Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaðaraðstoð við Úkraínu, gegn aðgengi Bandarískra fyrirtækja að verðmætum málmum í landinu!

Það virðist að, ríkisstjórn Zelensky forseta, hafi átt frumkvæði að málinu.
Væntanlega hafa stjórnvöld í Kíev, tekið eftir athygli Trumps á Grænlandi.
Þ.s. sannarlega eru til staðar verðmætir málmar -- en, vegna veðurfars og skorts á samgöngum, afar kostnaðarsamt og erfitt að nálgast þá málma þar!

  1. Veðurfar í Úkraínu er á hinn bóginn miklu mun betra, samgöngur einnig, þar fyrir utan að Úkraína hefur kringum 30 milljón íbúa, því vinnuafl í boði.
  2. Móti kemur, að stærsta styrrjöldin á plánetunni stendur yfir innan Úkraínu, stórfelld innrás -- innrásarherinn þegar ræður sumum þeirra svæða, verðmætir málmar eru, sum önnur svæði geta fallið innrásarhernum í hendur.

Úkraína er augljóslega að -- vonast eftir að fá athygli Trumps að málinu.
Og það virðist einmitt hafa heppnast!

Trump - Macron - Zelensky!

Republicans duck Trump's claims that Ukraine should have surrendered to  Russia | The Independent

Trump gaf fyrir skömmu út yfirlýsingu:

Trump says he wants Ukraine to supply US with rare earths

We're telling Ukraine they have very valuable rare earths, - We're looking to do a deal with Ukraine where they're going to secure what we're giving them with their rare earths and other things.

Rússnesk stjórnvöld mótmæltu þessu strax:

Russia to Trump: Back off Ukraine’s rare earths

If we call things as they are, this is a proposal to buy help — in other words, not to give it unconditionally, or for some other reasons, but specifically to provide it on a commercial basis, - It would be better of course for the assistance to not be provided at all, as that would contribute to the end of this conflict,

-- útkoma er mundi henta Rússlandi. Er þá væntanlega kæmist yfir þær auðlyndir.

  • Skv. þessu, er búið að gera Úkraínustríðið - að hreinni keppni um auðlyndir.
  1. Hafið samt sem áður í huga, að Úkraína vakti athygli Washington á málinu, öfugt við hvernig hlutirnir ganga fyrir sig varðandi Grænland.
  2. Það virðist hinn bóginn hafa heppnast!

OK -- en er þá Úkraína skv. því, ekki að stuðla að því, að landið verði leiksoppur stórvelda.
Er einungis hafa áhuga á landinu, sem hrá-efna-nýlendu?

Kannki - á móti kemur, að Rússland hóf innrás í landið tveim árum fyrir valdatöku Trumps í annað sinn -- með öðrum orðum, Rússland var þegar búið að gera Úkraínu að slíkum leiksoppi.
Þ.s. þ.e algerlega augljóst, að tilgangur innrásar Rússa, er einmitt sá að taka yfir auðlyndir þess -- það hefur verið algerlega á tæru frá upphafi stríðsins.
--Tal Rússa um að vernda fólk, gersamlega gegnsætt bull!

  1. Einfalt: Ef Úkraína hefur eingöngu valkostina -- stórveldi 1. Eða stóveldi 2.
  2. Þá er betra að velja það stórveldi - sem er landfræðilega, fjarlægra.
  • Augljólsega t.d. hversa vegna, Víetnam seinni tíð, hallar sér að Bandaríkjunum - þrátt fyrir að ekki hafi verið skipt um stjórnvöld þar - þrátt fyrir að þau sömu stjórnvöld hafi árum áður barist mörg ár einmitt við Bandaríkin.
  • Prinsippið -- að velja stórveldið sem er lengra í burtu/landfræðilega fjarlægra.

Ukraine reels in Trump with mineral riches

Trump says he will continue funding Ukraine's war effort — but he wants something rare in return

Ukraine Needs U.S. Weapons. Trump Wants Its Rare Earth Minerals In Return.

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/_kraina_mynd.jpg

  1. Skv. Independent - Where are Ukraine's rare earth mineral resources and why does Trump want them? - er fræðilegt heildarverðmæti þeirra auðlynda!
  2. 10 trilljón Bandaríkjadollarar.

Ef það er einhvers staðar nærri sanni.
Er það meira en þess virði fyrir Bandaríkin -- að veita Úkraínu, ógrynni af vopnum.
Gegn því, að bandarísk fyrirtæki -- fái, einokun á nýtingu þeirra auðlynda!

 

Niðurstaða
Það getur verið að birtast sú staða, að Bandaríkin undir forystu Donalds Trump.
Muni þvinga fram sigur Úkraínu yfir Rússum!

  1. Að mínu mati, er sigur vel mögulegur.
  2. Eins og stríð Ísraels nýlega sýndi - gegn Hezbollah, loftárásir á Íran, þ.s. Ísrael lagði í rúst, loftvarnarkerfi landsins -- sem er sama kerfi og Rússar sjálfir nota.

Þá hefur besta vopna-tækni Bandaríkjanna, enn forskot.
Þá auðvitað þurfa Bandaríkin að skaffa - sömu bestu vopnin.
Bandaríkin undir Biden, voru afar treg til að afhenda Úkraínu sín bestu vopn.
Það er enginn vafi, að Úkraínu hefði getað gengið betur, með rausnsarlegra framboði.
En ekki síst, ef þeir hefðu fengið sömu vopnin og Ísrael hefur.
---------
Ef maður gefur sér, að Bandar. láti Úkraínu fá, aðgengi að sínum bestu herflugvélum.
Og öðrum af sínum bestu vopnum.
--Þá ætti vel vera mögulegt, að snúa undanhaldi yfir í gagnsókn - jafnvel sigur.

  • Það á eftir að koma í ljós, hversu rausnarlegur Trump verður.

Líkur Úkraínu, fara algerlega eftir því - ekki bara því að skaffa vopn, heldur einnig því akkúrat hvaða vopnakerfi Úkraína fær að nota.

 

Kv.


Bloggfærslur 5. febrúar 2025

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Úkraína mynd
  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.2.): 216
  • Sl. sólarhring: 445
  • Sl. viku: 798
  • Frá upphafi: 860158

Annað

  • Innlit í dag: 202
  • Innlit sl. viku: 718
  • Gestir í dag: 199
  • IP-tölur í dag: 198

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband