24.4.2024 | 19:54
Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðaraðstoð Bandaríkjanna, í tæka tíð fyrir yfirvofandi vor- og sumarsókn Rússlandshers í A-Úkraínu!
Áhugavert hversu klofinn Repúblikana-flokkurinn bandaríski er:
- Atkvæðagreiðslan í Neðri-deild Bandar.þings meðal Repúblikana sl. laugardag, fór: 101 / 112, m.ö.o. með-atkvæði voru 101, atkvæði Demókrata tryggðu útkomuna.
- Í Eftri-deild Bandar.þings, fór atkvæðagreiðslan meðal Repúblikana: 31 / 15 m.ö.o. 31 fylgjandi - 15 á móti. Í það sinn, þurftu Demókratar ekki tæknilega að greiða atkvæði til að tyggja málið áfram.
Það forvitnilega við þetta er hvað dónalegir hver við annan, Repúblikanar úr hvorri fylkingu voru; sem dæmi:
It is my absolute honour to be in Congress, but I serve with some real scumbags -- Tony Gonzales, a Texas Republican.
Mitch McConnell: So much of the hesitation and short-sightedness that has delayed this moment is premised on sheer fiction ... McConnel a.m.k. líkir ekki hinu liðinu við, föðurlands-svikara, eins og Tony Gonzales víst gerði.
Fylkingarnar eru ekki -andstæðingar- heldur -óvinir.-
- Spurning hvað það þíði í framhaldinu, sú breiða gjá milli - Repúblikna-fylkinga.
- Er virðast hreinlega, hatast.
Það er vísbending að, sá meirihluti er myndaðist fyrir Úkraínu-aðstoð.
Sé ekki bara í þetta sinn, heldur að líklega fylgi fljótlega annar aðstoðar-pakki.
- Fregnir benda til að Pentagon sé þegar að útbúa næsta pakka.
- Það sem ég hef heyrt, að sá verði stærri.
Sá verði líklega afgreiddur um mitt sumar!
Vísbendingar eru t.d. að þá fylgi með, fjöldi brynvarinna farartækja, t.b. Bradley.
Þó þau tæki séu komin til ára sinna, eru þau a.m.k. engu lakari en hvað Rússar nota.
Bradley Armored Personnel Carrier.
Sannarlega hafa Úkraínumenn áður fengið nokkurn fjölda þeirra tækja.
Þau vega ca. 30 tonn, rýflega 10 tonn meir en flest sambærileg rússn. tæki.
Það þíði að Bradley er sæmilega vel brynvarinn, er líklega gerir það tæki hentugt.
Eins og algengt er um slík tæki, hafa þau verið framleidd í mörgum útgáfum.
Myndin sýnir svokallaða -- Infantry Combat -- útgáfu Bradley.
Slíkar útgáfur eru yfirleitt þungvopnaðri, á móti minni burð.
Þær fylgja skriðdrekum þ.s. bardagar eru heitastir.
Þar fyrir utan, eru til sérhæfðar útgáfur fyrir - sérhæfðar hersveitir.
T.d. loftvarnar-liða, verkfræðinga-sveitir, stórskotaliða.
Sérhæfðu útgáfurnar yfirleitt bera færri innanborðs, til að skapa pláss fyrir sérhæfðan búnað sem sérhæfðar sveitir nota.
- Rússar eru auðvitað með sambærilegar sérhæfingar sinna tækja.
Undanfarið beita Rússar stöðugum þrýstingi á Donetsk víglínunni!
Sérstaklega nánar tiltekið á víglínunni í grennd við, Avdiivka!
Ég held að tekist hafi að losa stífluna á bandaríkjaþingi líklega fram yfir forsetakosningar síðar á árinu!
Úkraínuher hefur átt í vandræðum sl. 6 mánuði af tveim megin-ástæðum:
- Vaxandi skortur á loftvarnar-eldflaugum, hefur leitt til ítrekaðara loftárása flughers Rússlands beint á víglínuna -- í þeim árásum hafa Rússar beitt stórum sprengjum, þ.e. 1 tonn eða 2 tonn.
Svo stórar sprengjur, skilja eftir sig stóra gíga.
Þær sprengjur eru mun áhrifameiri, en 152mm kúlur úr stórskotavopnum Rússa. - Vaxandi skortur á 155 NATO skotfærum fyrir stórskota-vopn Úkraínu, sem NATO hefur skaffað Úkraínuher; hefur dregið mjög úr -- mannfalli Rússa á sama tíma.
M.ö.o. hefur hallað greinilega á Úkraínuher, sl. vikur og mánuði.
Skýringin er einfaldlega tafir í afhendingu -- aðstoðar frá Bandaríkjunum.
- Rétt að nefna, að þær tafir þíddu ekki, að Úkraína fengi engin vopn.
Hinn bóginn, þíddi það að hernaðarstoð NATO landa, minnkaði um meir en helming. - Það að sjálfsögðu munar um það -- ef 60% vopnasendinga, hætta að berast.
Ég hinn bóginn virkilega held að ekki verði frekari slíkar tafir.
Ekki nema að, kosningar nk. haust í Bandar. kollvarpi þeim meirihluta er myndaðist.
Rússnesk svifsprengja!
Vegna þess að Úkraína fær nú - loftvarna-flaugar og 155mm skothylki!
Á ég von á að loftvarnir Úkraínu yfir varnarlínunni, styrkist á ný.
Auk þess ætti stórskotalið Úkraínhers að eflast að nýju.
- Þ.s. Rússar eiga ekki rosalega mikið af Sukhoi Su-27 - 34 vélum, lauslega áætlað ca. 300 heilt yfir. Flestar uppfærðar 27 frá Kalda-stríðinu.
Þá reikna ég með að rússn. flugherinn dragi sig aftur til baka.
Þegar það verður að nýju bráðbanvænt að yfirfljúga víglínuna. - Öflugari stórskotahríð, ætti að þíða að Úkraína geti aftur beitt sér gegn rússn. stórskotaliði, eins og var sl. sumar t.d. til að það dragi úr skilvirkni þess að nýju, auk þess að aukin stórskota-hríð ætti að nýju að -- skila sér í mannfalli Rússa-hers.
M.ö.o. færist jafnvægið milli herjanna -- aftur til baka!
Ástæða þess að menn höfðu áhyggjur af vor- og sumarsókn Rússa, var drátturinn í afhendingu aðstoðar Bandaríkjahers!
Árásin sem Rússar fyrirhuga, er sannarlega stór -- Rúss-her hefur náð að sanka að sér a.m.k. 300.000 viðbótar-liðsstyrk fyrir þá sumar-sókn.
- Hinn bóginn, er hún ekki stærri - en t.d. vor- og sumar-sókn Rússa, 2023.
Þaðan af síður, öflugari en vetrar-sókn Rússa, sl. vetur og sl. haust. - Hún er að sjálfsögðu, mun minni en -- innrásin upphaflega var, Febr. 2022.
- Gæði Rússneska hersins hefur minnkað - síðan 2022:
- Meðaltali er rússn. hermaðurinn, ver búinn vopnum + lakar þjálfaður, en upphaflegur innrásarher veturinn 2022.
- Rússland missti mikið af tækjum -- í staðinn hefur Rússland, grafið upp margvíslegan eldri búnað, sbr. T60 og T55 skriðdreka.
Þó svo að rússn. herinn sé ekki endilega fáliðaðri en -- 2022.
Er hann samt, ívið lakari her -- en það ár.
Það sem ég meina, er að -- Úkraína ætti stærstum hluta að halda Rússum!
Forsenda þess að vor- og sumarsókn Rússa skilaði verulegum árangri.
Hafi verið, vaxandi vopnaskortur Úkraínu!
- Þegar sá vopnaskortur gufi upp.
- Þá að sama skapi, gufi upp vonir Rússa um einhvern verulegan árangur þetta ár.
Ég reikna samt með því, að Rússar beiti sér hart nk. vikur.
Þ.s. einhvern tíma tekur að koma vopnasendingunum til hers Úkraínu.
- Hinn bóginn, hafði PENTAGON flutt verulegt magn til Póllands, þ.s. það magn hefur beðið um nokkur skeið -- m.ö.o. hafa Rússar líklega ekki langan tíma.
Niðurstaðan
Nú þegar niðurstaðan loks liggur fyrir að Bandaríkin halda áfram að styðja Úkraínu, a.m.k. fram á nk. haust -- þá held ég að ljóst sé að víglína líklega haldi stærstum hluta þetta vor og sumarið sem er framundan.
- Ég ætla að gera ráð fyrir því, að það verði mjög grimm barátta innan Repúblikana-flokksins, milli fylkinga er hatast hvor við aðra.
- Ekki síður, en það verði grimm barátta fyrir nk. forsetakosningar.
Sérfræðingar telja, líklegt að Demókratar nái Fulltrúadeildinni aftur.
En missi Öldunga-deildina hugsanlega á móti.
Hinn bóginn gæti hatrið innan Repúblikana-flokksins milli flokks-fylkinga.
Hugsanlega haft einhver áhrif.
- Það gæti t.d. gerst, að hvor fylking fyrir sig - skili auðu við nafn, innanflokks andstæðings.
- Er gæti skilað óvæntum sigri Demókrata yfir Öldunga-deild.
Spurningin er virkilega hvort Repúblikana-fylkingarnar geti unnið saman.
Eða, hvort að flokkurinn sé hreinlega að klofna -- í tvennt.
Sú dínamík gæti jafnvel haft áhrif á forseta-kosningarnar.
Enn hefur mælst einungis lág prósenta Repúblikana, er gætu ákveðið að skila auðu.
Ef hatrið magnast frekar milli flokksmeðlima, gæti það hugsanlega gerst.
Að hluti Repúblikana skili auðu við reitinn þ.s. valinn er forsetaframbjóðandi, hugsanlega nægilega margir til að hafa áhrif á niðurstöður í einstökum fylkjum.
- Það er enginn sambærilegur klofningur meðal raða Demókrata.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 24. apríl 2024
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 859315
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar