Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, forseta Sýrlands -- á 10 dögum! Fall Assads virðist hliðarverkan af stríði Ísraels við Hesbollah, virðist sanna Assad var íranskur puppet seinni árin!

Abu Mohamman al-Jilani, er leiðtogi, Hayat Tahrir al-Sham (HTS) hreyfingarinnar er hefur kollvarpað Assad stjórninni síðan atlaga hreyfingarinnar hófst 28. nóv. sl.
Áhugavert að atlaga hreyfingarinnar hefst, daginn eftir að vopnahlé Ísraels og Hesbollah.

Abu Mohamman al-Jilani - vill verða nýr forseti Sýrlands

Who is Abu Mohammed al-Julani, leader of HTS in Syria?

Maður með afar skrautlegan feril - Bandaríkin hafa 10 milljón dala bounty á al-Jilani. al-Jilani er fæddur í Sýrlandi, en gerðist róttækur múslimi vegna innrásar Bandaríkjanna í Írak. Hann náði háum metorðum innan al-Qaeda hreyfingarinnar er barðist við her Banaríkjanna innan Íraks. Hann er einn af þeim er var um tíma handtekinn innan Íraks, síðar einhverra hluta vegna sleppt. Síðar fór hann milli róttækra hreyfinga - m.a. um tíma meðlimur af Islamic State innan Sýrlands -- eftir að borgarastríðið í Sýrlandi fer af stað 2011.
Hinn bóginn, ef marka má frásagnir af ævi al-Jilani, gerðist hann ósáttur við hugmyndir Islamic state um - hnattræna íslamska byltingu - vildi þess í stað, einblýna á móðurland sitt, Sýrland.
Hann stofnar síðar eftir að hafa yfirgefið ISIS -- HTS hreyfinguna.
Sú hreyfing eftir eyðileggingu ISIS var síðan sterkasta einstaka hreyfingin innan svokallaðrar uppreisnar, eftir að -- svokallaði, Frjálsi Her Sýrlands, var nánast alfarið eyðilagður kjölfar bardagan um borgina Aleppo.
--Ég er ekki með skýringu á 10 milljóna bounty Bandar. - gæti tengst því hann var um tíma í ISIS.

  1. 28 nóvember var það fyrsta er heyrðist um árás HTS -- einungis 2 dagar síðan liðu, og borgin Aleppo var fallin, önnur stærsta borg Sýrlands - 2,2 millj. íbúa fyrir borgarastríð.
    Það virtist að hermenn Assad stjórnarinnar, gæfust upp nánast bardagalaust, eða að þeir flýðu og hentu frá sér vopnum -- einhverjir þeirra hörfuðu.
    Á þeim fyrstu dögum, náði HTS einnig fjölda smærri byggðalaga, sem og mikilvægum herflugvelli, er m.a. var notaður af her Rússa.
  2. 4. des HTS komið að hliðum Hama, 4 stærsta borg Sýrlands - daginn eftir, 5. des hefur lið Sýrlandsstjórnar hörfað frá borginni.
    Og leiftursókn HTS heldur áfram.
  3. 6. des er HTS að nálgast Homs. Í örvæntingu er brú yfir á, sprengd. Er virðist ekki hafa dugað til.
  4. Borgin Homs er tekin síðan 7. des. Sú borg var síðasta hindrunin að sókn til Damascus.
  5. 8. Des einungis degi síðar, er stjórn Sýrlands fallin -- myndir hafa birst af almenningi ganga um forsetahöll Assads, rænandi og ruplandi.

Það sem er áhugavert við þessa atburðarás -- er að varnir Assads eru nánast engar.

  • Það er eins og að -- eyðilegging Ísraelshers á her Hesbollah innan Sýrlands.
  • Hafi einnig leitt til falls Sýrlandsstjórnar.

Þannig virðist sannað, að þ.s. mig grunaði - að Assad væri ekkert annað en íranskur leppur, var rétt - þ.e. leppur eftir að Íran og Rússland eru sögð hafa bjargað Assad frá falli.
--En í raun og veru virðist hann hafa fallið, verið minnkaður niður í nafnið eitt.

HTS liði, í forsetahöll Assads - Damascus.

Presidential Palace

Rænt og ruplað í forsetahöll Assads, Damascus

Spurning um hlutverk Tyrklands!
HTS herinn virðist hafa nálgast 30þ. - Erdogan virðist hafa látið HTS fá vopn úr vopnabúrum Tyrklandshers - gömul vopn, sannarlega. Einhver hefur augljóslega fjármagnað hreyfinguna þau ár sem HTS -- stjórnaði Idlib svæðinu í Sýrlandi.
--Skv. fréttum í dag, fagnar Erdogan falli Assads.

Skv. al-Jilani, þá notaði hann árin á milli vel þ.e. endurskipulagði her hreyfingarinnar, setti upp þjálfunarbúðir, er marka má þá frásögn - skipulag breska hersins sem fyrirmynd. Sagt að hreyfingin hafi komið sér upp hæfni til að smíða eigin dróna. Meira að segja eigin eldflaugar.
Hann segist hafa rætt við hópa innan Sýrlands -- áður en hann hóf árás HTS.

  1. Mig grunar það síðasta sé trúverðugt.
  2. Því að í borgarastríðinu - myndaði Assad bandalag við minnihlutahópa innan Sýrlands.
    Þegar HTS hefur árás sína -- virtist enginn þeirra hópa, taka upp hanskan fyrir Assad.
    Hóparnir virðast hafa yfirgefið Assad.
  3. Al-Jilani segist hafa lofað - minnihlutahópunum því, hann muni stjórna Sýrlandi, sem forseti alls landsins -- ekki einungis múslima.

Hafandi í huga það augljósa - að enginn virtist standa með Assad.
Verð ég að gera ráð fyrir því, að al-Jilani fari ekki með íkjur.
---------
Hann hafi vissulega samið við hópana er byggja Sýrland.
Sannfært þá um að vera hlutlausir.

A.m.k. er eitt ljóst af fréttum, að HTS hreyfingin -- hefur sjáanlega ekki farið harkalega með minnihlutahópa t.d. kristna, eftir töku Aleppo, þ.s. margir kristnir búa.
Hinn bóginn, eru þetta - early days - al-Jilani gæti sínt annað andlit.
Hinn bóginn, er 30þ. manna her, ekki nægur til að stjórna landinu, í andstöðu við fjölmenna hópa.

Þeir mundu t.d. strax lenda í miklum vanda, ef það hæfust fjölmenn mótmæli í t.d. Aleppo.

  • Punkturinn er sá, ástandið er greinilega brothætt.

Þó al-Jilani hafi nú kjarnahéruð Sýrlands, stórum hluta.

  1. Ath. HTS hefur ekki enn, Ladakia hérað þ.e. Miðjarðarhafsströnd Sýrlands. Alavar er byggja ströndina, gætu haldið henni lengi gegn HTS.
  2. Rússar hafa flotastöð í Ladakia héraði, þeir gætu líklega stutt við Alava.

M.ö.o. þarf al-Jilani í kjölfarið líklega að semja við -- íbúa Ladakia héraðs.
Á móti er athyglisvert - að Alavi fólkið, en Assad er Alavi, kom Assad ekki til aðstoðar.
Það getur þítt, að -- al Jilani hafi séns til að ná til sína Ladakia héraði án átaka.

  • Hvað kemur fyrir flotastöð og herflugvöll Rússa í Ladakia héraði, kemur í ljós.

 

Niðurstaða
Stríð Ísraels gegn Hesbollah - virðist hafa kollvarpað Assad einnig.
Með því að eyðileggja her Hesbollah innan Sýrlands, greinilega kollvörpuðu Ísraelar valdajafnvægi því er var til staðar innan Sýrland, eftir að borgarastríðið í Sýrlandi virtist hafa endað með sigri Írans og Rússlands.

Fall Assads verður að skoða sem, Íranskan ósigur. Hugsanlega einnig, sem rússneskan.
Hinn bóginn á eftir að koma í ljós, hvað -- al-Jilani, nýr leiðtogi Sýrlands gerir.
Hann stjórnar ekki enn, er þessi orð eru skrifuð, Ladakia héraði þ.e. strandsvæðum Sýrlands.
En þ.s. Alavar - meirihluti íbúa Ladakia, komu Assad ekki til bjargar sl. 10 daga.
Þá grunar mig að það sé ágætur möguleiki, að al-Jilani nái samkomulagi við Alava.

Staða Rússa í Sýrlandi, klárlega er veik orðin - Assadar hafa verið bandamenn Rússa áratugaskeið. Herflugvöllur Rússa og flotastöð, eru líklega í uppnámi.
Rússar eru ekki fjölmennir í Ladakia, einungis fámennt lið -- bilinu 1-2 þúsund.
Þeir hafa því enga möguleika til að halda stöðvum sínum, nema:

  1. Alavar, vopnist og haldi strandhéröðunum gegn -- nýrri stjórn Sýrlands.
  2. Eða, að samkomulag náist milli -- al-Jilani og Rússa.

Það síðarnefna er langt í frá útilokað. al-Jilani virðist a.m.k. opin fyrir slíkt.
Á móti, er engin vinátta milli al-Jilani og Írana. Þ.s. HTS hreyfingin og Íranir, hafa barist spjótum árum saman nú.
Það er ekki ólíklegt mál endi þannig Rússar þurfi að taka föggur sínar og fara.

Bandaríkin hafa hugsanlega opnun í Sýrlandi - augljóslega þurfa þeir þá að fella niður 10 millj. dala bounty á al-Jilani, taka HTS af lista yfir hryðjuverkasamtök.
Vegna þess, að Tyrkir virðast hafa - stutt við HTS samtökin, meðan þau stjórnuðu Idlib svæðinu í Sýrlandi árin á milli.

Það verður mjög forvitnilegt að fylgjast með þróuninni.
A.m.k. les maður úr þessu, stórtjón fyrir Íran.
Er líklega missir þá beinu tengingu yfir til Hamas í Lýbanon, Íran hefur haft síðan Íraksstríði. Missir þeirrar beinu land-tengingar - veikir stórfellt til líklegrar frambúðar, Hamas samtökin. Stórveldis-skeið Hamas getur því verið á enda.
Átökin við Ísrael virðast hafa kostað Íran stórfellt - staða Íran veikluð.

Hlutverk Erdogans forseta Tyrklands er að auki augljóst - því vart kemur annað til greina en að, útrás HTS hafi verið með hans blessan. Það getur því verið, að Sýrland sé nú að færast yfir á yfirráðasvæði Tyrklands.
Það verði Erdogan freka en - al Jilani, er ráði því hvort Rússar fái áfram að vera með stöðvar í Ladakia héraði. 

Kannski eru Rússar því að tapa öllum sínum áhrifum innan Sýrlands.
Ef svo fer þá er það merkileg hliðar-afleiðing stríðs Ísraels við Hesbollah.
Farið að líta svo út að veldi Írans í Miðausturlöndum sé einhverju leiti - spilaborg er geti fallið. En staða Írana greinilega er verulega veikluð eftir átökin við Ísrael, er þíði einnig að staða Rússa hefur veikst. Ef mál enda þannig að Rússar tapa öllum sínum áhrifum í Sýrlandi -- gætu áhrif Rússa í Mið-Austurlöndum þar með nánast verið upp gufuð með öllu í samhengi Mið-Austurlanda, er yrði stór breyting sannarlega á stöðu mála þar um slóðir.
--Bandaríkjunum og Tyrklandi líklega báðum í hag.

Missir Tartus flotastöðvarinnar og flugvallarins í grennd, gæti einnig skaðað mjög stöðu Rússa í Afríku - þ.s. flotastöðin og flugvöllurinn, virðast hafa verið viðkomustaðir fyrir Rússa á leið til og frá Afríku.
Hinn bóginn, er marka má alJazeera, er ekki enn að sjá merki um paník í Tartus, eða á svæði herflugvallar Rússa þar í grennd. Spurningar vakna hvort Rússar hafi gert samkomulag við Erdogan nú þegar, eða hvort málið sé einfaldlega í bið.
--A.m.k. virðast þeir ekki búast við hernaðarárás á svæðið.

PS1: Assad virðist hafa flúið til Rússlands, til pápa Pútíns.
PS2: Arabískir fjölmiðlar, halda því fram að Rússar hafi samkomulag við andstæðinga Assads, varðandi aðstöðu Rússlands í Ladakia héraði - áhugavert að nýjasta umtal rússn. miðla um líklega nýja valdhafa Sýrlands er miklu mildara og dyplómatískra en fram til þessa.

 

Kv.


Bloggfærslur 8. desember 2024

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 859313

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband