Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta málma á Grænlandi! Vandinn við málmvinnslu á Grænlandi, afar hár stofnkostnaður og rekstrarkostnaður!

Það er ekki það, að aldrei hafi verið reknar námur á Grænlandi -- Dansk fyrirtæki rak námu árum saman í nágrenni við, Skoresbysund. Sú náma lagðist af er verðlag á málminum lækkaði. Hefur síðan ekki verið ræst að nýju. Enn áætluð einhver milljón tonn af málmi í því málmfjalli.

Áhugaverð lesning fyrir þann er nennir að lesa: Greenland mineral exploration history

Mjög áhugavert kort -- hlekkur: Hér.

Simplified map of Greenland's geology and selected mineral occurrences. The boxes indicate the case study areas (chapter 3, 0 and 5). Modified from Henriksen et al. (2009).

Bandaríkin reka herstöð við Thule á Grænalandi: Pituffik Space Base
undefined

Hún er hluti af -- early warning -- kerfi Bandaríkjanna.
Þ.s. ratsjá stöðvarinnar horfir yfir Norðurpól, sem er ein helsta möguleg leið fyrir langdrægar eldflaugar er bera kjarnasprengjur til Bandaríkjanna.
Með mikilvægustu herstöðvum Bandaríkjanna líklega.

Mikilvægasti punkturinn er sá, að Bandaríkin geta tryggt öll sín markmið, án nokkurra minnstu breytinga á fyrirkomulagi er ríkir á Grænlandi!

  1. Vandamál náma á Grænlandi, er afar erfitt veðurfar - afar kalt á vetrum, afar slæm veður gjarnan, námusvæði eru úr alfaraleið.
  2. Þar fyrir utan, er afar lítið af infrastrúktúr á Grænlandi.

Námufyrirtæki, þar því líklega að reisa alla hluti:
--Vegi, ef þá þarf.
--Göng, ef þeirra þarf.
--Hafnir sannarlega, þ.s. grænlenskar hafnir eru litlar - ekki þ.s. námurnar yrðu.
--Flugvelli hugsanlega, sama um þá - grænlenskir flugvellir eru annars staðar.
Veðrin og kuldinn þíðir, að ekki er mögulegt að spara til um húsakynni starfsmanna, vinnuaðstæður þurfa að taka tillit til hvors tveggja einnig.

Rekstrarkostnaður náma á Grænlandi er því alltaf hár.
Er líklega skýri af hverju námur á Grænlandi hafa alltaf lokað fyrir rest.
--Flestar virðast hafa lokað áður en þær voru kláraðar.

  1. Bandarík fyrirtæki geta fengið námuréttindi ef þau vilja.
  2. Vandinn er sá, að slíkt hefur verið mögulegt í mörg mörg ár -- fyrirtækin hafa ekki sýnt því áhuga.

Aftur -- dýrt að reka námur á Grænlandi.
--Stofnkostnaður náma er afar afar hár.

  1. Jafnvel þó það yrðu gefin út ný leyfi fyrir námur fyrir bandarísk fyrirtæki.
  2. Er engin trygging þess, þau bandarísku fyrirtæku mundu gera nokkurn skapaðan hlut.

Grænland hefur verið opið fyrir námuleyfum -- mörg ár!!
Grænlendingar hafa auglýst eftir áhugasömum -- áhuginn hefur einfaldlega ekki verið fyrir hendi.

 

Niðurstaða
Já, Trump getur keypt Grænland ef hann virkilega vill -- aðferðin gæti verið sú, að senda öllum Grænlendingum tilboð, allir fullorðnir Grænlendingar fengu tiltekna upphæð; ef kaupin verða samþykkt í almennri atkvæðagreiðslu íbúa Grænlands.
Hinn bóginn, hefur Trump enga skynsama ástæðu til að kaupa Grænland!

Hentugasta formið fyrir Kana er það rekstrarform á Grænlandi þegar til staðar!
--Danir borga fyrir Grænland.
--Grænlendingar sjálfir rekar það.
Ameríkanda því þurfa að gera hvorugt.

Ekkert við það fyrirkomulag hindrar kana í því að ná því fram á Grænlandi sem þeir þurfa.
--Ástæða þess að námur eru ekki reknar í dag á Grænlandi, er kostnaður við rekstur þeirra.
--Af hverju fyrirtæki hafa ekki viljað starta nýjum námum, er gríðarlegur stofnkostnaður.

Yfirtaka Grænlands breytti engu þar um - því mundi ekki auka líkur á að námur væru reknar.

  1. Ef Trump virkilega vill láta námur fara af stað.
  2. Þarf Trump líklega að setja opinberan pening í verkefnið.

Annars fara fyrirtækin líklega ekki af stað.
Það gildir aftur, að ekkert í því -- leiði það fram, að Bandar. verði að taka Grænland yfir.

Grænlendingar yrðu örugglega til í að námurekstur hæfist aftur á Grænlandi.
Danir væru einnig velviljaðir því þ.s. auknar tekjur í Grænlandi minnkuðu þörf fyrir dönsk fjárframlög til Grænlendinga.
--Bæði Danir og Grænlendingar mundu heimila flr. herstöðvar, hvenær sem Bandar. vilja þær.

Besta fyrirkomulagið fyrir Kana sjálfa er ergo -- óbreytt fyrirkomulag.

 

Kv.


Bloggfærslur 12. janúar 2025

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 144
  • Sl. sólarhring: 148
  • Sl. viku: 238
  • Frá upphafi: 858970

Annað

  • Innlit í dag: 137
  • Innlit sl. viku: 224
  • Gestir í dag: 137
  • IP-tölur í dag: 135

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband