar hafa sókt í, en í störfum sem bandarískis ríkisborgarar hafa sókt í.

Sjálfsagt mun einhver kalla það sönnun þess - kvörtun sú erlendir taki störf af bandar. borgurum sé rétt.
--Hinn bóginn grunar mig, að það sýni að -- mest fjölgun hafi verið í láglauna-störfum.
--Sem ríkis-borgarar síður vilja.
Frekar en að það sé sennilegt, að innlendir geti ekki fengið þau störf ef þeir vilja þau.

  1. OK, sumir segja -- lausnin sé að hækka launin til mikilla mun í þeim störfum, svo innlendir sækist eftir þeim.
  2. Hinn bóginn -- er engin leið að forða því, það mundi skapa verðbólgu.

Það sem líklega hækkaði við slíka aðgerð:
--Matvælaverð.
--Húsnæðisverð, þar með leiguverð.
--Þjónusta, dýrari veitingar, dýrari hótel og margt flr.

 

Það er ekki út í bláinn -- að fólk er farið að reikna með hærri verðbólgu í Bandaríkjunum
Ef Trump rekur 10-12 millj. manns úr landi -- hvernig sem hann fær önnur lönd til að taka við þeim. Blasir reynd ekki við mér. En þ.e. ekki augljóst að - senda liðið annað virki.

  1. Sbr. útskýringu rétt að ofan, demba líklega miklar kostnaðar-hækkanir af margvíslegu tagi yfir Bandaríkjamenn -- matvæli, húsnæði þar með leiga, og þjónusta hvers konar.
  2. Það er alveg fyrir utan, tolla-stefnu Trumps.
    Er einnig óhjákvæmilega skapar kostnaðarhækkanir fyrir almenning.

Þ.s. neysla er mun meir en helmingur heildarumfangs bandar. hagkerfisins.
Þá er langt í frá út í bláinn -- að nefna möguleikann á, kreppu.

 

Þar fyrir utan eru viðbótar-efnahagslegar-ógnanir!

"Serious delinquencies on credit card balances hit a 13-year high at the end of last year"

Ekki verið meiri fj. fólks í vanda með kredidkorta-greiðslur í 13 ár.
Tek fram, að Biden var enn þarna við völd. Ekki hægt að kenna Trump um það.

  1. Hinn bóginn, eykur þetta hættuna við samdráttar-aukandi aðgerðir Trumps.
  2. Að almenningur er tiltölulega skuldum vafinn - þíði þá auðvitað, að allt þ.s. eykur kostnað almennings, er þá -- meir áhættusamt en ella.

Vegna skuldsetningar almennings!
--Magnast þar af leiðandi líklega samdráttar-aukandi áhrif.
--Þeirrar viðbótar-verðbólgu, sem Trump skapar!

Ath. Trump ber ekki ábyrgð á þeirri skuldsetningu.
Ath. Samt, burtséð frá því, magnar það þá efnahags-ógn þá er stefna Trumps skapar.

Vegma skuldsetningar almennings!
--Magnast einnig upp samdráttar-aukandi áhrif.
--Tollastefnu Trumps.

  • Eins og ég sagði: Allt þ.s. eykur kostnað almennings.
  • Er áhættu-samara, af völdum þeirrar skuldsetningar.

Það getur þítt, margir hagfræðingar vanmeti neikvæð efnahags-áhrif aðgerða Trumps.

 

Vinstra megin sýnir bandaríska verðbréfamarkaðinn nærri sögulegu hámarki.
Hægra megin sýnir að almenningur í Bandar. er viðkvæmur fyrir lækkunum þar!

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/20250309_183513.jpg

  1. Áhugeverðari er myndin hægra megin -- en skv. því ef verður verulegt verðbréfa-fall, þá verður tjón almennings meira en nokkru sinni.
  2. Vegna þess, að aldrei hefur verðbréfa-eign verið útbreiddari.

Það getur þítt, að stórt verðfall - hefði einnig samdráttar-áhrif, með því að skapa eigna-fall hjá almenningi.
M.ö.o. ekki lengur þannig, bara þeir ríku tapi á slíku.

 

Niðurstaða
Flestir hagfræðingar spá nú minnkun hagvaxtar í Bandaríkjunum, auk þess að spá ívið hærri verðbólgu, en þeir sömu hagfræðingar spáðu fyrir nokkrum mánuðum.
Enn virðast flestir þeirra halda, að Seðlabanki Bandar. muni lækka vexti frekar.
--Hinn bóginn, grunar mig persónulega ekkert verði af því.
--Jafnvel að, vaxtahækkunar-ferli hefjist aftur.

Möguleiki er á að Bandaríkin lendi í því er nefnist: Stagflation.
M.ö.o. verðbólga rjúki upp, samtímis dynji það mikið af samdráttar-áhrifum yfir, að hagkerfið detti annaðhvort niður í afar lágan hagvöxt, eða jafnvel kreepu.

Mig grunar að -- kreppu-ógn sé meiri en marga grunar.
Það sé vegna mikillar skuldsetningar innan hagkerfisns.
--Almenningur sem og fyrirtæki.

En slík staða, magnar upp samdráttar-áhrif.
Af sérhverju því, sem minnkar nettó tekjur - hvort er fyrirtækja eða almennings.

  1. Þegar Trump hélt sigurræðu - er sigur hans varð ljós, sagði hann: Allt verður gott.
  2. Vegna hástemmdra loforða, voru miklar væntingar frá almenningi til hans.

Hann lofaði beinlínis að lækka verðbólgu. En meira segja hann viðurkennir nú, hún mun hækka.
Hann lofaði beinlínis -- gullöld.
Auðvitað var fyrirfram ljóst hann gæti aldrei staðið við slíkar hástemmdar yfirlýsingar.

Samt grunar mig, að lífskjara-samdráttur muni líklega leiða til minnkandi vinsælda.
Þeir kjósendur er kusu hann út á loforð um betri tíð, sannarlega geta fljótlega talið sig svikna.

  • Spurning hvaða áhrif það hefur, þegar dregur úr vinsældum hans?

Ekki er fyrirfram ljóst, hve stór áhrif það hefur.
En óánægður almenningur á það til að mótmæla jafnvel harkalega í öðrum löndum.

 

Kv.


Bloggfærslur 9. mars 2025

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • 20250309 183513
  • 20250309 183336
  • 20250309 183205

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.3.): 25
  • Sl. sólarhring: 173
  • Sl. viku: 880
  • Frá upphafi: 861993

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 782
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband